Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 26

Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 26
FOR N SOG U R 26 PRESSAN Fimmtudagurínn 1. júlí 1993 Léttfríkað nám í útlöndum Það virðast ekki vera nein takmörk fyrir því hvað íslenskum náms- mönnum hugkvæmist að leggja stund á við erlenda skóla. Ekki þarf annað en blaða í handbók Samtaka íslenskra námsmanna er- lendis og Stúdentaráðs Há- skóla íslands til að komast að raun um að meðal ís- lenskra námsmanna er- iendis eru þónokkrir sem fara töluvert óhefðbundnar leiðir i námi. í nýjustu handbók SÍNE og SHÍ kemur til dæmis fram að einn íslenskur námsmaður leggur stund á alexanderstækni, annar á danslækningar og enn ann- ar á klassísk fræði. Nátt- úruöflin orka greinilega sterkt á þennan eina náms- mann sem stundar eld- fjallafræði í útlöndum. En það eru einnig fjarlægari viðfangsefni sem heilla landann, enda þótt námið nýtist líkast til lítt hér heima. Þannig er einn við nám í geimverkfræði og annar að mennta sig í kjamorkuverkfræði. Þeir veðjuðu tvímæla- laust á réttan hest náms- mennirnir sem ákváðu að mennta sig í umhverfis- málum, enda málefnið þýðingarmikið og hefur loks náð almennri athygli hér uppi á íslandi. Fjórir íslendingar læra nú um- hverfisfræði og einn geng- ur skrefi lengra og menntar sig í umhverfisverkfræði. Og ef farið er út í aðra sálma er einn við nám í vinnuvistfræði og annar á góðri leið með að verða landsinspektör. Vísindi af ýmsu tagi eru viðfangsefni námsmanna erlendis. Þannig lærir einn tjármáiavísincti, annar vís- indafiræði og sá þriðji vís- indi skapandi greina. Æskulýður íslands getur hrósað happi, því átta manns læra nú æskulýðs- leiðsögn og einn náms- gagnahönnun. Ekki er hægt að ljúka upptalningu þessari án þess að geta námsmannsins sem leggur stund á hið allsérstæða nám sálarfræði flugs, eða hins sem gefúr ffat í hefð- bundnar læknisaðferðir og stúderar nálarstimgulækn- ingar. ÆSKUMYNDIN var að þessu sinni grafin upp af Pétri Krisjánssyni; elli- popparanum sem nú fer líklega að fá á sig titilinn „afi ís- lenska rokksins“, líkt og Gunnar Þórðarson ber titiiinn „afi íslenska poppsinsOtrúlegt en satt, þá ertil mynd af Pétri meö stutt hár. Þessi æskumynd af Pétri var tekin þegar níundi áratugurinn var um það bil að ganga í garð, fyrir um þrettán árum. Þaö var áriö sem Pétur Kristjánsson gifti sig. Sú athöfn er auövitað vita íhaldssöm og kannski hárið hafi barasta verið í takt við hugarástandið á þessum tíma. Síðan sleppti Pétur aftur fram af sér beislinu og hár- ið óx. Það er augljóst aö Pétur gerir eitthvað meira við hár- ið á sér en bara þvo það. Haft er fyrir satt að hann fái sér léttpermanent endrum og sinnum. Ef vel er að gáð viröist sem Pétur hafi misst eitt og eitt hár undanfarin ár, enda fer það víst ekki vel með háriö að vera sífellt að setja í það sterka vökva, svona þegar maður er kominn á fimm- tugsaldurinn. Tilraunafélagið Njáll gaf út Bergþórssögu árið 1950 Sú bók er unnin eftir frásögnum framlið- inna. I Bergþórssögu röktu persónur Brennu-Njálssögu ævi sína, og flest var þar með öðrum brag en höfundur Njálu haíði ætlað. Að sögn sóna er koma hafði undur Njálu mannavillt þegar hann skrifaði ból sína. Gunnar Hámundarson á Hlíðarenda og Njáll son, Hallgerður langbrók og Bergþóra Skarphéðinsdóttir höfðu vissulega verið til, en þeir atburðir sem Njáluhöf- undur vildi tengja ævi þeirra höfðu ekki hent þessar per- sónur heldur langafa þeirra og