Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 22

Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 22
ERLENT 22 PRESSAN Fimmtudagurinn 1. júlí 1993 MAÐUR VIKUNNAR Youssef Hajir Bjargvættur stríðshrjáðra Hann er kallaður „bjarg- vætturin" í heimabæ sínum Dobrínja, úthverfi Sarajevo i Bosníu, enda engin furða. Skurðlækninum Youssef Hajir tókst með einstökum dugnaði og hörku að koma á fót sjúkrahúsi í Dobrinja, mitt í öllum hörmungunum og einmitt þegar þörfin var mest. Síðastliðna fjórtán mánuði hefur Hajir með- höndlað meira en sex þús- und sjúklinga sem særst hafa í blóðugri styijöldinni í fyrr- um Júgóslavíu. Hann er stoltastur af því að hafa ekki misst einn einasta sjúkling úr sýkingu og skyldi engan undra, eins og aðstaðan til læknisstarfa hefur verið. Hajir fæddist í Palestínu 1945. Þremur áður síðar flúði hann ásamt móður sinni og sex systkinum til Sýrlands, eftir að faðir hans og bróðir höfðu verið drepnir af ísraelsmönnum. Hajir var snjall námsmaður og fékk afburðagóðar ein- kunnir í skólum styrktum af Sameinuðu þjóðunum. Hann hlaut styrk til fram- haldsnáms í læknisfræði, ákvað að leggja skurðlækn- ingar fyrir sig og valdi há- skólann í Sarajevo í Júgó- slavíu, þar sem hann hóf nám 1964. Síðar kvæntist hans múslímskri konu frá Sarajevo, Jasmin að nafni, og eignaðist með henni þrjár dætur. Hajir fékk stöðu við Kose- vo-spítalann í Sarajevo og fjölskyldan undi glöð við sitt í nágrannabænum Vraca. Þegar Vraca féll í hendur Serbum í apríl á síðasta ári hjálpuðu vinir Hajirs, þar af margir Serbar, honum að flýja til Dobrinja. Þar hefur hann búið síðan, örskammt ffá fjölskyldunni, sem er óhult í höfuðborginni Sarajevo og hann hefur tök á að heimsækja á tíu daga ffesti. Þegar Hajir kom til Do- brinja var enginn spítali í bænum og göturnar voru fullar af líkum. Læknirinn sat ekki aðgerðarlaus heldur hóf læknisstörf einn síns liðs í einu herbergi. Og honum tókst að bjarga mannslífum og græða sár, þótt aðstaðan væri elcki fullkomin; skurð- aðgerðir framkvæmdar á gólfinu, oft við kertaljós, og tólin eldhúshnífar og sníða- skæri Hajir var ljóst að við slíkt yrði ekki unað og að þremur mánuðum liðnum hóf hann að reisa sjúkrahús í Do- brinja. Með hjálp íbúanna tókst honum á örskömmum tíma að breyta yfirgefnu vöruhúsi í eigu ríkisins í þokkalegasta spítala. Starfs- menn Sameinuðu þjóðanna lögðu til eldsneyti til upphit- unar og franskur hershöfð- ingi, sem varð uppnuminn af framtaki læknisins, lét senda eftir læknistækjum og lyfjum til Frakklands. Þótt enn skorti mikið á að birgðir séu nægar af verkja-, deyfi- og svæfingalyfjum er víst að það skortir ekki sérmenntað starfsfólk á sjúkrahúsinu í Dobrinja. Hægt og rólega bættust fleiri læknar og hjúkrunarfólk í hópinn og nú eru alls þrettán sérffæð- ingar starfandi á spítalanum. Hajir er sannkölluð hetja í augum íbúa Dobrinja, sem hafa mestan hug á að nefha bæinn upp á nýtt eftir hon- um, „Hajir Mahala“. Víst er að tæknirinn hefur verið óþreytandi og staðið við skurðarborðið nótt sem nýt- an dag. Hann hefur þó ekki aðeins unnið hug og hjörtu bæjarbúa með dugnaði sín- um