Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 4

Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 4
4 PRBSSAN HEIMSYFIRRAÐ EÐA DAUÐI Fimmtudagur 1. júlí 1993 íDœtifCáfcar Bannað að bera boss- ann „Þegar ég sagðifimm ára gömlum sytii mínum ogjafti- aldra hans og vini að þeir mœttufara í sólbað með ömmu í Njarðvík á afgirtri lóðinni þá hvarflaði ekki að tnérað þetta tnundi breyta trú barnanna á stóragóða lögregluþjóninum sem þeim hefur verið ketint að treysta og virða, því hann verndar börti- in og skammar „vondu kall- ana“. Það hvarflaði heldur ekki að mér að þetta gœti orð- ið til þess að þeir litu á sítta eigin líkama sem eitthvað Ijótt sem œtti aðfela. Ogsíðast en ekki sístþá datt mér aldrei í hugað til vœru lögreglumenn sem tnundu finna hjá sér hvatir til aðfinna að við fitntn áragömul börn vegna nektar og reka þau ífötin. “ Sigríður Dúa Goldsworthy i Morgun- blaðinu. • • • Niðurdrep- andi menning- armiðstöð „ífebrúar lagði ég leið mína í Gerðuberg til að sjá hvernig verki eftir mig hafði verið komiðfyrir. Það var búið að vara migvið. Margir höfðu látið í Ijós efasemdir um að þetta vceri rétti hátturinn á að sýna verkið. Gerðubergfinnst mér hroðalegur arkitektúr. Það er arkitektúr af því tagi sem lcetur tnanti loka hug- skotsaugunum til að stöðva straum niðurdrepandi hugs- ana sem svona staðirfram- kalla sjálfkrafa. Það er blátt áfram óskiljanlegt hvernig listamenn geta sýntþar og ég skl ekki hvers vegna listamenn hafa aldrei skipt sér afþvi hvemig verk þeirra eru sett þar upp. Það erfremur rugl- ingslegur staður af menning- armiðstöð tið vern. Arkitekt- úritm, innanstokksmunimir, listaverkin: ekkert á saman á neinn hátt. “ Kees Visser í Lesbók Morgunblaðs- ins. BenónýÆgisson, forstöðu- maður Menningarmið- stöðvarinnar Gerðubergs: „Ef til vill var ífá upphafi ekki hugsað nægilega fyrir því að myndverk ættu eftir að hanga uppi í Gerðubergi, Þórir Maronsson, yfirlög- regluþjónn í Keflavík: „Eins og Flosi Ólafsson leikari sagði um árið, þá eru á hverju máli hið fæsta tvær hliðar og á hverri hlið oft margir fletir. Bréffitari hefur sent sýslumanninum í Kefla- vík kvörtunarbréf vegna máls þessa og er það nú í skoðun. Lögreglan í Keflavík hefúr ákveðið að tjá sig ekki opin- berlega um málið.“ en húsið er ekkert sérstaklega hannað fyrir myndlistarsýn- ingar. Engu að síður er Gerðuberg eini staðurinn í Reykjavík, opinn almenn- ingi, þar sem sýnd eru reglu- lega verk í eigu borgarinnar. Ef umræddur listamaður vill ekki taka viljann fyrir verkið er sjálfsagt að hann hreyfi mótmælum,_þótt ég þekki__ ekki rétt listafóíks I þessum efnum, né hversu langt það getur gengið í gagnrýni sinni. Það er auðvitað spurning hvort umræddur listamaður telur hag sínum betur borgið ef verk hans liggja í lista- verkageymslum ffekar en hanga uppi í stofnun sem Gerðubergi, enda þótt eitt- hvað skorti á kórrétta ffam- setningu.“ i • • Prestar horfelldir „Menn eru tnjög, mjög óánœgðir með kjaramálin. Viðgeturn ekki endalaust beðið. Við getum ekki sinnt störfum okkarefþað á að horfella okkur. Hvað eiga prestar að hugsa þegar allt er í þrotum og skuldir hlaðast upp? Prestar eru orðnir van- skilatnenn ogeiga ekkifyrir mat. “ Geir Waage í DV. Þorsteinn Geirsson, ráðu- neytisstjóri í dóms- og ldrkjumálaráðuneyti: „Ég geri ráð fýrir að margir prest- ar hér á landi séu ekkert allt of vel haldnir og því býst ég við, að það séu einhver sann- leikskorn í máli bréffitara. Mér er þó ekki kunnugt um að prestar hafi dregist mjög mikið aftur úr síðustu ár eða staða þeirra versnað til muna. Samkvæmt nýjum lögum er það kjaranefnd sem úrskurðar um laun og kjör presta og því kemur það ekki í hlut ráðuneytisins. Prestar fengu nokkra leiðréttingu á sínum málum í byrjun árs en mér er ekki kunnugt um hvenær þess megi vænta að kjaranefnd taki að nýju af- stöðu til kjara þeirra.