langömmur. Kappinn Gunnar var Geir- mundsson. Kona hans hét Hallbera og var af tyrkneskum ættum. Hálfsystir hennar var Istiva, gift Bergþóri á Berg- þórshvoli. Gunnar og Bergþór höfðu kynnst þeim systrum í herleiðangri og haft þær með sér til íslands. Útgefandi bókarinnar var Sigurjón Pétursson, kenndur við Alafoss, fyrrum glímu- kappi og áberandi maður í þjóðlífi síns tíma. Hann hafði unnið að bókinni í tvo áratugi og sagði í formála: „I bók þessari gef ég al- menningi kost á því að kynn- ast þeim forfeðrum olckar, sem nöfn og sagnir hafá glat- ast um. Starf þeirra hefur lifað með þjóðinni en hefur verið rangfært á aðra menn. Það er beinlínis ósk hinna framliðnu að hið rétta komi fram, en það hefur verið mér miklum erfiðleikum háð vegna starfa minna og tíma- skorts að koma þessu áleiðis. Þess vegna hefur það dregist lengur en ég hefði óskað. Um það má deila hvort ég hafi verið sá rétti til þess að ljá þessum framliðnu vinum mínum hjálparhönd og þeir kraftar sem ég hef haft ráð á hafi verið nægir til að gera verkinu full skil. Gef ég hveij- um manni frjálst að deila um það.“ I bókinni voru myndir af öllum helstu persónum henn- ar. Á kápu sagði: „Myndimar Teikning eftir lýsingu sjáanda. í þessari bók eru teiknaðar af einum besta listamanni þessa lands eftir skyggnilýsingu sjá- anda.“ Þær myndir hljóta að valda aðdáendum Njálssögu all- nokkrum vonbrigðum, því fjarri er nú fegurðin og glæsi- leikinn sem sagður var ein- kenna aðalpersónurnar. Bergþór, Hallbera og Gunnar Bergþór á Bergþórshvoli (sem við höfum venjulega kallað Njál) vappar um sögu- sviðið og talar í orðtökum og málsháttum til að sanna speki sína. Hér em nokkur dæmi: „Sjón er sögu ríkari“, „köld eru jafnan kvenna ráð“, „köld er sú gleði sem BERGÞÓR (NJflLL) á Bergþórshvoli. fæst fyrir svik“, „skamma stund er hönd höggi fegin“, „- vandi fylgir vegsemd hverri“, „oft er betri krókur en kelda“, „svo lengi má brýna deigt jám að það bíti um síðir“, „svo lengi má skara í glæðumar að úr þeim verði bál“, „það er fallvalt veraldarlánið". Persónur Bergþórssögu taka þessum innskotum Berg- þórs yfirleitt fremur fálega. Bergþórs saga segir Hall- bem (Hallgerði) vera „tilfinn- ingaríka, víðsýna og skarpa konu sem alin hafi verið upp að hætti tyrkneskra hástéttar- kvenna við skraut og fínar hannyrðir“. „Handavinna hennar var Hlíðarenda- heimilinu alltaf til sóma,“ segir Bergþórssaga. Gunnar og Hallbera búa í nábýli við kristið fólk og Hall- bera lætur stela mat frá þeim kristnu. Gunnar reynir í fyrstu að afsaka það og segir Ingólfi Arnarsyni, einum nánasta vini sínum, að hún hafi stolið þessu „fremur af léttúð en þörf‘. Þegar Hallbera lætur ekki af þjófnaði bregst maður hennar við af litlum fögnuði, segir að þetta sé afskiptasemi í henni. Hún svarar: „Svo lengi má sjóða að sjóði upp úr.“ „Fögur er hlíðin“ Bergþóri og Ingólfi Arnar- syni finnst þau hjón óvarkár í samskiptum við kristna fólkið og óttast um líf Gunnars. Ing- ólfur býður Gunnari að dvelja hjá sér í Reykjavík. Gunnar, sem sífellt er með hugann við hlíðina sína fögru og bleika akra, svarar: „Hver á þá að sjá um akrana mína? Ekki fer ég meðan þeir em í blóma.“ Og þegar Bergþór ráð- leggur Gunnari að fara til Orkneyja heyrist svipað hljóð úr Korni: „Þú heldur þó ekki, frændi, að ég fari frá ökrunum og ég fái ekki að njóta ánægjunnar af því að sjá uppskeruna. Ég verð að sjá uppskeruna. Ég trúi engum nema sjálfúm mér að hirða um akr- ana.