og störftim í þágu sjúkra. Takmarkalaus bjartsýni hans og þor hafa orðið til að sam- eina bæjarbúa og gefa stríðs- hrjáðu fólkinu von. Að skaða eigin málstað Kúrdarnir sem tóku gísla í tyrkneskum sendiráðum og fyrir- tækjum í fimm Evrópulöndum voru sjálfúm sér verstir. Þeir öfl- uðu sér engra vina með því að hóta að myrða tuttugu gísla í Munchen ef Helmut KoJiI færi ekki að kröfum þeirra. KoJtl lét sig hvergi og gíslunum var sleppt. Það er kaldhæðnislegt að Kúrdar, sem ráðast á Tyrki vegna þjóðernis þeirra, eru í engu betri en þýsku snoðinkollarnir sem ráðast á tyrkneska farand- verlcamenn af þeirri ástæðu einni að þeir eru Tyrkir. Þetta tvö- falda siðferði Kúrda má að einhverju leyti rekja til kúrdíska verkamannaflokksins, marxískra samtalca sem hafa átt í blóðug- um deilum við yfirvöld í Tyrldandi. Sá flokkur viíl frekar víg en vopnahlé og slík stefna skilar kúg- uðum Kúrdum litlu. Með aðstoð umsvifamikilla kínverskra glæpasamtaka hafa ólöglegir innflytjendur frá Kína flykkst til Bandaríkjanna í leit að lífshamingjunni, sem þó reynist vandfundin, enda fyrirheitna landið öðruvísi en í draumnum. Ríkisstjórn Bills Clinton boðar nú hertar aðgerðir og hyggst skera upp herör gegn flóðbylgjunni úr Asturheimi. Úr frelsi í fjötra Straumur ólöglegra inn- flytjenda frá Kína til Banda- ríkjanna hefur vaxið svo ört síðustu ár að í óefni stefnir. Ameríka er fyrirheitna landið í hugum margra Kínverja ffá suðurhéruðum landsins, eink- um Fujian, þar sem eymdin og fátæktin er hvað mest. Æ fleiri Kínveijar eru tilbúnir að leggja allt í sölurnar, snúa bald við eymdinni og volæðinu heima fyrir og halda á vit æv- intýranna í Vesturheimi. Með hjálp Idnverskra glæpahringja, sem skipuleggja ólöglega fólksflutninga til Bandaríkjanna, gefst ævin- týragjörnum Kínverjum tæki- færi til að láta ameríska drauminn rætast. Menn láta það ekki aftra sér þótt þeir þurfi að greiða milljónir fyrir fargjaldið til fýrirheitna lands- ins. Mörgum hefúr þó reynst erfitt að inna greiðslur af hendi og hafa þeir fyrir vikið endað í þrælavinnu fyrir glæpasamtökin í Bandaríkj- unum, sem svífast einskis þeg- ar peningar eru annars vegar. Eitt klósett og engin sturta um borð Fyrir skemmstu strandaði skipið Golden Venture skammt fyrir utan New York- borg. Um borð í skipinu reyndust vera um 300 Kín- verjar, sem biðu óþreyjufullir eftir að komast á þurrt og berja Ameríku hinna gullnu tækifæra augum. Sex menn druklcnuðu þegar þeir misstu þolinmæðina og freistuðu þess að synda í land, en hin- um tókst að bjarga köldum og blautum um borð í þyrlur og björgunarbáta. Kínverjarnir höfðu gert sér glæstar vonir um að höndla lífshamingjuna í vestri, en þær vonir urðu fljótt að engu þegar bandarísk innflytjendayfirvöld skárust í leikinn og komu ferðalöngun- um ólöglegu á bak við lás og slá. Kínverjarnir höfðu velkst um á rúmsjó í hvorki meira né minna en rúma þijá mán- uði, en í upphafi farar '/ar þeim sagt að siglingin tæld að- eins um tuttugu daga. Ferðin var skipulögð af kínverskum glæpasamtökum og því ef til vill engin furða að elcki slcyldi staðið við gefin loforð og allt færi