Pressan - 21.04.1993, Blaðsíða 7

Pressan - 21.04.1993, Blaðsíða 7
F R ETT I R Miðvikudagurinn 21. apríl 1993 PRESSAN 7 Síðastliðinn fimmtudag dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur mann á fertugsaldri tilsexmánaða fangavistar, þarafþrjá mánuði skilorðs- bundna, fyrir ofsóknir og líkamsárás. Hafði við- komandi áður orðið uppvís að því að ofsækja konu, séralgerlega óviðkomandi, og fjölskyldu hennar í hartnær tuttugu ár. Gekk ágangur hans fram úr hófi og lauk með því að hann ruddistinn á heimili fullorðinna foreldra kon- unnar og veitti þeim áverka. Maðurinn er af geðlæknum talinn sakhæfur en þjáist afper- sónuleikatruflunum og er haldinn sjúkdómi er nefnist erotomania eða ástaræði. Lára Halla Maack réttargeðlæknir: Einkenni frekar en sjúkdómur „Erotomaniu er erfitt að út- skýra í stuttu máli, en um er að ræða einkenni frekar en sjúkdóm. Oftast kemur hann fram í geðklofa og lýsir sér á þann veg að sjúklingurinn er sannfærður um að viðkom- andi elski hann, ekki að hann sé ástfanginn af viðkomandi. Erotomania er alls ekki svo sjaldgæf, en algengt er að áberandi aðilar í þjóðfélaginu; leikarar, söngvarar og stjórn- málamenn, verði varir við þessa einstaklinga. Ef sjúklingur fær enga með- höndlun er þetta viðvarandi og versnandi ástand, en eroto- mania er ekki ólæknandi og er einkennum oft haldið niðri með lyfjum og læknisviðtöl- um. Áhrif meðhöndlunar fel- ast í því að hegðan sjúklings breytist þó svo hugmyndirnar sjálfar hverfi ekki. Sjúklingur lætur þá af hátterni sínu gagn- vart þeim sem hann er upp- tekinn af, jafnvel þótt hann trúi því enn að viðkomandi elski hann. Hann gerir ekkert í því lengur og lítur á það sem hverja aðra staðreynd.“ Rekja má fyrstu símhringing- ar mannsins á heimili konunn- ar aftur um átján ár, til ársins 1976. Á þeim tíma bjó hún í for- eldrahúsum og urðu foreldrar hennar, vinir og aðrir vensla- menn af þeim sökum fyrir samskonar ónæði af hans völd- um. Sérstaða málsins felst fyrst og fremst í því að engan veginn var, eða er, um kunningsskap að ræða þeirra á milli og einu sjáanlegu tengslin má rekja til tilviljunarkenndra samskipta er þau áttu á menntaskólaárum sínum. Maðurinn var því alls ókunnugur konunni þegar hann hóf að valda henni ónæði með símhringingum og síðar með ágengni á götum úti. Atferli mannsins var hvim- leitt allt frá upphafi en ekki þótti ástæða til að óttast hann fyrr en óæskileg hegðun hans ágerðist fyrir nokkru. Símhringingar urðu tíðari, hann sat um hús konunnar og einnig fregnaðist að hann fylgdist með ferðum hennar og fjölskyldu hennar. Gerði hann sér ýmsar grillur um samband þeirra og hafði jafnframt í hótunum, léttvæg- um sem alvarlegum, en ekki var þá vitað hvort alvara lá að baki orðum hans. Ranghugmyndir hans gengu ffam úr hófi og seg- ir í dómnum að hann hafi um tíma búið í sömu götu og for- eldrar konunnar til að geta fylgst betur með daglegu lífi þeirra. Eftir Margréti Bárðar- dóttur yfirsálfræðingi er haft í vitnastúku að „ólíklegt sé að þar sé um tilviljun að ræða þar sem ákærði hafi sýnt harðnaðan vilja og skipulagningu í aðgerðum sínum“. Margrét gerði sálffæði- legt mat á manninum. Þá fyrst tók þó steininn úr þegar ónæði var orðið svo stöð- ugt að tjölskyldunni var ekki lengur vært á heimili sínu. Hringdi maðurinn að nóttu jafnt sem degi seint í janúar- mánuði og ffam í byrjun febrú- armánaðar á þessu ári og hafði ýmist í hótunum eða skellti á. I dómnum segir: „Ákærði vildi skýra þessi símtöl þannig, að hann var kominn tilfinninga- lega úr jafnvægi og haldinn ranghugmyndum... skýrði [hann] svo frá að hann hafi magnað með sér ranghug- myndir og misskilning varð- andi fjölskyldu [hjónanna].