Pressan - 21.04.1993, Blaðsíða 18

Pressan - 21.04.1993, Blaðsíða 18
la PRESSAN TYNDIR FJARMUNIR Miðvikudagurinn 21. apríi 1993 Eignalaus þrotabú með yfir 5 milljóna kröfur reyndust að meðaltali eittá dag á tveimurárum: 14 MILLJARDAR TÖPUDUST í EIRNALAUSUM ÞROTABUUM Á aðeins tveimur árum, 1991 og 1992, lauk skiptum í tæplega 700 þrotabúum einstaklinga og fyrirtækja, sem reyndust algjör- lega eignalaus gagnvart að lág- marki 5 milljóna króna almenn- um kröíum. Ef horft er ffamhjá forgangs- og veðkröfum í bú þessi liggur fyrir að almennar kröfur upp á 13 til 14 milljarða hafi tapast kröfuhöfum. Eitt eignalaust ‘igr 20 miujóna Til undantekningar heyrir að stærri þrotabú einstaklinga séu gerð upp með úthlutun. Á síð- ustu þremur til fjórum árum hafa nær tuttugu fyrirtæki verið gerð upp með hærri en 200 milljóna króna kröfur og tólfeinstaklingar með 100 milljóna króna kröfur eða meira. gjaldþrotum fyrirtækja er hins vegar algengt að talsvert komi upp í kröfur. Allt í allt má þó gera ráð fyrir að á þessum tveimur árum hafi tapaðar al- mennar kröfur í öll uppgerð þrotabú tímabilsins numið vel á þriðja tug milljarða. Átján gjaldþrota fyrirtæki með yfir 200 milljóna kröfur Við slíkar tölur ber þó að setja þann fyrirvara að algengt er að kröfur skarist milli búa, tii að mynda þegar bæði fyrirtæki og þeir einstaklingar sem að þeim standa fara á hausinn. Þessu til vitnis er eitt nýjasta dæmið af stóru og eignalausu þrotabúi fyrirtækis, J.L. bygg- ingarvara sf., sem gert var upp sl. janúar (og er því ekki innifal- ið í ofantöldum tölum). Þar töpuðust 500 milljónir í al- mennum kröfum. Um leið voru eigendur fyrirtækisins, þeir Þórarinn Jónsson og Kristján Eiríksson, gerðir upp eigna- lausir í persónulegum þrotabú- um og námu kröfur í bú Þórar- ins 550 milljónum og í bú Krist- jáns 513 milljónum. f slíkum til- fellum má búast við talsverðri skörun krafna. í annan stað ber að nefna þann fyrirvara að kröfuhafar setja yfirleitt ffam sínar ýtrustu kröfur, stundum óraunhæfar og oft umdeilanlegar. Nefna má sérstaklega að kröfur frá skatt- og tollyfirvöldum eru oft byggð- ar á rúmum áætlunum með til- heyrandi vöxtum og sektum. Þetta breytir því ekki að í stærstu þrotabúum fyrirtækja og einstaklinga eru kröfuskrár þrotabú á dag Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR hefur Rann- sóknarlögreglan hafið skrán- ingu skiptaloka á þrotabúum einstaklinga og fyrirtækja þar sem engar eignir finnast. Miðað er við áðurnefnda lágmarks- stærð þrotabúa. Tölurnar fyrir ofangreind tvö ár benda til þess að þá hafi 28 eignalaus þrotabú verið gerð upp í hveijum mán- uði að meðaltali eða sem nemur «nu á dag. Að meðaltali hafa um 20 milljónir tapast í al- mennum kröfum í hverju þess- ara búa. Langur vegur er frá því að þessir rúmir 13 milljarðar séu tæmandi fyrir tapaðar kröfur á þessu tímabili. Bæði var gerður upp fjöldi þrotabúa án eigna þar sem kröfur náðu ekki 5 milljónum og auk þess urðu skiptalok í fjölmörgum búum þar sem til úthlutunar kom. í síðara tilfellinu er algengast að það sem til úthlutunar kom hafi aðeins numið broti af fram- ivomnum almennum kröfum, gjarnan 0,3 til 2 prósentum af kröfum, og því um svo gott sem eignalaus bú að ræða. I stærstu ÞÓRARINN JÓNSS0N Hann og Kristján Eiríksson lentu í persónulegum gjaldþrotum líkt og fyrir- tæki þeirra JL-bygginga- vörursf. Þeir Þórarinn og Kristján eru langefstirá lista yfir stærstu þrotabú einstaklinga; yfir 500 m. kr. kröfur á hvorn. Guðbjörn Guðjónsson Kröfur íþrotabú Guðbjörns Guðjónssonar sf. (Holiday Inn) námu alls nær 800 milljónum. 