Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 11

Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 11
Fimmtudagurinn 8. júlí 1993 NORÐURLAND PRESSAN I I Síðasti möguleiki til að skoða Dettifoss? Y firlandvörðurinn óttast um svæðið Undanfarið hafa ýmsir orðið til að láta í ljósi áhyggjur af þjóðgarð- inum í Jökulsársgljúfrum í ljósi áformaðra virkunarframkvæmda í jökulsá á Fjöllum. Þetta mikilfeng- lega fljót er önnur lengsta á landsins og rennur úr Vatnajökli að sunnan norður í Öxarfjörð. Jökulsárgljúífin sem áin hefúr mótað í aldanna rás eru stærstu og hrikalegustu árgljúf- ur landsins. I þeim og umhverfis eru margar frægustu náttúruperlur landsins eins og hamrakvosin í Ás- byrgi, Hljóðaklettar, gróðursælar Hólmatungurnar og svo sjálfur Dettifoss sem talinn er einn mikil- fenglegasti foss í Evrópu. Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir yfirlandvörður í þjóðgarðinum seg- ist svo sem ekki óttast frekar um Dettifoss en aðra fallega fossa sem í /ökulsánni eru, en er á því að virkj- unarframkvæmdir af þeim toga sem nú er rætt um, muni leiða af sér eitt allsherjar umhverfisslys á svæðinu, því áin sé enn meginafl í mótun landsins sem taki stöðugum breytingum. En Dettifoss er enn við lýði og því enn tækifæri til að skoða hann í öllu sínu veldi. Tvö tjaldsvæði eru í þjóðgarðin- um, annað í Vesturdal og hitt í Ásbyrgi.'Á báðum stöðum eru landverðir og skipulagðar göngu- ferðir daglega, misjafnlega langar. í þeim er megináhersla lögð á fræðslu um umhverfið og um helgar eru barnastundir fyrir 5-12 ára í sama tilgangi. Þar er farið í leiki og sagðar sögur með það að markmiði að opna augu unga fólksins íyrir um- hverfinu og mikilvægi þess að um- gangast náttúruna af virðingu. Þetta nýtur töluverðra vinsælda og á kannski drjúgan þátt í að Sigþrúður segir úmgengni fara batnandi ár frá ári, minna sé skilið eftir af rusli og er það vel. Siglfirðingar komnir í bomsurnar Þrsðfa síldarævintýrið í uppsiglingu „Hér verður saltað á plönum og dansað á bryggjum sem aldrei íyrr“, segir Theódór Júlíusson, en um verslunarmannahelgina verður ræst í síldarsöltun á Siglufirði þriðja sumarið í röð. „Þessar uppákomur hafa notið mikilla vinsælda, þús- undir manna streymt í bæinn og tjald við tjald risið suður um allan íjörð. Margir koma til að endur- upplifa stemningu sem þeir kynnt- ust af eigin raun þegar síldin var og hét, aðrir einfaldlega til að taka þátt í iðandi mannlífi og gegndarlausri fjölskylduskemmtun frá morgni til kvölds.“ Siglfirðingar standa nú upp að hnjám við undirbúning og búið er að leggja drög að fjögurra daga stanslausri dagskrá. Hún hefst fimmtudaginn 29. júlí og stendur fram undir morgun á mánudegin- um. Að sjálfsögðu er ræst í síldar- söltun upp á gamla mátann og tækifæri til að dusta rykið af gömlu töktunum og stíga svo vals við dúndrandi nikkuleik. Það verður íjölbreytttónlist og tívoí, leiklist og myndlist, dansleikir og dorgveiði, svo eitthvað sé nefht. Oll þjónusta verður í fullum gangi, verslanir opnar, sundlaugin og hestaleiga, skemmtisiglingar og stangveiði og auðvitað verður Síldarminjasafnið opið. Semsagt gargandi gleði alla helgina og þeir sem ekki búa hjá frændum og frænkum geta valið um hótelherbergi, svefnpokapláss og tjaldstæði innan bæjar og utan við. Hofsós fær andlitslyftingu: Gömlu húsin og kleinurnar í Sólvík draga að Hofsós við austanverðan Skaga- jjörð var í eina tíð einn helsti versl- unarstaður á svæðinu. Þangað