“ I framhaldi af ásókn mannsins var kæra á hendur honum lögð inn til Rannsóknarlögreglu rík- isins, sem sá sig knúna til að' veita viðkomandi áminningu vegna þess hversu hátterni hans hafði ágerst ffá því um áramót. I lögregluáminningu felst ekki refsing sem slík, en er skilyrði til refsiábyrgðar og saksóknar. Lét ákærði ekki af hátterni sínu þrátt fyrir áminninguna. Veittist að foreldrum konunnar Foreldrar konunnar höfðu því varann á þegar dyrabjöll- unni var hringt um sjöleytið að kvöldi fimmtudagsins 19. febrúar. I dómnum segir: „Vitn- ið [konan] kvaðst hafa haft sér- stakan vara á sér þennan dag vegna hótana ákærða í garð fjöl- skyldu hennar. Vitnið kvaðst hafa aflað sér upplýsinga um það hvernig bifreið ákærða leit út, kvaðst vitnið hafa litið út um gluggann og ekki talið sig sjá biffeið hans. Vitnið kvaðst hafa kallað til eiginmanns síns að óhætt væri að opna. Hafi... [eiginmaðurinn]... opnað til að gægjast fram fyrir en þá var ákærði kominn inn og ætlaði að ryðjast inn... Hafi þarna komið til mikilla átaka á milli þeirra.“ Hafði konan áttað sig á að um umræddan mann væri að ræða, kannaðist við hann af ljósmynd, og hrópaði til eiginmanns síns að þar væri maðurinn kominn. Hótaði maðurinn að „ganga endanlega ffá“ þeim hjónum og kom til harkalegra átaka milli mannanna. Húsráðandi náði að skella manninum niður og gerði tilraun til að halda í hann þar til lögregla kæmi á vettvang, en manninum tókst að losna og hlaupa út. Húsráðandi reyndi að veita manninum eftirför en hann stökk inn í bíl sinn og ók á brott. Bar hann manninum að vonum ekki vel söguna og kvað hann hafa verið æstan mjög og taldi sig hafa ástæðu til að óttast hann, ekki sfst í Ijósi fyrr- greindra hótana. Maðurinn var handtekinn umrætt kvöld og vistaður á geðdeild Borgarspít- ala vegna fyrirhugaðrar sjálf- ræðissviptingar, en var útskrif- aður sex dögum síðar, án þess að hann hefði að heimili að hverfa eða vinnu. Eftir þetta hélt hann uppteknum hætti en var settur í gæsluvarðhald þegar ljóst varð að ofsóknum mundi ekki linna. Dæmdur sakhæfur Maðurinn var dæmdur sak- hæfur, en hann er haldinn per- sónuleikatruflunum sem hafa hrjáð hann um árabil og fram- kvæmdi Högni Óskarsson geð- læknir geðrannsókn. Er niður- staða hans svohljóðandi: „Að- sóknarhugmyndir þær, sem leitt hafa til ofsókna [ákærða] á hendur... og fjölskyldu hennar hafa verið á afmörkuðu sviði sálarlífs hans og ekki truflað al- menna dómgreind né hæfileika til að skynja og túlka umhverfis- atburði innan ramma raun- veruleika. Hann hefur getað sinnt vinnu og séð fyrir eigin þörfum sínum eins og áður. Þó svo að [ákærði] neiti eða dragi mikið úr því, sem hann hefur gert, þá hefur hann verið sér nokkuð meðvitaður um áhrif og afleiðingar gerða sinna... Hann hefur ekki verið haldinn of- skynjunum, sem hafa leitt hann til framkvæmda á þessu sviði eða öðrum.