Pressan - 21.04.1993, Blaðsíða 20

Pressan - 21.04.1993, Blaðsíða 20
NJOSNARINN I KULDANUM 2Q PRESSAN Miðvikudagurinn 21. apríl 1993 Maðurvikunnar Masaharu Gotoda Engin samúð með afbrotamönnum Það er ekki að ástæðulausu sem hann hefur hlotið viður- nefnið „rakvélarblaðið", jap- anski dómsmálaráðherrann Masaharu Gotoda. Einstreng- ingslegt viðhorf Gotodas til refsilöggjafarinnar hefur orðið til þess að rýja hann áliti og trausti, bæði meðal japansks almennings og eins stjórn- málamanna. Þrátt fyrir skýr merki um vaxandi óánægju Japana með dómsmálaráð- herra sinn og æ meiri þrýsting á hann hefur Gotoda ekid séð ástæðu til að endurskoða við- horf sitt til dauðarefsingarinn- ar. Frá 1945 hafa 584 menn og konur verið tekin af lífi með hengingu í Japan og 55 af- brotamenn bíða dauða stns. Frá árslokum 1989 höíðu af- tökur þó legið alveg niðri og voru margir famir að gera sér vonir um að tími gálgans væri liðinn í Japan. Þangað til fyrir þremur vikum, að þrír af- brotamenn voru fyrirvaralaust hengdir á einum og sama deg- inum. Aftökumar vöktu hörð viðbrögð rneðal Japana ög rnargir brugðust ókvæða við þvf að aftur væri farið að hengja menn fyrir afbrot sfn. Athyglin beindist þegar í stað að dómsmálaráðherranum Gotoda, sem tók við embætti í desember síðastliðnum. Samtökin Forum 90, sem í eiga sæti lögfræðingar og stjórnmálamenn, eru meðal fjölmargra í Japan sem berjast fyrir afnámi dauðarefsingar. Samtökin lýstu yfir vanþókn- un sinni á aðgerðum dómsyf- irvalda og hörmuðu atburðina á þessum „blóðuga degi í sögu Japans“. Innan Forunt 90 þykjast menn reyndar vissir um að enn fleiri hafi verið hengdir umræddan dag. Erfitt hefur þó reynst að fá ur því skorið, þar sem japönsk dómsmyfirvöld hafa það fyrir reglu að gefa engar opinberar upplýsingar um aftökur í landinu. Ekki einu sinni ætt- ingjar fá að vita allan sannleik- ann. Andmælendur dauðarefs- ingarinnar í Japan líta með söknuði til Megumu Sato, fyrrum dómsmálaráðherra. Sato mælti dauðarefsingunni mót og voru engar aftökur framkvæmdar í Japan í emb- ættistíð hans. Sato sagðist ekki með nokkru móti geta gefið út fýrirmæli um að manneskja skyldi tekin af lífi, enda væri hann'búddaprestur og slík grimmdarverk stríddu gegn sannfæringu hans og trú. herra Japans er harður fylgismað- ur dauðarefsing- arinnar, þráttfyr- ir vaxandi mót- stöðu meðal landsmanna. Núverandi dómsmálaráð- herra, „rakvélarblaðið11 Masa- haru Gotoda, lítur málið öðr- um augum og sá hefur enga samúð með þeim sem enda ævina í gálganum. Að mati Gotodas á dauðarefsingin full- an rétt á sér og því lætur hann alla gagnrýni þar að lútandi sem vind um eyru þjóta. Skoð- un hans á mönnum eins og Sato, fýrrverandi ráðherra, er að sama skapi skýr: Deigir menn, sem þjakaðir séu af samviskubiti og efasemdum, eigi að hafa vit á því að þiggja ekki stöðu dómsmálaráðherra Japans. Dómsmálaráð- Izvestia Grínið gceti breyst í alvöru Forseti rússneska þingsins, Ruslan Khasbulatov, sagði á fundi með fyrrum hermönnum fyrir skemmstu að hann teldi nauðsynlegt -að START-2-samningurinn yrði lagður fram af utanríkisráðherra, sem verðskuldaði virðingu og traust samfélagsins. Þangað til Rússar hefðu eignast slíkan utanríkisráðherra fyndist honum einfaldlega fráleitt að ræða yfirhöfuð um START-2-samninginn. Yfirlýsingar þingforsetans eru hluti af áróðursherferð gegn for- seta Rússlands, Boris Jeltsín. Með því að krefjast brottvísunar utan- ríkisráðherrans, Andreis Kozyrev, sem nauðsynlegrar forsendu samþykkis, er Khasbulatov að ógna Bandaríkjunum, þar sem hann - teflir í tvísýnu ákaflega mikilvægu samkomulagi. Tengslin milli víð- tækra hagsmuna rússnesku þjóðarinnar annars vegar og persónu- legrar metorðagirndar hins vegar virðast ekki vera annað