Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 30

Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 30
LISTIR OG VISINDI 30 PRESSAN Fimmtudagurinn 1. júlí 1993 Myndlíst • Tryggvi Ólafsson, list- málari í Kaupmannahöfn, sýnir nýjar og gamlar myndir á Mokka. ■CMyndlistarhátíð, vídeó- og gerningahátíð, á sumar- sýningu Nýlistasafnsins sem ber heitið 16 dagar. •Markús ívarsson. Sýn- ing á verkum ýmissa ís- lenskra listamanna, úr safni Markúsar ívarssonar, í Listasafni íslands. •Páll Sigurðsson sýnir ol- íumálverk í Eden í Hvera- gerði. Síðasta sýningar- helgi. •Jóhannes S. Kjarval; verk í eigu Listasafns ís- Tands á sumarsýningu Kjar- valsstaða. •Sindri Freysson sýnir Ijóð á Kjarvalsstöðum. •Tita Heyde sýnir verk sín í Café Mílanó, Faxafeni. Opið alla daga kl. 9-19 nema sunnudaga kl. 13-18. • Carlo Scarpa, listamað- ur og arkitekt, er höfundur verkanna sem nú eru til sýnis í Ásmundarsal. •Bragi Ólafsson heldur sýningu á Ijóðum sínum á Kjarvalsstöðum. Opið dag- lega kl. 10-18. •Mary Ellen Mark, einn þekktasti fréttaljósmyndari heims, sýnir Ijósmyndir á Kjarvalsstöðum. Opið 10-18 daglega. •Ásmundur Sveinsson. Yfirlitssýning í tilefni aldar- minningar hans. Verkin spanna allan feril hans, þau elstu frá 1913 og það yngsta frá 1975. Opið alla daga frá 10-16. £Jóhannes Kjarval. Sum- arsýning á verkum Jóhann- esar Kjarvals á Kjarvals- stöðum, þar sem megin- áhersla er lögð á teikningar og manneskjuna í list hans. •Tarnús sýnir málverk og skúlptúr í Portinu. Sýningin eropin frá 14-18 alla daga. • Róska sýnir málverk sín í Sólon íslandus. •Ásgrímur Jónsson. Skólasýning stendur yfir í Ásgrímssafni þar sem -'Býndar eru myndir eftir Ás- grím Jónsson úr íslenskum þjóðsögum. Opið um helg- ar kl. 13.30-16. Sýningar •Nútíð við fortíð nefnist viðamikil sýning í Þjóð- minjasafninu í tilefni 130 ára afmælis safnsins. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. • Myndir í fjalli í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar. Tildrög að gerð listaverks Sigurjóns við Búrfellsvirkj- un; sýndar Ijósmyndir, myndband, verkfæri og frumdrög að listaverkinu. Opið mánudaga til fimmtu- daga frá 20-22, laugar- daga og sunnudaga kl. 14-18. Tónleikar á þriðju- dagskvöldum kl. 20.30. •Höndlað í höfuðstað er sýning í Borgarhúsi um sögu verslunar í Reykjavík. HáLLGRÍMUR THORSTEINSSON sviptir hulunni af margmiöl- uninni í Nýlistasafninu. Glaðbeittir áhangendur nýlistar fá aldeilis inn- spýtingu í sálarhulstrið þessa dagana, því nú stendur yfir allsherjarveisla þeim til heiðurs í Ný- listasafninu, Vatnsstíg 3. í kvöld er meðal ann- ars boðið upp á vídeólist þar sem Anna Þorláks sýnir verkið: Anna’s Americana/Afternoon Story. Arna Valsdóttir er einnig á ferðinni með verk sitt, M, sem og margir aðrir vídeólistamenn sem sýna afurðir sínar þetta kveld. Þar er einnig mætt- ur að ausa úr brunni visku sinnar fjölmiðlafræð- ingurinn Hallgrímur Thorsteinsson og hyggst hann flytja fyrirlestur um svonefnda gagnvirka margmiðlun, á ensku „Interactive Multimediat’. Krafinn um skýringar á þessu óþjála heiti og hvað það ætti eiginlega að fyrirstilla sagði fjöl- miðlafræðingurinn að hér væri um að ræða nýja tækni, einskonar samruna tölvu og sjónvarps. „Nú er farið að miðla efni með texta, mynd og hljóði á tölvu. Hér er orðinn til sjálfstæður miðill, sem er gagnvirkur að því leyti að notandinn getur átt samskipti við tækið; hann er virkur en ekki bara mataður. Þetta er millistig milli þess að lesa bók og horfa á sjónvarp, því þú getur flett efninu. Þessi miðill kemur til með að verða almennings- eign því hann býður upp á ótrúlega möguleika. Markaðurinn fyrir gagnvirkt efni varð raunin með tilkomu svonefnds „CD-ROM’, sem er geisladisk- ur sem getur hvort heldur er geymt alfræðiorða- bók eða biblíu, allt eftir því hvað notandinn kýs.