Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 24
H J O L F I M
Fimmtudagurinn 8. júlí 1993
24 PRBSSAN
A ferð um landið — hjólandi
Dlýsanleg tilfinning
að fá veður og vinda
beint í æð
segir Þórður Höskuldsson sem hefur nú atvinnu af hjólreiðum
O CONWAY
Hjólreiðar eru tískusport á fs-
landi. Þeir sem ekki skokka, hjóla
— alla vega um götur Reykjavík-
ur. Reiðhjól rjúka út í verslunum
og svonefnd íjallahjól með 21 gír
og öflugum átaksbremsum eru
orðin almenn eign, jafnvel smá-
bama. En fjallahjólin sem bera svo
voldugt nafn standa fæst undir
lengri ferðalögum hér á landi. Til
þeirra þarf öflugri búnað og þá er
komið út í aðra sálma.
Þórður Höskuldsson fékk
(ðjólabakteríuna fyrir tveimur ár-
um þegar hann starfaði sem sölu-
maður hjá GÁP. Hann fékk sér
þokkalegt hjól og fór fljótlega að
bregða sér í styttri ferðir út fyrir
borgina, enda vanur ferðamaður,
þótt fram að því færi hann mest á
vélhjólum. Hjólreiðarnar urðu
reyndar þvílík ástríða að árið eftir
var pilturinn farinn að lóðsa er-
lenda hjólreiðamenn í langferðir
um ísland á reiðhjólum. f sumar
heldur hann uppteknum hætti og
fjórar 14-daga ferðir eru á dag-
■skránni. ísland þykir henta ákaf-
‘lega vel til hjólreiða og hefur
margoft fengið úrvals umsögn.
„Það er ólýsanleg tilfmning að
ferðast um á reiðhjóli og fá landið,
veður og vinda beint í æð“, segir
Þórður.
„íslendingar eru sjálfir skammt
á veg komnir í hjólreiðum um
eigið land. Við erum ekki margir
sem hjólum reglubundið utan
þéttbýlis en hópurinn stækkar þó
ört. í raun geta allir hjólað og það
þarf ekkert óhemjuþol til að byrja.
Gott er að fara í 35-50 km ferðir
4if að byija með og lengja þær svo
smám saman. í lengri ferðum fer
maður sjaldnast meira en 70-80
km í einu yfir daginn og sé því
dreift á 10-12 tíma er það ekki svo
mikil yfirferð. Svo er þolið fljótt
að byggjast upp,“ segir Þórður.
Hann segir nauðsynlegt að eiga
lágmarksútbúnað og hafa lág-
marksþekkingu til að bera áður en
lagt er af stað. „Þú þarft að kunna
skil á ákveðnum grunnatriðum
eins og að gera við þegar springur
eða keðjan slitnar og hugsanlega
einnig að stilla gíra og bremsu-
búnað. Nú bjóðast orðið nám-
skeið þar sem þetta er kennt og
jafnframt er ráðlagt um nauðsyn-
legan búnað. Þú þarft til dæmis að
vera með góðan bögglabera og
sérstakar hjólatöskur undir far-
angur og svo skiptir miklu að vera
í góðum skóm með stífum sóla.
Hjólreiðar henta mér vel til
ferðalaga því ég nýt þess að geta
ferðast um í margbreytilegu
landslagi, geta ráðið för minni,
staldrað við þar sem mig langar til
án nokkurrar fyrirhafhar og hag-
að seglum eftir vindi. Hjólreiða-
maðurinn getur leitað uppi fá-
farna vegi, sem oft er til dæmis að
finna meðfram ströndinni, og
þannig ferðast um svæði sem þú
ferð ekki akandi á bílnum þínum.
Góð hjól þola alveg þótt ferðast sé
á lélegum vegi. í lengri ferðum er
mikilvægt að skipuleggja ferðina
fyrirfram, gera áætlun um hvert
farið skuli dag hvern og gefa sér
svo ákveðið svigrúm til að bregða
út af áætlun ef veður eða annað
gefur tilefni til þess.“
Persónulega segist Þórður hrif-
inn af Reykjanesinu til hjólreiða og
svo Strandasýslu. „Strandirnar eru
ákaflega skemmtilegt hjólreiða-
svæði. Landslag er tiltölulega fjöl-
breytt og svo hefur maður sjóinn
ævinlega nálægt sér.“ Síst vill
hann fara um hálendið sem sé
seinfarið og landslagið verði fýrir
vikið ffernur einsleitt.
„Ég ráðlegg hins vegar öllum
sem áhuga hafa á hjólreiðum til
ferðalaga að setja sig í samband
við fslenska fjallahjólaklúbbinn.
Þar er margvíslega fræðslu og
upplýsingar að hafa, auk skipu-
legra ferða, styttri og lengri, sem
farnar eru á vegum klúbbsins og í
samvinnu við ferðafélög", segir
Þórður.
Við tökum bara undir það og
bendum á síma ÍFK sem er 91-
25706.
TITANhf
LAGMULA 7
SÍMI 814077
VERÐKR 329.750 ™
Með fortjaldi
Rúmgóður 4-6 manna tjaldvagn með fortjaldi,
á sérstyrktum undirvagni og 13" hjólbörðum.