Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 8
FRETTIR
8 PRESSAN
Fimmtudagurinn 1. júlí 1993
Valdabarátta innan Þjóðminjasafnsins
GUBMIINDUR SAKAR NIDJA
F0RSE1AN8 UM
Á OPINBERU FÉ
Harðar deilur innan Þjóðminjasafns
vegna eignarhalds á húsi á Snæfellsnesi
Guðmundur Magnússon
þjóðminjavörður hefur íyrir
hönd Þjóðminjasafns fengið
lögffæðing til að kanna eign-
arhald á húsi vestur á Snæ-
fellsnesi. Hjörleifur Stefánsson
arkitekt og eiginkona hans,
Sigrún Eldjárn, áttu húsið og
gerðu það upp. Hjörleifur
vann fyrir Húsaffiðunarnefiid
og fékk jafnffamt styrkveiting-
ar þaðan. í umsóknum um
styrki sagði Hjörleifur að
Þjóðminjasafn myndi eignast
hlut í húsinu sem næmi opin-
berum greiðslum. I vor var
húsinu þinglýst til fleiri eig-
enda án þess að gert væri ráð
fyrir eignarhlut Þjóðminja-
safns og hefur því lögffæðing-
ur verið fenginn til að sækja
rétt safnsins. Hjörleifúr segist
standa við yfirlýsingar sínar,
en hart er deilt um skilning á
þeim.
„Þetta mál hefúr verið rætt í
Þjóðminjaráði og er þar litið
mjög alvarlegum augum.
Málið er til ffekari athugunar
og aðgerða er að vænta innan
skamms. Við viljum tryggja
réttarstöðu okkar í málinu,
enda höfum við lagt mörg
hundruð þúsundir króna í
þetta hús,“ segir Guðmundur
Magnússon, settur þjóðminja-
vörður, um húsið umdeilda á
Arnarstapa. Lögfræðingur
vinnur nú í málinu og hefur
PRESSAN heimildir fyrir því
Þórarinn Eldjárn
Ver ættmenni sín og mága og
ræðst harkalega gegn Guðmundi
Magnússyni.
að það sé Sigurbjörn Magnús-
son.
Hjörleifúr Stefánsson arki-
tekt og eiginkona hans, Sigrún
Eldjárn myndlistarmaður,
tóku við gömlu húsi af Mál-
arafélaginu árið 1983. Þau
tóku það í sundur og fluttu til
Reykjavíkur, gerðu við það og
endurreistu á Arnarstapa, þar
sem það stóð upphaflega.
Hjörleifur hefúr starfað mikið
fyrir Þjóðminjasafnið og
Húsafriðunarnefnd. Hann
sótti um styrk til endurreisn-
arstarfsins og vegna tengsla
sinna við Húsafriðunarnefnd
lýsti hann því yfir að Þjóð-
SUU 671515
minjasafnið myndi eignast
hlut í húsinu sem næmi opin-
berum styrkveitingum. Þjóð-
minjasafn þáði það og húsið
var tekið á fornleifaskrá með
samþykki menntamálaráðu-
neytis. Upphaflega voru þau
hjónin ein skráð fýrir húsinu
en málið tók nýja stefúu á
dögunum þegar sjö nýir aðilar
voru þinglýstir eigendur þess.
Eigendur nú eru Hjörleifur og
Sigrún Eldjárn, Stefán Örn
Stefánsson og kona hans Ólöf
Eldjárn, Gunnar St. Ólafsson,
Stefán Thors, skipulagsstjóri
ríkisins, og Guðrún Gunnars-
dóttir myndlistarmaður og
hjónin Þorsteinn Haraldsson
endurskoðandi og Lára V.
Júlíusdóttir, framkvæmda-
stjóri Alþýðusambandsins.
Hjörleifur segir sam-
komulagið standa
„Ég var ráðgjafi Húsafrið-
unarnefndar og fékk jafnframt
styrk úr sjóðnum. Því fannst
mér ekki eðlilegt að ég hagn-
aðist persónulega vegna þessa
verks sökum tengslanna," seg-
ir Hjörleifúr Stefánsson arki-
tekt. Hann segir að yfirlýsing
sín standi óbreytt. Hins vegar
séu opinberar styrkveitingar
aðeins brot af heildarkostnað-
inum og því verði hlutdeild
Þjóðminjasafnsins einungis
örfá prósent. Húsið hafi að
langmestu leyti verið unnið
fýrir eigið fé þeirra og vinnu-
framlag. Hjörleifur fullyrðir
að þau hafi enga styrki fengið
frá Þjóðminjasafni, en Guð-
mundur fullyrðir að svo sé og
raunar hafi þau einnig fengið
fjárveitingu frá Alþingi.
