Pressan - 21.04.1993, Blaðsíða 8

Pressan - 21.04.1993, Blaðsíða 8
U TT E KT S PRESSAN Miðvikudagurinn 21. aprií 7993 Ferill Heimis Steinssonar 1937 Fæddur l.júlí á Seyðis- firði, sonur Steins Stef- ánssonar skólastjóra og Arnþrúðar Ingólfsdótt- ur. Elstur íröð systkina sem eru rithöfundarnir Iðunn og Kristín, Ingólf- ur kennari og tónlistar- maður og Stefán læknir í Búðardal. 1957 Útskrifast sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri með fyrstu ein- kunn. Kennir við barna- og gagnfræðaskólann á Seyðisfirði einn vetur. 1958- 1959 Nemur fornieifafræði við Kaupmannahafnar- háskóla. 1959- 1960 Stundar nám i istensk- um fræðum við Háskóla Islands. 1961 Fæddur sonurinn Þór- hallur30.júlí. Heimir kvænist Dóru Þórhalls- dóttur 9. september. 1966 Útskrifast guðfræðingur frá Háskóla Islands með fyrstu ágætiseinkunn 27. mai. Samstundis settur sóknarprestur á Seyðisfirði. Formaður Prestafélags Austur- lands um eins árs skeið og formaðurskóla- nefndar Seyðisfjarðar. HeimirSteinsson útvarpsstjóri 1968 Stundar framhaldsnám í guðfræði i Skotlandi í eitt ár. Kennir við danska og norska lýð- háskóla íþrjú ár. Fædd dóttirin Arnþrúður 6. september. 1972 Frumkvöðull að stofnun lýðháskóla í Skálholti og verður fyrsti rektor hans. 1975 ■ Vekur athygli í harðri rit- deilu um spíritisma þar sem láta tilsín taka i andstöðu við hann menn á borð við séra Þóri Stephensen. 1982 Flytursig til Þingvalla sem þjóðgarðsvörður, prestur og fram- kvæmdastjóri Þing- vallanefndar. 1986 Út kemur Ijóðabókin Haustregn með safni Ijóða ortum á árunum 1956 til 1983. 1989 Verður næsthæstur af fjórum frambjóðendum í biskupskjöri. 1991 Ólafur G. Einarsson skipar Heimi óvænt út- varpsstjóra frá og með 1. október í andstöðu við óskir flokksfor- mannsins, Davíðs Odds- sonar. 1993 Víkur Hrafni Gunnlaugs- syni úr embætti dag- skrárstjóra gegn mót- bárum menntamála- og forsætisráðherra. ErHeimirSteinsson einangraður, ómannblend- innf skapmikill og forn í skapi? Bendir Hrafns- málið tilað hann ráði ekki við starfsitt?Er hann íhaldssamur sveitaprestur sem ætti ekki að stjórna stórri ríkisstofnun? Þessar skoðanir og margar fleiri heyrastþegar spurt erhvern mann Heimir Steinsson hefur að geyma. Haft var eftir einum vina for- sætisráðherra hér í blaðinu fyrir nokkru að Heimis Steinsson- ar yrði minnst fyrir tvennt sem útvarpsstjóra: að láta flagga fyrir útvarpsráði og að hafa vikið Hrafni Gunnlaugssyni úr starfi. Það hefur nefnilega farið lítið fyrir Heimi að öðru leyti sem útvarpsstjóra og reyndar ekki margt sem almennt er vit- að um hann. Sjálfur hefur hann ekki viljað skýra gerðir sínar op- inberlega og kveðst ekki ætla að rjúfa þá þögn enn um sinn. Inn- an Ríkisútvarpsins líta sumir á hann sem vandamál, aðrir verða h'tið varir við hann og vilja hafa það svoleiðis. Eitt eru þeir þó sammála um: hann er ein- angraður frá daglegu amstri, óútreiknanlegur og hefur enn ekki sýnt í hverju stefnumörkun hans í starfi á að felast. Hann hefur hins vegar gefið næg til- efni til að efast megi um hvort hann ráði við starf sitt. Heimir er seyðfirskur skóla- stjórasonur sem vikið var úr síðasta bekk menntaskóla fyrir drykkjuskap, útskrifaðist