68 prósent af upphaflegum kröfum greiddust. Ipersónulegt þrotabú Guðbjörns bárust um 70 milljóna kröfur og þar greiddust 6 prósent. Hermann Björgvinsson Kröfur í persónulegt þrota- bú Hermanns „okurlánara" Björgvinssonar hljóðuðu upp á nær 300 milljónir að núvirði. Við skiptalok greiddust rúmar 3 milljónir sem að mestu runnu til greiðslu kostnaðar við bú- skiptin. ævintýralega langar og kröfur háar. Þegar litið er til uppgerðra þrotabúa fyrirtækja á síðustu þremur til fjórum árum kemur í ljós að í að minnsta kosti átján þeirra reyndust heildarkröfur yfir 200 milljónum króna að nú- virði. í sömu búum fékkst allt frá 80 prósentum niður í ekki neitt upp í kröfur. Álafoss, Holiday Inn og JL með hæstu kröfurnar Stærst þessara þrotabúa fýr- irtækja í laöfum talið og líklega stærsta þrotabú íslandssögunn- ar er þrotabú Álafoss. Upp- reiknaðar kröfur hljóða í dag upp á tæplega 2,8 milljarða, en upp í kröfur greiddust um 900 milljónir og nam því endur- greiðsluhlutfallið um 34 pró- sentum. Það er með því hæsta sem gerist í endurgreiðslum úr þrotabúum. f aðeins tveimur nýlegum tilfellum meðal þrota- búa fyrirtækja reyndist unnt að úthluta meiru en sem nemur helmingi upp í kröfur. Annars vegar greiddust 68 prósent upp í kröfur í þrotabú Holiday Inn (Guðbjörn Guðjónsson hf.), en þar námu kröfur um 780 millj- ónum króna að núvirði. Hins vegar greiddust tæp 80 prósent upp í þrotabú Heimis hf. í Keflavík, þar sem uppreiknaðar kröfur hljóðuðu upp á um 475 milljónir. í mörgum stórum gjaldþrot- um fýrirtækja fékkst hins vegar h'tið upp í kröfur. Ekkert fékkst upp í um 635 milljóna króna kröfur í þrotabú JL byggingar- vara sf., sem áður var minnst á. f þrotabú Stálvíkur í Garðabæ bárust kröfur upp á 403 milljón- ir (455 milljónir að núvirði) en upp í þær greiddust aðeins 3,7 milljónir eða 0,9 prósent. f tvenn þrotabú fýrirtækja Finn- boga Kjeld heitins bárust háar kröfur, í skipafélagið Víkur hf. um 345 milljónir að núvirði og í Saltsöluna hf. um 305 milljón- ir. Aðeins um 5 milljónir alls fengust greiddar í þessum tveimur búum. Finnbogi sjálfur átti eitt stærsta persónulega gjaldþrotið á tímabUinu. Áttunda hver króna greiddist i þrjátíu stærstu þrotabúunum Af öðrum þrotabúum fýrir- tækja þar sem endurgreiðslur voru um 2 prósent niður í ekki neitt má nefna Hafnarberg hf. í Þorlákshöfn, Prentsmiðju Guðjóns Ó./Viðey hf., Skemmtigarðinn hf. (Tívólí) í Hveragerði, Byggingarfélagið hf., Nesco-samsteypuna, Reykjakaup í Hafnarfirði, Hreifi hf. á Húsavrk, Sjóleiðir hf. ogPólarlaxhf. Úttekt PRESSUNNAR i stærstu gjaldþrotum fýrirtækja síðustu þrjú til fjögur árin bend- ir til þess að í þrjátíu stærstu þrotabúin hafi borist um 10 milljarðar að núvirði í heildar- kröfum og að endurgreiðslu- hlutfallið hafi verið að meðaltali um 13 prósent — að áttunda hver króna í kröfum hafi greiðst. í stærstu þrotabúum fyrir- tækja fæst því yfirleitt eitthvað upp í kröfur, en öðru máli gegn- ir um þrotabú einstaklinga. Nær ÞROTAKONGAR ÍSLANDS Einstaklingar Það heyrir til undantekninga að eignir finnist upp í kröfur í stærstu þrotabúum einstaklinga. Hér eru taldir upp þeir 25 einstaklingar sem fengið hafa á sig stærstu kröfurnar að núvirði í uppgerðum þrota- búum síðustu þrjú til fjögur árin, en endurgreiðslu- hlutfall miðast við óframreiknað uppgjör á skipta- lokadegi. Einstaklingar Heildarkröfur Endurgreiðsla m.kr. að núvirði iprósentum 01. Þórarínn Jónsson í JL 550,0 0,0 02. Krístján Eiriksson ÍJL 515,0 0,0 03. Hermann Björgvinsson „okurlánari" 290,0 2,4 04. Finnbogi Kjeld skiparekandi 280,0 0,1 05. Halldór H. Krístinsson svínabóndi 186,0 0,0 06. Hjörtur Aðalsteinsson verktaki 175,0 0,0 07. Krístinn Gamalielsson kjúklingabóndi 155,0 0,0 08. Þorleifur Björnsson veitingamaður 155,0 0,0 09. ÓlafurH.Jónssonverslunarmaður 145,0 0,0 10. Einar Marinósson verslunarmaður 135,0 0,0 11. Hrafn Bachmann verslunarmaður 110,0 0,0 12. Fríðgeir Sörlason byggingarverktaki 100,0 0,0 13. Gissur Kristinsson kjötverkandi 95,0 0,0 14. Helgi Gestsson kjötvinnsla/veitingar 85,0 0,2 15. GunnarH.