Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 6

Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 6
FRETTIR PRESSAN Fimmtudagurinn 1. júlí 1993 Menn Heilög Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi varaformaður Alþýðuflokksins Sálin hans Jóns míns „Og víst hefur hann enn hallœrislegri ráðgjafa. Mér er sagt að það séu helst Ámi, Kiddi rótari, Elli kokkur, Guðlaugur Tryggvi og Styrmir Gunnarsson. “ Enn og aftur hefur hún Jó- hanna valdið mér vonbrigð- um. Eitt andartak hélt ég nefnilega að við værum laus við hana. Það var í fréttatím- anum á föstudaginn, þegar ég heyrði orðin „Jóhanna Sig- urðardóttir segir af sér“. Eg var kominn hálfa leið í sjö- unda himin þegar rann upp fyrir mér að þetta var of gott til að vera satt. Hún var ekki að segja af sér sem ráðherra, heldur sem varaformaður Al- þýðuflokksins. Ég er svosem eldd mikið inni í pólitík, sem kann að vera skýringin á því að ég vissi ekki aðþaðjæri varaformað- ur í T'ffþýðuflokknum. Og ég skil ekki ennþá hvað svona smáflokkur hefur að gera með tvo formenn. Ef ég væri í svona flokki þætti mér miklu meira en nóg að hafa Jón Baldvin, þótt Jóhanna bættist ekki við líka. En við sitjum sem sagt áffam uppi með Jóku. Og þess vegna skil ég einmitt ekki læt- in út af þessari afsögn. Hver er eiginlega punkturinn með þessu? Það væri nær að ein- hver mótmælti því að hún sagði ekld af sér sem ráðherra. Ég er að minnsta kosti orðinn hundleiður á spennunni sem myndast í hvert skipti sem hún hótar að segja af sér og gerir það svo ekld. Það er eins og að stoppa í miðri glæpa- sögu áður en fattast hver morðinginn er. Það er nefhilega orðið tíma- bært að Jóhanna segi mér og hinum hvað það er við Jón Baldvin sem er svona óþol- andi. Hún rífst og skammast á nokkurra mánaða fresti, en aldrei er mér sagt náltvæmlega hvers konar skepna þessi Jón Baldvin er, sem veldur öllu þessu fjaðrafoki. Jú, víst er hann nógu hall- ærislegur með hattinn og yfir- varaskeggið. Lélegur smeldcur gerir menn þó varla rétt- dræpa. Það er líka ábyggilega Bryndísi að kenna. Og víst hefur hann enn hallærislegri ráðgjafa. Mér er sagt að það séu helst Ámi, Kiddi rótari, Elli kolckur, Guðlaugur Tryggvi og Styrmir Gunnarsson. Atarna var þó ástæða til að skammast. En Jóhanna gerir það ekki. Hún talar ekki um Áma, Styrmi eða Guðlaug Tryggva, heldur bara um Jón Baldvin, Jón Baldvin, Jón Baldvin. Hvað er þá að honum? Gerir hann bjölluat heima hjá henni á kvöldin? Sker hann á dekkin á bílnum hennar á bílastæði þingsins? Segir hann dónalega brandara á ríkis- ÁLIT stjórnarfúndum? Sem áhugamaður um skepnuskap geri ég hér með kröfu um að Jóka hætti að draga olckur á þessu, segi af sér og upplýsi olckur um hvaða mann Jón Baldvin hef- ur eiginlega að geyma. Þá og ekki fýrr getum við almenni- lega lagt mat á hvort hann er þessi bannsetti dóni eða hvort hún átti þetta kannski bara allt saman skilið. ÁS Magnús H. Skarphéöinsson Jórunn Sörensen Er það tilviljun að Jón Baldvin rakaði sig? Skegg spámannsins Það var augljóst að þegar Jón Baldvin Hannibalsson kom heim úr fffinu um daginn var allt breytt. Eldcert var sem fyrr. Varafbrmaður flolcksins hans var horfinn, aðgerð- ir nkisstjómarinnar í efnahagsmálum að