Pressan - 21.04.1993, Blaðsíða 17

Pressan - 21.04.1993, Blaðsíða 17
Miðvikudagurinn 21. apríi 1993 Athugasemd Viltu gera góð kaup? Hefur þú skoðað WÆfUTM\ afsláttarstandinn ‘rl/ /U í Pelsinum? afsíáttur mf'fcin stór gþkjþrot hjá n«#*ðúr$töftwtm í fötimGfeieflír ghðarieol tapá á )ká erfeírdá öíengísjíMiga í PRESSUNNI þann 15. apríl sl. þykir mér heldur vegið að minni per- sónu. Blaðið birtir þá heilsíðufrétt um endurtekin gjaldþrot IANKINN ÆTLAR All BNNSAKA VlflSKiPTl hjá meðferðastofnunum og að rannsókn standi fyrir dyr- um. í þessu sambandi var birt stór mynd af mér. Minni mynd er svo höfð á öðrum stað í blaðinu við mynda- textann: „Fjármálafyllerí kringum áfengismeðferð.“ Það má vel vera stefna PRESSUNNAR að dylgja með æru fólks og mannorð á jafn ósmekklegan hátt og hér er gert, en ég vil þó ffábiðja mér slíkan (ó)sóma. Það er rétt að ég hef unnið við meðferð áfengis- og eit- urlyfjasjúklinga síðan árið 1984 og tekið þátt í að byggja upp slíka starfsemi á Islandi og í Svíþjóð. Ég var m.a. framkvæmdastjóri Sjúkra- stöðvarinnar Vonar árið 1984 til 1986 f.h. þáverandi eigenda Vonar. Þetta var þremur til íjórum árum áður en Von, í höndum nýrra eig- enda á íslandi, og meðferð- arstöðvar tengdar þeirri Von í Danmörku hættu rekstri. Af þessum málum hafði ég augljóslega engin afskipti. Mér er ókunnugt um að ég eigi sök á endurteknum gjaldþrotum og glæpsam- legri starfsemi eða að ég þurfí að dveljast landflótta erlendis af þeim sökum eins og gefið er í skyn í „frétt- inni“. Þá er einnig gefið í skyn að ég hafi af óheilindum tekið það verðmætasta úr gjald- þrotabúi Meðferðar á íslandi og flutt það út, þ.e. þekkingu og viðskiptasambönd. Það er rétt að ég veiti í dag forstöðu afeitrunarsjúkra- húsi og meðferðarstöð hér í Svíþjóð. Það starf mitt bygg- ist að sjálfsögðu á eigin þekkingu, áratuga reynslu og persónulegum samböndum en ekki óskilgreindu þýfi úr íslensku þrotabúi eins og kemur fram íblaðinu. Að lokum þetta. Ég sé ekki ástæðu til að tíunda einka- hagi mína og fjármál í PRESSUNNI, en ég sé mig þó knúinn til að leiðrétta þann fréttaflutning blaðsins að ég hafi farið gjaldþrota af landi brott. Mér er ekki kunnugt um að bú mitt hafi verið tekið til skipta, en það finnst kannski áreiðanlegri heimild en ég um það. 20. apríl 1993. Skúli Thoroddsen i Sviþjóð. Athugasemd við athugasemd Eins og lesa má af grein PRESSUNNAR og fyrirsögn fjallaði greinin að megni tii um endurtekin gjaldþrot meðferðarstöðva og fyrir- hugaða rannsókn á þeim. Skúli hafði augljóslega mikil afskipti af þeim málum og beinist rannsóknin að sjálf- sögðu að athöfnum hans eins og annarra sem þar áttu hlut að máli. Upplýsingar um afskipti hans af þessu máli eru með- al annars komnar frá fyrrverandi við- skiptafélögum hans auk firmaskrán- inga. Fullyrðingar um gjaldþrot Skúla eru hins vegar rangar og er hann beðinn vel- virðingar á þeim. Það sjá allir sem lesa greinina að hún fjallar fyrst og ffemst um fjármálaóreiðu í kringum þessar tilteknu meðferðar- stofnanir, sem lyktaði með stórum gjaldþrotum og fjárhagstjóni fjölda manna og fyrirtækja. Á því virðist Skúli ekki hafa neinar skýringar. Ritstj. DÆMI UM ÞESSA VIKU: Minkapelskápur og jakkar, pelsfóðurkápur og jakkar, kasmírkápur, ullarkápur, leðurkápur og jakkar. Greiðslu- kjör við allra hæfi Fallegur fatnaður frá PELSINNrkl Kirkjuhvoli ■ sími 20160 SMAKKAÐU „ZJAKK" SUKKULAÐI Vantar þig rafmagn í sumarbús taðinn ? Tímabundinn afsláttur tengigjalda 1993 Rafmagnsveitur ríkisins hafa ákvcóih ah veita tímahundinn afslátt frá Cijaldskrá um tengigjöld í sumarhúsahverfum áriö 1993. Afsláttur þessi er byggöur á því aö hægt sé í samvinnu viö umsækjendur aö ná fram meiri liagkvæmni en ella viö heimtaugalagnir. F.ftirfarandi meginskilyröi eru fvrir atslættinum: 1. Afsláttur er aöeins veittur ef um er aö ræöa sumarhúsahverfi sem þegar hefur veriö rafvætt aö einhverju leyti. Afsláttur er þó einnig veittur í nýjum hverfum aö upp- fylltum skilmálum gjaldskrár, m.a. um lágmarksfjölda viö upphaf rafvæöingar viö- komandi hverfis. 