“ Áhugasamir skrifa þetta í svörtu bókina sína og mæta í Nýlistasafnið til að fræðast um þessa nýju tækni. Hinir halda áfram að láta mata sig. og hreinlega meö ólíkindum hvaö hægt er aö leggja á okkur ökumenn í Reykjavík. Fyrst skellur á versti vetur í manna minn- um, meö snjóþyngslum og ófærö eins og hún gerist verst. Svo þegar loks tekur aö hlána fyllist borgin af brjáluöum gatnagerö- armönnum, sem gamna sér viö aö rífa upp götur í heilu lagi, svo ökumenn eiga í stökustu vandræöum með aö komast leiöar sinnar. Eiginlega er Reykjavík á sumrin ekki fær öörum en þeim sem æft hafa ökusvig og eiga háfjallabíl. Má ég þá heldur biöja um snjóinn. Elegant og eitruð f hinni viðamiklu könnun PRESSUNNAR um kynþokka- fyllstu konur landsins duttu út ummæli um Andreu Róberts- dóttur, sem kjörin var „Ungfrú fódeggir“ og vinsælasta stúlkan í keppninni um „Ungfrú fsland“. Hún er í hópi þeirra tjögurra kvenna í könnuninni sem hlutu flest atkvæði. Hinar voru Dýrleif Ýr Örlygsdóttir, Björk Guð- mundsdóttir og Linda Péturs- dóttir. Um Andreu var sagt að hún hefði seiðmögnun Gretu Garbo og væri í senn elegant og eitruð. Hún væri bomba en líka „plain“ og alltaf glæsileg. MYNDLIST Gerningahríð GUNNAR J. ÁRNASON MYNDBÖND OG GERNINGAR í NÝLISTASAFNINU Frá og með síðustu helgi og fram til 11. júlí mun kenna ýmissa grasa á sviði mynd- bandalistar (vídeó- eða skjá- listar) og gerningalistar í Ný- listasafninu. Alla daga, milli fjögur og níu, verða sýnd myndbönd, um helgar verða gemingar og á fimmtudögum verða fyrirlestrar. Meðal gern- ingamanna eru eldri hetjur í bransanum, eins og Rúrí, Bjarni H. Þórarinsson, Magn- ús Pálsson, Halldór Ásgeirs- son og bræðurnir Lárusson, en einnig upprennandi ger- endur. Fjöldamörg mynd- bönd verða til sýnis bæði eftir íslenska og erlenda höfunda. í efsta salnum er dagskrá dags- ins varpað á vegg, en í lesstof- unni hefur verið komið fyrir sófahorni þar sem hægt er að velja sér myndbönd og skoða í góðu tómi á sjónvarpsskjá. GAMALT OG NÝTT Á SKJÁNUM Ekki tókst mér að sjá nema hluta af myndböndunum, en nóg til að sjá að myndbanda- hst er í stöðugri þróun. Ýmis- legt hefur gerst, tækninni fleygir fram og hún verður aðgengilegri, menningin er í síauknum mæli gegnsýrð af myndbandatækni, bæði í fjöl- miðlum og til eigin nota, og þeir listamenn sem nýta sér tæknina eru ekki eins upp- teknir af því og áður að stía sig af ffá fjölmiðla- og afþrey- ingarkúltúrnum. Myndbönd eru af töluvert ólíku tagi. Mörg bandanna eru beinar heimildir um gerninga og eru allmörg slík á sýningunni. En einnig hafa myndbönd, skjáir og upp- tökuvélar verið notuð sem hluti af gerningi eða innsetn- ingu. Sem dæmi má nefna innsetningu Steinu Vasulku á Listasafninu nýverið og gern- ing hennar á sama stað, þar sem hún lék á myndbandsvél- ar sínar með fiðlu sem stjórn- tæki. Ásta Ólafsdóttir og Þór Elís Pálsson hafa notað myndbönd til að sviðsetja gerninga, sem hefúr gert þeim kleift að klippa saman mynd- efni og laga það að skjánum og hreyfingum tökuvélarinn- ar. Einn angi af myndbanda- list þróast í beinu ffamhaldi af tilraunum í kvikmyndagerð, þar sem gerðar eru tilraunir með formið sjálft. Enn má taka innsetningu Steinu sem dæmi um verk sem með- höndlar þá tilfinningu fyrir framvindu og rými sem myndbandið skapar. Til sam- anburðar má nefna athyglis- verð og vel útfærð verk eftir Finnboga Pétursson, „Óður“ (1992), þar sem stutt mynd- skeið eru síendurtekin til að skapa nokkurs konar tónverk, og „Nature Morte“ (1992) eftir Þorvarð Árnason, svart/hvít mynd þar sem hlut- læg skírskotun leysist nánast upp á skerminum í munstur og hreyfingu. Vasulka-hjónin, Steina og Woody, eru meðal brautryðj- enda í meðhöndlun tækninn- ar sjálffar og hafa notfært sér hana til að aðgreina vídeólist- ina frá kvikmyndalist. Þau hafa ekki látið