Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 10

Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 10
F R E TT I R 10 PRESSAN Fimmtudagurinn 1. júlí 1993 Háskólastúdentar selja ritgerðir Milljonir á hverju ári j Háskólastúdentar stíga sín fyrstu spor í atvinnulífinu með því að verða sér úti um skattskyldar tekjur og gefa þær ekki upp Sala lokaverkefna nemenda við Háskóla íslands hefur færst mjög í vöxt á síðustu misserum og hafa sumir nem- endur haft miklar tekjur af þessari starfsemi. Það eru einkum nemendur í við- skipta- og hagfræði, stjórn- málafræði og lögfræði sem selja ritgerðir sínar, en úr þessum deildum útskrifast urn 200 stúdentar árlega. Að því geínu að þriðjungur þessara nemenda selji lokarit- gerðir sínar íyrirtækjum og stofnunum fyrir 150 þúsund krónur, sem er ekki óvarlega áætlað, þá eru heildartekjur íyrir þessi lokaverkefni níu milljónir króna. Ef þessum þriðjungi nemenda tekst að koma verkefnum sínum út fyrir 300 þúsund krónur er verið að tala um heildarsölu upp á átján milljónir. Heyrst hafa háar tölur í þessu sambandi og PRESSAN veit dæmi þess að nemandi hafi selt lokaritgerð sína fyrir rúmlega eina og hálfa milljón. Slíkar upphæðir heyra þó til undantekninga, en algengt er að stúdentar sem eru duglegir við sölustörf geti haft upp úr þessu eitthvað á milli 200 og 300 þúsund krónur. Ýmsar spurningar vakna þegar þessi mál eru hugleidd, eins og hverjir kaupi þessar ritsmíðar og hvort sumt efni sé auðseljanlegra en annað. Kemur sölumennska niður á fræðilegum rannsóknum nemenda? Og ekki síst: Er þessi sölustarfsemi skattskyld og hefúr Ríkisskattstjóri eitt- hvað skoðað þessi mál? „Fremur hvimleitt" Meðal háskólakennara eru uppi raddir um að ef nem- endur fari að hafa það sem markmið að selja lokaverkefni sín geti það haft neikvæð áhrif á val þeirra á lokaverkefnum sem og gæði verkefnanna. Að sögn Gunnars Helga Kristins- sonar, dósents í stjórnmála- fræði, hefur þetta efhi ekki mikið verið rætt innan veggja félagsvísindadeildar. „Ég hef engar þungar áhyggjur af þessu, en mér finnst þetta þó frekar hvimleitt. Bæði vegna þess að ef um háar summur er að ræða, þá hefði það óheppi- leg áhrif á val nemenda á lokaverkefnum. Staðreyndin er sú að fóik skrifar bestu rit- gerðirnar um það sem því finnst skemmtilegt að skrifa. Ef fólk fer að taka tillit til praktískra sjónarmiða skrifar það oftast bara lélegar ritgerð- ir. Það sem fólk getur selt ein- hverjum stofhunum er sjaldn- ast það sem er áhugavert fræðilega gagnvart greininni. Fólk rennir nú alltaf blint í sjóinn með þetta og fáir geta gengið út frá því fyrirffam að þeir geti selt fyrir stórar upp- hæðir. Þetta er enn sem kom- ið er ekkert stórvandamál hjá okkur. Hitt er svo annað mál að þessar ritgerðir eru misjafhar að gæðum og kaupendur geta ekki gengið út frá því að hér sé um frábær verk að ræða, hvort sem er í lögfræði, stjórnmálafræði eða við- skiptafræði. Ég held að sjaldn- ast sé spurt að því hvað nem- andinn hafi fengið fyrir rit- gerðina, sem þó ætti að gefa einhverja vísbendingu um gæði hennar. Mér finnst að kaupendur ættu að ganga úr skugga um hvort um fram- bærilegt verk sé að ræða, því það getur alltaf slæðst með missldlningur eða hæpin um- fjöllun." „Almennt jákvæöur“ „Ég er almennt jákvæður gagnvart því að nemendur selji lokaritgerðir sínar á með- an það er innan þeirra vel- sæmismarka sem við störfum eftir,“ segir Guðmundur