2. Umsókn heimtaugar þarf aö berast fyrir 1. maí 199B. 3. Gengiö skal frá greiöslu fyrir 25. maí 1993. 4. Verktími (dagsetning) veröi ákveöinn í samráöi viö umsækjenda og Rafmagnsveitn- anna. Umsækjendur tilnefni einn tengiliö í hverju tilviki. 5. Umsækjendur munu sjá tii þess aö nauösynlegum frágangi innan lóöarmarka, sam- kvæmt skilmálum í gildandi gjaldskrá, sé lokiö á réttum tíma, sbr. liö 4. 6. Afsláttur þessi gildir til haustsins 1993, meöan aöstæöur vegna veöurfars o.fl. leyfa aö mati Rafmagnsveitnanna. Rafmagnsveiturnar munu yfirfara umsóknir og gefa svörum afslátt fyrir 20. maí 1993. Þessi afsláttur nemur 19,8%, þannig aö grunngjald lækkar úr 162.000 kr. (án vsk) í 130.000 kr. (án vsk). Þeim aöilum sem eiga óafgreiddar umsóknir frá fyrra ári, er bent á aö hafa samband viö Rafmagnsveiturnar hiö fyrsta. 31. mars 1993 RAFMAGNSVEITUR RÍKJSINS lifandiafl ZANGKSTER SURACTIF EFTIR 40 ER ÞAÐ BESTA EKKI LENGUR MUNAÐUR AAeð aldrinum lekur húðin nóltúrulegum breyfingum. Henni hætlir til að þorna, verða þreytuleg og fínar hrukkur fara að myndast. Húðin þarfnast því sérstakrar umhirðu sem tekur ó van'damálum þroskaðrar húðar, hverju fyrir sig, og meðhöndlar þau af vísindalegri nókvæmni; 1ANCASTER SURACTIF Mjög virk efni smjúga inn í öll lög húðarinnar. ÁRANGURINN: HÚÐIN VERÐUR UNGLEG OG AÐLAÐANDI - ÞANNIG LÍÐUR ÞÉR BEST HVERS VEGNA AÐ SÆTTAST Á MINNA? 5 einfaldar leiðir til að afla aukatekna (eðastunda fulla vinnu i Kolaportinu) Hreinsa út úr fataskápnum og kompunni og selja íKolaportinu. Á síðastliðnu ári voru gerðar nokkrar kannanir sem sýndu ótvírætt að sölufólk þénaðí að meðaltali 30.000.- krónur á dag með sölu á fatnaðí og alls- konar kompudóti. Helgin öll getur pví reynst fjölskyldum, vinnufélögum, félagasamtökum, saumakiúbbum og öðrum höpum mjög drjúg tekjulind. Bjóða innflytjendum, verslunum og framleið- endum að selja gamla lagera I umboðssölu í Kolaportinu. Flest bessara fyrirtækja, sem skipta búsundum, eiga gamla lagara at allskyns varningi sem þau vílja mjög gjarnan koma í sölu. Fyrir duglega seljendur er þetta yfirleitt áhættuiaus atvinna og tekjur oft mjög góðar. Ath! Að meðaltali koma um 20 þúsund gestir í Kolaportið um hverja helgi. Kaupa gamla lagera af fyrirtækjum og selja I Kolaportinu. Slíkt er oft auglýst í blöðum, t.d. i smáauglýsingum DV. Þetta getur haft nokkra áhættu í för með sér, en á móti kemur að þá er reiknað með mun meiri álagningu, og því jafnframt meiri gróðavon. Búa til eða framleiða vöru til að selja I Kolaportinu. Þeir sem hafa hitt á réttu hlutina hafa gert hað mjög gott í Kolaportinu og stunda verslun með vörur sinar jafnvel árið um kring. Flytja inn vörur til að selja beint til neytenda í Kolaportinu Kolaportið aðstoðar gjarnan fólk við að koma sér af stað með slíka starfsemi, en einnig er auðvelt að fara á vörusýningar erlendis og finna sniðugar vörur. Vanda þarf vöruvalið en margir hafa reynt þetta með geysigóðum árangri og hafa góðar mánaðartekjur af tveggja daga vinnuviku sinni í Kolaportinu. - Til athugunar fyrir seljendur í Kolaportinu! Þeir sem selja notaða muni eru ekki skattskyidír. Þeir sem selja ónotaðan varning eru ekki virðisaukaskattskyidir nema þeir selji fyrir meira en 185.000 krónur á ári. í Kolaportinu getur hver sem er selt hvað sem er innan ramma laga og velsæmis Ef hú hefur vilja og kraft til að bjarga þér skaltu endilega hafa samband við skrifstofu Kolaportsins sem allra fyrst í síma 625030 - og Kolaportið gefur hér góð ráð! imaðia!

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.