birtast, gengið að falla og síðast en eklci síst: Skeggið var farið. Reyndar var það elcki allt farið. Eftirstöðvamar voru yfir- varaslcegg, en slíkt skegg hafa ýmsir andans jöffar og fyr- innenni borið á undan jóni. En hvaða skilaboð felaSt í breytingunni? Allir eru jú að segja eitthvað með klæðaburði sínum og útliti. Heilu bækumar hafa verið skrifaðar um þetta fyrirbæri, en það kallast líkamstjáning á fínu máli. Það er ýmislegt sem jón gæti verið að reyna að segja þjóðinni. Dæmi: Sumir telja að einræðisherrann — hinn upplýsti einvaldur — sé að brjótast fram í Jóni. Enda styðja síðustu atburðir í Alþýðufloldcnum joá kenningu að ýmsu leyti. Jósef Stalín var frægur fyrir hreinsanir sínar í sovéska lcommúnista- floklcnum og jafnvel víðar. Á lílcan hátt og Stalín gerði alla hættulega lceppinauta höfðinu styttri eða sendi í útlegð hefúr Jón Baldvin verið einlcar laginn að iosa sig við alla þá sem næstir honum standa. Aðrir telja að með breytingunni sé Jón að höfða til yngri lcynslóðanna og benda á kvennagullið Tom Selleck sem fyrirmynd Jóns. Tom þessi hefúr margoft verið lcjörinn lcynþokkafýllsti lcarlmaður Bandarikjanna og það hlýtur Jóni að hafa borist til eyma. Svo má velta fýrir sér hvort flagarinn sé að lcoma upp í utanrikisráðherranum. Omar Sharif gæti verið fýrirmynd- in. Kallinn sá er heimsfrægur flagari, klókur í bridge og virðist alltcif hafa mörg tromp á hendi. Ekki ólíkt Jóni. Ekki má heldur gleyma Clouseau lögreglufbringja. Það þarf reyndar allra bestu lcremlólóga til að sldlja hvað Jóni gengur til með því að lílcjast honum. En svarið er einfalt: Með þessu er Jón að sýna Evrópubandalaginu virican stuðn- ing án þess að móðga einn eða neinn. Fraldcar eru yfir sig hrifnir af að íslenski utanrílcisráðherrann skuli líkjast landa þeirra og hinar Evrópuþjóðimar haida að hann sé að gera grin að Fröldcum. Þannig em allir ánægðir. Kannsld vill Jón undirstrika gáfur sínar og lílcjast Einstein eða Joá valdapólitíska hæfíleika sína og er Joá skemmst að minn- ast Bismarcks, en hann halði einmitt eitt herlegt yfirvara- slcegg. Stuðningsmenn Jóns hafa haft af því milclar áhyggjur upp á síðlcastið að fbringinn sé hættur að geta lesið í hina flólcnu pólitísku stöðu sem upp er komin í landinu. Ýmsir vilja lcenna tíðum fjarvistum í útlöndum joar um. En lcannslci má segja að með breytingunni á slcegginu hafi hann einmitt vilj- að undirstrilca hið fræga pólitíslca nef sitt og sagt eins og frelsarinn við lærisveinana fbrðum: „Verið óhræddir. Það er ég-“ TOM SELLECK Kyntákn helllar kynslóðar. CLOUSEAU Skeggbróðlr Jóns. OMAR SHARIF Glaðbeittur með öll tromp á hendi. Albert Einstein Mikill hugsuður. JÓSEF DJÚGASVÍLÍ STALÍN hreinsaði hressllega til I ríki sínu. Eins og Jón. ÞórJakobsson omundsson Var réttlœtanlegt að drepa ísbjörninn ? Magnús H. Skarphéðinsson dýravinur: „Nei, alls ekki. Það hefúr komið í ljós við nánari eftirgrennslan fjölmicila að skipveijamir og út- gerðarmaðurinn á Guðnýjunni IS lugu því að alþjóð að þeir hefðu verið að bjarga lífi sínu með því að hengja björninn. Augljóst er af fiásögnum Joeirra í dag að þeir eltu dýrið uppi úti á reginhafi og vom að reyna að vei& það. Dýrið hafði alls enga tilburði sýnt til að ónáða þá eða