sér nægja að nota hina endanlegu mynd á skjánum sem efnivið, heldur hafa þau sundurgreint raf- eindaboðin í frumparta sína og byggt á þeim grunni, jafn- vel sérsmíðað tæki og rafeind- arásir í þeim tilgangi. Steina hefúr sérstakt dálæti á tækni- legum tilraunum og ágætt dæmi er „Voice Windows" (1986) þar sem Steina lætur spunasöng umbreyta og opna myndina á skjánum. Þeir myndlistarmenn sem fyrst tóku vídeóið í sína þjón- ustu voru hallir undir svokall- aða konseptlist, enda virtist það tilvalin leið til að einbeita sér að hugmyndinni og út- færslu hennar og losna við þá kvöð að búa til varanlega hluti. Það er einmitt þessi hópur listamanna sem réð ferðinni mikið til og mótaði þá ímynd og það óorð sem myndbandalist fékk á sig. Hún mátti ekki eiga nokkuð sammerkt með kvikmynda- og sjónvarpsgerð. Skemmtun og spenna voru tabú og lík- lega trúðu sumir því að hið nýja listform gæti losað firrta áhorfendur undan hlekkjum „vitundariðnaðarins“, annað- hvort með sjokkmeðferð eða langvinnri terapíu. Mynd- bönd frá konseptskeiðinu reyndu verulega á þanþol þol- inmæðistauganna, en sem betur fer ber ekki eins mikið og áður á myndböndum sem eru álíka spennandi og að horfa á blauta málningu þoma. { staðinn fyrir að snúa al- farið baki við hefðbundnum formum afþreyingar og kvik- mynda hafa vídeólistamenn í auknum mæli reynt að læra af og leita andsvara við sjón- varpsmenningu og mynd- bandavarningi. Anna Þorláks er efnilegur höfúndur sem vinnur á gráu svæði á jaðri tónlistarmyndbanda. Þor- valdur Þorsteinsson skopstæl- ir stofudrama íslenkra sjón- varpsleikrita í myndinni „Og þá reis fíflið upp“, sem sýnd var í sjónvarpinu í fyrra. „Virtual Justice“, eftir Muriel Magenta, er athyglisvert leikið myndband þar sem áhrif sjónvarps og skemmtiefúis á réttarvitund okkar eru tekin fyrir. Meistaraverkið á mynd- bandahátíðinni er „Art of Memory“ (1987) eftir Woody Vasulka, sérdeilis stórfenglegt myndband, sem heldur manni hugföngnum. Myndin er hugleiðing um fortíð, sögu og minni, þar sem fljúgandi furðuhlutir úr fortíðinni, samsettir úr gömlum frétta- kvikmyndum, svífa yfir tíma- lausu landslagi. Woody hafði áður leitað inn á ný mið með vídeó- óperu sinni „The Commission“, sem segir frá fiðlusnillingnum Paganini og franska tónskáldinu Hector Berlioz, einkum því atviki þegar Paganini falaðist eftir tónverki hjá Berlioz. Sá sem leikur Paganini í þessu mynd- bandi heitir Ernest Gusella, en hann á skemmtilegt og hugmyndaríkt myndband (60 mínútna langt), „Operation Wandering Soul“ (1992), sem fjallar á írónískan hátt um líf og list ljóðskáldsins Ezra Po- und og japanskt Noh-leikhús. Myndinni er skipt upp í stutta kafla þar sem Gusella beitir ólíkum myndformum og þegar á líður snýst hún upp í dans- og söngvamynd. GERNINGARÁ DAGSKRÁ Lítil nýliðun hefur orðið í gerningahópnum undanfarin ár og sömu nöfn hafa haldið á loft merki gerninga hér á landi; Magnús Pálsson, Bjami H. Þórarinsson, Hannes Lár- usson og Halldór Ásgeirsson. Að öðrum ólöstuðum hefur Magnús Pálsson verið stór- tækastur og ffjóastur á þessu sviði. Á sunnudagskvöldið flutti leiksmiðjan Kaþarsis nokkur hljóðverk, eða hljóð- skúlptúra, eftir Magnús sem gefa ágæta hugmynd um til- raunir hans til að bræða sam- an leikhúsið og hugsunarhátt myndlistarmanns. En það er lítið hægt að fjalla um gern- ingana á hátíðinni að svo stöddu, því flestir verða þeir um næstu og þamæstu helgi. Þá gefst yngri listamönnum tækifæri til að hrista ærlega upp í listforminu og það er kominn tími til. Að lokum má minna á tvo athyglisverða fyrirlestra um samspil tölvu- og mynd- bandatækni. 1. júlí mun Hall- grímur Thorsteinsson tala um gagnvirka margmiðlun og 8. júlí heldur Hannes Högni fýr- irlestur um sýndarrými (virtual reality, cyberspace).

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.