Pressan - 21.04.1993, Blaðsíða 27

Pressan - 21.04.1993, Blaðsíða 27
SKALD, LISTAMENN & AÐRIR TRUÐAR Miðvikudagurinn 21. apríl 1993 PRESSAN 2T~ NIGEL KENNEDY MÆLIR EITUR- LYFJUM BÓT Sem kunnugt er leikur fiðlusnillingurinn Nigel Kennedy á tónleikum á Listahátíð Hafnarfjarð- ar i sumar, en hann hef- ur að undanförnu verið harðlega gagnrýndur í bresku pressunni fyrir að lýsa því yfir að eitur- lyfjanotkun auki hæfi- leika manna til að semja tónlist. Hefur hann haldið þvi fram að fjölmörgum tónlist- armönnum hefði ekki tekist að semja lög ef þeir hefðu ekki verið undir áhrifum sterkra lyfja, en með því móti hefðu þeir öðlast dýpri tónlistarlega skynjun. Að vonum líta foreldra- félög og aðrirsem láta sig málið varða yfirlýs- ingarKennedys mjög alvarlegum augum og telja hættu á að ung- lingar landsins láti glepjast afhugmynd- um hans. Svo þung- vægtþykir málið að breska blaðið Sunday Mail gerði því skil í leið- ara fyrir skömmu. Þar var bent á að margir þeirra sem Kennedy hefði nefnt hefðu látist fyrir aldur fram afvöld- um ofstórs skammts af eiturlyfjum, til dæmis Jimi Hendrix, og einnig var vitnað í virtan pró- fessor í lyfjafræði sem sagði að Kennedy hefði einfaldlega rangt fyrir sér. Enn breytirTunglið um svip SKÁLD S MÁLARI TAKA TUNGUÐ Eitt af því fallvaltasta í ís- lenskum raunveruleika eru skemmtistaðirnir. Þeir virðast sumir skipta um svip á viku- ffesti og er Tunglið við Lækjar- götu gott dæmi. Síðast veittu nokkrir gleðipinnar staðnum forsjá og buðu upp á leður, diskó og léttklædd ungmenni í búrum, en nú hafa tekið við tveir kunnir athafnamenn, Ari Gísli Bragason rithöfundur og Guðjón Bjarnason myndlist- armaður (sem báðust undan að nafna þeirra yrði getið — sögðu að það skipti engu máli). Þeir hyggjast þenja staðinn eins mikið út og þeir geta; bjóða upp á dagskrá frá fimmtudegi til sunnudagskvölds og taka púls- inn á tíðarandanum hverju sinni. Á fimmtudögum verða ung- lingaböll með hipphoppi, pizz- um og rappi en á föstudags- kvöldum halda hljómsveitir tónleika. Þegar hafa allar helstu hljómsveitir landsins bókað sig, svo sumarið verður líflegt. Með fullri virðingu fyrir öðrum skemmtistöðum er Tunglið al- besti tónleikasalur borgarinnar. Ýmsar breytingar og endurbæt- ur hafa verið gerðar til að sviðið fái að njóta sín og hljómburður verði sem bestur. Tunglið heldur áffam á laug- ardagskvöldum með diskóteki og óvæntum uppákomum en á sunnudögum er stefht að því að ná pöbbastemmningu með lif- andi djass- eða blústónlist, jafh- vel halda ljóðakvöld eða sýna nýjar stuttmyndir. UÐJON BJARNASON & ARI gísli Bragason Nýir skemmtana- stjórar í Tunglinu, SNIGLABANDIÐ Erað gefa útplötu og segjast meðlimir geta tekist á við tónlistarstaf- rófið eins og það leggur sig. Meira en iónlisiðrtrúðar Sniglabandið síkáta er að senda frá s'ér nýja plötu í dag sem ber nafnið .. .þetta stóra svarta. Platan sýnir að sögn hljómsveitarmeðlima tónlist- arstafrófið eins og það leggur sig, enda eru þeir eru ákveðnir í að sanna að þeir geti tekist á við hvað sem er. „Platan endurspeglar fjöl- breytnina sem hljómsveitar- meðlimir ráða yfir og henni er ætlað að sýna að við erum meira en tónlistartrúðar,“ segja þeir Pálmi Sigurhjartarson pí- anóleikari og Friðþjófur Sig- urðsson, bassaplokkari Snigla- bandsins. „Við getum tekist á við hvað sem er.“ Að venju er stutt í grínið hjá bandinu, enda væri annað í hæsta máta óeðlilegt. Til marks um það að drengirnir eru sam- ir við sig má skoða tida nokk- urra laga; Hægðatregðublús, Geðræn sveifla, Á nálum og Brennivín er bull. Það síðast- talda er reyndar opnunarlag plötunnar sungið af Lögreglu- kór Reykjavíkur. Fleiri gestir lögðu hönd á plóginn við gerð plötunnar og skal þar ffægast- an nefha hinn kunna básúnu- leikara Frank Lacey. Til að fylgja útgáfunni eftir hyggst hljómsveitin fara í hljómleikaför um landið og hefja leik sinn á Akureyri. „Það er eitthvað alveg óútskýranlega sérstakt við þann bæ,“ segja þeir félagar aðspurðir um hvers vegna í ósöpunum þeir byrja ekki í höfuðborginni eins og venja er. „Landsbyggðin er alltof oft skilin út undan og því ákváðum við að hefja tónleika- haldið á óhefðbundnum stað.