Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 2

Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 2
A HEIMAVELL 2 PRESSAN Fimmtudagurinn 8. júlí 1993 Fleiri mörk á heimavelli Til skamms tíma heyrði það næstum til undantekninga að íslenskar ^ölskyldur og íslendingar almennt ferðuðust eitt- hvað að ráði um eigið land. Landið sem við lofum þó í hástert og auglýsum dýrum dómrnn fyrir erlenda ferðamenn. Perla norðursins og gimsteinninn í Atlantshafi fékk htinn hljómgrunn á heimavehi, menn vildu sigla... r/E\intýrasiglingar^ Náttúru- og fuglaskoðun, skelveiði og smökkun. Lifandi leiðsögn. Gestir Hótel Eyjaferða og Egilshúss fá afslátt í siglingar. Ejjafcniir StyMdshólmi Sími: 93-81450 ^ Húsafell - Nátturuperla * Tjaldstæði Sumarhús til leigu Sundlaug * Verslun og veitingar * Skíðasvæði og jöklaferðir Veiðileyfi Hestaleiga Verið velkomin FERÐAÞJÓNUSTAN Á HÚSAFELLI s. 93-51378 HÓTEL BÚÐIR Snæfellsnesi Sími 93-56700 SNÆFELLSJÖKULL - ORKUSTÖÐ - ÆVINTÝRALAND En nú er öldin önnur — loksins. fslendingar eru búnir að uppgötva landið sitt. Nú er enginn maður með mönnum nema að eiga tjald og allar græjur, fjallajeppa sem nýtist jafnvel utan malbiksins og skíði eða jafnvel vélsleða til að skella sér á jökul. Þetta er ágætt. Við tökum nátt- úrlega þetta með stæl eins og annað sem við gerum — af krafti. Nú skorum við hvert markið á fætur öðru á heimavelli enda jafnan sterkast að leika þar. Og í stað dollaramerkis og pundsins sést nú glampa í kórónu íslenska gjaldmiðilsins í augun innlendra ferðaþjónustuaðila. En gamanlaust þá er sérdeilis ánægjulegt að heyra hvað landinn er orðinn duglegur að ferðast um landið. Eins og vindurinn, sagði einhver, eða réttara sagt undan vindi, því íslendingurinn ferðast jafnan þangað sem bestu veðri er spáð, þótt sjaldnast rætist það. Sumir landshlutar hafa í kjölfarið fengið þann stimpil að þar sé sjaldnast skaplegt veður og vel þekkt útvarpskona er sögð gapa yfir því gang í gang, að nú hafi veður verið gott á Vestfjörðum — tvo daga í röð. Ekki að furða þótt íslendingurinn hafi ekki streymt þama vestur, enda segja margir að Vest- firðir séu best varðveitta leyndarmál íslands. Þetta er þó að breytast hægt og bítandi, enda fáir sem geta þagað yfir leyndarmáli til lengdar. Fjölbreytni íslands er í raun ótrúleg, en sami takturinn virðist þó slá í flestum landshlutum hvað framboð á afþreyingu og ferðamöguleik- um snertir. Jöklaferðir em afspymu vinsælar, sunnan heiða og norðan, þótt nálgunin sé ólík. Hér sunnanlands aka menn eftir steyptum og straujuðum vegum, langleiðina að jökulbrún og leika sér svo á vélsleðum upp jökulinn að vild. Norðan megin leggjast menn í lengri ferðir inn á hálendið og jöklana um leið, ósviknar ævintýraferðir, langar og stuttar. Hestaferðir em líka óhemju vinsælar. Hvar sem hestar fást leigðir er straumur fólks sem vill ekkert fremur en bregða sér á bak. Margir skjögta heim með marauman sitjandann en jafna sig fljótt og eru óðum komnir af stað afitur. Þannig hefur orðið hrein sprenging í hestaferð- um, löngum og stuttum, inn á hálendið. Gildir þá einu hvort menn eru staddir sunnan heiða eða norðan, austur á fjörðum eða vestur, hesta- ferðir eru inni — engin spuming. Það em líka göngur út um allt og alls staðar. Gönguferðir em nú famar skipulega og óskipulega um allt land af leikum jafiit sem lærðum, ungum og eldri. Talsverður hvati liggur væntanlega í því að göngur eru taldar eitthvert meinhollasta sport sem hægt er að stunda, stælandi fyrir vöxtinn, styrkjandi fyrir lungun og svo lyfta þær sálinni á æðra tilverustig, segja sumir. Það góða við göngur er einnig að með þeim hafa verið uppgötvaðir margir fegurstu staðir landsins, sem guðsélof liggja enn margir fjarri malbikinu. Þannig má nú finna dýrðlegar gönguleiðir, merktar og ómerktar, meðfram ströndinni eins og hún leggur sig (eða næstum því) og ljóst að oft leita margir langt yfir skammt. Á Suður- nesjum er þannig eitthvert frábærasta göngusvæði landsins og Austfirðingar em famir að uppgötva landið í glænýju ljósi, gangandi með gesti sína. Og að sjálfsögðu er gengjð upp í óbyggðir og inn á hálendið. Margar vinsælustu ferðir ferðaskrifstofa og ferðafélaga em einmitt gönguferð- ir, sem sumar taka marga, marga, marga daga. Nú er til dæmis enginn frásagnarinnar verður nema að hafa rölt Laugaveg hinn eystri, þ.e. leið- ina frá Þórsmörk yfir í Landmannalaugar. Þetta er þó aðeins ein fjölda margra leiða sem ljúft er að ganga. Homstrandir em enn einn ævin- týraheimurinn til að heimsækja á tveimur jafnfljótum. Hverju þykir sinn fugl fagur, segir máltækið og er það víst. Menn sjá og skynja landið á svo mismunandi forsendum að ómögulegt er að finna eitthvað sem öllum líkar. Á meðan einn vill fara hratt yfir finnst öðrum betra að taka það rólega. Sumir vilja skoða sig um í ljósi sögunn- ar og frásagna af hetjunum til forna og jafnvel feta í spor þeirra. Aðrir sækja í áhættu og ævintýr. Margir leggja af stað með rómantískar vænt- ingar í bijóstinu og elskuna við hlið sér og enn aðrir vilja bara slaka á í faðmi fjölskyldunnar úti í guðsgrænni og gjöfulli náttúrunni. Og það merkilega er að landið okkar tekur öllu þessu fólki opnum örmum og gefur kost á öllu því sem að framan er talið og meirn til. Spumingin er bara hvort við erum tilbúin að falla í faðm fósturlandsins freyju eða hvort hugurinn leitar til annarra átta.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.