Pressan - 21.04.1993, Blaðsíða 24

Pressan - 21.04.1993, Blaðsíða 24
SKALDATI M I STEINDORS 24 PRESSAN Miðvikudagurinn 21. apríl 1993 Klassíkin • Ingveldur Ýr, Thomas Franck og Þorsteinn Gauti Sigurðsson syngja og leika kabarettlög. Sólon islandus kl. 20. Leikhúsin • Stræti. Þessi sýning er gott > "Oæmi um það hve stílfærður og stór leikur fer vel á sviði. Þjóðleikhúsið, Smíðaverk- stæði, kl. 20. 0 Blóðbræður. Það er eins og sýningin sé gerð meira með höfðinu en hjartanu. Borgarleikhúsið kl. 20. 0 Dauðinn og stúlkan. ★★★★ Tvímælalaust besta sýningin á þessu leikári, þrátt fyrir ýmsa galla. Borgarleik- húsið, litla svið, kl. 20. 0 Leðurblakan. Óperetta Jo- hanns Strauss sýnd norðan heiða. Leikstjóri er Kolbrún Kristjana Halldórsdóttir. Með , ^stærstu hlutverk fara Jón Þor- steinsson, Ingibjörg Mar- teinsdóttir og Guðrún Jóns- dóttir. Leikfélag Akureyrar kl. 20.30. 0 Stútungssaga. Stríðsleik- ur með gamansömu ívafi í flutningi leikfélagsins Hug- leiks, félags áhugaleikara í Reykjavík. Tjarnarbíó kl. 20.30. Klassíkin • Skagfirska söngsveitin flytur innlend og erlend al- þýðulög og verk úr óperum 1 »og óperettum. Stjórnandi er Björgvin Valdimarsson, pí- anóleikari er Sigurður Mar- teinsson. Einsöngvarar eru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Ósk- ar Pétursson, Guðmundur Sigurðsson, Ásgeir Eiríks- son og Fríður Sigurðardótt- ; jr. Langholtskirkja kl. 17. 0 Kabarettkvöld frá miðviku- degi endurtekið. Sólon Is- landus kl. 20. 0 Sinfóníuhljómsveit (s- lands flytur Lifun ásamt Sig- ríði Beinteinsdóttur, Björg- vini Halldórssyni, Eyjólfi Kristjánssyni, Daníel Har- "aidssyni o.fl. Háskólabíó kl. 20. Leikhúsin • Dýrin í Hálsaskógi. Hlut- verkaskipan er að því leyti sérkennileg að Mikki refur hefði komist tvöfaldurfyrir -Jíini (Lilla klifurmús. Þjóðleik- húsiðkl. 13. 0 My fair lady. Stefán Bald- ursson leikstjóri hefur skilið nauðsyn góðrar útfærslu vel og kostar miklu til. Úrvalsfólk er á hverjum þósti undir styrkri stjórn Stefáns. Þjóð- jjeikhúsið kl. 20. 0 Stræti. Þjóðleikhúsið, Smíðaverkstæði, kl. 20. • Coppelía. Ballettsýning (s- lenska dansflokksins í upp- færslu Evu Evdakímovu. Að- alhlutverk eru í höndum Nicolette Salas og Mauro 'Tambone. Borgarleikhúsið kl. 16. Klassíkin • Kabarettkvöld frá því á miðvikudag og fimmtudag endurtekið. Sólon Islandus kl. 20. ^Leikhúsin • Sardasfurstynjan. ★★★ Góð skemmtun og ágæt til- raun til að skemmta fleirum en þeim sem þegar eru fasta- gestir (slensku óperunnar./s- lenska óperan kl. 20. 0 My fair lady. Þjóðleikhúsið kl. 20. 0 Stræti. Þjóðleikhúsið, Smíðaverkstæði, kl. 20. 0 Blóðbræður. Borgarleik- húsið kl. 20. 0 Dauðinn og stúlkan. ★★★★ Borgarleikhúsið, litla svið kl. 20. 0 Stútungssaga. Hugleikur. Tjarnarbíó kl. 20.30. 0 Leðurblakan. Leikfélag Ak- ureyrarkl. 20.30. Klassíkin • Landsmót barnakóra með þátttöku um tvö þús- und barna úr grunn- og tón- listarskólum landsins. Laug- ardalshöll kl. 15. 0 Þórður Kristleifsson - dagskrá í tali og tónum til- einkuð Ijóðaþýðandanum í tilefni lOOára afmælis hans. Kveldúlfskórinn (Borgarnesi undir stjórn Ingibjargar Þor- steinsdóttur, Söngbræður undir stjórn Sigurðar Guð- mundssonar og Theodóra Þorsteinsdóttir sóþran. Bú- staðakirkja kl. 16. 0 Skagfirska söngsveitin endurtekur dagskrá frá fimmtudegi. Langholtskirkja kl. 17. Leikhúsin • Dýrin í Hálsaskógi. Þjóð- leikhúsiðkl. 