voru ferðamenn ekki vanir að venja komur sínar en nú þykir eftirsókn- arvert að koma við og margt að sjá. í elsta hluta bæjarins, niðri í plássi sem kallað var, standa nokkur gull- falleg, gömul hús sem búið er að gera upp svo glæsilega að athygli vekur og mynda þau nú orðið nokkuð samstæða þorspmynd. Potturinn og pannan í þessari endurreisn er Valgeir Þorvaldsson smiður og bóndi á Vatni sem fékk ýmsa aðila til liðs við sig og hófst handa við að gera upp elsta húsið, Pakkhúsið. Það var flutt tilhöggvið hingað til lands og byggt árið 1777 af hinni konunglegu Grænlands- verslun. „Þegar maður sá hvað þetta var glæsilegt var ekki um annað að ræða en að halda áfram og byggja upp fleiri og nú eru þetta orðin um 10 hús. Sum eru nýtt undir at- vinnustarfsemi og önnur sem íbúð- arhús. Þarna á meðal er líka gamla hótelið, þar sem nú er rekin Veit- ingastofan Sólvík. Þangað sækir fólk mikið í kaffi og heimabakað, rammíslenskt bakkelsi. Nú erum við að endurgera gamla kaupfélags- húsið sem byggt var 1910 og draumurinn er að reka þar verslun með aldamótasniði", segir Valgeir. Endurreisn gömlu húsanna hefur haft örvandi áhrif á mannlíf á Hof- sósi en þar búa um 230 manns. Sagt er að andlitslyftingin ein hafi valdið talsverðri eftirspurn eftir húsnæði og um leið hækkun á fasteignaverði á svæðinu. í íyrrasumar komu í Sól- vík um 3.000 ferðamenn og í sumar er gert ráð fyrir allt að 5.000 manns eða um 70% aukningu. Geri aðrir betur! Annaðhvort að hrökkva eða stökkva sögðu Kolbrún og Jóhannes á Rauðuskriðu og byggðu gistiálmu ofan á íbúðarhúsið Bændagisting blómstrar nú orðið víða um land og enn bætast við skemmtilegir gististaðir. í júlí í fyrra opnuðu Kolbrún Úlfsdóttir og Jóhannes Haraldsson glænýja gistiálmu í húsi sínu á Ftauðuskriðu í Aðaida\. „Það var annaðhvort að hrökkva eða stökkva fyrir okkur, annað- hvort að finna sér eitthvað til viðurværis eða flytja á möl- ina. Við tókum þennan kost“, segir Kolbrún. Þau eru býsna vel staðsett við þjóðveginn milli Húsa- víkur og Akureyrar og bjóða uppbúin rúm og fæði fyrir þá sem vilja. Auk ferðaþjónustunnar eru þau með tæplega 50 hross. Af þvf leiðir að hestaleiga er drjúgur þáttur í starfseminni því flestir nýta þann möguleika að bregða sér á bak. Aðrir leigja reiðhjól og svo fást einnig veiðileyfi í nærliggjandi vötn. „Hér er svo ótalmargt við að vera að sumir dvelja allt upp í 3 vikur hjá okkur. Helst eru það útlendingar sem það gera en þeirra ferðavenjur eru talsvert ólíkar því sem ís- lendingar temja sér. Sumir fara til dæmis margoft á sömu staði eins og Mývatn því þar er svo margt að skoða. Og hið sama er að segja um Jökuisárgijúfrin. Einn dagur dug- ar hvergi til að kynnast þeim. Og það eru ekki bara þessir þekktu staðir hérna nálægt sem fólk vill heimsækja, heldur einnig minna þekkt svæði sem ekki eru síður skemmtileg. Til dæmis má nefna leiðina hérna út að Björgum og svo Fiateyjardaiinn en þangað er aðeins fært góðum jeppum. Gestir eru ýmist á eigin bíl eða nýta sér áætlunarbílana sem aka hérna framhjá . Síðan er gengið og riðið út þegar það hentar betur. Síð- sumars er svo yndis- legt berjaland hérna allt um kring á heið- unum og urmull af gæs og rjúpu þegar hausta tekur. Þetta er einfaldlega yndis- legt svæði“, segir Kolbrún. IÓPFERÐ1RVEGNA ÆTTARíWÓTA __JMGÆÐA HÖPBtFREtt,- FRA 12 71L 65 FAKPEGA SITIÐ UPPIXSINGA ÍPFERÐAMIÐSTC Bildshöfða 2a, ni 685055, Fax 674969

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.