Pressan - 21.04.1993, Blaðsíða 31

Pressan - 21.04.1993, Blaðsíða 31
Pressan 230 krónur í lausasölu (lfikuritiö PRESSAIU fylgir án endurgjalds) HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HLJOMAR Afreksmannasjópur ÍSÍ HRAFN FEKK HÆSTA STYRKINN „Það var aldrei rætt um að Hrafn fengi styrk og hans nafn var aldrei nefnt á fundum nefndarinnar. Samt fékk hann styrkinn. Þetta er óskiljanlegt," segir Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ. Reykjavík.21.apríl. _ Hrafn Gunnlaugsson kvik- myndaleikstjóri fékk hæsta styrkinn úr afreksmannasjóði ÍSÍ þetta árið, þrjár milljónir króna. „Ég bara skil þetta ekki,“ segir Stefán Konráðsson, framkvæmda- stjóri ÍSI. „Það kom aldrei tii urn- ræðu að Hrafn fengi styrk enda veit ég ekki til þess að hann stundi nein- ar íþróttir. Mér vitanlega er hann að minnsta kosti ekki afreksmaður. En samt fékk hann styrkinn. Og það sérkennilegasta var að ég afhenti honum hann sjálfur án þess að vita hvaðégvaraðgera.“ „Ég þakka það trúnaðartraust sem félagar mínir í íþróttahreyfing- unni hafa sýnt mér,“ var það eina sem Hrafn vildi um málið segja í HrafnGonnlMig»Mn«fckhasUi samtali við GULU PRESSUNA. rtyrtdnn úr ifrefcMMnruMjóði ÍSf. Kraftaverk á Landspítalanum Mállaus sjúklingur fékk málið þegar hann sá Sighvat Sjúklingurinn, Katrín Daníelsdóttir, hafði ekki talað síðan hún lenti í slysi í fyrrahaust en húð- skammaði Sighvat þegar hún rakst á hann á ganginum. Reykjavík,21.apríl. „Hvernig dirfist þér að láta sjá yður hérna?“ hrópaði Katrín Daníelsdóttir, 32 ára kona sem leg- ið hefur á Landspítalanum síðan í fyrrahaust, þegar hún rakst á Sig- hvat Björgvinsson heilbrigðisráð- herra á gangi sjýkrahússins. Þessi setning var það fyrsta sem Katrín sagði frá því hún lenti í bflslysi í fyrrahaust. „Þetta sýnir náttúrulega árangurinn af stefnu minni,“ sagði Sighvatur eftir að hann hafði jafhað sig á aðför kon- unnar. „Læknarnir héma hafa staðið í rándýrum tilraunum með Katrínu en ekkert hefur gengið. Ég þarf hins veg- ar ekki annað en reka inn nefið til að hún fái málið affur.“ Þennan sama dag reyndi Höskuld- ur Finnsson, 86 ára gamall maður sem bundinn hefur verið við hjólastól, að sparka í rassinn á Sighvati. Það tókst hins vegar ekki betur en svo að Hösk- uldur féll úr stólnum og mjaðma- grindarbrotnaði. „Engin aðferð býður upp á 100 pró- sent árangur,“ sagði Sighvatur, að- spurður um þetta tilvik. Jóhannes Nordal um Evrópubankann SKIL EKKI HVERNIG HÆGT ER AÐ HALDA VEISLU FYRIR 650 MANNS FYRIR ADEINS 5 MILLJONIR „Þessir menn eru snillingar í rekstri," segir Jóhannes um kollega sína hjá Evrópubankanum. „Það mæta ekki nema rúmlega 100 á árshátíðna hjá okkur en samt kostar hún 12 milljónir. Reykjavík, 21. apríl. í viðtali við GP sagðist Jóhannes Nordal, banka- stjóri Seðlabankans, ekki skilja þá gagnrýni sem beinst hefur að stjómendum Evrópubankans. „Þetta eru ekki skúrkar heldur snillingar og afskaplega skemmtilegir heim að sækja,“ segir Jóhannes. „Ég veit ekki hvaðan það er sprottið, en fólk virðist hafa ægilega gaman af því að gagnrýna bankamenn. Ég hef orð- ið fyrir því hér heima og því kemur mér það ekld á óvart þegar stjórnendur Evrópubankans eru gagnrýndir,“ segir Jóhannes. Jóhannes tók sem dæmi að Evrópubankinn hefði verið gagnrýndur fyrir jólaboð fyrir 650 starfsmenn sem kostaði 5 milljónir. „Það er ekki nema tæplega 8 þúsund-kall á mann. Mitt starfsfólk mundi segja upp ef ég ætlaði að bjóða því upp á slíka veislu. Hvar ætti ég að halda hana? í Múlakaffi? Eg er hræddur um að fólk mundi ekkikyngjaþví.