“ Aðalstöðin gerð að kvennaútvarpi Feminisminn leidin út úr kreppunni Svo virðist sem femínisma sé að aukast fylgi hér á landi. Eigandi Aðalstöðvarinnar, Baldvin Jónsson, sem um langt skeið var ffamkvæmda- stjóri Fegurðarsamkeppni ís- lands og hefur að auki átt stóran þátt í að „selja“ landið, hyggst á næstu dögum ráða til sín kvenkyns útvarpsstjóra. PRESSÁN komst á snoðir um að sóst væri eftir kröftum Valgerðar Matthíasdóttur til starfans. Baldvin kvað það rétt vera, en rætt hefði verið við fleiri konur. Hver hreppi hnossið skýrist á næstu dög- um. „Konurnar þurfa að hugsa málið, þær eru svo skynsamar," útskýrir Baldvin. Nýr kvenútvarpsstjóri er bara einn liður í breytingunum sem fyrirhugaðar eru á Aðal- stöðinni. Ætlunin er að gera hana að kvennaútvarpi. Þýðir kvennaútvarp að allir starfandi karlmenn á stöðinni verði hraktir burt? „Nei, sjáðu til, konur hafa ekki síður gaman af að hlusta á karlmenn. Þetta verður ekki kvennaútvarp í þeim skilningi að þarna fái karlmenn ekki að leika lausum hala. Það vantar kannski nýtt orð yfir þá teg- und „femínisma“ sem ég að- hyllist og trúi á. Breytingarnar eru þegar farnar að koma fram, því á Aðalstöðinni höfum við gang- sett þátt sem höfðar til kvenna, á milli klukkan sjö og níu á morgnana, og svo erum við með Górilluna; górillan er kvenkyns! Annar stjórnandi þess þáttar, guðfræðineminn Davíð Þór Jónsson, hefur lýst því yfir opinberlega að hann sé femínisti. Hann er einmitt dæmi um þennan unga mann sem lifir fyrir fjölskylduna og heimilið; hefur þessi mjúku lífsgildi. Ég held að femínism- inn eigi almennt hljómgrunn meðal ungs fólks í dag.“_ Hvers konar femínisma er- um við að tala um? „Ég hef velt því fyrir mér Baldvin Jónsson Karlmaðurinn er í kreppu — ekki konan. hvort leiðin út úr kreppunni felist ekki í nýjum viðhorfum; mjúkum viðhorfúm. Það sem ég á við er hvort við þurfúm ekki að beita nýjum viðhorf- um til allra máia. Viðhorfum sem konur hafa tileinkað sér; til umhverfismála, fjölskyld- unnar, forvamarstarfa og fleiri mála. Bæði kapítalismi og kommúnismi eru efnahags- lega og félagslega gengnir sér til húðar. Það eru að koma ffam ný lífsgildi. Gömlu gildin um að éignast, eignast og eignast eru að verða úrelt og hagvöxturinn getur tæpast orðið meiri, því hagvöxtur byggist á því að gengið sé á auðlindir jarðarinnar. Þess í stað verður innan efnahags- kerfisins meiri nýting. Það er einmitt þar sem konur hafa átt hægara um vik að athafna sig en karlmenn. Þær virðast eiga auðveldara með að Iaga sig að kreppunni. Svo hef ég veitt því athygli að konur em ekki eins uppteknar af böl- móðnum og karlanir. Þær fá sér bara minni bíl. 1 þáttum Sigrúnar Stefáns- dóttur fféttamanns fýrir Rík- isútvarpið um nýsköpun í landinu kom í ljós að konur voru þar í forystu. Þær virðast nálgast verkefnin mátulega mikið út frá viðskiptaíegu sjónarmiði. Hjá konum er engin offjárfesting! Vörunni var fýrst unnið gildi og síðan var hún látin vaxa. Það er þessi seigla og samtakamáttur kvenna sem gerir sjónarmið þeirra svo áhugaverð. Það er einmitt það sem við þurfum, því betra er að eiga 20% í ein- hverju í stað þess að eiga 100% í engu.