Pressan - 21.04.1993, Blaðsíða 15

Pressan - 21.04.1993, Blaðsíða 15
UNGT FOLK MEÐ HLUTVERK Miðvikudagurinn 21. apríl 1993 PRESSAN 15 kvöldið, sama kv luðubarinn með .upprenn- andi stjór- málavirtú- ásamt Við inælum með ... börum í bíó það mundi lyíta kvikmyndinni upp á hærra plan. ... skrúðgöngum á sumar- daginn fyrsta það er svo hressandi að fara í góðan göngutúr eftir erfiða nótt. ... karlmönnum í síðkjólum þeir vekja eftirtekt. /V, Dags daglega eiga þau í bull- andi samkeppni. Það kemur þó ekki í veg íyrir að þau opni sam- an búð. Barþjónarnir Friðrik á Bíóbarnum og Dýrleif á 22 ætla innan tíðar að opna saman fata- búllu við Smiðjustíginn — við hliðina á vini svanga mannsins; Thailandi. Búllan mun bera hið fróma nafn „Frikki og Dýrið“, eftir hugmynd Óttars Proppé. „Við höfðum ekki þekkst nema í um hálfan mánuð þegar þessari hugmynd skaut upp, en vissulega höfðum við vitað hvort af öðru í lengri tíma þar sem við tilheyrum sömu starfs- stétt,“ segir Friðrik. „Þetta gekk sennilega svona vel af því við er- um andlega skyld,“ bætir Dýr- leif við. Friðrik lýsir atburðarásinni: „Allt gerðist þetta í kjölfar þess að við ferðuðumst saman til Amsterdam. Við komum að utan á þriðjudegi. Á fimmtu- deginum í sömu viku hittumst við á Sólon fslandus, kl. 15.15 var hugmyndin um að opna búð fædd og kl. 20.00 sama dag var búið að finna húsnæði." „í dag er húsnæðið svo að segja tilbúið nema hvað fötin vantar. Ætlunin er að kaupa inn notuð föt, svokölluð „second- hand“ föt en falleg engu að síð- ur, og fylgihluti; skartgripi á konur og karlmenn, jafnvel skó ef við rekumst á einhverja smekklega," segir Dýrleif. Húsnæðið sem þau komust yfir var heldur hrörlegt á að h'ta í upphafi en þegar innréttingar voru rifnar niður kom ýmislegt í ljós, þar á meðal strompur og tveir afar skemmtilegir gluggar og síðast en ekki síst golfdúkur sem reyndist falla sem flís við rass að litum og fyrirfram ákveðnum innréttingum búðar- innar. Aðallitirnir eru grænn og gylltur og rautt fær að fljóta með. Þrátt fyrir að þessir tveir eðal- barþjónar ætli að snúa sér að búðarrekstri missum við þau ekki af börunum. Af þeirri ástæðu má búast við að Frikki og Dýrið opni ekki fyrr en 11 eða 12 á daginn. Þau þurfa jú einhvern tímann að sofa! Helga Vala Helgadóttir Skúlasonar. Leikaramir Jóhann Sigurð- arson og krúnurakaður Egill Ólafsson sóttu uppáhalds- krána sína heim á sunnudags- kvöld heiðr- nærveru sinni þau Jón Kristinn oghans ektakvinna OddnýHall- dórsdóttir, systur Steinunni Á Ingólfscafé vom Eyþór Guðjónsson, Hans Guð- mundsson og aðrir handbolta- gæjar úr HK-liðinu að drekkja sorgum sínum eftir fall sitt í aðra deild. f ágætisformi voru líka Þórhallur miðill, Rúnar Kristinsson, fótboltahetja úr KR, Óskar Ármannsson, fyrr- um handboltahetja úr FH, Nanna, íslenskt módel, og fylgisveinn hennar, Kristinn Þórðarson,/ annar framleiðandi/ Stutts ff akka, eilífð-i artöffarinn og kyn-[ táknið Björ Barðdal í 5 gerðinni og vinir\ hans, lögspekingarnir\ Ásgeir og Baddi' Daður. Einkum daður glett- inna herramanna, þ.e. herra- manna sem kunna að daðra án þess að það fari fyrir brjóstið á konum. Án þess að þær þurfi endilega taka slíkt daður sem kynferðislega áreitni. Eftir að kynferðisleg áreitni var