Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 31

Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 31
SKEMMTANIR Fimmtudagurinn 1. júlí 1993 PRESSAN 31 POPP &fe£a && ,', , Yorkstiire- hundinn minn? Sigríöur Vala setur svip á bæinn um þessar mundir með agnarsmárri tík að nafni Valerie, sem hún heldur gjarnan á er hún bregður sér á veitinga- hús. „Afþví að hún er bara alvegyndisleg. “ íslensk tónlist 1993: „Biðjum til guðs og berjum í timbur“ „íslensk tónlist 1993“ er heiti tónleika sem haldnir verða í Þjórsárdal um helg- ina; tónleika sem eiga að vera í anda Hró- arskeldu- og Woodstock-hátíðanna. Alls koma fram 28 lítt eða jaínvel óþekktar ís- lenskar hljómsveitir. „Við Kristján fengum þessa hugmynd fyrir ári og höfum æ síðan unnið að henni,“ segir Sveinn Kjartansson, annar framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Hann er bjartsýnn á að vel takist til, en snemma í vikunni höfðu þeir selt um eitt þúsund miða í forsölu og gera ráð fyrir landfylli. En hverjir búast þeir við að komi á hátíð- ina í Þjórsárdal? „í lauslegri könnun sjáum við að flestir eru frá 18 til 23 ára, en þangað ætla einnig vinnuhópar og jafnvel afar og ömmur þeirra sem eru að gutla á hljóðfæri á há- tíðinni. En svo er það veðrið. Við biðjum til guðs að við fáum gott veður. Við erum mjög duglegir að segja sjö-níu-þrettán og berja í timbur.“ Sjálfir eru ffamkvæmdastjórarnir Krist- ján og Sveinn í hljómsveit sem þeir neffra Lifun, en hún er ein af sveitunum 28 sem spila í dalnum. Kunnustu hljómsveitirnar á svæðinu verða Bogomil Font og Millj- ónamæringarnir og Deep Jimi and the Zep Creams. Fyrir þá sem vilja komast með er enn hægt að fá miða hjá S.kífunni, BSÍ og á fleiri stöðum. Taktu stafinn þinn og matinn og svefnpokann ogprímusinn og tjaidío ogkomdu bara með... Björk verður stór BJÖRK DEBUT ★★★ Björk hefur heillað erlenda poppspámenn og plötukaup- endur rneira og lengur en önnur dæmi í íslenskri popp- sögu. Það þarf ekki mikla popppælara til að skilja af hverju Sykurmolarnir urðu vinsælir á sínum tíma. Það var Björk og aftur Björk sem kom munnvatnskirtlum áheyrenda í gang og er nema von? Björk hefur frábæra rödd, algjörlega sérstaka stelpurödd sem sveifl- ast án tilgerðar á milli þess að vera saklaus englarödd yfir í hása og grimma villimennsku. Auðvitað skemmdi svo ekki fyrir að Sykurmolarnir voru þétt og gott band og lagasmíð- arnar oftast skemmtilegar og frumlegar. Margir nöldruðu þó alltaf yfir rabbinu í Einari Emi, og þeir plötudómar sem Björk hefur fengið um nýju plötuna byrja flestir á gleði- rausi yfir því að hún skuli nú loksins vera laus við geltið í Einari. Hér heima var öllum nokk- urn veginn sama um Björk á meðan hún þróaði röddina í barnapoppi og kuldarokki með Tappa tíkarrassi. Fólk fór fyrst að veita henni athygli — Með þessari plötu verður Björk snögg- lega nœstum því mið- aldra eftir að hafa verið tólfára síðan hún var tólfára! og þá að fussa og sveia — þeg- ar Björk gekk í Kukl, enda sú hljómsveit einum of framúr- stefnuleg fyrir hneykslunar- gjarnan almúgann — og reyndar alltaf einum of upp- hafin og vitsmunaleg þegar betur er að gáð, nú löngu síð- ar. Öllum var hundsama um Sykurmolana þegar þeir byrj- uðu. Það var ekki fyrr en „menn í útlöndum“ hófu upp sitt einróma hrifningarjarm að bændasamfélagið hérlendis tók við sér. Nú er