“ Ennfremur segir Högni að sjúkdómur sá sem maðurinn er haldinn nefnist erotomania eða ástaræði. Sjúkdómurinn getur tekið á sig ýmsar myndir en ákveðin sammerk hegðunarein- kenni má greina sem benda til sjúkleikans; bréfasendingar, símaónæði og óvelkomnar heimsóknir. Að auki er fórnar- lömbum oft veitt eftirför og sjúklingar eiga það alloft til að villa á sér heimildir. Ofbeldis- hneigð er ekki óþekkt, en engin regla er þó fyrir því. Einna merkilegast er að sjúklingurinn virðist velja fórnarlamb sitt al- gerlega af handahófi. Trufluð rauveru- leikatengsl Ekki er vitað með vissu hvað orsakar erotomaniu, en álitið er að sjúkdómnum valdi margir samverkandi þættir; erfðaþætt- ir, geðrænar brotalamir, áfeng- issýki eða illa þroskaður per- sónuleiki svo eitthvað sé nefht. Segir í dómnum að Högni telji að upptök sjúkdómsins í þessu einstaka tilfelli megi rekja til ranghugmynda sem beindust að konunni og hafi maðurinn tengt saman ætt þeirra og upp- runa. Hafi hugmyndir þessar ágerst síðustu misseri og ýmsir atburðir orðið til að ýta frekar undir þær. Margrét kemst að svipaðari niðurstöðu en segir ennfremur: „Raunveruleika- tengsl eru trufluð en einskorð- ast að mestu leyti við innihald aðsóknarhugmyndanna. Ekki koma fram vísbendingar um al- varlegan geðsjúkdóm. Vægar vísbendingar um dulda sam- kynhneigð koma fram.“ Högni segir að í sálfræðipróf- um komi fram þættir sem benda til lélegra batahorfa hjá manninum. Telur hann víst að refisvist muni ekki hafa mann- bætandi áhrif á hann og sé vart til þess fallin að halda aftur af manninum. Hann álítur jafn- framt erfitt að segja til um hvort maðurinn sé hættulegur, en hann hafi misst stjórn á sér og það gæti gerst aftur. Að mati Margrétar er vænlegt að við- komandi einstaklingur verði neyddur til að vera fjarri þeim sem ofsóknir hans beinast gegn. Hér getur verið um sjúkrahús- vist, dvöl erlendis, fangelsisvist eða annað að ræða. Maðurinn hefur ekki lokið afþlánun refsi- vistarinnar né heldur er hann undir eftirliti læknis. Sjúklingsins að krefjast sjálfræðissviptingar Sjaldgæft er að vart verði við ofsóknir með svo annarlegum formerkjum sem þessum, þótt ofsóknir almennt séu ffáleitt fá- tíðar. Lögfræðingur í dóms- málaráðuneytinu segir það al- farið undir sjúklingi komið hvort hann leiti sér lækninga eða krefjist þess að verða svipt- ur sjálfræði og er þá lögskylt að skipa honum lögráða mann sem sér um að koma sjúklingn- um undir læknishendur. „Sé dómgreind hans hins vegar skert er mikið undir þeim kom- ið, sem verða fyrir áreitninni, til hvaða ráða þeir grípa. Leita ber fyrst til lögreglunnar en ef ástæða þykir til er hægt að leita eftir sjálfræðissviptingu við- komandi við aðstandendur eða félagsmálastofnun, og ef allt um þrýtur til ráðuneytisins, til að gera meðferð læknis mögu- lega.“ Dómsmálaráðuneytið getur heimilað skammtíma- sviptingu sjálfræðis í fimmtán daga, en það er einungis til bráðabirgða. Svokallað nálgunarbann er af mörgum talið vænlegt úrræði í öllum þeim málum sem of- sóknum tengjast, en lagahlið þeirra er afar snúin. Felur bann- ið í sér að sá sem verður sann- anlega uppvís að ofsóknum á yfir höfði sér dómsúrskurð; skilorðsbundinn að því leyti að í ákveðinn tíma væri þeim brot- lega meinað að vera á ferli ná- lægt heimili, vinnustað, skóla eða öðrum þeim stöðum sem brotaþoli væri mikið á. Brot á þessari grein hegningarlaganna varðaði fangelsisvist. Hefur dómsmálaráðune)úið skipað nefnd sem ætlað er að skoða framkvæmd málsins, en ljóst þykir að lagabókstafurinn í nú- verandi mynd einkennist af fá- tækt úrlausna í málum sem þessum.___________________ Telma L. Tómasson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.