upp- götvuð halda margir karlmenn að sér höndum sem ættu ekki að gera það. I augum þeirra sést hve mikið þá langar að daðra. En þeir þora ekki. Og reyna því að daðra með augunum. Án þess að nota líkamlegt fas eða fögur skjallandi orð. Geri þeir þetta allt með örlítilli glettni er hugsunin um kynferðislega áreitni fyrir bí. Hann er örfínn þráðurinn sem liggur milli þess að annaðhvort verði daðrið tek- ið sem algert grín eða mislukk- uð þröngvun. Sé daður hins vegar framkvæmt með dágóð- um skammti af glettni, hlýju og pínulitlum töffaraskap er það Tískusýningar. Þar sem tíu eða fleiri fyrirsætur storma inn á sviðið, snúa sér í hringi, dilla sér og sýna föt. Eftir margra ára uppsveiflu tískusýningarinnar er hún nú á hraðri niðurleið. Æ fleiri hafa uppgötvað að það voru ekki fötin sem horft var á heldur fyrirsætumar. Þegar þær tóku að fækka fötum, ein af annarri; sýna undirföt, þá var tískusýningin ekki lengur spennandi. Nú notar maður tækifærið og fer á salernið þegar tískusýningarnar hefjast. Gull- aldartími íslensku tískusýning- arinnar var þegar Broadway og Hollywood stóðu í sem mestum blóma. Þeir staðir eru horfnir á vit feðra sinna. Á sömu leið er tískusýn- ingin. „Égvarheima um helgina. Oghund- leiddist. kvöldi en eftirað konan íbúðinni á annarri hœð í húsinu á mótifór út hafði ekkert aðgera annað en á sjónvarpið. Klukkan þrjú gafst ég upp ogfór niður íbœ.Þarvarkomið vorogfulltaf skólastelpum í Austurstrœti. Ég er að hugsa um að kaupa mér einhvemflottan bílfyrir sumarið og bjóða þeimfar heim. “ Kvikmyndagerðarmaðurinn Ágúst Jakobsson fékk lofsam- lega dóma fyrir þátt sinn við gerð myndarinnar Stutts Frakka, en hann stjórnaði upp- töku á tónleikaefni hennar. Upphaflega ætlaði hann sér að vera aðaltökumaður myndar- innar en af því varð ekki þar sem hann fékk boð um að stjórna kvikmyndatökuliði sem eltir þungarokkshljómsveitina Guns ’N’ Roses á heimsferða- iagi hennar. Ágúst á nú að baki eitt og hálft ár með hljómsveit- inni, rúmlega níutíu hljómleika og 400 klukkustundir af átek- inni filmu, sem ætlað er að skili sér í heimildamynd, en hann lýkur þessum þætti vinnu sinn- ar seint á sumri komanda. „Ég er á stöðugu ferðalagi og bý í flugvélum og á hótelum,“ segir Ágúst. „Við höfum farið um allt, erum að koma frá Norður- Ameríku, höldum nú suður og endum að lokum reisuna í Evr- ópu í sumar.“ Á tónleikum stjórnar Ágúst fimm kvikmyndatökumönn- um, en þegar hann er baksviðs og eins þegar hann fylgist með daglegu lífi hljómsveitarmeð- lima vinnur hann einsamall ásamt aðstoðarmönnum sínum tveimur. „Það er misjafnt hvernig tónleikarnir heppnast en þetta eru villtir menn á sviði og stundum æði skapstórir, þó að öllu jöfnu séu þetta prúðustu piltar. Ef mikið er um að vera er vinnan mjög spennandi og ef góðar tökur nást af trylltum að- dáendum og heitum augnablik- um er ég mjög ánægður." Hljómsveitin er nú á leið til Mexíkó, en þar eru að sögn Ág- ústs trylltustu aðdáendur í heimi; þeir klífa veggi hótela jafnvel á hvaða hæð sem er til að komast í snertingu við hljóm- sveitarmeðlimi. í túmum hefur áhorfendafjöldi minnst verið 15 þúsund manns og mest 85 þús- und, en þá segir Ágúst að ekki hafi séð fyrir endann á mann- hafinu. Ágúst útskrifaðist með mast- ersgráðu