Ástæðan fyrir því að lög-
fræðingur var fenginn í málið
er sú að talið var að Hjörleifur
ætlaði að ganga á bak orða
sinna. Nú ædi hann hins veg-
ar að standa við samkomulag-
ið, en aðeins þannig að Þjóð-
minjasafnið verði formlegur
eigandi að einhverjum hluta í
húsinu, en hafi engan afnota-
rétt af því. Guðmundur ritaði
Hjörleifi bréf fyrir hönd Þjóð-
minjaráðs þar sem aðferðum
Hjörleifs og skilningi hans á
þessu máli er harðlega mót-
mælt og lögfræðingurinn
vinnur að ritun nýs bréfs.
Við venjulegar kringum-
stæður skiptast húsamál í
tvennt. Annars vegar á Þjóð-
Guðmundur Magnússon
minjasafn hús sem það sér
sjálff um. Hins vegar eiga ein-
staklingar húsin og fá þá styrki
úr Húsafriðunarsjóði. Það
sem gerir þetta mál sérstakt er
að það virðist liggja einhvers
staðar þarna á milli.
NOTKUN
Lítur málið mjög alvar-
legum augum og hefur
fengið lögfrœðing í
málið, enda hafi
Þjóðminjasafnið lagt
mörg hundruð
wmsund krónur
Mí húsið enfái
afnot
afþví.
innanhússátök í Þjóð-
minjasafninu
Það var mjög umdeilt þegar
Guðmundur Magnússon var
settur þjóðminjavörður í
tveggja ára leyfi Þórs Magnús-
sonar. Nú eru aðeins ellefu
mánuðir þar til leyfi Þórs er á
SlGRÚN ELDJÁRN
Eignaðist hús oggerði það upp
ásamt eiginmanni sínum, Hjörleifi
Stefánssyni arkitekt. Hann vann
hjá Húsafriðunamefnd en fékk
jafnframt styrki frá nefndinni
vegna endurbyggingarinnar. Hús-
inu var þinglýst á fíeiri eigendur i
vor, en þau hjón segjast standa
við fyrri yfiriýsingar um eignarað-
ild Þjóðminjasafnsins.
Þór Magnússon
Settur þjóðminjavörður og afkom-
endur forvera hans deila hart á
meðan Þór vinnur að ritun sögu
silfursmiði á íslandi.
enda, en mikil innanhússátök
hafa verið innan Þjóðminja-
safnsins.
Einn angi þess tengist bygg-
ingarsögu safnsins. Hjörleifur
Stefánsson var aðalhöfúndur
að tillögu byggingarnefndar
árið 1990 sem gerði ráð fýrir
viðbyggingu við núverandi
safn. Ári síðar hóf Hjörleifúr
störf fýrir Húsaffiðunarnefúd
og hafði jafnffiamt yfirumsjón
með byggingum Þjóðminja-
safnsins en svili hans, Stefán
Örn Stefánsson, tók við störf-
um hans sem arkitekt Þjóð-
minjasafnsins. Menntamála-
ráðuneytið og Guðmundur
Magnússon ákváðu hins vegar
að hafna eldri tillögunni alfar-
ið og skipa nýja byggingar-
nefnd. í henni eiga sæti Knút-
ur Hallsson, ráðuneytisstjóri í
menntamálaráðuneytinu,
Guðmundur Magnússon og
Steindór Guðmundsson hjá
Innkaupastofúun. Ögmundur
Skarphéðinsson, arkitekt og
æskuvinur Guðmundar, starf-
ar fýrir nefndina. Mennta-
málaráðuneytið hefúr lýst yfir
vilja til nýbyggingar og nefnd-
in vinnur samkvæmt því. Stef-
án öm mun hafa sóst stíft eff-
ir að fá þá stöðu, sem hann
telur að sér hafi verið lofað.
Hvað sem því líður er ljóst að
verkefnið er stórt og áhuga-
vert og ófáir arkitektar sem
renna hýru auga til þess.
Ættingjar Kristjáns
Eldjárns deila við Guð-
mund
Það vakti athygli á dögun-
um þegar Þórarinn Eldjárn
ritaði harðorðar greinar gegn
Guðmundi Magnússyni. Báð-
ir tengjast þeir Davíð Odds-
syni forsætisráðherra og Þór-
arinn varði ráðningu Hrafns
Gunnlaugssonar á sínum
tíma. Þórarinn er sonur Krist-
jáns Eldjáms og því em Hjör-
leifur og Stefán Örn mágar
hans. Þegar Kristján Eldjárn
varð forseti 1968 lét hann af
störfum þjóðminjavarðar og
Þór Magnússon tók við, rétt
tæplega þrítugur að aldri.
Hann hefur starfað mjög í
anda forvera síns og telja sum-
ir að Hjörleifur hafi alls ekki
goldið tengslanna við Kristján
við verkefni sem tengjast
Þjóðminjasafninu og Húsa-
ffiiðunamefnd, þótt enginn ef-
ist um hæfni hans á þessu
sviði. Að sama skapi eru
margir mjög ósáttir við ráðn-
ingu Guðmundar, segja hann
stunda einkavinavæðingu og
telja dagana fram að endur-
komu Þórs.
Pálmi Jónasson