en lélegur brandari. Rússneska þingið veit þó mætavel hvernig unnt er að breyta gríni í alvöru. Yfirmaður gagnnjósnadeildar austur-þýsku leyniþjónustunnar Litlu andarungarnir Fáir kaldastríðsnjósnarar náðu meiri árangri í starfi en Harry Schiitt hershöfðingi, yfirmaður Deildar 9 hjá austur-þýsku leyni- þjónustunni. Hann hafðimeðal annars njósnara hjá tveimur vest- ur-þýskum könslurum, hafði vestur-þýskan kollega sinn á launa- skrá árum saman og eyðilagði starfCIA íÁustur-Þýskalandi. Austur-Þjóðverjum gekk kannski illa að sjá landsmönn- um fyrir mannréttindum og lífsgæðum á borð við þau sem þekktust vestan múrsins. En eitt kunnu þeir vel: að njósna um sjálfa sig og frændur sína í vestri. Þeir ráku nefnilega bestu leyniþjónustu kalda stríðsins, Hauptverwaltung Aufklarung (HVA), sem heyrði undir Ör- yggismálaráðuneytið, Stasi. Almennt er viðurkennt að forstjóri HVA, Markus Wolf, sé fyrirmyndin að meistaranum Karla sem John Le Carré gerði ódauðlegan í bókum sínum. En annar maður þykir ekki eiga þann heiður síður skilinn, Harry Schiitt, sá sem rak gagnnjósnadeild HVA (Deild 9) í þrjátíu ár og ber nafnbótina hershöfðingi. Honum tókst með litlum mannafla, en þeim mun meiri kænsku, að gera Vestur-Þjóðverjum og Banda- ríkjamönnum svo stórar skrá- veifur að ekki einu sinni Le Carré hefði látið sér detta þær í hug. Hann var meira að segja með einn af yfirmönnum vest- ur-þýsku gagnnjósnadeildar- innar á launaskrá árum saman. Fáir en góðir HVA var ekki stór leyniþjón- usta, aðeins rúmlega f ögur þús- und starfsmenn á meðan starfs- lið CIA og KGB skipti tugþús- undum. HVA naut þess að þurfa ekki að vinna á stóru landsvæði og geta einbeitt sér að Vestur-Þýskalandi og ná- grannalöndunum. „Fáir, en góðir,“ segir Schíitt. „Það var mitt mottó.“ Og HVA þurfti heldur ekki margt fólk til að finna upplýsingar; það nægði að hafa það á réttum stöðum, sér- staklega í vestur-þýska stjórn- kerfinu. Fyrstu árin, snemma á sjötta áratugnum, notaði HVA þetta fáa fólk af miklu hugviti. Þegar Sovétmenn börðu niður upp- reisn verkamanna í Austur- Berlín í júní 1953 jókst skyndi- lega straumur flóttamanna vest- ur yfir. Það nýtti HVA sér til að senda sínar eigin moldvörpur yfir. „Við vildum koma fyrir fólki á háttsettum stöðum, þar sem ákvarðanir voru teknar," segirSchutt. Frægast er líklega dæmið af Gunter Guillaume, sem var um árabil einn af helstu ráðgjöf- um Willy Brandts, þáverandi GunterGuillaume Innsti koppur í búri Willy Brandts á vegum Austur- Þjóðverja. kanslara. Hann var einn eitt hundrað HVA-manna sem fluttu til Vestur-Þýskalands árið 1956 og þóttust vera pólitískir flóttamenn. Árið 1970 var hann kominn áð innsta valdakjarna vestur-þýska ríkisins ogþjónaði HVA vel úr þeirri stöðu. Guil- laume sendi ríkisleyndarmálin frá skrifstofu kanslarans beint til höfuðstöðva HVA í Austur- Þýskalandi og stjórn Brandts hrökklaðist frá völdum árið 1974 þegar upp um hann komst. Annar mikilvægur njósnari reyndist vera Gabriela Gast. Hún átti í ástarsambandi við njósnara frá HVA, sem varð til þess að hún hóf störf fyrir leyni- þjónustuna. Þetta var „Rómeó- leiðin“, eins og Schutt kallar hana, en Gast hélt áfram störf- um þótt ástarfuninn kulnaði smám saman. Gast starfaði á skrifstofu Helmuts Kohl og hafði það meginverkefni að taka saman daglega minnisblað um helstu lykiiatriði í utanríkis- og öryggismálum vestur-þýska ríkisins. Þessum minnisblöðum kom Gast áfram til aðalstöðva HVA árum saman áður en upp komst. Mestar upplýsingar fékk HVA þó frá vestur-þýskum hernaðarsérfræðingi, Alfred Sptihler að nafni. Hann lét HVA í té upplýsingar um viðbúnað og áætlanir Nató varðandi liðs- flutninga, meðal annars upp úr skjölum bandaríska varnar- málaráðuneytisins sem alger