14. 0 Dansað á haustvöku ★ Það er sþaugilegt að stórt Marconiútvarþstæki (sem er eitt aðaltákn verksins) skuli vera á miðju sviðinu allan tímann vegna þess að Dans- að á haustvöku gæti verið skemmtilegra sem útvarps- leikrit. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Stund gaupunnar. 9 Ágætir leikhæfileikar Ingvars, Lilju og Guðrúnar fara til spillis í þessu fáránlega leik- riti. Svona getur árangurinn orðið þegar ritstjórinn er rauður köttur sem vill uþþ- hefja sig í guðatölu. Þjóðleik- húsið, litla svið, kl. 20.30. 0 Stræti. Þjóðleikhúsið, Smiðaverkstæði, kl. 15. 0 Ronja ræningjadóttir. Það er mikill styrkur fyrir sýn- inguna að svo snjöll leikkona sem Sigrún Edda Björnsdóttir skuli geta leikið hina tólf ára gömlu Ronju án þess að maður hugsi mikið út í ald- ursmuninn. Borgarleikhúsið kl. 14. 0 Tartuffe. ★★★ Hvílíkt de- bút á stóra sviðinu fyrir Þór Tulinius leikstjóra! Verkið er keýrt á ótrúlegum hraða frá byrjun til enda, troðið af bröndurum, hlátri og upp- hrópunum. Borgarleikhúsið kl. 20. 0 Sardasfurstynjan. ★★★ Islenska óperan kl. 20. 0 Stútungssaga. Hugleikur. Tjarnarbíó kl. 20.30. 0 Leðurblakan. LeikfélagAk- ureyrarkl. 20.30. Kiassíkin • Haukur Guðlaugsson orgelleikari flytur verk eftir J.S. Bach, M. Reger og Pál (sólfsson. Hallgrímsk. kl. 20.30. 0 Kammermúsíkklúbbur- inn flytur sverk eftir Schu- bert, Hummel og Mozart. Bú- staðakirkja kl. 20.30. 0 Hans Josefsson flytur blandaða dagskrá í tengslum við Gautaborgardaga úr óperum, óperettum og söng- leikjum. Norræna húsið kl. 20.30. Leikhúsin • Dýrin í Hálsaskógi. Þjóð- leikhúsiðkl. 14. 0 Stræti. Þjóðleikhúsið, Smíðaverkstæði, kl. 15. 0 Hafið. Þjóðleikhúsið kl. 20. 0 Stund gaupunnar. ©Þjóð- leikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Ronja ræningjadóttir. Borgarleikhúsið kl. 14. 0 Coppelía. Ballettsýning (s- lenska dansflokksins. Borgar- leikhúsið kl. 20. Miðlungsskáldið Steindór Sigurðsson skammar skáldin Bjartir blossavitar og öslandi f síðustu viku voru birt brot úr köflum sem felldir voru úr Ævisögu Theódórs Friðriks- sonar Ofan jarðar og neðan. Þar voru hispurslausar lýsingar á drykkjusiðum ævintýra- og kvennamannsins Steindórs Sigurðssonar. í seinni tíð hef- ur verið hljótt um nafn Stein- dórs, en í lifanda lífi sá hann sjálfur fýrir því að eftir sér væri tekið. Steindór var á sínum tíma nokkuð atkvæðamikill í menn- ingar- og þjóðmálaumræðu, skrifaði nokkrar greinar sem hann lét prenta sem sérrit og seldi á götum borgarinnar. Eins og tilfinningaríkum mönnum er gjarnt kvað hann fast að orði og skoðanir hans flestar reynd- ust öfgafullar og stundum æði sérkennilegar. Ein þekktasta grein hans fjall- aði um samskipti íslensks kven- fólks við hernámsliðið og tvær tilvitnanir nægja til að sýna hvaða tónn var þar sleginn: „Viðnámsþróttur mikils hluta íslenzkra kvenna rénar að minnsta kosti um 50% þegar útlendingar eiga í hlut, hvað þá útlendir hermenn í einkennis- búningum." Og: „Það eru ömurleg eftirmæli um „Fósturlandsins Freyju“, að hún hafi legið hundflöt fyrir þúsundum innrásarhermanna úr öllum hornum heims.