Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 5

Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 5
VESTU RLA N D Fimmtudagurínn 8. júlí 1993 Langjökulsævintýrin endurvakin PRESSAN 5 Enn skora Kristleifur og félagar Kristieifiir Þorsteinsson á Húsa- felli er hreint ekki af baki dottinn í ferðamálum — öðru nær. Enn er hann fullur hugmynda um mögu- leika til ferðaþjónustu og uppbygg- ingar í nágrenninu. Nú heíur hann ásamt fleirum endurvakið starfsemi þá sem sett var upp á Langjökli fyrir hartnær 20 árum og hlýtur án efa að teljast brautryðjendastarf þótt ýmsir hafir orðið til að nýta mögu- leika á öðrum jökulsvæðum síðan. Fór miklum sögum af ævintýrum þeirra sem stunduðu jöklaferðir í þá daga. Langjökull er annar stærsti jökull landsins, 950 ferkílómetrar að stærð og 1355 metrar þar sem hæst er. Búið er að koma upp ágætisað- stöðu við jökulröndina um 30 mín- útna akstur frá Húsafelli, akvegur orðinn ágætur þangað upp eftir og mun aðgengilegra en var í fyrra skiptið. Svo eru fastar ferðir daglega ffá Húsafelli kl. 13. „Við byrjuðum þama 19. júní og undirtektir hafa verið mjög góðar. Við fullreyndum það á sínum tíma að Langjökull er heillandi svæði og það þótti mikill akkur að skíðaað- stöðunni þar. Nú sjáum við ffam á að geta gefið mun fleirum kost á að kynnast ísbreiðunni, ungum jaffit sem eldri. Og kannski heillar þetta ekki hvað síst heimafólk sem hing- að til hefur látið sér nægja að horfa upp á jökulinn úr fjarlægð, en aldrei getað leyff sér að komast svo mikið sem að honum, hvað þá að þjóta um hann á góðum fárartækj- um“, segir Kristleifur. Menn fara hægt af stað, snjóbíll er kominn á staðinn ásamt vélsleð- um og á leiðinni er myndarlegur vagn sem hægt verður að setja aft- an í bílinn fýrir hópa. „I raun geta menn mætt á spariskónum, þama er allt til alls á staðnum. Við stiilum verðinu í hóf til að sem flestir slái til og prófi því þetta er ógleymanleg upplifún. Þá verður líka skíðabún- aður og snjóþotur til leigu, því brekkumar og svæðið þama í jök- ulröndinni er tilvalið til ísleikja alls konar jafnt fyrir börn sem full- orðna.“ Þeir sem áhuga hafa á geta hringt í bílasíma jökulsins 985- 41433. iÓPFERÐIR VLC'nW \ ÆTTARMÓTA 5PUMGÆÐA HÓPBIFRKID/ FRA U TIL 65 I-ARI’EGA LEITIÐ UPPLÝSINGA Bíldshöfða 2a, sirni 685055, Fax 674969 Barbró 12” PIZZA + 2L PEPSÍ KR. 950.- t 16” PIZZA t ♦ + 2L PEPSI KR. 1250.- * ★ Tvö lög af osti á ♦ öllum pizzum! ♦ ★ Þitt val: Þykkar eöa þun- nar! 4 HAMBORGARAR MEÐ OSTI, FRÖNSKUM OG SÓSU + 2 L PEPSÍ KR. 1900.- okkurfá alllrí fjölskyldunnl eltthvad vlö sltt hæfí • bæöi matog c OKEYPIS HEIM- SENDINGAR Barbró * Breyttu tíl! Breiðfírskar sumarnætur ODYRARI GISTING Gisting og golf Gisting, morgunverður imtifalinn, aðgangur að níu holu golfvelli, sauna sem staðsett er í hótelinu og sundlaug staðarins. Gestir geta lagt bilum smurn á bflastæði hótelsins og þurfa ekki að hreyfa hann fyrr en þeir fara. Verð kr. 3.600 á mann í tveggja manna herb. Gisting og eyjaferðir Gisting, morgunverður innifalinn, sigiing með Eyjaferðum um Suðureyjar, ca. tvær klst. Verð kr. 5.660 á mann í tveggja manna herb. Gisting og Flateyjarferð Gisting með morgunverði, sighng með ferjunni Baldri til Flateyjar. Verð kr. 5.300 á mann í tveggja manna herb. Flateyjarferð og útsýnisferð um Vestureyjar Gisting, morgunverður innifahnn, sigling með ferjunni Baldri til Flateyjar og utsýnisferð frá Flatey um Vestureyjar. Verð kr. 6.300 á mann í tveggja manna herb. Hádegisverður frá kr. 795. Kvöldverður frá kr. 1.195.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.