Björk á toppnum, kerlingar japla á vöfflum með rjóma og sultu í sunnudagskaffiboðum og dást að ffægðarsögunum af henni í blöðunum. „Þetta er bara ansi gott hjá henni,“ segja þær og sletta í góm. Mikið rétt: „Debut“ er fin plata, útsetningar skemmtiieg- ar, spilamennskan alltaf í há- klassa og Björk hefur ekki misst röddina síðan síðast. Það sem má einna helst finna að er að ævintýraþráin úr tón- list Sykurmolanna er að lang- mestu leyti horfin; með þess- ari plötu verður Björk snögg- lega næstum því miðaldra eftir að hafa verið tólf ára síðan hún var tólf ára! Fátt kemur beinlínis á óvart á plötunni og tónlistin er ekki jafriglaðleg og tónlist Sykurmolanna. Kannski er líka óþarfi að vera að bera plötu Bjarkar saman við tónlist Sykurmolanna. Hjá Molunum var allt efnið samið í hópvinnu sem skilaði miklu til að byrja með en svo minna og minna þegar á samstarfið leið. Litlum sögum hefur farið af lagasmíðum Bjarkar til þessa. Á „Debut“ eru fimm lög eftir hana, önnur fimm eftir hana og tæknimanninn Nellee Hooper, sem tekur upp plötuna með henni, og eitt, „Like someone in love“, er gamall slagari sem Björk syng- ur við undirleik hörpu, lag sem hefði þess vegna getað verið á Gling gló. Þótt Björk sýni oft góða takta er hún ekki fullmótaður lagasmiður. Helst vantar lögin þetta fræga lím- band sem límir þau föst við heilann í fólki. I raun man maður lítið eftir plötunni að lokinni hlustun, það er ekkert eitt lag sem stendur upp úr. Fjölbreytnin er mikil og við ít- rekaða hlustun verður maður þess þó áskynja að mörg lög eru virkilega góð, þó á öðrum forsemdum sé en að þau séu grípandi popplög. „The Anc- hor song“ og „Aeroplane" eru fallegar ballöður með nýstár- legu djasskenndu ívafi sem sýna vel þroskamerki Bjarkar. Tilvalin lög fyrir svefninn. „Venus as a boy“ og „Big time sensuality" minna dálítið á poppfílinginn hjá Molunum, en útfærslan er allt önnur. „Human Behaviour" er veru- lega gæðalegt lag, aðlaðandi og skrítið. Yfir plötunni allri vomir svo frábær rödd Bjark- ar, sem hindrar lögin í að detta ofan í eitthvert meðallag sem sum þeirra myndu gera með annarri rödd. Björk á eflaust mikla ffarn- tíð fyrir sér í poppinu. Þeir sem hlusta á söngkonur eins og Kate Bush og Sinead O’Connor fá helling fyrir sinn snúð í bakaríi Bjarkar. Á Is- landi er Björk endanlega kom- in inn úr kuldanum, en ef ég þekki hana rétt verður hún ekki lengi í hlýju sunnudag- skaffiboðanna — þar er of mollulegt. FIMMTU DAG U R I N N 1 . JÚLÍ • Bacchus er þungarokks- sveit frá Selfossi sem heldur tónleika á Hressó I kvöld. Selfyssingar eru greinilega ekki dauöir úr öllum asöum, því þeir eiga líka rokksnilling- inn Óla túrbó. • Stjórnin leikur Rigg óraf- magnaö á Barrokk í kvöld, líkt og hún geröi á útgáfutónleik- um sínum fyrir skömmu viö góðan oröstír. • Tríó Peters Gullin leikur fyr- irgesti Plússins. Þetta mun vera sænskt djasstríó. • Jón Ingólfsson trúbador veröur á Fógetanum í kvöld. FOSTUDAGURINN 2. JÚLÍ • Bogomil Font og Milljóna- mæringarnir veröa í Mambó- klúbbnum á Ömmu Lú. Sá sem fer meö hlutverk Fonts- ins, Sigtryggur Baldursson, var eitt sinn kjörinn herra MK. Geri aörir betur. • Rúnar Þór skemmtir Hafn- firöingum að aflokinni listahá- tíð í Firöinum. • Lipstick Lovers leika á stórtónleikum I Kaplakrika meö SSSól, GCD og Nýdönsk- um. Endir listahátíöar í Hafn- arfirði. • Konukvöld