veiðarfæri þeirra, hvað þá að ógna lífi þeirra. Skepnuskapur á borð við þessa ffamkomu er svo sem eldcert nýtt fýrir okkur, sem drögum sumt í siðferði ís- lensku veiðimannaþjóðarinnar íefk" Jórunn Sörensen, formaður Sambands dýravemdunarfé- laga íslands: „Nei, alls ekki. Það hafa margir haft samband við mig undan- fáma daga vegna þessa atburðar og verið orða vant til að lýsa hryllingi sínum. Mér er eins far- ið. Mig skortir orð. Maður stendur agndofa yfir þessum hryUingi. Það sem ég hef heyrt ffá fólki er að nú sé þjóðin end- anlega búin að gjrða niður um sig í náttúruvemdarmálum. Það er líka sérkennilegt að þess- ir menn skuli ekki meta álit þjóðarinnar meira en þessar krónur sem þeir em að vonast til að fa fýrir feldinn." Þór Jakobsson veðurfræðing- ur „Ég er svo mikill Aristótelesar- sinni, sem þýðir að maður verður alltaf að skilja atburði í samhengi við umhverfið, að ég geri ráð fýrir að karlangarnir hafi orðið hræddir og drepið björninn þess vegna. Ég hélt þetta, en Páll Hersteinsson heldur að þeir hafi verið í veiði- hug og hann þekkir veiðimenn. Ég er á móti því að drepa öll dýr, þannig að ég er nokkuð fanatískur að því leyti. En hitt er annað mál að ég get teygt mig nokkuð langt til að reyna að skilja allt mögulegt, hversu vit- laust sem það er. íslendingar vita sama sem ekkert um hvíta- birni. Við gerðum einu sinni samþykkt í Náttúmffæðifélag- inu, og sendurn til stjómvalda, þess efhis að það þyrfú að fræða Islendinga um hvítabimi. Þetta tiltekna dráp var rangt, en skilj- anlegt, af því menn vissu ekki betur.“ Magnús Guðmundsson kvik- myndagerðarmaðun ,jvfér finnst málið ekkert koma mér við. Ég átti ekki þennan ís- bjöm og mér kemur ekkert við þótt einhverjir hafi drepið hann. ísbimir hafa verið drepn- ir af íslendingum í aldaraðir af hinum og þessum orsökum en yfirleitt vegna Jiræðslu við dýr- ið. Eskimóar á Grænlandi drepa ísbimi bæði til matar og til að selja skinnin. Ég vil ekki Hallgrímur Marmósson leggja mat á hvort réttlætanlegt sé að drepa þetta dýrið eða hitt dýrið. Mér finnst viðbrögðin við þessu drápi fáránlega öfga- kennd. Þetta er villidýr og ef einhveijir hafa talið sig sjá ástæðu til að drepa það er það þeirra hausverkur en ekki minn. Og síst af öUu hausverk- ur allrar heimsbyggðarinnar og allra fjöLmiðla. Mér finnst aUt of mikið gert úr þessu máli sem einhveijum stórharmleUc. Sjálf- ur hefði ég ekki drepið þennan ísbjöm ef ég hefði séð hann á sundi. Ég hefði tekið af honum mynd ef eitthvað væri.“ Hallgrímur Marinósson veiði- maðun „Já, ég er á því að það hafi verið rétt að drepa hann. Fyrir það fýrsta er ekki bannað að veiða ísbirni samlcvæmt íslenskum lögum og svo er ég veiðimaður í eðU mínu og þess vegna sjálfúr tíl í að veiða það sem leyfilegt er að veiða samkvæmt lögum. Affur á móti er ég ekki sáttur við aðferðina sem notuð var, en ég geri ráð fýrir að þeir hafi ekki haft skotvopn urn borð í skip- inu. Ef svo hefði verið hefðu þeir getað aflífað dýrið á mun fljótvirkari máta. Ég er aftur á móti orðinn hundleiður á því kjaftæði sem blásið er upp af þessum mönnum eins og Magnúsi Skarphéðinssyni og fleirum. Þeir menn em að mínu viti föðurlandssvikarar."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.