“ Mest tilþrif sýndi Steindór þó líklega í grein sem hann skrifaði árið 1948, skömmu fyrir dauða sinn. Hún nefhist „Þrír kapítul- ar í tólf versum um ljóðskáld og ljóðagerð“. Þar réðst Steindór af fullkominni hörku að þeim skáldum sem stunduðu mód- erníska ljóðagerð, hæddi þau og níddi en var um leið ekki alveg laus við að vera skemmtilegur. Þegar Eysteinn Þorvaldsson minntist lítillega á skrif Stein- dórs í bókinni Atómskáldin var greinilegt að skrifin höfðu ekki skemmt honum og hann sagði önuglega að Steindór, í um- burðarleysi sínu og andúð á nýjungaskáldunum, hefði tekið flestum fram í hótfyndni, last- yrðum og yfirlæti. Eysteinn vildi sem fæst hafa eftir af því sem Steindór hafði látið út úr sér um helstu skáldsnlllinga þjóðarinn- ar á þessari öld. En hér eru nokkur dæmi úr þessari lítt auglýstu grein. ÞÓRBERGUR OG LAXNESS Steindór kennir Þórbergi Þórðarsyni um að hafa komið skáldunum upp á þann ósið að yrkja módernískt háloftabull: „Orð hans og fordæmi áttu eftir að hafa mikil og margbrotin áhrif — valda hreint og beint andlegri vakningu í þessum dúr. Sjálfum átti þó ekki þess- um skýjahrópanda að auðnast að halda áfram beina braut í broddi allra þeirra ofvita sem spruttu upp við kall hans og streðuðu af stað út í geimblám- ann.“ Helsti „ofvitinn" að mati Steindórs var Halldór Laxness, sem sent hafði frá sér heila ljóðabók (Kvæðakverið) sem Steindór taldi fulla af lágkúru. Steindór var ekki í vandræðum með að finna dæmi þar um, til HALLDÓR LAXNESS „Hvílikt listaverk í fjórum Ijóðlínum! Vissulega ersá er slíkt getur skapað einn af vitum veraldarinnar." Þegar Steinn segir að andlit sitt sofi eins og óslokkið kalk í auga fljótsins þá kemur athuga- semd ffá Steindóri: „Hvar hinir partar líkamans eru þá niður- komnir nefnir þjóðskáldið ekki. En óljósan grun fær maður um hvað þeir muni vera að aðhafast á einhverjum upphafningar- plönum andlegra leyndar- dóma.“ í ljóðum skáldsins fara fjar- lægar veraldir að vaxa úr lang- svæfum líkama og þá verður til þessi athugasemd Steindórs: „Manni skilst að þeirra eilífða- rættaða útþensla og þeirra al- mættiskenndi ummyndunar- kraftur hafi þroskast í full- komna heimssköpunargetu.“ SIGFÚS DAÐASON Kemur þá að því að yngsta skáldið, hinn tvítugi Sigfús Daðason, er tekinn á beinið fýr- ir ljóð sem hefst svo: Ennþá liggur leiðin leiðiná sem þúfórst jyrirskatnmri tíð. Ennþá liggurleiðin leiðina. Hér er þörf á mörgum og hörðum orðum. Og hefst nú lesturinn: „Það er sannarlega ekki á degi hveijum sem maður STEINN STEINARR „Manni skilst að þeirra ei- lífðarættaða útþensla og þeirra almættiskenndi um- myndunarkraftur hafi þroskastí fullkomna heimssköpunargetu." yrkja heilt kvæði sjálfur! Og það svona gott kvæði. Gerið svo vel og reynið! Ger- izt íslenzk ljóðskáld strax í dag!“ „ÖSLANDI SKÁLDFÍFL“ í lok greinar sinnar viður- kennir Steindór að ritkúnstir geti verið skemmtilegar í hófi, en „hver fjárinn plágar þá sem hefja þvílíka pródúktsjón í fúl- ustu alvöru og í stórum stfl. Og sem reyna bókstaflega að stofna „skóla“ úr sínum eigin skamm- arstrikum og klaufaspörkum. Og unga svo þaðan út bókment- um í dúllarastíl og hvers kyns dekantisma“. Og Steindór heldur áfram: „En eitt er víst. fslenzk ljóðlist getur aldrei blandað blóði við neinn þann ófögnuð sem nú gerir sig heimakominn í garð- löndum hennar. Ekki frekar en svanur gæti blandað kyni sínu við krókódíl og salamöndru. En hitt er óvíst hvað hún megnar að draga lengi andann í óðlöndum sínum þegar þau eru orðin aurakur alls konar skáld- fífla sem ösla þar um og skrapa saman hugtakalaus og hljóm- laus skrípiorðanöfn — hrista þau svo og skaka í búrleskum bullustrokkum og sulla þeim síðan út yfir blaðsíðurnar í órímuðum hrynjandalausum handahófsröðum." Að mati Steindórs var aðeins ein aðferð við að yrkja ljóð og frá henni mátti ekki bregða, því um leið stefndi í þá hættu að menn forsómuðu vandvirkni og færu að bulla. Menn skyldu stuðla og ríma af miklum móð, eða eins og hann sagði: „Stuðla- formið er íslensk helgilist sem þjóðin er tengd til lífs eða dauða. Það er lífsljóð þjóðarinn- ar. Það er lífsljóð hvers einasta Islendings.