Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 24

Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 24
GAMALDAGS 24 PRESSAN Fimmtudagurinn 1. júlí 1993 Ég skrapp hringinn í kring- um landið á þremur dögum um daginn. Það var hin ágæt- asta ferð þótt óneitanlega sé siggmyndun á rassinum óhjá- kvæmilegur fylgifiskur slíks ma- sókisma. Ekki er hægt að segja að matseðillinn hafi komið á óvart í vegasjoppum landsins og hótelum. Alltaf var boðið upp á það sama; hamborgara ■ •'*~ og ífanskar, kótelettur í brúnni sósu, með brokkáli og frönsk- um, piparsteik og rauðvínslegið lambalæri. Sælkerar lands- byggðarinnar virðast einnig margir hafa uppgötvað pizzu- gerð en engum dettur í hug að bjóða útlendingum upp á al- mennilegan fisk. Tvisvar sá ég þó boðið upp á soðna ýsu með kartöflum. Útlendingarnir eru undarlegir því alltaf voru þeir að kvarta yfir að fá ekki helvítis fisk- inn. Við höfnina í Höfn í Hornafirði hitti ég Frakka sem vildu kaupa ferskan fisk. Ekki var hægt að kaupa slíkt ómeti við höfnina og heldur ekki í kaupfélaginu. Ég hitti þá síðar á hótelinu, þeir voru búnir að gefast upp og sátu og átu pizzu. Þeir töluðu helst um veðrið og verðlagið. Ekki er hægt að hafa það eftir sem þeir sögðu um verðið en þeir voru nokkuð sáttir við veðrið þótt það væri allt öðruvísi en þeim var lofað. I öllum bæklingum er ísland auglýst sem sólar- landaparadís og virðist helst í samkeppni við Spán í þeim efnum. Léttklæddar s t ú 1 k u r borða ís á Austurvelli, léttklæddar stúlkur í Laugardalnum, Bláa lóninu, við Gullfoss og við Geysi. Þeir þóttust vita betur en ferða- málafrömuðumir og héldu að hægt væri að auka ferðamanna- strauminn um mörg hundruð prósent. Sama sagði reyndar ffægur ferðamálafrömuður frá Spáni sem kom hingað fyrir nokkrum misserum. Þeir halda því fram að selja eigi Island sem land elds og ísa og óblíðrar veðráttu en ekki sem sólarströnd. Perlur eins og Horn- strandir, L a n d - j mannalaugar, Askja, hálendið og Dettifoss, með krana eiga víst að heilla meira en ís á Aust- urvelli. Sá spænski horfði einnig í forundran á rúturnar sem komu með Norrænu með eld- húsi, hráefni og bensíntönkum á toppnum og að sjálfsögðu var þar erlendur leiðsögumaður. Hann sagði það skyldu í heima- landi sínu að hafa innlendan fararstjóra, þó ekki væri nema til að skapa atvinnu við að passa upp á brjálaða útlendinga. Sykur Hvað er að koma? Nýrómantík Fjölbreyttur lífsstíil Svartur alklæónaður Málaðir karlmenn Hvítar blúnduskyrtur Uppar (oj) Næturklúbbar Götutíska Kvennalistinn Albert Guðmundsson Möppudýr Kynlíf sem söluvara Jean Paul Gaultier Glanstímarit Tískusýningar „Dry Clean Only" Tvíhneppt jakkaföt Aulafyndni Bresk menning Djass Niundi áratugurinn Hvað er (án þess endilega að vera inni)? Thatcherisminn, Davíð Oddsson og Hannes Hólmsteinn Duran Duran, aftur og aðeins öðruvísi SSSól, með nýtt nafn Atvinnuleysi Paula Yates Brjóstahaldarinn Farsíminn Tölvuspil Eybni Sjálfumgleði Hroki,alaHrafn Gunn- laugsson Sölumennska Prince Sjöundi áratugurinn HUMflN LEAGUE þótti æöisleg í Laugardalshöllinni og á ef- laust eftir aö þykja æöisleg aftur. BoyGeorge er kominn aftur. Samkvæmt flóknum útreikningum tíðarandahagfræðinga vestan Atlantshafsins mun — hvort sem okkur líkar betur eða verr — andi níunda áratugarins svífa yfir vötnum enn á ný innan þriggja ára. Nákvæm tímasetning upprisu níunda áratugarins telja menn að sé árið 1996, eftir tvö oghálft ár. Tíðaranda- og tískufíklar hafa því aðeins tvö og hálft ár til að njóta þess sem nú er „in“. Þetta reikna menn út ffá þeirri forsendu að endurvakning tísku sjöunda áratugarins upphófst strax að þeim áratug loknum, eða um 1970, og tíska áttunda áratugarins vaknaði rétt volg árið 1987. Tæpum áratug áður sló kvikmyndin Grease öll aðsóknar- met á Islandi, í kjölfar Saturday Night Fever og diskósins eða „bumpsins“ og Boney M. Um þessar mundir er ekki flóaffiður fyrir andlausum diskóuppvakningum, samanber hófið á Hótel Islandi 16. júní og diskótónlist Pláhnetunnar. Alls sextíu þúsund manns sáu Feiti eða Grease með John Tra- volta í aðalhlutverki, — þar af hafði einn sýningargesta séð hana nítján sinnum. Gamla metið átti Sound of Music, sem 50 þúsund manns lögðu leið