Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 17

Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 17
FO L K Fimmtudagurinn 1. júlí 1993 PRESSAN 17 riELGI BJORN KRISTINSSON undir stýri á Lada-bifreiö sinni. „Eg drekk ekki vodka" „Það var alveg Ijóst að ég þurfti að grípa til ör- þrifaráða,“ sagði Helgi Björn Kristinsson, ritstjóri hjá Bókaforlaginu Hagli, í samtali við PRESSUNA. Helgi tók til sinna ráða í kjölfar þess að hafa verið plagaður mjög af rússneskum sjóliðum, sem lögðu hart að honum í þeim tilgangi að fá bifreið hans til kaups. „Eftir að hafa verið ónáðaður þrisvar vegna þessa útvegaði ég mér límborða þar sem stendur á. ensku „not for sale“ og límdi hann á allar hliðar bílsins. Það hefur enginn falast eftir bifreiðinni síð- an, að minnsta kosti ekki Rússi,“ sagði ritstjórinn ungi. „Ástæðan fyrir því að ég gekk svona langt var sú að ég drekk ekki vodka, en bílaviðskipti af þessu tagi hafa helst verið í formi þess konar vöru- skipta. Ég vil líka hafa minn bíl í friði. Tilraunir Rússanna til að ná sambandi við mig voru í fyrstu í formi bréfsnifsa sem þeir laumuðu undir þurrkuna á bílnum, og voru handskrifaðar á mjög svo fátæk- legri ensku og hljóðuðu svona: I am a seaman and I won’t by this car. Síðar virðast þeir hafa tekið tölvutæknina í sína þágu, því næstu orðsendingar voru öllu þróaðri. Ef menn voru svo vitlausir hérna áður fyrr að stela Lödu, þá var spurning um að senda þá í geðrannsókn til að kanna sakhæfi þeirra. En þetta eru greinilega heitir bflar um þessar mundir.“ ... sjóðheitum karlmönnum þeir setja svip á bæinn og hita upp annars ískalt landið. ... sumarpartíum sem standa lengi og þar sem miídð er drukkið. ... hjólunum í Fjölskyldugarð- inum þau lyftu borgarstjóranum að minnsta kostí upp. ... pinnahælum í stað þessara hnullunga sem all- ar eru á. Á pinnahælunum eru konur mun hættulegri og því meira sexí. Skartgripir. Hringir. Armbönd. Hálsfestar. Á karlmönnum. Glysgjamir karlmenn með hring á hverjum fingri, ógrynni háls- festa og ótal armbönd. Allt í anda hinna glysgjörnu Azteka, r Hinriks VIII. Sem dar £ Inka oe síðar 1 aö konur hati í gegnum tiðina borið áberandi meira af skart- gripum en karlar hefur það ekki alltaf verið svo. Og nu er enn eina ferðina runninn upp sá tími að karlmenn eiga að bera áber- andi skartgripi. Reyndar hafa vissir hópar gert það í seinni tíð. Rokkararnir á sjötta áratugnum báru medalíur innan Idæða, pönkaramir þjáðust undan næl- unum sínum og nýrómantísk- um íýlgdu steinarnir. Skart kvik- indanna em merki Volkswagen og BMV dinglandi um hálsinn. 1 dag bera karlmennimir það ým- ist það utan á sér að vera nýríkir, eða þykjast vera það, með nringi ífá Cartier; gullin þrjú, eða skart- gripi frá Jacqueline Rabun. Heö djassáhugðnn frá ðmmu sinni Ung og óþekkt djasssöngkona ífá Selfossi kom gestum Sólons íslandus skemmtilega á óvart um síðustu helgi þegar hún söng þar gamla „standarda11 í nýjum búningi, sem hún útfærði að nokkru leyti sjálf. Stúlkan heitir Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, er fóstra að mennt og leggur stund á nám í djasssöng við Berklee College of Music í Boston í Bandaríkjunum. Jenný er í hópi ör- fárra íslenskra námsmanna sem lagt hafa djassinn fyrir sig og er ekki vitað um aðra konu í námi í djasssöng. „Ég kynntist djassi hjá henni ömmu minni og tónlistin heill- aði mig upp úr skónum, enda þótt ég væri bara krakki,“ segir Jenný. „Amma hafði mikið dálæti á Ellu Fitzgerald og Louis Armstrong og ég gat setið með henni klukkustundum saman og hlustað á gömlu snillingana. Ég man eiginlega ekki eftir mér öðruvísi en syngjandi, en öll fjölskylda mín er mjög músíkölsk og það má segja að hún „læðist“ í tónlist.“ Jenný lauk sjötta stígi í söng hér heima og fór til Bandaríkjanna síðastliðið haust. „Djassnámið tekur þrjú ár og er mjög skemmtilegt, 'en auk radd- þjálfunar er lögð mikil áhersla á flutning og framkomu. 1 skól- anum fáum við tækifæri til að koma fram í söngleikjum og syngja með hljómsveitum, sem veitir góða reynslu.