á Berlín meö til- heyrandi ilmvötnum og sérríi. • Undir tunglinu er ný og breytt en spilar sem fyrr rokk og popp. Meölimir hennar eru Elfar, Tómar, Almar, Birgir og Sigmundur. Á Gauki á Stöng. • Örkin hans Nóa ku vera hljómsveit sem geymir einn af látúnsbörkunum. Hún verö- ur á Tveimur vinum. • Sú Ellen lagöist ekki niöur þrátt fýrir aö allt benti til þess. Lífseig grúppa þar. Hún fitlar við hljóöfærin á Gauki á Stöng. • í býtiö leikur allskyns tón- list á Plúsnum. • Kúba Líbra án Rúnars Júl á Blúsbarnum. • Diskókynslóöin er ekki ólík týndu kynslóöinni. Báöar eru þær jafn „lost'L Diskó Friskó- liöiö heldur áfram aö leita uppi sykurhúöaöa drauminn á Hótel íslandi. • Haraldur Reynisson og hitt liöiö á Fógetanum. • Vanir menn, villtar meyjar og vandræöabörn á Feita dvergnum. LAUGAR DAG U R I N N 3. JÚLÍ • Grillveisla og væntanlega tónlist meö öllu tilheyrandi. Öllum fastakúnnum Nillabars boöiö upp á ókeypis grill. • Undir tunglinu nýir og vænt- anlega freskir eftir upphitun- ina kvöldiö áöur. Á Gauki á Stöng. • Karlakvöld á Berlín meö Or- anjeboom og rakspíra. • NýDönsk skiptir yfir á Tvo vini. Þeir félagar ku lítiö vera fyrir að feröast um landiö yfir sumartímann. Þess í staö hljóma þeir þá oftast innan borgarmarkanna. • í býtiö leikur aftur fjöl- breytta tónlist á Plúsnum.-• • Kúba Líbra einir og yfirgefn- ir á Blúsbarnum. • Diskókynslóöin í leit aö sjálfri sér á Hótel íslandi. • Karma viöheldur örlögum fólks á Hótel Sögu. • Vanir menn veröa á Feita dvergnum. Fertugir og reyndir. • Haraldur Reynisson sér um sig og sína á Fógetanum. SUNNUDAGURINN 4. JÚLÍ______ • Magnús Einarsson veifar öllu sem hann hefur á Feita dvergnum. _ • Hermann Arason trúbador reynir aö gera slíkt hiö sama á Fógetanum. SVEITABÖLL FIMMTUDAGURINN 1 . JÚLÍ • Gjáin, Selfossi Lipstick Lo- vers kynna sig og sína fyrir Sunnlendingum. FOSTUDAGURINN 2. JÚLÍ • Hótel Lækur, Siglufiröi skreytist Skriöjöklunum. • Miögaður, Skagafiröi Todmobile enn vinsælir og eiga vinsælasta lagið. Aö öll- um líkindum í hinsta sinn í Varmahlíö í ár. • Sjallinn, Akureyri Speis og Pláhnetan meö dans og diskó. • Knudsen, Stykkishólmi Fyrri tónleikarnir meö Rokka- billybandi Reykjavíkur. — • Þjórsárdalur Bogomil Font ætlar aö lenda síöla kvölds í þyrlu í dalnum. Alls munu 30 sveitir velta sér upp úr músík í Þjórsárdalnum um helgina. Hróarskeldustemmning. • Félagsheimili Patreksfjarö- ar Stjórnin heldur væntanlega áfram aö bæta viö aösóknar- tölurnar. LAUGAR DAGU R I N N 3. JÚLÍ • Þjórsárdalur Heilar 30 hljómsveitir deila meö sér sviöinu í dalnum til sex — næsta morgun. • Breiöablik, Snæfellsnesi Hljómsveitin Skriöjöklar og góöir andar viö jökulinn. •Ýdalir, Aöaldal Todmobile getur lengi á sig blómum bætt. • Þingeyri'Græni bíllinn hann Garöars. • Víkurröst, Dalvík Pláhnet- an; Gagarín og félagar skemmta Svarfdælingum. • Galtarey, Breiöafiröi Eyjan sú er ein af perlum Breiöa- fjaröar og þar veröur haldin grillveisla og síöan tónleikar Rokkabillybands Reykjavíkur, sem gaf út skífu í byrjun maí. Tónleikarnir veröa um miöjan dag. Um kvöldiö veröa þeir hins vegar f... • Knudsen, Stykkishólmi Stórtónleikar meö Rokkabilly- bandi Reykjavíkur. I Stapinn, Keflavík SSSól og Lipstick Lovers í eina sæng. I Sjallinn, ísafiröi Enn stjórnar Stjórnin feröinni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.