“ Og skömmu áður en Gunnar er veginn ganga Gunnar, Hallgerð- ur, Bergþór og Ingólfur Arnarson út með hlíðinni. Gunnar mælti: „Sjáið hve hlíðin er fög- ur. Hér vil ég bera bein- in.“ Og í næsta kafla er Gunnar enn að mæra hlíðina: „Fögur ertu Fljótshlíð og mun ég heldur bíða hel hér en flytja mig í burtu. Nú em akr- amir tilbúnir til sáningar.“ Fall Gunnars Ein áhrifamesta frásögn Njálssögu segir frá falli Gunn- ars. Hér er frásögn Bergþórs- sögu. Sámi, sem nefndur er til sögunnar, er þræll Gunnars: „Einn dag að áliðnu sumri kom Gunnar heim af ökmm sínum. Hafði hann vakað yfir þeim um nóttina. Húskarlar hans vom að vinna á ökmm og engjum og ekki aðrir karl- menn heima á bænum en HALLBERA (HALLGERÐUR) Eiginkona Gunnars, átti tyrknesk- an fööur, en norræna móöur. Sámi. Halibera var heima og móðir Gunnars. Þegar Gunnar átti skammt eftir að bænum þustu hinir kristnu að honum í tveim hópum. Sámi sá hvað í vænd- um var og tók á rás og vildi komast til húskarla Gunnars og fá þá til að koma honum til hjálpar, en hinir krismu náðu honum og drápu hann. Þegar Gunnar sér þessa tvo stóm hópa koma heim þá veit hann hvað þeir ætla sér að gera, fer í skáladymar og notar nú boga sinn. Ver hann þeim inngöngu og drepur marga menn. Þeir sjá að ekki dugar að sækja að honum aðeins á einn veg og fara og rífa gat á þakið á skálanum og sóttu þannig að honum á tvær hlið- ar. Það var þvi ómögulegt fyr- ir hann að verja sig bæði að ffaman og aftan. Féll Gunnar eftir harða viðureign. Þegar Hallbera sér að Gunnar er fallinn og margir af árásarmönnum liggja bæði særðir og dauðir þá tryllist hún og kennir sér um að hafa ekki farið út á akrana og kall- að húskarla til hjálpar því að hún hafði nægan tíma til þess. Fannst henni alltaf rödd Gunnars hljóma við eyra sér þá er hann bað hana að veita sér aðstoð. Svo gekk þessi ásókn nærri henni að hún varð að flýja staðinn... Hall- bera fluttist nú til Reykjavíkur og settist að hjá Ingólfi (Am- arsyni) og Hallveigu að Lauganesi, sem hver önnur kcnnslukona." Vörn Hallgerðar Bergþórssaga virðist að stórum hluta skrifúð til varnar Hallbem. Þar segir að Gunnar hafi verið henni „enginn eig- inmaður. Hann var ónærgæt- inn við hana og hrottalegur og tók aldrei tillit til vilja henn- ar“. Hallbera kvartar sjálf undan því að hafa þurft að hýsa tengdamóður sína og segir eiginmann sinn hafa ver- ið gungu í samskiptum við Bergþór. Tekið er ffarn í bókinni að sagan um hárlokkinn og bogann sé argasta slúður: „En hár í boga sinn þurfti Gunnar ekki. Það getur hver reynt sem vill að bogastreng úr konuhári er ekki hægt að gera í flýti og Gunnar hafði öðru að sinna en eiga við það.“ Og Hallbera kvartar sáran vegna allra þeirra lygisagna sem séu í umferð: „Það er eins og allra augu stari á mig með fýrirlitningu. Ég veit þó ekki annað en ég sé kona sem hafi rétt til þess að bera hönd fýrir höfúð mér... Það væri líklega best að kvenkynið fæddist mállaust og málhalt. Karlmönnunum mundi ekki koma það illa.“ Fyrstu íþróttaskólarnir I Bergþórssögu er ekki minnst á Njálsbrennu, en nöfn Skarphéðins Njálssonar og Gunnars Hámundarsonar eru nefnd. Þeir eru sagðir fjórðu bændur á Bergþórs- hvoli og Hlíðarenda og munu á báðum bæjum hafa rekið íþróttaskóla. Sæmundur, Son- ur Skarphéðins, er nefndur í sögunni. Hann var sendur til mennta í Frakklandi, Italíu og víðar og varð síðar prestur, kennimaður og læknh í Odda á Rangárvöllum. Kolbrún Bergþórsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.