Pressan - 01.07.1993, Page 27

Pressan - 01.07.1993, Page 27
Fimmtudagurinn 1. júlí 1993 UMHVERflS umhverfisráðuneytið Fá port í Reykjavík eru jafnskrautleg og þar sem bílastæði ráðherra og starfsmanna umhverfisráðuneytisins eru í Vonarstræti gegnt Iðnó. Einhvern veginn hefði maður ímyndað sér að fyrír utan ráðuneyti umhverfismála væru hin snyrtilegustu bílastæði, en svo er alls ekki. Þau eru á hinn bóginn frumlegri en gengur og gerist. Líklegt má telja að gamli hippinn Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra staldri stundum við í bílnum sínum og virði fyrir sér veggjakrotið, en í veggjakroti er oft ýmislegt djúphugsað að finna. z S tc S Hinarýi má lesa Eltíhvai IVanlT?" ^ Össurar. ,, fa,n aS' James Brow»- Slaughter og t farló að kvarnast út úr veggiunum IHASTÆÐI TÁDHEftRA Góði bjórinn með skrytna nafnið Bjór helgarinnar að þessu sinni heitir hvorki meira né minna en Oranjeboom og á nafn hans og samsetning ættir að rekja til baráttu konungssinna og borgarastéttarinnar í Hollandi, sem of langt mál yrði að rekja hér. Þar sem bjórinn heitir eins skrýtnu nafhi og Oranjeboom var við hæfi að tappa honum á ekki síður skrýtnar flöskur. Mörgum finnst ennffemur nafn bjórsins óþjált. Hefur hann því fengið á sig viðurnefnið stubbur; ýmist „litli stubbur“ eða „stóri stubbur“. Hann fæst í hinum hefðbundnu 330 ml og í 500 ml. Oranjeboom er með afbrigðum ljúfur bjór með ógleymanlegu eftirbragði. Rúm- mál alkóhóls er fimm prósent og því óhætt að bera hann upp að vitum sér snemma morguns. Vegna mildi „stubbsins“ er hann hið besta meðal við timburmönnum, kom- ist maður ekki yfír nein önnur höfuð- verkjarlyf. Innflytjendur bjórsins eru veit- ingastaðirnir Hressó og Berlín en tíu aðrir staðir ku hafa sóst eftir að selja hann. Drykkjukvendi PRESSUNNAR spáir því að hann komist í ríkið áður en langt um líður, ef landinn kann á annað borð gott að meta. LEIKSTJÓRI AF6UÐS NÁÐ Súsanna Svavarsdóttir, leiklistargagnrýnandi Morgun- blaðsins, kemst svo að orði í nýlegum leikdómi um sýninguna „Við höfum öll sömu sögu að segja“ á Óháðri Listahátíð: „Það fellur hvergi skuggi á vinnu Maríu... og staðfestir þá skoðun mína að hún sé verulega athyglisverður leikstjóri." Um ung- lingasýningu, sem sami leikstjóri setti upp í Tónabæ í fyrra, skrifar Súsanna: „Þá var hún nýútskrifuð úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og óskóluð í leikstjóm, en vinna hennar með unglingunum bar vott um mikla hæfileika og óvenjulega næma sýn á þann starfsvettvang sem leiksviðið er.“ Sú sem hér er lokið lofsorði á heitir María Reyndal og er 22 ára leikstjóri, að því er virðist af guðs náð. „Ég hef lengi haft áhuga á leikhúsinu," segir María sem lék í uppfærslum leiklistarfélags Menntaskólans við Hamrahlíð, „Nashymingun- um“ og „Umhverfis jörðina á 80 dögum“. „Fyrir tveimur árum sótti ég leiklistamámskeið í London og í fyrra var ég í þrjá mánuði á Ítalíu á námskeiði í gamanleik, sem haldið var á vegum Antonios Fava. Frá því ég kláraði stúdentinn 1990 hef ég séð um félagsstarf unglinga í Tónabæ og meðal ann- ars boðið upp á kennslu í leiklist. Ég hafði þó aldrei áður kom- ið nálægt leikstjóm þegar ég setti þar upp í fyrra unglingaleik- ritið „Slúðrið" eftir Flosa Ólafsson. Þegar Jóhanna Jónas leikkona bað mig svo að leikstýra verki Darios Fo á Óháðri listahátið fannst mér það mjög spennandi og áhugavert verk- efni.“ í haust fer María til London þar sem hún ráðgerir að sækja námskeið í látbragðsleik og ef allt fer að óskum mun hún ílengjast úti. „Ég ætla að taka inntökupróf í nokkra leiklistar- skóla í London og vonandi verður heppnin með mér. Námið tekur þrjú ár og eftir það er allt óráðið, en ég vona að ég fái tækifæri til að leikstýra meira í framtíðinni.“ María Reyndal hefur hlotið mjöggóöa dóma sem lelkstjóri og er nú á leiöinni til London í leiklistarnám. ■%

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.