sína á, þónokkuð mörgum árum áður. I kjölfar Fitunnar kom HLH-flokkurinn og Sigga Beinteins komst í sviðsljósið. Það var þá sem notuð föt komust fyrst í tísku; strákarnir fengu sér brilljantín í hárið og stúlkurnar fóru í gömlu kjólana hennar ömmu. Flóin og Kjallarinn voru opnuð. I dag eru það hins vegar Spútnikk og Fríða og Dýrið sem græða á tá og fingri af svip- uðum afturhvarfsástæðum. I upphaíi níunda áratugarins komu svo Bubbi Morthens og nýbylgj- an. Innblástur hins 23 ára trúbadors var „slor“. Fyrstu plötu sína nefndi Bubbi ísbjarnarblús (sem hlýtur að fara að verða „in“ aftur eftir bjarndýrsdrápið ffæga) og sjálfur kallaði hann sig gúanó- rokkara. En það var fleira en gúanórokk sem varð vinsælt á Islandi í upphafi níunda áratugarins. Sykur diskótímabilsins var ekki alveg kominn undir græna torfú. Við megum því eiga von á sykri jafnt sem slori ffá og með 1996. Nýrómantíkin fylgdi níunda ártugnum. Upp spruttu hljóm- sveitir á borð við Human League — sællar minningar í Laugar- dalshöll og Duran Duran, sem varð næstum því að Bítlunum meðal ungmennanna og er þegar komin ffam á sjónarsviðið aft- ur. Önnur þekkt nöfn frá þessum tíma eru Ultravox, Thomas Dolby, Cure og Depeche Mode, svo fátt eitt sé nefht. Nýróman- tíkin bjó til að mynda í hljómsveitinni Cosa Nostra með Mána Svavars og félögum, en svo kom Ríkshaw, sem flestum fannst ná- kvæm eftirlíking af Duran Duran, þótt hljómsveitarmeðlimir tækju þá samlíkingu ekki í mál. Aðeins um ári eftir að Rikshaw var stofnuð — en það var í Safarí 23. nóvember 1984 — kom út fyrsta plata þeirra með lögum á borð við Sentimental Eyes og Promises, Promises. Þeir Dagur, Sigurður, Richard, Sigfús Örn og Ingólfur voru reyndar einna helst gagnrýndir fyrir að syngja á ensku. Ástæðan fyrir því mun vera sú að söngvarinn Richard Scobie hugsaði á ensku á þessum tíma! Þá má ekki gleyma hljóm- sveit Geira Sæm, Pax Vobis, og síðar Hunangstunglinu, sem þóttu sækja ýmislegt til Davids Silvian og hljómsveitarinnar Jap- an, en David þessi Silvian söng meðal annars titillagið í kvik- myndinni Merry Christmas Mr. Lawrence sem David Bowie kom og ffam í. Myndin sú var táknræn fyrir tíðaranda níunda áratugarins. Skemmtistaðurinn Safarí breytti um nafn og Roxý varð hittið í Reykjavíkurborg en sótti nær- ingu sína til London, sem var uppspretta nýrómantíkurinnar. Þar dönsuðu menn ffam á rauða- nótt í næturklúbbunum Hippodrome og Stringfellows og sóttu kokkteilbari. Breska leikaragengið úr Monty Python hópnum sló í gegn og aulafyndni varð söluvara í hvívetna. Svartur var mest áberandi litur þessa áratugar í bland við hvítt og rautt, stelpurnar klipptu á sér makkann og lituðu svartan. Strákarnir lituðu hárið einnig en létu það, ólíkt kvenfólkinu, vaxa. Nýbreytnin fólst helst í hárgreiðslu karlmannanna og síðast en ekld síst förðuninni. Líklega hefur „outfit“ karlmanna aldrei verið stífara en þá. Kynlíf varð verslunarvara, samanber kvikmyndina 9' viku, sem sló í gegn með Kim Basinger og Mickey Rourke í aðalhlutverkum. En svo komu upparnir, — sem að öllurn líkindum verða ekki langlífir ef þeir koma aftur vegna lífsstílsins; fílófaxins og „Dry clean only“. Hetjur áratugarins voru Donald Trump, Rambo, Ronald Reagan, Vilmund- ur Gylfason og Albert Guðmundsson, svo ekki sé meira sagt. 91/2 VIKfl Kynlíf varö söluvara. RlKSHAW Málningin eins og á gleöikonu og hárgreiöslan í þvílík- um stellingum aö þeir Ingólfur, Richard, Siguröur, Dagur og Sig- fús myndu vart þekkjast fyrir sömu menn í dag. Þeir þrættu allt- af fyrir aö þeir líktust Duran Duran. Viö eigum von á uppvakning- um í anda þeirra innan þriggja ára. Þetta var sykurinn. Guðrún Krístjánsdóttir ALBERT GUÐMUNDSSON Er á leiö til landsins. HvaS er að líSa hjá? Hópar meö sérkenni- lega klippingu, alias NBA Fax-menningin Madonna Alsæla Exótískur bjór Peningamenning Erfiðir tímar, vonandi Sí&módernisminn Afturhaldssemi Loddarar Aberandi bindi frá axlapúðatímabilinu Herluf Clausen Skrýtið skegg Fílófax Diskó Friskó Attundi áratugurinn Bubbi Morthens Hann var fulltrúi nýbylgjunnar og taldi sig gúanórokkara. í upphafi áttunda áratug- arins gaf hann út ísbjarnarblús.Þetta var sloriö.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.