Pressan - 21.04.1993, Blaðsíða 29

Pressan - 21.04.1993, Blaðsíða 29
KARFAN NÆSTA ÞJÓÐARÍÞRÓTT? Miðvikudagurinn 21. apríl 1993 PRESSAN 29' Karfan nálgast handknattleik í iðkendaflölda KARFAN AD SIGRA HANDBOLTANN MlCHAEL JORÐAN JónÁsgeirsson telurað körfuboltamenn getiþakkað honum og öðrum hetjum úr NBA-körfuboltanum auknar vinsældir íþróttarinnar. Hafnabolti ÞJÓÐARÍÞRÓTT BANDARÍKJANNA HRAPAR í VINSÆLDUM Áhugi á körfuknatt- leik hefur aukist gíf- urlega á allra síðustu árumogernúsvo komið að karfan er farin að ógna stöðu handboltans verulega sem innanhússíþrótt- arnúmereittáís- landi. „Fyrir tíu árum þurfti ég hálf- partinn að neyða strákana til að leika körfubolta til jafns við handknattleik og fótbolta í íþróttatímunum. Nú vilja þeir hins vegar nær undantekning- arlaust leika körfubolta í frjálsu tímunum og segja má að vin- sældir körfunnar séu orðnar vandamál í kennslunni — ánægjulegt vandamál þó,“ segir Ingvar Jónsson, leikfimikenn- ari og þjálfari úrvalsdeildarliðs Hauka í körfuknattleik. Körfuboltinn í tísku Óhætt er að fullyrða að körfubolti sé í tísku þessa dag- ana hjá yngri kynslóðinni. Fatn- aður og ýmislegt körfuboltadót tröllríður nú yngstu kynslóð- inni og eru vinsældir NBA- myndanna orðnar slíkar að dæmi eru um að grunnskóla- kennarar skipuleggi sérstaka tíma þar sem krökkunum gefst FJÖRUGT HSÍ-ÞING ÍVÆNDUM... Nú hefur verið ákveðið að næsta ársþing HSÍ verði haldið á Selfossi dagana 21.-23. maí. Búist er við miklu fjöri þar sem hart verður barist um stól framkvæmda- stjórans, Jóns Ásgeirssonar. Samkvæmt heim- ildum PRESS- UNNAR eru sterkir aðilar inn- an handknatt- leikshreyfingar- innar nú þegar farnir að hugsa sér til hreyfings vegna for- mannskosninganna, eða eins og einn heimildamaður blaðsins orðaði það: „Menn eru sérlega áhugasamir um að Jón verði ekki áfram formaður.“ Ef að lík- um lætur verður það mjög skemmtilegt starf að gegna framkvæmdastjórastöðu sam- bandsins næstu misseri, þar sem óðum styttist í heimsmeist- arakeppnina sem halda á hér á landi 1995. Andstæðingum Jóns getur þó reynst það þrautin þyngri að velta honum úr sessi þar sem hann hefur ýmis tromp uppi í erminni. Meðal annars getur hann bent þinggestum á góðan hagnað sambandsins síð- astliðið bókhaldsár, en hann nemur rúmlega fjórum milljón- um króna og er það breyting til hins betra frá fyrri árum. kostur á að skiptast á myndum. PRESSAN heíur áður greint frá gífurlegri ásókn barna á höfuð- borgarsvæðinu í körfuknatt- leikstíma íþróttafélaganna og spyrja má hvort nú sé svo kom- ið að karfan sé að síga yfir hand- knattleikinn hvað iðkendafjölda og almennar vinsældir varðar. Á árunum 1988-1991 hefur iðkendum körfuknattleiks fjölg- að um tæplega 1.500 og gera má ráð fyrir mikilli aukningu á síð- asta ári og því sem nú er að líða. Því er ekki óvarlegt að ætla að fjöldi þeirra sem stunda körfu- knattleik verði orðinn nálægt 8.000 í lok ársins. I handknatt- leik fækkaði iðkendum hins vegar um 2.000 á árunum 1989-1991 og eru þeir nú komnir undir níu þúsund. Ekki hafa færri iðkendur íþróttarinn- ar verið skráðir síðastliðin tólf ár. Ef þessi þróírn heldur áffam er skammt í að iðkendur körfu- bolta verði fleiri en handbolta. Samkeppni um hæf- ustu einstaklingana Talsverð samkeppni ríkir innan íþróttagreina um hæfustu einstaklingana. Sumir eru efhi- legir í mörgum