Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 2

Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 2
F Y RST & F R E M ST 2 PRESSAN Fimmtudagurinn 1. júlí 1993 Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur hefur í hyggju aö færa út kvíarnar til annarra landa. SlGURJÓN SIGHVATSSON hefur mikinn áhuga á samstarfi viö Gunnlaug og þess mun ekki langt aö bíöa að fyrsta útibúiö veröi opnaö í Los Angeies. Gulli Stjarna spáir út fyrir landsteinana Ef að líkum lætur mun Gunnlaugur Guðmundsson í Stjörnuspekimiðstöðinni, öðru nafni Gulli stjarna, í ffamtíðinni ekki aðeins spá í stjörnukort okkar Islendinga, heldur einnig Svía, Banda- ríkjamanna og ef til vill Breta. Guðlaugur ráðgerir að opna aðra stjörnuspekimiðstöð í Svíþjóð í lok þessa árs, sem rekin verður í samstarfi við sænskan aðila. Þá er hann að þreifa fyrir sér í Bandaríkjun- um, en góðkunningi hans, Sigurjón Sighvatsson hjá Propaganda Film, hefur mik- inn áhuga á samstarfi við hann um að koma á fót stjömuspekimiðstöðvum víðs vegar um Bandaríkin. Sigur- jón hefur hvatt Guðlaug til að reyna fyrir sér vestanhafs, en ef dæmið gengur upp er æd- unin að opna fyrsta útibúið í Los Angeles, þar sem Sigurjón er búsettur. Töluverð vinna hefur verið lögð í undirbún- ing og er Guðlaugur meðal annars búinn að þýða öll stjömukort yfir á enska tungu, auk þess sem verið er að snara þeim yfir á sænsku. Af öðmm þreifingum Guðlaugs má nefna, að hann er nú einnig að kanna möguleika á rekstri samskonar fyrirtækis á Eng- landi. Guðlaugur verður því væntanlega með annan fótinn erlendis í ffamtíðinni, en mun þó eftir sem áður halda áffam rekstri Stjömuspekimiðstöðv- arinnar hér heima. íslenskum lista- mönnum boöiö aö sýna í Saraje- vo_____________________ Islenskum listamönnum hefur verið boðið að senda verk á póstlistasýningu, svo- kallaða Mail Art-sýningu, sem haldin verður í Sarajevo nú síðsumars á vegum hreyfingar ungra listamanna í Bosníu. Hra&i Jökulsson blaðamaður var fenginn til að falast eftir ís- lenskum verkum á sýninguna, en hann kynntist erlendu listamönnunum er hann dvaldi í Bosníu síðastliðið haust. Mail Art-listasýningar áttu mjög upp á pallborðið á sjöunda áratugnum, en þá sendu listamenn smáverk sín með pósti á milli landa, líkt og nú verður gert. Sýningin í Sarajevo er samsýning þar- lendra listamanna svo og ann- arra ffá nágrannalöndunum, og munu kynni Bosníumanna af Hrafhi hafa ráðið því að ís- lendingum var jafhffamt boð- ið að taka þátt í sýningunni. Sýningin ber latneska heitið „Gens una sumus“, eða „Við erum öll ein fjölskylda", og er opin öllum íslenskum lista- mönnum, bæði myndlistar- mönnum og ljósmyndurum. Verkin verða send í gegnum Þýskaland, þar sem póstsam- göngur til Bosníu liggja niðri og ekki er hægt að ábyrgjast að listamennimir fái þau aftur vegna stríðsástandsins í land- inu. Ef möguleiki er á er meiningin að sýningin fari víðar eftir að henni lýkur í Sarajevo. flst á stofugangi Sumarið er tími ástar og hamingju og þá láta margir verða af því að ganga í það heilaga. Það gerðu með pomp og prakt síðustu helgi lækna- nemarnir Jórunn Viðar Val- garðsdóttir