á annan veg en í upphafi var ætlað. Skipið lagði upp ffá Bangkok með 100 Kínverja innanborðs og sigldi til Ke- nýu, þar sem 200 tfl viðbótar voru teknir um borð. Aðbúnaðurinn um borð var vægast sagt ömurlegur og ferðin einna líkust helvíti. Kínverjarnir lágu allir í kös í köldu lestarfarrýminu og nægði plássið rétt tfl að menn gætu lagst fyrir. Engin sturta reyndist vera í skipinu og má nærri geta hvernig lyktin var um borð eftir þriggja mánaða siglingu um heimsins höf. Ekki var nóg með að menn gætu ekki þvegið sér, heldur var aðeins eitt salerni á öllu slcipinu og gat biðin á klósett- ið því orðið ansi löng þegar 300 manns í einu varð mál! Hnepptir í þrælkun sem geta ekki borgað Kínverjarnir um borð í Golden Venture komust til Bandaríkjanna með aðstoð gífurlega umsvifamikilla kín- verskra glæpamanna, sem taldir eru hafa milligöngu um ólöglegan innflutning rúm- lega 100 þúsund Kínverja til Bandaríkjanna á ári hverju. Skúrkunum tekst að smygla fólkinu inn í landð með ýmsu móti; þeir, sem heppnast að komast yfir fölsuð vegabréf, ferðast með flugvélum, aðrir með slcipum og enn aðrir fara fótgangandi yfir mexíkósku landamærin. Glæpakóngarnir, sem ganga undir nafninu „Snáka- höfuð“, fara fram á 1 til 3 milljónir fyrir ferðalagið til fyrirheitna landsins og hefur fégræðgi þeirra og miskunn- arleysi komið mörgum lands- manna þeirra á kaldan klaka. Fæstir innflytjendanna hafa tök á að greiða smyglurunum ferðina fyrirffam og þeir sem elcki eru heppnir og fá atvinnu þegar til Bandaríkjanna kem- ur lenda í stökustu vandræð- um. Smyglararnir eru harðs- víraðir og ganga fast eftir greiðslum og þegar skuldarar þeirra geta ekki staðið í skflum eru þeir hnepptir í þræla- vinnu. Þannig eru fjölmargir neyddir tfl að vinna auvirðfleg störf átján tíma á dag fyrir smánarleg laun og búa við stöðugar hótanir um að þeim verði vísað aftur úr landi ef þeir standi ekki í skilum. Aðrir neyðast til að stunda vændi, veðmál og glæpi. Fyrir hálfum mánuði tókst lögreglunni í New York-borg að frelsa tólf ólöglega Kínverja sem slíkir skúrlcar höfðu haldið nauðug- um í „þrælabúðum“ í Brook- lyn í marga mánuði vegna vangoldinna skulda. Síðustu sex mánuði hefúr lögreglunni í New York einni tekist að þefa uppi tólf slíkar þrælabúð- ir, þar sem ólöglegir lcínversk- ir innflytjendur voru hafðir í haldi vegna þess að þeim tókst ekki að greiða fargjaldið til fýrirheitna landsins. I stað nýrra og gullinna tækifæra í Vesturheimi bíður margra Kínverja því ekki ann- að en áralöng þrælavinna í stórborgum AÍmeríku, stund- um jafnvel kvalafullur dauði. Snáícahöfuðin svífast einskis og í sumum tilfellum, þegar þeim finnst þeir ekki hafa hefnt sín nægilega á skuldur- um sínum, grípa þeir til þess ráðs að refsa sárasaldausum ættingjum þeirra heima í Kína með skelfilegum pyntingum. Hertar aðgerðir Bills Clinton Bandarísk innflytjendayfir- völd hafa staðið ráðþrota ffammi fyrir „kínversku flóð- bylgjunni“, einkum hefur strandgæslan staðið í ströngu síðustu ár í að því er virðist vonlausri baráttunni gegn innflytjendum úr austri. Frá 1991 hefur strandgæslan lagt hald á 24 