“ Segir þetta okkur eitthvað um karlmenn? „Já, því ég held að karl- menn séu á hinn bóginn í kreppu. Þeir virðast síður geta fórnað jeppanum. Þetta kem- ur til af því að þjóðfélagið hef- ur__skapað karlmönnum ákveðinn sess, sett þá á stalí sem þeir eiga erfitt með að komast niður af. Af því stafar kreppa þeirra. Það þarf líklega að hjálpa þeim niður. Kreppa karlmanna nú er ekki minni en hún var meðal kvenna þeg- ar þær voru að berjast fyrir jöfnum rétti.“ Baldvin Jónsson hefúr sem- sé trú á því að það sem hingað til hefur verið talið bundið viðhorfum kvenna verði við- horf ffamtíðarinar. Með kon- um og viðhorfum þeirra stefnir hann að því að gera ís- land að hreinasta landi Evr- ópu á umhverfisárinu 1995. í þeim felist fjársjóður framtíð- arinnar og leiðin út úr krepp- unni. Guörún Kristjánsdóttir debet Geir Waage kredit „Geir er ákaflega skemmtileg týpa, ffóður og vel að sér í íslenskri menningu og kúltúr almennt. Hann er góður ræðumaður með tilvísanir á hraðbergi,“ segir Baldur Kristjánsson, stjómarmaður í Prestafélagi Is- lands og sóknarprestur á Höfn í Homafirði. „Geir var mjög áberandi í skólalífinu því hann klæddi sig öðm- vísi — mætti til dæmis alltaf á árshátíðir í kjólfötum, sem var ffemur óvenjulegt á tímum hippa og mussu- menningar. Hann er mikið fyrir gamlar hefðir og sannur royalisti,“ segir Finnbogi Rútur Þormóðsson, sem var samferða Geir í menntaskóla. „Séra Geir er trúr og góður embættismaður. Hann er prýðilega vel að sér í guðffæði og sögu. Hann rækir embætti sitt vel og er vel látinn af sóknarbörnum sínum að því er ég best veit. Hann hefur ríkan metnað fýrir Reykholt og hefúr staðið vel að uppbyggingu nýrrar kirkju þar og Snorrastofu með hjálp góðra manna. Hann er ágætlega kvæntur og á fjögur mannvænleg börn „ segir séra Jón Einarsson, prófastur i Borgarfjarðarprófastsdæmi og sóknarprestur í Saurbæ. „Við séra Geir höfum nátt- úrulega þekkst mjög lengi, en þegar lýsa á kostum hans dettur mér strax í hug ein af söguhetjunum í Njáls- sögu; Njáll sjálfúr. Geir vill leysa úr hvers manns vand- ræðum, enda bæði heilráður og góðgjarn maður,“ seg- ir Róbert Trausti Ámason, sendiherra og núverandi slcrifstofustjóri Vamarmálaskrifstofu utanríldsráðu- neytisins. „Geir er kannski ekki nógu nýjungagjam og honum hættir til að vera fullkonservatívur í verldagi og háttum,“ segir Baldur Kristjánsson, fýrrverandi ritstjóri fféttabréfsins Eystra-Homs á Hornafirði. „Geir skar sig mjög ffá öllum öðrum og má eflaust túlka það sem spjátr- ungshátt ef það er neiicvætt,“ segir Finnbogi Rútur Þormóðsson, taugalífffæðingur og gam- all skólabróðir prestsins. „Hann er nokkuð framagjam og hefúr einstrengingslegar skoð- anir. Hann er ekW nógu mikill nútímamaður og hefur að mínu viti ekki til að bera nægilegt raunsæi. Þyrfti að vera diplómatískari og hafa meira víðsýni og umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra. Séra Geir hefur talsverð- an sérleik til að bera og vekur hvarvetna at- hygli. Gagnvart stjómvöldum og sem formað- ur Prestafélags íslands er hann ekW nógu dip- lómatískur," segir Jón Einarsson, sem er pró- fastur Geirs og hefur þekkt hann á annan ára- tug. „Séra Geir hefur þann ásetning að binda ekki bagga sína sömu hnútum og samferða- mennimir. Það veldur honum óþarfa vand- ræðum í þeim málum sem hann vill berjast fýrir,“ segir Róbert Trausti Árnason, æskuvinur Geirs. Heilráður oggóðgjarn maður — eða íhaldssamur spjátrungur? Geir Waage er formaður Prestafélags íslands. Hann berst fyrir bættum kjörum presta, sem hann telur að hangi á horriminni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.