Pressan - 21.04.1993, Blaðsíða 23

Pressan - 21.04.1993, Blaðsíða 23
ÞÆTTIR Ú R NÚTÍMASÖGU Miðvikudagurinn 21. apríl 1993 PKfSSAM 23 S s skipti sér stað í forystuliði Sjálf- stæðisflokksins. Þorsteinn Pálsson var kjörinn formaður og Friðrik Sophusson vara- formaður; ungir og sætir menn á uppleið? Jón Baldvin Hannibalsson afhausaði for- ystu Alþýðuflokksins ári síðar og tók við formennsku hans. Fyrsti kvenflugmaðurinn, Sig- ríður Einarsdóttir, þá 27 ára, réðst til starfa hjá Flugleiðum. Hún þótti mjög meðvituð um BMW Þessir reyklit- uðu voru uppabílar númer eitt. Nú selj- astjjölskyldubílar eins og Toyota hraðar en nokkru sinni. starf sitt og sjálfsörugg. Og Ein- ar Sveinsson, þá 35 ára, var gerður að forstjóra Sjóvár/Al- mennra. Miklar hræringar áttu sér stað í fjölmiðlaheiminum. Fyrsta uppatímaritið, Mannlíf, leit dagsins ljós árið 1984, Nútím- anum — óneitanlega uppalegur miðað við gamla Tímann — var komið á laggirnar og rit- stjóri hans, Magnús Ólafsson hagffæðingur, lagði doktors- námið á hilluna til að sinna starfinu. Eitthvert uppalegasta tímarit allra tíma; glanstímaritið Lúxus, var stofnað 1984, en reisti sér hurðarás um öxl líkt og Nútíminn. í BSRB-verkfall- inu 1984 reyndi Frjáls íjölmiðl- un við frjálst útvarp, Rás 2 blómstraði og stjórn íslenska útvarpsfélagsins var kjörin. Bylgjan var stofnuð 1984 og Stöð 2 ári síðar. Nýju fjölmiðl- unum fylgdu vægast sagt marg- ir uppar; fjölmiðlafræðin sló í gegn og allir vildu vekja á sér eftirtekt í fjölmiðlum. En mark- aðurinn ofmettaðist, líkt og myndbanda- og sólbaðsstofu- markaðurinn. í lok ársins 1984 voru tveir verðbréfasjóðir stofnaðir; ann- ars vegar Avöxtunarfélagið og hins vegar hliðstæður sjóður hjá HÓLMFRÍÐUR KARLSDÓTTIR Það kvarnaðist - út úr uppaímyndinniþegar Hólmfríður var kjörin alheimsfegurðardrottning árið 1986. Hún vildi gerast fóstra og eignast börn. ir fýrirlitu skort á faglegum kröfum hippanna. í dag eru hippar hins vegar mun betur liðnir en uppar ef marka má klæðaburð, tónlist og reyndar vonleysishugarfar þeirrar kyn- slóðar sem nú er að vaxa úr grasi. Davíð Oddsson og félagar mega ekki gleyma sér! Reyndar er það svo að ímyndin er orðin það flókin nú á dögum að það er með engu móti hægt að segja til um hvort menn eru uppar eða hippar í eðli sínu; til hægri eða vinstri. Vissulega eru þó til eftirlegu-uppar, líkt og eftir- legu-hippar. Þá má greina á aldri. Menn virðast aldrei losna úr viðjum kynslóðar sinnar. Þegar upp er staðið er með engu móti hægt að segja til um hvaða hugsjón upprennandi kynslóð aðhyllist. Ef það sama á við um lífið almennt og klæðaburð fólks — að allt sé inni — þá getur hippi í klæðaburði eins verið uppi í eðli sínu og öfugt, og allt þar á milli. Það er í lagi að eignast börn, stunda verðbréfa- viðskipti, stunda þolfimi, eta pasta, skvetta í sig, slappa af... Allt má. Guðrún Kristjánsdóttir stóðust flestir þessara at- hafnamanna prófið — en ekki ímyndina. Fleiri höfðu á sér uppa- stimpilinn. Til dæmis Sigurður Gísli Pálmason í Hagkaup, jafnvel Páll Magnússon, sjónvarpstjóri Stöðvar 2, og Tryggvi Pálsson, banka- stjóri íslandsbanka, sem Landsbankinn hafhaði. Margir aðrir og óþekktari höfðu á sér uppavörunterkið. Dæmi um það eru míní-uppar úr lægri millistétt sem gerðu og gera enn lítið annað en að káfa á pening- um. Þeir komust ekki ofar í metorðastiganum og gátu því uppalegasta íslenska tímaritið. Það, líkt og Nútíminn, átti ekki marga lífdaga. Fjárfestingarfélagi íslands. Hrafnhildur Valbjömsdóttir var hvað eftir annað kjörin vaxtarræktarkroppur ársins á þessum árum. Ogþótt Sigrún Stefánsdóttir fféttamaður