slcip drelckhlaðin ólöglegum innflytjendum ffá Kína og allt bendir til að vandamálið fari ört vaxandi. Árið 1992 tókst að hafa hend- ur í hári 2.200 Kínverja, en það sem af er þessu ári hefur þegar náðst til 2.000 manns. En allt er þetta aðeins dropi í hafið, því enda þótt nokkuð hafi áunnist óttast innflytj- endayfirvöld að aðeins náist tfl um fimm prósenta allra þeirra Kínveija sem tekst að komast ólöglega inn í landið. Fyrir þrjátíu árum voru um sjötíu þúsund Kínverjar í Kínahverfi New York-borgar en nú eru þeir að minnsta kosti hálf milljón. Á níunda áratugnum fjölgaði Kínverj- um í Bandaríkjunum um meira en helming. Fyrir að- eins tveimur árum flugu kín- verskir innflytjendur mest- megnis í litlum hópum til Bandaríkjanna, en nú er svo komið að heilu skipsförmun- um af fólki er landað við strendumar, oft við lífshættu- legar aðstæður. Sem fyrr segir voru Kínveij- arnir 300 um borð í Golden Venture þegar í stað hnepptir í gæsluvarðhald og ætlunin er að láta þá dúsa þar uns mál hvers og eins hefur verið tekið fyrir. Aðgerðir bandarískra yfirvalda koma nokkuð á óvart. Fram til þessa höfðu ólöglegir innflytjendur getað fengið sig lausa úr varðhaldi gegn vægri tryggingu. Þeim var útvegað atvinnuleyfi og viðtalstími hjá innflytjendayf- irvöldum, en sú bið tekur oft- ast mánuði eða jafnvel ár. I áttatíu prósentum tflvika varð raunin sú, að þegar að því kom að menn áttu að mæta í viðtalstímann fannst hvorki tangur né tetur af þeim. Ljóst er að Bill Clinton Bandaríkjaforseti hyggst nú taka innflytjendamálin mun fastari tökum en fyrirrennarar hans og ætlunin er að veita fordæmi með Golden Vent- ure-málinu. Víst er að ekki veitir af, því frá fáum öðrum löndum heims er straumur innflytjenda jafnmikfll og ffá Kína. Skipsstrandið hefur orðið tfl að beina athygli yfir- valda í aulcnum mæli að ólög- legum kínverskum innflytj- endum og glæpasamtökunum sem standa að baki. Héðan í ffá verður Kínverjum því eng- in miskunn sýnd; allir, sem til næst við strendur landsins, verða teknir til fanga, skips- áhafúir sóttar til saka og hald lagt á slcipin. Uppgangur kínverskra glæpasamtaka í Bandaríkjun- um veldur stjórnvöldum mildum ugg, enda öllum fúll- ljóst að þau eru engin lömb að leika sér við. Fyrir utan smygl ólöglegra innflytjenda frá Kína, þar sem spflltir háttsettir stjórnarmenn eru sagðir hafa haft hönd í bagga, hafa „Snákahöfuðin“ reynst um- svifamiklir aðilar í eiturlyfja- sölu, bæði innan Bandaríkj- anna og utan. Af átta mikil- vægum uppljóstrunum á her- óínsmygli í Bandaríkjunum á þessu ári áttu „Snákahöfuð“ aðfld að sex. Af ffamansögðu má vera ljóst að vandinn sem bandarísk stjórnvöld standa ffammi fýrir er gífúrlegur. Við er að etja tvíhöfða snák, sem nærist af umfangsmildu smygli — annars vegar á fólki og hins vegar á eiturlyfjum. Byggt á Newsweek, US News og Der Spiegel. GOLDEN VENTURE Skipið strandaði skammt undan New York- borg með 300 ólöglega kínverska innflytjendur innanborðs. Brostnar VONIR Ólöglegir innflytjendur ganga í greipar lögreglu og þar með er draumurinn búinn.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.