og Arnar Þór Guðmundsson. Brúðhjónin komu ríðandi í veisluna í vagni dregnum af hvítum hesti, en þar beið karlakór sem söng nokkur lög þeim til heiðurs. Samkvæmt gamalli hefð sáu foreldrar brúðarinn- ar, Valgarður Egilsson og Katrín Fjeldsted, um veislu- föng og skipulagningu. Á heimili þeirra á Hólatorgi í Vesturbænum var svo brúð- kaupsveislan haldin í formi útihátíðar, þar sem nágrannar og vinir og svo náttúrulega fjölskyldan fögnuðu með hin- um hamingjusömu brúð- hjónum. Það er af foreldrum brúðhjónanna að segja að þau þurfa víst ekki að horfa í gaupnir sér í fjölskylduboðum því nóg eiga þau sameiginlegt þar sem öli eru þau úr sömu starfsstéttinni. Nefnilega læknar. Nýtur yfirburöatrausts meöal körfuknattleiksmanna en enginn nefndi Adolf Inga Erlingsson. Logi „óráðni“ langvinsælastur Logi Bergmann Eiðsson íþróttafréttamaður nýtur yfir- gnæfandi trausts meðal körfu- knattleiksmanna samkvæmt skoðanakönnun íþróttablaðs- ins. Helmingur þeirra taldi hann besta íþróttafréttamann- inn í sjónvarpi en aðrir stóðu honum langt að baki. Körfu- boltasérfræðingur Stöðvar 2, Heimir Karlsson, fékk 19 pró- sent atkvæða og Arnar Björns- son og Bjarni Fel. 12 prósent. Aðrir komust vart á blað og at- hygli vekur að Adolf Ingi Er- lingsson var ekki einu sinni nefndur, en hann var tekinn fram fyrir Loga í umdeildri ráðningu í vetur. Logi er nú í sumarafleysingum á fréttastofu Sjónvarps, en eldært bendir til að hann komi aftur á íþrótta- deildina í bráð. Til einhvers samanburðar má geta þess að meðal íþrótta- fréttamanna sem fengu at- kvæði var Jón Óskar Sólnes, sem þö hefur ekki komið ná- lægt íþróttafréttum árum sam- an. Átökin magnast í kosningasfag SUS____________________ Aukin harka virðist vera að færast í formannsslaginn í SUS. Þegar Jónas Fr. Jónsson ákvað að gefa kost á sér til for- manns fór hann fram á að fá sama aðgang að félagaskrám SUS og formaðurinn, en slíkt þykir eðlilegt fyrir kosningar. I prófkjörum Sjálfstæðisflokks- ins er til dæmis hafður sá hátt- ur á að frambjóðendur fá flokksskrárnar í hendur en einungis eftír að þær hafa ver- ið merktar til að hægt sé að rekja upprunann ef einhverjar upplýsingar leka út. Fyrir rúmum þremur vikum bað Jónas Fr. Jónsson um félaga- skrána en Guðlaugur Þór Þórðarson, núverandi for- maður SUS, og Amar Jóns- son, framkvæmdastjóri félags- ins, bentu hvor á annan. Sá leikur stóð í tvær vikur. Eftir þann tíma sögðu þeir Jónasi að það þyrfti samþykkt allra formanna aðildarfélaganna til að afhenda félagaskrámar. Þá fór fyrst að komast skriður á málið, en 11 af 38 formönn- um neituðu alfarið að Jónasi yrðu afhentar félagaskrár við- komandi félaga. Engan þarf að undra að það voru helstu stuðningsmenn Guðlaugs sem það gerðu. Þessum málalykt- um þarf Jónas trúlega að una meðan Guðlaugur, mótffam- bjóðandi hans, hefur aðgang að öllum félagaskrám sem formaður SUS. Jónas er reyndar stjómarmaður í SUS, en það nægir honum ekki í þessu máli. Stuðningsmenn Jónasar sjá þó þá björtu hlið á málinu að það vom ekki fleiri en 11 formenn sem meinuðu aðgang að félagaskránum, en Guðlaugur er talinn eiga stuðning margra lítilla