þó með glans, nam fornleifafræði, íslensku og loks guðfræði, kynnti sér starfsemi lýðháskóla á Norðurlöndum og varð fyrsti rektor lýðháskólans í Skálholti. Því starfi gegndi hann í ára- tug og tókst í leiðinni að hleypa þjóðkirkjunni upp um miðjan áttunda áratuginn með snarpri ádeilu á spíritisma innan henn- ar. Þar átti hann í höggi við marga guðffæðinga, en lenti þó í hörðustu rispunni gegn séra Þóri Stephensen, nú staðar- haldara í Viðey. Auk þess að verða til þess að hreyfa við- kvæmu máli vakti Heimir þarna athygli fyrir tvennt: ákveðnar, harðar skoðanir og málsnilld. Þeir sem til þekktu vissu líka að þarna fór geðríkur maður, sem hafði ekki alltaf stjórn á miklu skapi. Sigldi hressilega fram úr fjárlögum Heimir tók við sem þjóð- garðsvörður á Þingvöllum árið 1982. Jafhframt var hann prest- ur í Þingvallaprestakalli og framkvæmdastjóri Þingvalla- nefndar, sem hefur yfirstjórn þjóðgarðsins með höndum. Þetta var nýbreytni með ráðn- ingu Heimis, en áður hafði húsameistari ríkisins sinnt þessu starfi. Þetta fyrirkomulag BOGIÁGÚSTSSON Upp með barmmerkin, sagði í bréfi frá Heimi. HalldórV.Sigurðsson Ríkisendurskoðun krafðist breytinga á rekstri Þing- valla. þýddi að sem framkvæmda- stjóri nefndarinnar fór Heimir sjálfur yfir alla reikninga sem hann sendi frá sér sem þjóð- garðsvörður, bæði fyrir útlögð- um kostnaði og launum sínum og eiginkonu sinnar, frú Dóru Þórhallsdóttur, sem gegndi störfum matráðskonu og að- stoðarmanns þjóðgarðsvarðar. Þetta breyttist ekki fyrr en ár- ið 1987 að kröfu Ríkisendur- skoðunar, en þá hafði Heimir farið að meðaltali 90 prósent fram úr fjárlögum á hverju ári fyrstu fimm ár sín í starfi. Árið eftir, 1988, var ffamúraksturinn yfir 20 prósent, en minni árin sem á eftir íylgdu. Einstakir þættir í rekstri þjóðgarðsins vöktu einnig at- hygli á sínum tíma, til dæmis rekstur mötuneytis. Á Þingvöll- um hafði verið rekið mötuneyti fyrir starfsmenn garðsins, sem eðli málsins samkvæmt eru flestir á sumrin, en tveir til þrír á veturna. Mötuneytið var áður aðeins rekið að sumri til, en árið um kring eftir að Heimir tók til starfa. Þá var mötuneytið starf- rækt að vetrinum að því er virt- ist fyrir gesti og gangandi og að sögn Heimis treysti frú Dóra sér ekki til að reka mötuneytið „nema hafa fæði fyrir um það bil tíu manns til reiðu á hverjum tíma“, þótt starfsmenn væru að- eins þrír. Skýringin var sú að mörgum hlekktist á í þjóðgarð- inum og væri nauðsynlegt að bera komumönnum góðgerðir þegar þá bæri að garði. Það kom í hlut Heimis sem framkvæmdastjóra Þingvalla- nefndar að „fylgjast með rekstri mötuneytis þjóðgarðsins á Þingvöllum og afgreiða reikn- inga vegna þeirrar starfsemi", eins og sagði í erindisbréfi hans. Samkvæmt heimildum Helgar- póstsins i sínum tíma nam mánaðarlegur hráefniskostnað- ur mötuneytisins hjá Kaupfélagi Árnesinga haustið 1987 um 170 þúsund krónum að núvirði. Hefði orðið óbliður biskup Það má vera að á Þingvöllum hafi Heimir öðlast þá þjálfun og það geðslag embættismannsins sem hann segir sjálfur að ráði nú miklu um verk sín. Heimir flutti margar hátimbraðar há- tíðarræður á Þingvöllum, enda bauð prestsstarfið þar yfirleitt ekki