Pressan - 21.04.1993, Blaðsíða 6

Pressan - 21.04.1993, Blaðsíða 6
6 PRESSAN r FRETTI R Fimmtudagurinn 15.apríl 1993 MENN Framkvæmdastjóri Transit bíður hæstaréttardóms vegna ákæm um svik og blekkingar FORSPRAKKINN FLÚINN TIL TÆLANDS Davíð Oddsson forsætisráðherra Vinur vina sinna jafnt sem annarra Sumir menn virðast aldrei njóta sannmælis. Það er sama hvað þeir taka sér fyrir hendur. Alltaf eru einhverjir öfundar- menn tilbúnir að níða af þeim skóinn. Mistúlka gjörðir þeirra. Ausa þá skömmum. Vera vond- ir viðþá. Einn þessara manna — og ef til vill konungur þeirra — er Davíð Oddsson. Sem kunnugt er á Davíð vin sem heitir Hrafn. Og þegar Hrafn lendir í vand- ræðum hjálpar Davíð þessum vini sínum. Allir eru sammála um að það sé í sjálfu sér í lagi. Það er ekki ljótt að vera vinur vina sinna. Það er fallegt. Eftir sem áður er til fólk sem segir að Davíð eigi ekki að vera vinur þessa ákveðna vinar síns. í fyrsta lagi vegna þess að vinur- inn sé helst til frekur til greið- ans. í öðru lagi vegna þess að með því að vera vinur Hrafns sé Davíð í raun að gerast óvinur óvinar Hrafns í Efstaleiti og þar með vega að sjálfstæði Ríkisút- varpsins. Og í þriðja lagi vegna þess að Davíð sé í raun ekkert góður við Hrafn þar sem hann sæki alla greiðana til almenn- ings og skattgreiðenda. Hann sé því góðmenni á annarra kostn- að. Ég get ekki verið sammála neinu af þessu. Ég held að Dav- íð sé ekkert betri við Hrafn en aðra menn. Ég held að Davíð sé einfaldlega það góðviljaður að hann geti ekki neitað nokkrum manni um neitt. Það er algjör tilviljun og aukaatriði að þeir Hrafn voru saman í mennta- skóla. Davíð hefði gert allt sem hann gat fyrir Hrafn þó svo hann hefði aldrei séð hann áð- ur. Jafnvel þótt honum væri illa við hann. Sjáið bara kjarasamningana. Verkalýðsforystan og vinnu- veitendaforystan höfðu ekkert um að semja og leituðu því til ríkisstjórnarinnar svo stóru samninganefndimar hefðu eitt- hvað að gera. Forystumenn þessara samtaka bera ábyrgð á störfum nefndanna og þeir verða að útvega þeim eitthvað að gera. En hver voru viðbrögð ráðherranna? Jón Baldvin sagði „Svona varþetta líka ífyrrasumar. Þá vildi Davíð leyfa sjómönnunum að veiða fiskinn sem þá vantaði. Það var hins veg- ar Þorsteinn sem vildi banna þeim það. “ nei. Friðrik Sophussön sagði nei. Sighvatur og Þorsteinn sögðu nei. Og þeir Eiður, Hall- dór og Ólafur hefðu líka sagt nei ef einhver hefði spurt þá. En Davíð sagði já. Hann bara réð ekki við sig. Hann var tilbúinn að láta milljarð í viðhald, lækka skatta og vexti og gera nánast hvað sem var til að gera forystu- mennina glaða. Og ef hann hefði ekki haft þessa dragbíta með sér í ríkisstjórninni hefði honum tekist það. Og svona var þetta líka í fyrrasumar. Þá vildi Davíð leyfa sjómönnunum að veiða fiskinn sem þá vantaði. Það var hins vegar Þorsteinn sem vildi banna þeim það. Af þessu má sjá að það skiptir engu hvort Davíð þekkir Hrafn eða ekki. Davíð er einfaldlega þannig gerður að hann mundi gera Heimi Steinssyni greiða bara ef hann bæði um það. Það er hins vegar munurinn á þeim Heimi og Hrafni að Hrafn er svo lítillátur að hann getur beðið fólk um greiða en Heimir