Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 5

Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 5
Fimmtudagurinn 1. júlí 1993 S K I L A BOÐ PRESSAN 5 Athugasemdfrá Magn- úsi Guðmundssyni Vegna umfjöllunar PRESS- UNNAR um málefni Klettaút- gáfunnar og Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna þykir ástæða til að eftirfarandi komi íram: Skipting ágóðahlutar vegna sölu bókarinnar Bamaljóða milli Klettaútgáfunnar og Styrktarfé- lags krabba- meinssjúkra barna er mjög jöfn skv. endur- skoðuðu bók- haldi fyrirtækis- ins. Það er ekki rétt að hagnaður Klettaútgáfunnar hafi verið 6 millj- ónir, heldur er hann skv. rekstr- aryfirliti endur- skoðenda um kr. 3.500.000 en hlutur Styrktarfé- lagsins nú kr. 3.280.000. Það er rangt með farið að Klettaútgáfan hafi gefið í skyn við kaupendur bók- arinnar að allt andvirði hennar rynni til Styrktarfélagsins. Slíkar kerlingabækur eru vart svara- verðar. Bókin var með réttu boð- in til styrktar krabbameinsveik- um börnum. Það geta reyndar hvaða meðal-Jón og -Jónína gef- ið sér það t.d. að af hverjum happdrættismiða sem þau kaupa getur aldrei allt andvirði hans runnið til máleíhisins. Auk þess var kynning sölu- fólks á bókinni samþykkt af for- svarsmönnum Styrktarfélagsins. Undirritaður ber fullan hlýhug til Styrktarfélags krabbameins- sjúkra barna. En nokkuð á ég bágt með að trúa því að Styrktar- félaginu í heild sinni hafi fundist það bera lítið úr býtum þegar það hefur nú þegið kr. 3.280.000 vegna bókarinnar án þess að leggja til nokkra vinnu eða íjár- muni, en meðlimum í Styrktar- félaginu bauðst að leggja fram starfskrafta sína endurgjaldslaust við sölu bókarinnar og auka þannig tekjur félags síns. Þannig hefði Styrktarfélagið fengið sölu- laun sjálfboðaliðanna. Enginn bauð sig ffam. Það segir manni nokkuð um þróun í sölumálum af þessu tagi að tími sjálfboða- vinnu virðist vera að líða undir lok. í upphafi þessa samstarfs milli Styrktarfélagsins og Klettaútgáf- unnar voru allir ánægðir með gang mála. Samningur var und- irritaður, Klettaútgáfan tók á sig allar fjárhagslegar skuldbinding- ar og áhættu. Sala bókarinnar hófst og gekk vel lengst framan af. Hvað hefði gerst ef dæmið hefði ekki gengið upp, bókin ekki selst? Fyrirtækið sæti uppi með milljónatap. Hvað þá? Hefði Klettaútgáfan þá átt kröfu á hendur Styrktarfélaginu? Fjöl- miðlafár? Að sjálfsögðu ekki. Við lögðum upp með það að í útgáf- unni fælist mikil áhætta sem við tókum heilshugar. Nú kann einhver að segja sem svo að ekki felist mikil áhætta í að selja bók í samráði við félag sem hefur svo góðan málstað, en góður málstaður er ekki endilega trygging fyrir góðri sölu. Fleira þarf að koma til, t.d. gott sölufólk, varan sjálf þarf að vera góð o.s.ffv. En dæmið gekk upp! Styrktarfélag- ið fékk sinn hluta. Klettaútgáfan stóð rétt og heiðarlega að samningi sem undirritaður var af báðum aðilum. Reyndar hefur út- gáfan stigið skrefi lengra og greitt fé- laginu meira en um var samið, líkt og fýrr segir. Þess má geta að Klettaútgáfan hefur áður starfað fýrir önnur félög, sem hafa verið ánægð með störf útgáfunnar og sinn hlut. Jafhffamt hefur útgáf- an hlotið viðurkenningu fyrir störf sín í þágu þessara félaga. Svo ánægjulega vill til að báðir samningsaðilar fara vel ffá borði fjárhagslega, en forsvarsmenn Styrktarfélagsins fengu mjög óraunhæfar hugmyndir um að útgefandinn væri að hagnast óhóflega. Svo var ekki, eins og fram kemur í rekstraryfirliti end- urskoðanda fýrirtækisins. Ég tel að þegar upp kemur óánægja milli tveggja aðila með gildandi samning þá sé ekki rétt aðferð til sátta að annar aðili hóti hinum fjölmiðlafári og það í nafni málstaðar sem á samúð allra. Það er mér einfaldlega fjar- lægt að láta draga mig þannig að samningaborði. Virðingarfýllst, f.h. Klettaútgáfunnar hf. Magnús Guðmundsson. VERD AÐ FA ÞAD TALAÐU VJÐ OKKUR UM BÍLASPRAUTUN kíT* Hkton BÍLARÉmNGAR Auóbrekku14,simi£ Jeep Grand Cherokee Laredo Fullkominn Farkostur! % -. HSíÉli'! : i»3 . burði við aðra ieppa. Samkeppnin á ekkert svar \ strokka 190 hestafla vél, Quadra-Trac sídrifi, Qua ' Coil fjöðrun, hemlalæsivörn, og loftpúða í stýri I þennan búnað er að finna í öllum Grand Chero Mm svo fatt eitt se talið. Snilldarhönnun í hvívetna ■ÁA:... 1 ... a.....i , . sSBSÍI; 2 íi 'im glæsilegt útlit fullkomna þennan einstæða farkost. .... r '■m dregið í sundur með s -'ýv • . .. - ■ ’iwa&Qr..fcb-Ar sambærile Aths. ritstj. Samkvæmt upplýsingum blaðsins nam hagnaður Klettaútgáfunnar fyrir skatta um 6 milljónum króna. Að frádregnum skatti verða eftir um 3,5 milljónir og er það líklega skýringin á því misræmi sem er í tölum Magnúsar og blaðsins. BESTU KATJPIN í LAMBAKJÖTI Grillveisla fyrir manns í einum poka af lambakjöd. Fæst í næstu verslun.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.