Árnasonveitingamaður 85,0 0,0 16. VilhjálmurÁstráðsson veitingamaður 85,0 0,0 17. Jón Pétur Jónsson verslunarmaður 80,0 0,0 18. Jón SteinÞórsson fiskverkandi 75,0 0,0 19. Sverrír Þóroddsson flugrekstur 75,0 0,0 20. Björgvin Víglundsson bygg.verktaki 75,0 0,0 21. GuðmundurH.Sigmundsson bóksali 75,0 0,0 22. Ingólfur Óskarsson sportbúðareigandi 70,0 10,0 23. Guðjón Pálsson veitingamaður m.m. 70,0 0,0 24. Guðbjörn Guðjónsson hóteleigandi 70,0 6,0 25. Jónas Þór Jónasson kjötverkandi 65,0 0,0 26. til 60., 35 til 60 milljóna króna kröfur. Meðal annarra: Skúli Hansen veitingamaður, Þóroddur Stefánsson í Sjón- varpsbúðinni, Páll Þorgeirsson íAsiaco, Albert Rútsson bílasaliog Guðbjörn K. Ólafsson, VilhjálmurSvanJó- hannsson, Hreiðar Svavarsson, Kolbrún Jóhannesdóttir og Pálmi Lorenson veitingamenn. ÞR0TAK0NGARISLANDS Fyrirtæki Álafoss ber aföllum öðrum fyrirtækjum í upphæð krafna á eftirfarandi lista. Imörgum stærstu þrota- búunum fást talsverðar greiðslur upp i kröfur, en i fáeinum tilfellum var ekki hægt að lesa út úr tilkynn- ingum fulltrúa skiptarétta hvert raunverulegt end- urgreiðsluhlutfall var. Fyrlrtæki 01. Álafoss, ullariðnaður 02. Holiday inn, hótel 03. JL byggingarvörur sf. 04. Heimirhf., Keflavik 05. Stálvik, skipasmiði 06. Hilda hf., ullariðnaður 07. Skipafélagið Vikur hf. 08. sl. fiskeldisfélagið hf. 09. Saltsalan, útflutningur 10. Arlax, Kelduhverfi 11. Hreiður hf„ kjúklingarækt 12. Sjöstjarnan, Keflavik 13. Bylgjan á Suðureyri 14. Hafnarberg, Þoríákshöfn 15. Prentsm. Guðjóns Ó.AJiðey Heildarkröfur Endurgreiðsla m.kr. að núvirði I prósentum 2.765,0 780,0 635,0 475,0 455,0 350,0 345,0 330,0 305,0 285,0 240,0 230,0 225,0 225,0 220,0 34,0 68,0 0,0 79,6 0,9 35,2 0,0 30,5 1,8 3,8 0,2 0,8 16. til 35., 120 til 210 milljónir, meðal annarra: Skemmti- garðurinn (Tívóli) í Hveragerði, Reykjakaup i Hafnarfirði, Þórshöll (Þórskaffí), Akraprjón, Kaupfélag önfírðinga, Suðurvörhf., Pólarlax, Gildi hf. og Trésmiðjan Víðir. undantekningarlaust reynast persónuleg þrotabú vera eigna- laus með öllu. Úttekt PRESS- UNNAR bendir til þess að í þrotabú 25 efstu einstakling- anna hafi borist kröfur upp á 3,8 milljarða króna að núvirði og upp í þær hafi aðeins sem nemur 15 til 20 milljónum greiðst eða í námunda við 0,5 prósent af heildinni. Persónuleg þrotabú: Reglan að þau séu eignalaus Efstir á lista þrotakónga úr röðum einstaklinga eru fýrr- nefhdir eigendur JL byggingar- vara sf., með yfir hálfs milljarðs kröfur á mann. f þriðja sæti er Hermann Björgvinsson, kenndur við okurlán, í hans bú bárust kröfur upp á 138 milljón- ir í ársbyrjun 1987 eða um 290 milljónir að núvirði. 3,3 millj- ónir greiddust. Þegar litið er á meðfylgjandi lista yfir þrota- kóngana á meðal einstaklinga ber að hafa í huga að kröfur skarast milli þeirra Þórarins og Kristjáns í JL, milli Ólafs H. Jónssonar, bróður hans Jóns Péturs Jónssonar og Einars Marínóssonar, sem allir stóðu að hinum gjaldþrota Hag hf., og svo veitingamannanna í Evr- ópu/Klúbbnum Gunnars H. Arnasonar og Vilhjálms Ástráðssonar._____________ Friðrik Þór Guðmundsson 1

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.