félaga en Jónas færri en stærri. Brennivín fyrir börnin_________________ Hugmyndaauðgi menning- arfúlltrúans í London, Jakobs Magnússonar, virðast engin takmörk sett. Það virðist hvorki liggja fyrir honum að halda í hefðir né efla með fólki þjóðernisvitundina. Skýring- anna á því má kannski leita í krataeðli hans. Venjan meðal Islendinga í London hefur verið að hefja 17. júní þar í borg með messu í dönsku kirkjunni, en svo var ekki að þessu sinni undir stjórn Jak- obs. Safnast var saman fyrir framan íslenska sendiráðið í London, þar sem Jakob og Helgi Ágústsson sendiherra fluttu hátíðarræður og kór Jakobs Magnússonar söng, sem er í sjálfú sér ekki í frásög- ur færandi. I stað messunnar var þó arkað í skrúðgöngu að íslenskum sið. Fór þá að draga til tíðinda. Ku fánaberinn síð- ur en svo hafa verið ung- mennafélagslegur að sjá og það eina sem enska lúðrasveit- in kunni, sem fengin hafði verið á leigu til að spila í skrúðgöngunni, voru lög á borð við Strangers in the Night og titillagið úr Steinald- armönnunum. I garðinum sýndi svo par af íslenskum ættum suður-ameríska dansa og auðvitað tók RagnhUdur Gísladóttir nokkur lög í geis- hu- búningnum sínum. Rú- sínan í pylsuendanum var boðhlaup barna sem átti að halda þeim til ánægju, að minnsta kosti þar til þess var getið hver verðlaunin væru. Þau voru brennivínsflaska fyr- ir foreldra barnsins sum ynni boðhlaupið. Hrafn Jökulsson Nasistaveiðarinn hefur víöa komiö viö og nú síöast í iistaverkabransanum. KATRÍN Fjeldsted Brúökaup dótturinnar var ekkert slor, heldur hvítir hestar og útihátíö. JÓNAS FR. JÓNSSON Fyrsta verk áskorandans var aö heimta félagaskrár aöildarfélaga sambandsins. JAKOBMAGNÚSSON Þaö er enginn lopapeysubragur á þeim skemmtunum sem stuömaöurinn heldur fyrir landann í London. Ragnhildur Gísladóttir Var ófeimin viö aö taka þátt í hátíö bónda síns. Helgi Agústsson sendiherra virö- ist iáta sér í léttu rúmi liggja þótt brugöiö sé út af vananum. UMMÆLI VIKUNNAR „Skelfing finnst mér leiðinlegt að horfa á verk sem eru skrifuð fyrir kynfœri og kölluð leikrit. “ Súsanna Svavarsdóttir leikritaslátrari. Rússneskt gæðagúmmí „Rússneskir smokkar á 2 þýsk mörk. Minja- gripur — vinsamlegast notist ekki.“ Söluskilti á níundu alþjóöa AIDS-ráöstefnunni í Berlín. tscvtvicvv ‘ccí&bc-í-i.cí „Okkur vantar hrefnu og það ætti strax að hefja veiðar á henni.“ Rósa Jónsdóttir skörungur. Magnús er hundfúll Seltimingur „Blessaður vinurinn getur ekki farið með hundinn sinn inn á þetta svæði þegar það verður búið að byggja þarna.“ Erna Nielsen, arftaki Magnúsar Erlends- sonar óróaseggs. EG TREYSTI MER HINS VEGAR 110 PROSENT! „Auðvitað komu konurnar fylli- lega til greina í embættið og ég treysti þeim alveg 100% fyrir bæj- arstjórastólnum.“ Ingvar Viktorsson, vinur Hafnar- fjaröar. rtfiyc/u’/ní /iéí//atf „Notið alltaf hanska eins og læknamii og passið vel að þeir séu úr gúmmíi.“ Leanza Cornett, fegurðardrottning i kynfræðslu Ég get reimað skóna mína „Eg get leikið ærslahlutverk og ég get líka leikið rómantísk gamanhlutverk." Raquel Welch hæfileikakona. 'f /

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.