íþróttum og þurfa því að velja á milli. Þeir Kristján Arason og Héðinn Gilsson, sem báðir eru mjög hávaxnir, þóttu til dæmis hæfi- leikaríkir körfuboltamenn, en þeir völdu báðir handknattleik- inn. Því má svo velta fyrir sér hvað þeir hefðu valið stæðu þeir í sömu sporum í dag! INGVARJÓNSS0N Hinn mikli áhugi barnanna á körfubolta hálfgert „vandamál" í leikfimitímum. Körfubolti hefur verið í mik- illi sókn á landsbyggðinni, en handknattleikurinn haldið sig við stærri og fjölmennari stað- ina. Utan höfuðborgarsvæðisins eru það raunar einungis Akur- eyri, Vestmannaeyjar og Selfoss sem eiga lið. Á öðrum stöðum virðist sem körfuboltinn sé að ná undirtökunum, svo sem á stöðum eins og Akranesi, Borg- arnesi, Stykkishólmi, Bolungar- vík og Húsavik, að ógleymdum Suðurnesjum, sem karfan virð- ist einoka. Ástæður vinsælda körfuboltans á landsbyggðinni er ekki sfst að finna í hinni miklu íþróttahúsavæðingu sem átt hefur sér stað á undanförn- um árum. Samkvæmt þessu virðast vaxtarmöguleikar körf- unnar því mun meiri en hand- boltans. Jón Ásgeirsson „Mjög vel ad málum stadid hjá körfubolta- mönnum“ PRESSAN hafði samband við Jón Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóra HSI, og spurði hann fyrst hvort auknar vinsældir körfunnar kæmu ekki niður á hand- boltanum? „Við höfum auðvitað orð- ið varir við aukinn áhuga á körfubolta og það er ekki nema gott um það að segja, — við verðum alls ekki varir við að áhuginn komi niður á handboltanum. Ég held nefriilega að þetta hjálpi okk- ur frekar en hitt, þar sem áhuginn eykst þá almennt á boltaíþróttunum. Undanfar- in ár hefur körfuboltinn ekki notið mjög mikilla vinsælda en það er greinilegt að þær fara vaxandi," segir Jón. Hann bætir því svo við að ástæður aukinna vinsælda körfunnar séu augljósar; þar séu áhrif frá NBA fyrst og fremst á ferðinni. Þá sýnist honum einnig að mjög vel sé að málum staðið hjá körfu- boltamönnum. LEIKMENN FRAM EFTIRSÓTTIR... Þrátt fyrir að íslands- mótinu í handknattleik sé engan veginn lokið eru vangaveltur um félagaskipti þegar komin á fullt. Horfa menn sérstaklega til Fram-liðs- ins sem féll í 2. deild þrátt fyrir að hafa mjög hæfileikaríkum mannskap á að skipa. Eru Aft- ureldingarmenn nefndir til sög- unar hvað varðar félagaskipti þar, enda þurfa þeir sjálfsagt að styrkja lið sitt og eru sömuleiðis fjárhagslega vel stæðir. Má bú- ast við að þeir Páll Þórólfsson, Jason Ólafsson, Karl Karls- son og síðast en ekki síst Gunnar Andrésson fái upp- hringingar. Markvörðurinn snjalli Hallgrímur Jónasson er á leiðinni í Iþróttakennara- skóla Islands á Laugarvatni og má búast við að Selfyssingar ieggi snörur fyrir hann. Hafnabolti, þjóðaríþrótt Bandaríkjanna, á á brattan að sækja um þessar mundir. Frá árinu 1985 hefur sjónvarps- áhorfendum fækkað jafnt og þétt og er nú svo kornið að fjórir af hverjum tíu sem horfðu á hafnabolta 1985 hafa hætt þeirri iðju. Þessi fækkun, er afar ugg- vænleg fyrir forráðamenn hafnaboltafélaganna og hefur komið af stað umræðum um framtíð hafnaboltans, en mörg- um þykir með ólíkindum hve þessi óspennandi íþróttagrein hefur átt miklum vinsældum að fagna. Áhorfendum á hafna- boltaleikjum hefur einnig fækk- að. Milli áranna 1991 og 1992 dróst áhorfendafjöldinn saman um milljón. Þrjú lið virðast þar skera sig nokkuð úr; Los Ange- Ies Dodgers (26%), Seattle