muni seint teljast til uppa sendi hún á þessum árum frá sér bók um lfkamsrækt. Það var nokkru áður en fýrsta „trendf heilsu- ræktarstúdíóið reis; Stúdíó Jón- ínu og Ágústu, sem stofnað var í febrúar árið 1985. Strax ár- ið 1986 fór að kvarnast upp úr íslensku uppaímyndinni þegar Hólmfríður Karlsdóttir al- heimsfegurðardís fór að hafa áhrif á íslenskar kynsystur sín- ar. Hún markaði tímamót sem áttu eftir að hafa afdrifarfkar af- leiðingar fyrir uppaímyndina. Hólmfríður var síður en svo uppi í eðli sínu; vildi bara gerast fóstra, eignast börn og vera eig- inmanni sínum trú. íslenskir uppar Fáir íslenskir uppar stóðust prófið. Flestir urðu ímyndinni að bráð. í áðurnefndri uppa- grein sem birtist í Mannlífi hið merka ár 1984 — árið sem Or- son Welles tileinkaði framtíð- arútópíu sína — komu fjórir uppar ffam í dagsljósið: Tryggvi Tryggvason arkitekt, þá 28 ára, sem hafði á orði að hippakynslóðin væri hundleið- inleg og hefði ekki fagleg sjónar- mið í heiðri; Friðrik Friðriks- son, fhamkvæmdastjóri AB og PRESSUNNAR, þá fjármála- stjóri IBM, kleif upp atvinnu- stjórnendametorðastigann án eignarhluta, ólíkt því sem hann hefst að í dag; Lilja Ólafsdóttir lögff æðingur, sem hafði verið við ffamhaldsnám við Yale- háskólann og því dæmigerður mennta-uppi; og Ársæll Harð- arson viðskiptafræðingur, þá framkvæmdastjóri Félagsstofn- unar stúdenta. Sigurðin- Páls- son leikstjóri tjáði sig í sömu grein sem fulltrúi hippanna; ’68- kynslóðarinnar. Hann taldi uppamenninguna ekkert annað en ameríska drauminn í hnotskurn. Nefndir á nafh í sömu grein voru Sigurjón Sig- hvatsson hjá Propaganda og Páll Baldvin Baldvinsson leikstjóri sem uppar úr lista- og menningarlífinu. Þótt uppa- ímyndin sé löngu fallin í valinn JÓN ÓTTAR RAGN- ARSSON -þegar hann var kjörinn markaðsmaður Norðurlanda ár- ið 1989. Fallið var hátt. með engu móti safnað eigin auði, hvað þá lifað eftir kröfum uppahandbókarinnar, nema ef til vill í fáeinum efnum. Þeir reyndu þó að klóra í ímyndina. Fjölmiðla-upparnir hafa verið nefndir, en sú sem hefur verið hvað mest áberandi þar er skólasystir og stalla Herdísar Þorgeirsdóttur, Valgerður Matthíasdóttir, arkitekt og sjónvarps-uppi. Hún hefur nokkrum sinnum birst í opin- skáum viðtölum á síðum glans- tímaritanna, sem dægurhetja, ný og breytt og svo mætti áff am telja. Kollegar hennar Jón Óttar Ragnarsson og Hans Kristján Ámason voru hins vegar upp- ar sem kolféllu. Það gerðu einn- ig Sigurður Kolbeinsson og Ármann Reynisson í Ávöxtun og hundruð annarra íslenskra uppa. Mesta fallið átti þó að öll- um líkindum spútnikkinn og síðasti íslenski uppinn Svavar Egilsson. Þó að hann væri ekki dæmigerður uppi samkvæmt bókinni hafði hann svo margt til að bera í þá átt að hann verður að teljast með. Árið 1989, sama ár og Jón Óttar var kjörinn markaðsmaður ársins á Norð- urlöndum, birtist viðtal við Svavar í Heimsmynd þar sem honum var lýst sem fertugum hagfræðingi sem klæddist vönduðum ítölskum jakkaföt- um og angaði af dýrum rak- spíra. Hann bjó í 22 milljóna króna húsi, var áskrifandi að Financial Times og Economist. Sjálfur líkti hann sér við anier- íska viðskiptajöfurinn Donald Trump. Svavar fékk síðar á sig titilinn pappírstígurinn. Huppar, uppar og hippar Flestir uppar eiga það sam- merkt að vera illa við hippa og hippunum er illa við uppana. Uppa hryllti við mörgum hug- sjónum hippanna, til að mynda frjálslegu viðhorfi þeirra til kyn- ferðismála og eilífum hugleið- ingum þeirra um ónytsamlega og óskynsamlega hluti. Upparn- m í'it'r tsetUsLwvL’ tillfvoímuix : < : : : i

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.