ekld. ÁS Málflutningur fór fram í gær í máli ákæruvaldsins gegn Hilmari Sigurðssyni, framkvæmdastjóra hins gjaldþrota fyrirtækis Transit hf. Hilmar, sem eftir því sem næst verður komist býr nú í Tælandi, er akærður fyrir að hafa blekkt BYKO til að sam- þykkja lánsviðskipti og fyrir fjársvik og/eða fjár- drátt með því að selja og taka við greiðslum fyrir þrjá sumarbústaði án þess að afhending færi fram, en andvirðið notað til að rétta af hallarekstur Transit. í undirrétti var Hilmar dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði óskilorðs- bundna. Af ákæruvaldsins hálfu flytur málið Björn Helga- son. í máli hans kom ffam krafa um þyngingu refs- ingar. Hann benti á að Hilmar hefði fengið út- tektir hjá BYKO á tímabil- inu apríl til október 1989, en leynt því að hann hefði verið úrskurðaður per- sónulega gjaldþrota í ágúst sama ár. Hann hefði tekið á sig persónulegar ábyrgðir fyrir úttektum Transit en ekíd greint frá eignaleysi sínu. Úttektir hefðu í heild verið 10,4 milljón- ir, en rúmlega 5 milljónir ekki fengist greiddar. Þá hefði Hilm- ar, sem alráður var um rekstur fyrirtækisins, tekið við greiðsl- um vegna sölu Transit á þremur sumarbústöðum, sem aldrei BYKO Byko tapaði rúmum sex milljónum að núvirði á lánsviðskiptum við Transit. Transit fékk úttektir fyrir á annan tug milljóna gegn sjálfskuldarábyrgð Hilmars, sem lét vera að segja frá eignaleysi sínu. BYKO hafði afeinhverjum ástæðum ekki fyrir því að kanna eignastöðu Hilmars. komu til afhendingar, en notað andvirðið í þágu fyrirtækisins og að nokkru leyti lagt það inn á persónulegan reikning sinn. í máli verjanda Hilmars, Hilmars Ingimundarsonar, kom fram krafa um sýknu og mátti á honum skilja að BYKO ætti mikla sök í því að ábyrgðar- skuldbinding Hilmars var tekin góð og gild með því að eigna- staða hans var ekki könnuð. Hilmar hefði að auki verið ákærður fyrir fjársvik en dæmd- ur fyrir fjárdrátt sem kallaði á ógildingu undirréttardómsins. Varðandi sumarbústaðina hefði ásetningur ekki verið á ferðinni, heldur hefði fyrirtækið einfald- lega lent í hremmingum. Transit var á síðasta ári gert upp eignalaust gagnvart 50 milljóna króna kröfum og Hilmar sjálfur einnig eignalaus gagnvart 11 milljóna króna kröfum. Fríðrik Þór Guðmundsson ER ÍHALDIÐ BÚIÐ AÐ SVÍNBEYGJA YKKUR í HRAFNSMÁLINU, ÖSSUR? „Siðferðislega röng ákvörðun hjá menntamálaráðherra“ 190653-8119 NAFN: ÖSSUR SKARPHÉÐ- INSSON ALDUR: 39 ÁRA STAÐA: FORMAÐUR ÞINGFLOKKS ALÞÝÐU- FLOKKSINS össur vísaði frá tillögu um rannsóknarnefnd í Hrafnsmálinu, en vill að fjárlaganefnd skoði mál- ið. „íhaldið hefur ekkert beygt okkur. Það var Alþýðuflokkur- inn sem kom því til leiðar að þingið hefur öll tök á að kanna þetta mál til hlítar með því að tveir þingmenn flokksins lýstu því yfir við atkvæðagreiðslu að þeir teldu rétt að fjárlaganefnd nýtti sér ákvæði þingskapa til að fá málið til sín og fara í alla þætti fjárhagslegra samskipta fram- kvæmdastjórans og stofnana ríksins, ekki síst til þess að gefa þessum manni færi á að hreinsa sig. Það er orðið eitt af aðalat- riðum málsins." Stendurþingflokkurinn á bak við það? „Það var ekki tekin um þetta flokksleg