“ Jóhannes Nordal segist taka ofan fyrir stjórnencP* um Evrópubankans. „Það á ekki að gagnrýna þessa menn hetdur verðlauna þá," Mgir Jóhannes. Magnús Guðmundsson segir fullyrð- ingar Greenpeace-manna rangar. Hann segist ekki éta allt. Yfirlýsing frá Magnúsi Guðmundssyni kvik- myndagerðarmanni „Ég borða ekki kæfu” GULU PRESSUNNI hefur borist eftírfarandi athugasemd: „Það er rangt sem Greenpeace- menn héldu ffarn í síðasta blaði að ég ætí allt. Svo dæmi sé tekið borða ég ekki kæfu og mér finnst avocado heldur ekkert sérstakt." Magnús Guðmundsson kvikmyndagerðannaður. Allt í lyrs höndum í Ríkisútvarpinu FOLIfl GEN „Þetta er ekki sá Heimir sem ég réð/'seg Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherr eftir að hann sá fólið í Ríkisútvarpinu. Reykjavík,21.apríl._________________ Fólið í Utvarpshúsinu heldur áffam að skelfa starfsmenn. Und- anfarna daga hefur það haldið til á þriðju hæð Útvarpshússins og hefur enginn starfsmaður fengist til að fara þangað upp. „Auðvitað er starfsfólkið óttaslegið. Arthúr Björgvin Bollason fór upp á þriðju hæðina á mánudaginn og hef- ur ekki sést síðan. Ég þori eklci að hugsa til þess hvað kann að hafa hent hann,“ segir Sigurður G. Tómasson, dagskrárstjóri Dægurmáladeildar. Sigurður sagði að undir venjuleg- ÓlafurG. Einarsson menntamálaráð- herra hefur sett á stofn rannsóknar- nefnd til að kanna hvað orðið hafi af þeim Heimi sem hann réð, hvaðan fólið kom og hvort eðlilegt sé að greiða því útvarpsstjóralaun úr því það var aldrei ráðið sem útvarps- stjóri. um kringumstæðum ættu starfsmenn náttúrlega að leggja niður vinnu og ekki snúa aftur fyrr en búið væri að ráða niðurlögum fólsins. „En þetta mál er orðið hápólitískt svo ég sé ekki alveg hvernig það kann að enda,“ seg- ir Sigurður. Formannaráðstefna BSRB sendi fólinu stuðningsyfirlýsingu í gær. í yfirlýsingunni segir að BSRB styðji heilshugar allar aðgerðir fólsins til að verja sjálfstæði Ríkisútvarpsins. „Þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar beita opinbera starfsmenn bolabrögð- um verða þeir að vera undir það bún- ir að vera beittir bolabrögðum á mótí,“ segir ögmundur Jónasson, for- maður BSRB. Hann sagðist í sjálfu sér ekki styðja að fólið héldi starfsmönn- um Ríkisútvarpsins í greipum óttans. „Hins vegar er á það að líta að til lengri tíma litið eru það hagsmunir starfsmannanna að fólið haldi völd- um. Þótt það sé einkennilegt í háttum er það skárra en Hrafn Gunnlaugsson eða einhver slíkur sendiboði ríkis- stjórnarinnar.“ Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra lét hífa sig upp í kranabíl í gærdag og gat með þeim hætti skoðað fólið í gegnum glugga án þess að eiga á hættu að það næði honum. „Þetta er ekki sá Heimir sem ég réð,“ sagði Ól- afur þegar hann hafði virt fólið fyrir sér. „Sá sem ég réð var vissulega með svona skegg en hann var í hempu og einhvern veginn miklu kurteislegri í allri ffamgöngu.“ Ólafur hefur nú sett á laggirnar nefnd sem kanna á hvað varð um manninn sem hann réð sem útvarps- Heimir Steinsson útvarpsstjóri. Ólafur segist hafa ráðið þennan mann sem útvarpsstjóra en þvær hendur sínar affólinu. stjóra og hvort ástæða sé til að greiða fólinu laun sem útvarpsstjóra úr því það hefur aldrei verið ráðið til starf- ans. Eins og greint var frá í síðustu GULU PRESSU hafa starfsmenn Ríkisútvarpsins gripið til þess ráðs að flagga íslenska fánanum fyrir utan Út- varpshúsið. Á meðan fáninn er við hún bærir fólið minna á sér. „Fáninn hefur róandi áhrif á fólið og meðan hann er uppi hefur það ekki gert tilraun til að komast að í út- sendingum,“ segir Kári Jónasson fféttastjóri. „Það er sök sér að hafa fól- Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segist styðja fólið i sjálfstæð- ^ isbaráttu sinni. ið hér innanhúss þótt það fari ekki að messa yfir landslýð. Ég hef aðeins heyrt boðskap þess og vil ekld verða til þess að útbreiða hann.“ „Þetta sýnir arangurinn í af stefnu minni,"segir Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra um kraftaverkið á Land- spítalanum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.