Magnússon, deildarforseti viðskiptadeildar Hí. „Það er einnig mín skoðun að það sé ekkert athugavert við það að fyrirtæki leiti til okkar í deild- inni um að leysa ákveðið verkefni.sem það myndi síðan greiða námsmanni fyrir. Nemandinn hefur þá umsjón- arkennara hér sem myndí sjá til þess að viðskiptasiðferði væri í hávegum haft. Þegar nemandi hefur lokið kandíd- atsritgerð sinni tel ég það bara af hinu góða, hvort sem hann birtir hana í tímariti gegn þóknun eða selur hana eins og bók. Svo erum við jú líka að kenna sölu hér í deildinni: Leiti fyrirtæki til okkar með hugmynd að lokaverkefni er' aðalatriðið áð verkefnið sé, þess eðlis að við samþykkjum það. Annars hafa þessi mál ekki verið rædd formlega inn- an deildarinnar, meira þegar kennarar hittast á göngun- um.“ Skattskylt, en... Ritgerðasala er vel þekkt fyrirbæri meðal nemenda, en þeir eru misjafnlega viljugir að tjá sig um upphæðir í þessum efnum eða að nöfn þeirra séu bendluð ,við umræðu af þessu tagi. Þessi sala hugverka er skattskyld samkvæmt lögum um tekju- og eignaskatt frá 1981. Það heyrir til undan- tekninga að nemendur borgi skatt af þessari sölu sinni og því er þeim í mun að hvorki nöfn né heiti ritgerða beri op- inberlega á góma. Geri nem- andi samning við stofnun eða fyrirtæki um að leysa fyrir það ákveðið verkefni, sem hann fengi síðan metið sem loka- verkefni, þá er sú greiðsla virðisaukaskattskyld, enda væri nemandinn verktaki hjá verkbeiðandanum. Ungur lögfræðingur sem haft var samband við skrifaði lokaritgerð sína fyrir nokkr- um árum. „Ég seldi hana á 10.000 krónur stykkið og lokatölurnar voru á bilinu 6-700 þúsund krónur. Að prentkostnaði ffádregnum hef ég haft upp úr krafsinu um 550 þúsund. I 95 prósentum tilvika var keypt af mér, enda vann ég ekki við annað þetta sumarið. Þetta voru eins og góð mánaðarlaun lögffæðings sem ég náði mér í á stuttum tíma.“ „Skiptum okkur ekki af þessu“ „Þetta hefúr ekkert farið gegnum okkur, heldur hefur fólk algerlega séð um sölu rit- gerða sinna sjálft," segir Þor- steinn Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Stúdentaráðs ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON framkvæmdastjóri Stúdentaráös Há- skóla íslands: „Maöur heyrir tölur um sölu upp á mllljón.“ GUÐMUNDUR MAGNÚSSÓN PRÓFÉSSOR telur sölu ritgeröa almennt vera af hinu góöa. Gunnar Helgi Kristinsson dósent telur fáa nemendur geta gengiö út frá því aö geta selt fyrir stórar fjárhæöir. Háskóla íslands.“ÍVið höfum voðalega lítið viljað skipta okkur af þessu og þetta hefúr aldrei verið rætt innan Stúd- entaráðs sem slíkt. Annars er þetta heilmikið gert og við vit- um af þessu. Maður heyrir öðru hvoru einhverjar sögur en veit ekki hvað mikið er satt í þeim. Það er undantekning ef fólk selur fyrir verulegar upphæðir. Maður hefúr heyrt tölur um sölu upp á milljón og þar yfir en slíkar upphæðir eru frekar sjaldgæfar. Þorsteinn telur algengt að heildarsala á einstakri ritgerð slagi hátt í 300 þúsund krón- ur. Einnig séu dæmi þess að nemendur séu á launum hjá fyrirtækjum við að skrifa loka- ritgerðir sínar. Það væru þá helst stúdentar úr viðskipta- og hagfræðideild sem kæmust í slíkt, enda væru þetta þá rannsóknir á innviðum fyrir- tækjanna og starfsemi þeirra.