“ Auk þess að syngja á Sólon Islandus um síðustu helgi kom Jenný ffam í heimabæ sínum á laugardagskvöldið og fengu Sel- fýssingar þá í fýrsta sinn tækifæri til að heyra hvað í henni býr. Ef að líkum lætur eiga bæði þeir og aðrir landsmenn effir að heyra meira frá djasssöngkonunni í ffamtíðinni. Víð mælum með Fólk af útvarpsstöðvunum var meira áberandi en annað fólk um helgina á skemmtístaðn- um Berlín þar sem Kiddi Bigfoot þeytir skífur oftar en nokkur annar; þar sveifluðu Ómar Friðleifs og Daði Ragg af Adalstöðinni skönkum sín- um, Óli litla tá á fm 97,7 og Hlynur Hydema, sonur Kobba á Horninu. Aðrir á Berlín voru Jón Páll eðalbíl- stjóri, Gurruni prentari og vöðvatröll, Kristjón og Nína Evu- Galler- elskuðu, sem ku heita Ástrós og tók þátt í ungffú ísiands- keppninni, og sem oftar létu stórerfingjamir Alfreð og Bjöm Ámasynir úr Sambíó- unum sjá sig. Á Bíóbarnum var staddur Egill Ólafsson leikari svo og Ari Sig- valda, snápur af Dagblaðinu Vísi, ásamt fríðu föru- neyti. Á Sólon íslandus vom hins vegar Hinrik Ólafsson leik- ari, bróðir Egils, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir á Rás 2, Sigurð- ur Nordal hagfræðingur og dr. Hannes Hólmsteinn Giss- urarson dósi var þar einnig. Mellubönd. Sú tíska nálgast nú óðum endamörkin. 1 upphafi mellubandatískunnar, sem fæddist fýrir réttu ári þegar Fil- ippía Ehsdóttir fatahönnuður flaggaði þeim fýrst, var hún skemmtileg viðbót, líkt og slík trend em oftast á ffumstigi. Allir reyndu að bjarga sér með sem einföldustum nætti. Maður klipptí niður gömlu svörtu næl- onsokkana sina og vafði þeim um hálsinn. Að manuði liðnum eða svo fann maður gamla, skemmtilega hallærislega nælu hjá mömmu og nældi í miðju bandsins. Svo komu klútarmr, þessir þunnu, sem maður vafði margfalt um hálsinn. Síðan komu allar hinar varíasjónimar. Það vantaði bara það besta; af hverju stúlkurnar höfðu ekki verðmiða á melluböndunum. Það hefði verið við hæfi. Mis- stórir verðmiðar með misstór- um upphæðum er ffábær hug- mynd. En engin þorði. Því er allt komið sem hugsast getur í melluböndunum. Og þar með eru dagar þeirra taldir. Centr- um-og Fatódóttir með öllu staffi sínu. Þama vom að auki Sæsi Hustler, Leó með sinni heitt- Éghefaldrei skilið hvers vegna við barflugumar emm tvískatt- aðar á meðan Helgi Seljan, Halldór á Drykkjubóli og hinir bindindispostulam- ir em bara einskattaðir. Álagningin á áfengi og tóbak er slík að það er í hœsta máta óréttlátt að draga tekjuskatt af tekjum sem hvort eð erfara í álagn- ingarhítina. Hins vegar mcetti hœkka álagningarprósentuna hjá þessu einskisnýta bindind- isliði. Það er margsannað mál að drykkja og reykingar auka hagvöxt og kostnaður þjóðfélagsins er hlœgilegur í samanburði við tekjumarsem við sköpum. Ég krefst skattafrá- dráttar vegna drykkju. 1 veislu hjá Jóni Kristni Snæ- hólm, varabæjarfalltrúa í Kópavogi, í tilefhi þess að hann útskrifaðist vom bræðurnir ogÞór Sigfussynir, dr. Hannes ogvinimir Njörður nýríki, Leifur Dude Dag- finnsson, Siggi sósa, ívan og Jakobína og Bjössi ljós- myndanemaaðdáandi. Þar vom einnig Ólafur Stephen- sen blaðasnápur, Amar Guð- mundsson antifélagsstofnun- arstúdentaframkvæmdastjóri og auðvitað foreldrar Jóns, þau Halli Snæ flugkappi og Þórunn Hafstein, svo og Soffía Ketilsdóttir og nafha hennar Soffía Wathne, móðir Wathne-systra. Á Ingólfscafé þetta sama kvöld vom Ómar Bendt- (allt KR-ingar) og þeir Ami Blöndal von Ingólfscafé og Kjartan Briem borðtennis- séní. Að eta á Písa á laugardag vom Linda ogLes, Siggiá Hressó, Elsa Haraldsdóttir á Salon Veh og Þráinn Bertelsson kvikmyndagerðarmaður. sen marka- kóngur, Steini, Rúnar Krist- ins, Daði Dervic, Óli Gott Hinn himinhái Sigurður Ól- afsson, fýrir- at- ur, var á Sólon ís- landus svo og ffú hans, Hildur Haf- stein. Vlfl MÆLUM MEB íslenskum húmor í plast, eins og merkið á myndinni sýnir. Barmmerkjum með slagorðum á við Arthúr Björg- vin burt, sem hannað var af Jóa nokkrum Motorhead. Hvernig væri til dæmis að auka við ffamleiðsluna og búa til barmmerki um Hrafn Gunnlaugsson eða Heimi Steinsson eða jafnvel Davíð Oddsson, svona í ffamhaldi af Arthúri Björgvini; til dæmis Hrekið Hrafninn, Heimir til himna, Davíð í dýflissuna eða bara forsætisráðherrann í fangelsi. Þetta er góður húm- or, svona í ffamhaldi af þeirra eigin húmor upp á síðkastið.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.