upp á mikið af venju- bundnum prestsverkum. Við þetta þótti að minnsta kosti sumum prestum, sem PRESS- AN ræddi við, að hátíðleiki Heimis yrði fullmikill og að af þjóðgarðsvistinni hefði spillst eitthvað af þeirri beinskeytni sem Heimir bjó yfir á yngri ár- Frú Dóra treysti sér ekki til að reka mötuneytið nema hafa fœði fyrir um það bil tíu manns til reiðu, þótt starfsmenn vœru aðeins þrír. um og sýndi sig meðal annars í ritdeilunni við séra Þóri og aðra um spíritismann. Það kom þó ekki í veg fyrir að nokkur fjöldi þeirra styddi Heimi í biskupskosningum árið 1989. Stuðningsmenn hans voru einkum úr hópi yngri presta sem hneigðust til „félags- legrar kristni“ og sáu í Heimi gáfumann sem gæti öðrum bet- ur orðið talsmaður þeirra sjón- armiða. Meðal stuðningsmanna Heimis úr þessum flokki má nefha séra Gunnþór Ingason, Jakob Hjálmarsson og Vig- fus Ingvar Ingvarsson. Nokkrir ungir „félagslega kristnir" prestar studdu Heimi þó ekki og þótti sem Þingvalla- vistin hefði ekki einasta gert hann of skrúðmæltan, heldur of íhaldssaman líka. Hann væri farinn að hneigjast meira til „andlegs kristindóms" eða „hlutlausrar trúar“, þ.e. trúar sem léti sig ekki nógu miklu skipta þjóðfélagsgerðina og þróun samfélagsins. Meðal jafnaldra sinna átti Heimir mun minna fylgi, þótt af öðrum ástæðum væri. Þeir létu í ljósi þá skoðun að hann hefði ekki þá skaphöfn sem hentaði biskupsembættinu — hann væri sumsé of skapstór og ætti erfitt með að hemja það. Heimir varð annar í biskupskjörinu, á eftir Ólafi Skúlasyni, en ofar þeim Sigurði Sigurðarsyni og Jóni Bjarman, Ólafur hrekkir Davíð Einhverjir prestar létu það út úr sér á sínum tíma að þótt þeir styddu Heimi ekki í biskups- kosningu þá skyldu þeir taka þátt í að senda hann til Bessa- staða. Nafn Heimis kom nefni- lega ítrekað upp í bollalegging- um snemmsumars 1991, þegar Vigdís Finnbogadóttir dró nokkuð að lýsa yfir hvort hún gæfi kost á sér til endurkjörs ár- ið 1992. í viðtali við PRESSUNA INGA JÓNA ÞÓRÐARDÓTTIR Taldi sig hafa stöðuna trygga þegar Heimir fékk hana óvænt. á þessum tíma tók Heimir þess- ari hugmynd ekki fjarri, en sagði ekki tímabært að ræða hana fyrr en Vigdís hefði rætt um fyrirætlanir sínar. En Vigdís sóttist eftir endur- kjöri og í ágúst 1991 var búið að skipa Heimi Steinsson sem út- varpsstjóra. Það kom öllum í opna skjöldu, ekki síst sam- starfsmönnum Ólafs G. Ein- arssonar í Sjálfstæðisflokkn- um. Auk Heimis sóttu þrettán manns um stöðuna, þeirra á meðal Pétur Guðfinnsson, Gísli Alfreðsson, Stefán Jón Hafstein og þáverandi formað- ur útvarpsráðs, Inga Jóna Þórðardóttir. Innan Sjálfstæðisflokksins lék enginn vafi á að Davíð Odds- son vildi að Inga Jóna yrði út- varpsstjóri og sjálf mun hún hafa talið sig eiga stöðuna vísa ef hún sækti um. Ólafur hefur hins vegar verið „Þorsteinsmeg- in“ í Sjálfstæðisflokknum og hafði aðrar hugmyndir. Þeir Heimir þekktust úr Þingvalla- nefnd og sagt er að Ólafur hafi beðið hann að sækja um. Þegar ákvörðun Ólafs lá fyrir sprakk lítil sprengja innan flokksins. Inga Jóna hætti samstundis sem formaður útvarpsráðs og annar útvarpsráðsmaður og stuðn-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.