“ Tónleikaferðina nú segja þeir vera forsmekkinn að því sem koma skal, en (að eigin sögn) eru þeir bókaðir langt fram á sumarið. Enn hefur verið blásið í glæðurnar í goðsögninni um Marilyn Monroe. Bók Donalds Spoto, sem heitir því frumlega nafni Mari- lyn Monroe, hefur vakið nokkra athygli. Donald þessi heldur þvi meðal annars fram að stólpípa hafi átt stóra sök á dauða gyðj- unnar. Fyrir þá sem ekki nenna að lesa bókina eða eiga ekki fyrir henni birtist hér útdráttur. ★ Aldur Marilyn þegar hún giftist fyrst: 16 ★ Aldur móður Marilyn þegar hún giftist fyrst: 14 ★ Fjöldi giftinga Marilyn (og jafnframt fjöldi giftinga móður hennar): 3 ★ Fjöldi manna sem geta hafa verið feður Marilyn: 5 ★ Fjöldi tímarita sem birtu myndir afMarilyn fyrsta árið hennar í módelbransanum: 33 ★ Upphæðin sem Marilyn fékk i vikulaun samkvæmt fyrsta samningi sínum við Fox-verið: 4.S00 krónur. ★ Upphæðin sem hún fékk greidda fyrir leik sinn í myndinni Herramenn kjósa fremur Ijóskur (Gentle- men Prefer Blondes): 900.000 krónur. ★ Fjöldi mynda sem hún lék í fyrstu átta árin í Hoiiywood: 24 ★ Fjöldi mynda sem hún lék i sið- ustu átta árin i Hollywood: S ★ Fjöldi skipta sem höfundur bókarinnar telur að hún hafi sam- rekkt með John F. Kennedy forseta: 1 ★ Fjöldi skipta sem höfundur bók- arinnar telur að hún hafi samrekkt með Robert Kenne- dy dómsmálaráð- herra: 0 Popp M IÐVI KU DAGU R 1 N N1 FÖSTUDAGURINN | 2 1 . APRÍL 23. APRÍL • Jötunuxarnir ásamt gestahljómsveitinni Bone China negla Plúsinn. Blautt leður ákaflega vinsælt og þyrstir menn hjartanlega vel- komnir. • Silfurtónar kynna splunkunýtt dansprógramm á Tveimur vinum. Bandið hef- urfengið Birgi Bragason til liðs við sig, sem er sprelllif- andi enda þótt Sálin hafi lagt upp laupana. • Guðmundur Rúnar, trúbador með meiru, horfir á eftir síðasta vetrardegi með gestum Fógetans. • Kandís sykursætur og í hörkuformi á Gauki á Stöng. • Nýdönsk í fullu fjöri á Hressó. Hvað er hægt að biðja um meira? • Paula, sú þrælhressa kona, skemmtir gestum Café Ro- mance með bröndurum, söng og píanóieik. • SSSól á Hótel fslandi síð- asta dag vetrar. SUMARDAGURINN FYRSTI • Borgardætur, splunkunýtt söngtríó skipað þeim Andreu Gylfadóttur, Ellen Kristjáns- dótturog Berglindi Björk Jónasdóttur, frumsýna sig á Hótel Borg.Tónlistin öll í anda þeirra Andrewssystra, en undirleikurinn er Setuliðs- ins með Eyþór Gunnarsson fremstan íflokki. • Elvis-karaokekeppni, þessi sem fyrirhuguð var í síðustu viku, loks haldin á Tveimur vinum. Hver verður Elvis (slands? Til að fá úr því skorið duga ekki færri en tveir stjórnendur, en það ábyrgðarhlutverk verður í höndum þeirra Radíus- og Limbó-manna, Steins Ár- manns og Davíðs Þórs. • Guðmundur Rúnar trúba- dor nú í sumarskapi á Fóget- anum. • Svartur pipar hristir upp í liðinuáGaukiáStöng. • Paula segir brandara á Ca- fé Romance og syngur þess á milli. • Bogomil Font & Milljóna- mæringarnir hefja sumar- dagskrá Tveggja vina með sólartónlist, sveiflu og sjóð- heitri baðstrandasömbu. Allir í Hawaii-skyrtuna, vel strauj- aða. • Hermann Ingi trúbador, kominn alla leið frá Vest- mannaeyjum til að skemmta á Fógetanum. • Svartur pipar aftur og ný- búinn á Gauki á Stöng. LAUGAR DAG U R I N N 24. APRIL • SSSól, með Helga Björns- son gjörsamlega á útopnu, skín glatt á Tveimur vinum. Pælið í fatasmekk söngvar- ans, ekki seinna vænna. • Hermann Ingi, fyrrum Eyjapeyi þenur raddböndin á Fógetanum. • Paula á Café Romance, óbreytt frá því sem áður var. • Geirmundur Valtýsson í Syngjandi sveiflu á Hótel ís- landi. Sveitaböll MIÐVIKUDAGURINNI 21 . APRIL • Hótel Selfoss kveður vet- urinn með stæl og fær Todmobile til liðs við sig. All- ir austur fyrir fjall að hitta Regínu. • Hótel Akranes fær Svart- an pipar til að hrista slenið af mönnum þennan síðasta dag vetrar. Ekki veitir víst af. • Sjallinn á Akureyri skemmtir mönnum norðan heiða með Evítu og hinni ókrýndu stuðtúttu Geir- mundi Valtýssyni. FOSTUDAGURINN 23. APRÍL • Þotan í Keflavík fær heið- ursfólkið í Todmobile til að troða upp. Sannkölluð sum- arstemmning. Þó ekki stutt- buxnafæri. • Sjallinn á Akureyri fær Skriðjöklana til að rífa upp fjörið í höfuðstaðnum. LAUGAR DAG U R I N N I 17. APRlL • Hótel Akranes fær Herra- menn til að skemmta Skaga- mönnum. Eða öfugt. • Sjallinn á Akureyri sýnir Evítu (síðasta sinn. Band kvöldsins er Nýdönsk, en í kjallaranum troða upp þeir Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.