“ Gangverö 7.000 til 15.000 krónur stykkiö Það er víst að kaupendur að verkefnum nemenda eru hver úr sinni áttinni, enda fer það eftir efni ritgerða hve auðselj- anlegar þær eru. Þeir nem- endur, sem eru hvað þróað- astir í markaðsvæðingu sinni, senda væntanlegum kaupend- um bréf, þar sem þeir bjóða ritgerðir sínar til sölu og láta fylgja með efnisyfirlit og heimildaskrá. Síðan fylgja nemendur þessu eftir með símtölum eða koma sjálfir á staðinn. Að sögn ungs manns í viðskiptalífinu koma svona tilboð alloft á borðið til hans. „Núna um daginn var ég að kaupa fína ritgerð á 7.500 krónur. Sá nemandi stillti verðinu í hóf, meðal annars af því hann bjóst við að geta selt lögmönnum og stórfyrirtækj- um ritgerðina og þá í nokkru magni. Þeir eru rnargir mjög „prófessjónaT í þessu. i Menn eru almennt jákvæð- ir gagnvart þessum lokarit- gerðum og á mínum vinnu- stað ér þónokkuð keypt af þeim, en það fer þó eftir efni ritgerðarinnar. Eg held að nemendur reyni að selja koll- egum sínum, þ.e.a.s tilvon- andi lögfræðingar selja lög- ffæðingum o.s.ffv.“ Svo virðist sem ráðuneytin séu sérstaklega viljug tilj að fjárfesta í vinnu nemenda. Það er þó misjafnt, effir því hver er við stjómvölinn, og sums staðar virðist litið á þetta sem styrk við unga nýútskrifaða námsmenn. Innanbúðarmað- ur í ónefndu ráðuneyti sagði að þar væru allar ritgerðir keyptar, en ekki em allir jafn- viljugir í opinbemm stofnun- um. Effir heimiídum PRESS- UNNAR virðist markaðsverð einstakra lokaritgerða ; um þessar mundir vera á bjlinu 7.000 til 15.000, séu þær seld- ar í stykkjatali, en alhörðustu sölumenn komast eflaust hærra. i Steinunn Halldórsdóttir LÝTUR LÖGUM UM VIRDISAUKASKATT EFTIR1. JÖLÍ Ragnar M. Gunnarsson forstööumaöur eftiriits- skrifstofu Ríkisskattstjóra. „Margvíslegar aö- feröir til aö hafa uppi á þessum ritgeröum. “ „Um skattlagningu lokarit- gerða háskólastúdenta gilda almennar reglur tekju- og eignarskattslaga og því er hér um að ræða skattskyldar tekjur. Það er metið í hvert skipti effir umfangi sölunnar hvort hér sé um atvinnu- rekstur að ræða og þá þarf að skila rekstrar- og efnahags- reikningi. Almennt held ég að þetta yrði flokkað sem tekjur, nema hér sé um óvemlegar fjárhæðir að ræða. Varðandi virðisaukaskatt þá er starfsemi rithöfúnda sjálffa við samningu hugverka und- anþegin virðisaukaskatti. Hins vegar er sala á bók eða ritgerð í þessu tilfelli skatt- skyld í virðisaukaskatti frá og með 1. júlí 1993, enda sé söluandvirði yfir 185.200 krónur á hverju tólf mánaða tímabili." Aðspurður hvort Ríkis- skattstjóri hefði farið eitthvað ofan í kjölinn á þessum mál- um kvað Ragnar svo ekki vera. „Efttrlitsskrifstofa Ríkis- skattstjóra tekur við ábend- ingum ffá almenningi í þess- um málum, líkt og öðrum, og berist slík ábend- ing verður málið athugað og það metið hvort ástæða sé til ein- hverra aðgerða. í sjálfu sér ættu starfsmenn hér ekki að eiga í erf- iðleikum með að komast að þessu sjálfir, enda eru til margvíslegar aðferðir til að hafa uppi á þess- um ritgerðum. þær era til dæm- is allar skráðar á Háskólabóka- safni og út frá efninu væri hægt að finna út hverjir hefðu áhuga á að kaupa ritgerðina. Skattyfir- völd hafa yfir takmörkuðum mannafla að ráða og þurfa því að velja og hafna þegar um eftirlitsverkefni er að ræða. Það val tekur hins veg- ar ekki einungis mið af fjár- hæðum heldur einnig þeim varnaðaráhrifum sem talið er að tiltekin aðgerð hafi. Enn sem komið er hölúm við ekki fengið neinar ábendingar ut- an úr bæ um meint skattsvik vegna ritgerðasölu stúdenta.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.