úr kvikmyndaskóla í Los Angeles fyrir um ári. Með- fram náminu tók hann að sér alla vinnu sem bauðst, launaða sem ólaunaða. Honum var fengið það verkefni að vera að- stoðarmaður við gerð tónlistar- myndbanda hjá Floundry, dótt- urfyrirtæki Propaganda, og fékk síðar tækifæri til að stjórna gerð eigin myndbanda. Eitt þeirra var fyrir Guns ’N’ Roses auk þess sem hann gerði fyrir þá stutta heimildamynd, þeim lflc- aði útkoman og í framhaldi af því var Ágústi boðið það starf sem nú tekur allan hans tíma. „Sumir h'ta ef til vill á þetta sem mikla velgengni en því fer fjarri að ekki hafi verið fyrir því haft. Ég hef lagt á mig mikla vinnu al- veg frá upphafi en síðan komu tækifærin á réttum tíma þegar ég var á réttum stað. Ég hef ekki haft tíma fyrir neitt annað á meðan, en þessu lýkur í ágúst og þá fer ég ef til vill að sjá lífið á ný. Ég held þó að ég hafi gert rétt í að velja þetta, því re^mslan sem starfinu fylgir gefur ef til vill tækifæri á áframhaldandi möguleikum erlendis, en ég hyggst í framtíðinni reyna að halda mig þar sem vinnan er.“ SILFURTÓNAR FÁTR0MMARA ÚRSÁLINNI Gleðisveitin Silfurtónar ætlar að kveðja veturinn með tónleikum á Tveimur vinum í kvöld. Það er orðið langt síðan sveitin kom fram síðast og hafa orðið mannabreytingar: Birgir Baldursson tromm- ari úr Sálinni nýlátnu hefur tekið við kjuðunum. Hingað til hefur hljómsveitin aðal- lega spilað frumsamin lög en nú hafa þeir vinirnir sett saman stuð- og partípró- gramm sem þeirætla að herja með á sveitaböllin ísumar. Þar kennir margra grasa, sumra óvenjulegra, og hyggjast Silfurtónar reyna að breyta og bæta hina íslensku sveitaballahefð:„Kokkurinn"og „Cocaine" Erics Clapton eru tildæmis ekki á pró- gramminu. Lögin renna einnig upp úr meðlimum sveitarinnar og má búast við nýrri plötu á árinu. Sú fyrsta, „Skýin eru hlý", var frábær en seldist hálfilla. Kannski taka áheyrendur við sér núna, íþað minnsta lofa nýju lögin góðu. Um helgina sátu meðal ann- ars þau Brynja Nordquist og Magnús Ketilsson, Ásta Bima og Tryggvi Ólafsson, að snæðingi á Café Óperu. Skammt frá, á Café Ro- mance,sásttilferða Eiríks Jónssonar ff éttahauks og út- varpskonu hans, Katrínar Baldurs- dóttur, en þar voru einnig stödd Hans Kristján Ámason pip- arsveinn og Rósen bergkjall- arinn var troðfullur, eins og oft vill verða um helgar, og komust fáir hjá því að sjá sætu tvíburana úr Kópavogi, þá Jón og Eyjólf Eyjólfssyni, sem eru að sögn einstaklega glæsilegir piltar, með áberandi sítt hár og fagr- ar línur. Ekki voru rekstrarbræð- ur staðarins, Sigurður Kaldal og Sverrir Rafnsson, langt undan og Ámi (á Pasta Basta), Leifur Dagfinnsson, Björgólfur Thor Björgólfs- son, Ingvar Már og allar fh'ðu unglingsstúlkumar létu sig ekki vanta. Gunný af- greiddi þyrsta i bamum. Bíóbarinn var smekk- fullur að vanda en þar droppuðu inn Ásgeir Frið- geirsson, ritstjóri Iceland Review, Haukur Hólm fféttamaður, Snorri Már Skúlason og nýorðin þrítug Herdís Birna. Ofan af Stöð komu líka útsendingar- stjóramir Kata og Ájuia Kata en einnig sáust á vappi Sindri Freysson skáldmaður og kvinna hans, friðrikog Opnainnam verslunina „Frikka o viðSmiðh SS! It' B o í flugvélum á hóteium V

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.