Mar- iners (23%) og New York Mets (22%). Fullljóst er talið að á komandi árum muni enn sverfa að hafnaboltanum, sem gæti kailað á breytingar. Til dæmis að lélegustu liðin á hverju ári yrðu felld úr úrvalsdeildinni og önnur kæmu í deildina í staðinn (svipað fyrirkomulag og í evr- ópskri knattspyrnu), en eins og málin eru í dag geta liðin, sem komust í úrvaldsdeildina þegar hún var skipulögð fyrir all- mörgum árum, ekki fallið. r IÐKENDAFJÖLDI Ár Handbolti Körfubolti 1988 10.352 4.833 1989 10.811 5.901 1990 9.583 5.818 1991 8.829 6.310 STERASUND ÁAKRANESI f nýjasta tölublaði Skagablaðsins á Akranesi er viðtal við sundmanninn Gunnar Ársæl Ársælsson sem hefur hafnað því að taka sæti í sundlandslið- inu. Sundmaðurinn skýtur föstum skotum á sundforyst- una en einnig vekur athygli að hann ræðir um meinta stera- notkun í sundinu. f greininni er fjallað um orðróm sem kom upp á Akranesi um steranotk- un sundmanna á sfðasta móti. Kemur fram að Gunnar og þjálfari hans Ragnheiður Runólfsdóttir fóru fram á að hann fengi að fara í sterapróf til að afsanna orðróminn. Gunnar hafði enda verið yfir- heyrður um þetta fyrir val landsliðsins. Hann fékk hins vegar ekki að fara í prófið enda kostar það um 20.000 krónur. JÚLÍUS HAFSTEIN Lítthrifinn afbreytingum innan íþróttahreyfingar- innar. JÚLÍUS HAFSTEIN LEGGST GEGN SAMEININGU... > Á nýafstöðum sam- I bandsstjórnarfundi Iþróttasambands ís- lands kom margt forvitnilegt í ljós. Má þar nefha að hugmynd- ir milliþinganefndar ÍSI í laga-« málum, sem gera ráð fyrir meiriháttar skipulagsbreyting- um innan íþróttahreyfingarinn- ar, féllu í afar grýttan jarðveg hjá sumum fundarmönnum. Þarna er meðal annars kveðið á um að Ólympíunefnd fslands verði sameinuð ÍSÍ undir einni yfir- stjórn vegna augljósra hag- kvæmnissjónarmiða. Það mátti Júlíus Hafstein, varaformaður Ólympíunefndarinnar, ekki heyra minnst á og hélt tölu þar sem hann sagðist vera eindregið á móti breytingunum. Finnst mörgum sem Júlíus sé þarna eingöngu að verja persónulega" hagsmuni, þar sem hann mundi missa talsverð áhrif innan íþróttahreyfmgarinnar ef af skipulagsbreytingunum yrði. Eins og kunnugt er stefhir Júlíus að því að verða helsti forystu- maður íslenskar íþróttahreyf- ingar innan fárra ára. GunnarK.Gunnarsson Cetur tekið gleði sína á ný þarsem hann hefur verið endurráðinn. STJÓRN HSÍ ENDUR- RÉÐ HINN „ÓMÖGU- LEGA"FRAM- KVÆMDASTJÓRA... , Stjórn HSI samþykkti nýverið að endurráða Gunnar K. Gunnars- son framkvæmdastjóra sam- bandsins, en hún hafði nokkr- um mánuðum áður rekið hann. Mál þetta er allt hið undarleg- asta. Forsaga þess er að Jón Ás- geirsson, framkvæmdastjóri HSÍ, beitti sér fyrir því að Gunnnar yrði rekinn, enda tal-, inn óhæfur, og það sem meira var; hann átti að yfirgefa skrif- stoíur HSÍ tafarlaust. Uppsögn- in mæltist illa fyrir innan hreyf- ingarinnar og varð til þess að stjórn HSÍ samþykkti nauð- beygð að Gunnar ynni út upp- sagnarfrestinn, sem var þrfr„ mánuðir. Svo virðist sem þessi uppsögn Gunnars hafi verið óvenjuilla ígrunduð, þar sem ákveðið var á stjórnarfundi í síðustu viku að endurráða hann. Gunnar er greinilega ómissandi á skrifstofu sam- bandsins og allur þessi hring- - landaháttur stjórnarinnar virðst lítt til þess fallinn að auka veg og virðingu íþróttarinnar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.