“ I skáldskap sínum hélt Stein- dór alla tíð tryggð við hefð- bundið ljóðform, en var þó aldrei nerna skáld rétt í meðal- lagi. dæmis hér í lokalínu Erfiljóðs eftir stórskáld: Áheyrendur útí ströndum ygglibrenndir kvœði venda Og Steindór segir: „Hér virð- ist hin stílhreina punktalína — í sínu hnitmiðaða látleysi — benda til þess að andi snillings- ins hafi verið rokinn upp í þær reginhæðir að öll orð hafi brost- ið. Með öðrum orðum: að ís- lenzk tunga hafi hreint og beint púnkterað undan ofurþunga þvílíkrar andagiftar." Steindór hæddist einnig að þessu ljóði meistarans: Komdu ogskoðaðu í kistuna mína í kœrleikans aldingörðum á ég þarnóg sem mér hafa gefið í minningu sína meyjarnar allar sem ég rak útí skóg. Steindór segir: „Hvílíkt lista- verk í fjórum ljóðlínum! Vissu- lega er sá er slíkt getur skapað einn af vitum veraldarinnar. Og það er ekki nein Saltvíkurtýra á fífukveik norður á Furðu- ströndum heldur einn af þess- um björtu blossavitum allra tíma.“ En svo blossa upp reiðin og gremjan og Steindór bætir við: „Ó já, þannig skapa þeir nú listaverkin, snillingarnir, kæri lesari... Þau skapa þau hreint og beint úr engu og því sem er verra en ekkert." STEINN STEINARR Nú kemur að hlut Steins Steinarr, ástsælasta ljóðskálds íslendinga á þessari öld. Stein- dór hæddist að ljóðagerð hans, sagði að skáldið teldist greini- lega til æðri líftegunda sem „hrærast í víðáttu andans og viskunnar stórleik“. Til marks um þetta nefnir Steindór hinar frægu ljóðlínur: „Ég geng í hring í kringum allt sem er“ — og virðist helst lesa úr þeim vott af mikilmennskubrjálæði; að skáldið telji sig í fullri alvöru vera guðlega, almáttuga veru. Fleiri ljóðlínur Steins virðist Steindór telja benda til þessa. rekst á heilt kvæði á eigin tungumáli sem maður skilur ekki baun í. Kemst ekki einu sinni að efhinu. Að vísu veit maður hvað hin einstöku orð þýða svona eitt og eitt út af fýrir sig. Eða þegar vel lætur tvö og þrjú saman - eða svo. En þá er alveg eins og þau séu þar í lokuðum prívatsel- skap. Óg hvers vegna þau séu þarna á blaðsíðunni og hvað þau séu að gera í þessu kvæði, það fær maður enga hugmynd um. Og mér datt meira að segja í hug að reyna að hafa endaskipti á því ef vera mætti að hér væri um einhveija nýungartilraun að ræða í kínverskum eða ein- hverjum öðrum mongólskasía- tískum nútímastíl. Og ég byrjaði samviskusamlega á síðasta orði í síðustu ljóðlínu í síðustu vísu og las svo allt kvæðið aft ur á bak orð fýrir orð. Og kvæðið reyndist náttúru- lega alveg jafngott kvæði svo- leiðis. Þetta er svo allavega gott kvæði ... að slíkum affurábaklestri loknum hefúr maður það á til- fmningunni að vera búinn að SIGFÚS DAÐASON „Það ersannarlega ekki á degi hverjum sem maður rekst á heilt kvæði á eigin tungumáli sem maðurskil- ur ekki baun í.“ KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.