ákvörðun, en afstaða Gunnlaugs Stefánssonar var kynnt í þingflokknum á sér- stökum fundi sem haldinn var um þetta fyrir atkvæðagreiðslu. Ég lýsti stuðningi við afstöðu hans og það gerðu raunar fleiri. Það var drjúgur skilningur á þessu, þótt það hefðu líka verið raddir í aðra átt. UNDIR ÖXINNI ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON SVARAR FYRIR FRÁVÍSUNINA Þáð hefursem sagt verið ágreinittgur í þingflokknum? „Málið hefur ekki verið rætt með þeim hætti að það hafi komið fram neinn ágreiningur innan þingflokksins.11 En einhverjir hafa þó mót- mælt? „Einhverjir þingmenn viðr- uðu skoðanir sem gengu í þá átt að það væri ekki rétt að þing- menn flokksins virtust með þessum hætti hafa frumkvæði að því að fjárlaganefnd tæki málið upp. Það lá hins vegar fyrir að stjórnarandstaðan myndi koma fram með þessa tillögu í nefndinni eftir yfirlýs- ingar formanns Alþýðuflokks- ins í umræðunum á mánudags- kvöld. Gunnlaugur kvaðst því standa ffammi fyrir því að taka ákvörðun um það og hann hefði afráðið að fylgja slíkri tillögu. Hann taldi rétt — og ég líka — að láta þá afstöðu koma fram við atkvæðagreiðsluna. Þetta var hans djúpa sannfæring og hann hafði reyndar reifað þenn- an möguleika á þingflokksfundi daginn áður.“ Hafið þiðfengið viðbrögðfrá Sjálfstœðisflokknum? „Nei.“ Erstjómarsamstaifið í hættu? „Ólafur Garðar var látinn vita af þessu fyrirfram og líka Geir Haarde og Davíð Oddsson. Ef menn hefðu viljað fá tíma til að ræða þessa þróun þá hefði verið í lófa lagið að frestá atkvæða- greiðslu til mánudags. Það var ekki gert og ég hlýt að draga þá ályktun að Sjálfstæðisflokkur- inn líti ekki svo á að stjórnar- samstarfið sé í hættu. Ef svo er, þá er það ekki byggt á traustum grunni ef viðleitni til að gefa manni, sem hefur verið borinn alvarlegum sökum, færi á að hreinsa sig yrði til þess að fella ríkisstjórnina, enda tel ég slíkt alveg fráleitt.“ Á ekkert að skoða hina sið- ferðislegu þætti, sem svo eru kallaðir? „Ég tel að menntamálaráð- herra hafi orðið á hrapalleg mis- tök með þessari ráðningu. Það er hins vegar alveg klárt að hann hafði fulla lagalega heimild til þess og okkar niðurstaða var að það væru ekki tilefni til að kjósa sérstaka rannsóknarnefnd til að kanna ráðninguna sjálfa. Hans er valdið og hans og Sjálfstæðis- flokksins er ábyrgðin.“ Á þá ekkert að rantisaka þessa þætti yfirleitt? „Það er erfitt að sjá hvernig það verður gert með þeim tækj- um sem þingið hefur yfir að ráða. Ég og ýmsir alþýðuflokks- menn teljum að þetta hafi verið siðferðislega röng ákvörðun hjá ráðherranum. Aðrir eru annarr- ar skoðunar." Ertu enn að vemda á þér vinstri vangann gegn gagn- rýni stjómarandstöðunnar? „Ég hef setið undir slíkri gagnrýni alveg frá því við fórum í þessa hægristjórn gegn mínu atkvæði." Erþetta enn einn leikurinn í því spili? „Eg er að fylgja sannfæringu minni og Alþýðuflokksins. Ég vek athygli á því að ég var eini alþýðuflokksmaðurinn sem tal- aði í fyrstu umferð, ég er for- maður þingflokksins og með því að enginn annar þingmaður flokksins talaði var alveg ljóst að mín rödd var rödd Alþýðu- flokksins.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.