leynd átti að hvíla yfír. Síðar fékk Sptihler stöðuhækkun og fór til starfa hjá vestur-þýsku njósnastofhuninni BND. Þaðan hélt hann áffam að senda upp: lýsingar, en það var einmitt eitt af verkefnum BND að vinna gegn áhrifum HVA. Annar afar mikilvægur njósnari var enginn annar en einn yfirmaður vestur-þýskra gagnnjósna, Klaus Kuron. Hann var í beinu sambandi við Schtitt sjálfan og með aðstoð hans tókst Schtitt að gera óvirk- an heilan her vestur-þýskra njósnara og gagnnjósnara. „Þeir voru í mörgum tilfellum nokkr- um skrefum á undan okkur,“ segir Hans Neusel, háttsettur embættismaður í innanríkis- ráðuneytinu og gamalreyndur í bransanum. „Þeim tókst vel að nota okkar eigið fólk gegn okk- ur. Og þeim tókst að komast að flestu því sem við vild- um halda leyndu.“ Kuron lét ekki stjórnast af hug- myndafræði eins og flestir aðrir njósnarar HVA. Hann vantaði einfaldlega peninga og fékk fyrir þjónustu sína samtals tæpar þrjátíu milljónir ís- lenskra króna. Engir banda- »2 SKi riskir njosnar- ar í Austur- Þýskalandi Aðalstarfsvettvang- ur Deildar 9 var innan þýsku ríkjanna, en í gegnum tíðina tókst Schtitt að koma sér upp nokkrum njósn- urum innan banda- ríska hersins og vinna gegn hagsmunum Bandaríkjanna í Evr- ópu á ýmsan máta. Þau mál hafa ekki farið hátt í fréttum, en hér erudæmi: • Bandaríkjamönn- um tókst ekki að koma sér upp einum einasta njósnara í Austur- Þýskalandi allan ní- unda áratuginn. HVA tókst að finna, koma upp um eða grafa á annan hátt undan hveijum einasta manni sem CIA reyndi að koma í gagnið þar inn- anlands. @ Bandaríski fjar- skiptasérfræðingurinn Jeffrey Carney njósn- aði fyrir HVA í nokkur ár. Fyrst starfaði hann við Tempelhof-flug- völlinn í Berlín, eitt mikilvægasta hernað- armannvirki Banda- ríkjamanna í Evrópu. Hann varð HVA enn verðmætari þegar hann var fluttur á Goodfellow-herflug- völlinn í Texas og varð þannig einn af fáum njósnurum Austur- Þjóðverja í Bandaríkj- unum. Á báðum stöð- um tók hann afrit af bandarísk- um leyndarskjölum og kom þeim til tengiliðs síns hjá HVA. Carney flúði til Austur-Þýska- lands árið 1985, en hélt áfram harryschútt GabrielaGast Njósnari á skrifstofu Kohls kanslara og fengin tilstarf- ans með „Rómeó-leiðinni". MarkusWolf Forstjóri leyniþjónustunn- ar, fyrirmynd Le Carrés að „Karla". þjónustu sinni þar með því að hlera samtöl herforingja og njósnara í Vestur-Berlín. Hann var loks handtekinn árið 1991 og afplánar nú 38 ára fangelsis- dóm í Kansas. • Annar bandarískur njósn- ari fyrir HVA var James Hall, sem starfaði við úrvinnslu leynilegra upplýsinga fyrir bandaríska herinn í Vestur- Berlín. Bandarísk njósnayfir- völd hafa aldrei getað sannað með óyggjandi hætti tengsl Hall við HVA, en eru þó sannfærð um að Schtitt og Deild 9 hafi stjórnað honum. Bandaríkja- menn halda fram að Hall hafi komið á framfæri við HVA mikilvægum leynilegum upp- lýsingum um Stjömustríðsáætl- un Ronalds Reagans og hafi aðstoðað Austur-Þjóðverja við að gera óvirkt rafeindanjósna- kefn 1 Bandaríkjarriáríná ýfir' iaaÉB Austur-Evrópu. Hall situr nú í bandarísku fangelsi og á ekki von um reynslulausn fyrr en í fyrsta lagi eftir tólf ár. Gildrur lagðar fyrirCIA HVA tókst að koma höggi á Bandaríkjamenn á fleiri vegu. CIA reyndi sjaldan að komast í samband við njósnara innan austur-þýsku landamæranna, vegna þess hversu vel var fylgst með þeim. Þess í stað var reynt að komast í samband við þá Austur-Þjóðverja sem ferðuðust til Vesturlanda, fræðimenn, vís- indamenn og aðra. Þetta vissi HVA og kom sínum mönnum iðulega fyrir meðal þessara ferðamanna. Og oft beit CIA á agnið. Dæmi er CIA-maður sem gekk undir nafninu Alfred JThielemann og stárfaði lengi í

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.