Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 4

Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 4
VESTU RLAND 4 PRBSSAN Snæfellsjökull töfrar og tælir Fimmtudagurinn 8. júlí 1993 Óljóst hvort krafturinn dregur til himins eða heljar Snœfellsjökull dregur til sín mann- fólkið eins og segull. Þarf kannski engan að undra því jökullinn er ægi- fagur þar sem hann ber við himin yst á samefndu nesi. Dularfullur er hann í það minnsta því ýmist er honum líkt við sjálfa paradís eða lýst iem inngangi til helvítis. Þeir sem reynt hafa segja reyndar margt valda því að undir jökli sé stórfenglegt að dvelja. Það samþykk- ir Tryggvi Konráðsson „staðarhald- ari“ á Amarstapa, sem m.a. fer með ferðalanga á vélsleðum upp á jökul. Segir reyndar hvergi betra að vera og þekkir hann þó víða til, enda fýrrum rútubílstjóri. f nágrenni jökulsins hefur risið upp blómleg ferðaþjón- usta undanfarin ár enda kominn skotvegur alla leið. Hótelið á Búðum er smekkfullt flestar helgar og ögn vestar á Arnarstapa er komin fjöl- þætt þjónusta ætluð ferðalöngum. Þar má velja um tjaldstæði, uppábú- in rúm og svefnpokapláss. Straum- urinn þama vestur hefur svo skilað sér í talsverðri umferð ferðamanna norður fyrir nesið yfir á Rif (talið stærsta kríuvarp heims)!Hellissand og Ólafsvík þar sem landið fær enn nýtt andlit. Gönguleiðir eru óteljandi allt í kringum jökulinn og strandlengjan þarna vestast á nesinu hreint ævin- týraleg, fallegar klettamyndanir til dæmis í Lóndröngum og Þúfubjargi, líflegt fúglalíf og svo magnaðar sög- ur af fólki fyrr og síðar. Enn er tals- verð útgerð frá Arnarstapa og þar hefúr lifriað yfir byggð með endur- gerð gamalla húsa á svæðinu eins og frést hefúr af. Yfirgefnar verstöðvar í Hellnum og Dritvík bera hins vegar vitni blómlegu athafnalífi fýrr á öld- um. Þá má ekki gleyma veiðimögu- leikunum í nágrenni við jökulinn, frægu Vatnasvœði Lýsu (leyfi seld á Görðum, sími 93-56719) og Vatns- holtsvötnum (veiðileyfi í Vatnsholti, sími 93-56726). Hellaskoðun í Hallmundarhrauni: Fetað í fótspor Hólapeyja Húsfreyjan í Kalmanstungu, Ásta Sigurðardóttir, hefur um nokkurt skeið boðið vikulega leiðsögn í Surtshelli í Hallmundarhrauni. Lagt er af stað frá þjónustumiðstöð- inni Húsafelli kl. 13 á mið- vikudögum, hver á sínum bíl, 16 km leið að hellinum sem talinn er rúmlega 1300 metra langur. Fyrst er farið í nyrsta opið, niður í svonefndan Beina- helli þar sem segir í Land- námu að útlægir námspiltar úr Hólaskóla hafi sest að og mannvistarleifar er enn að finna. Ásta segir skemmti- lega frá þessari frægu sögu en fjölmörg örnefni í ná- grenninu eru sótt í hana, þar á meðal Eiríksjökull. Frá Beinahelli er farið í íshellinn sem er afar sérstæður með sínar ótrúlegu klakamynd- anir. Ferðin tekur í allt 2-3 klukkustundir og er að sögn Ástu öllum fær svo fremi sem þeir eru sæmilega skó- aðir, enda ferðirnar í upp- hafi hugsaðar fyrir sumar- húsafólkið á svæðinu. Þær hafa hins vegar spurst út og eru nú orðnar býsna vinsæl- ar. Ferðin kostar 300 kr. fyrir manninn. Gerum ekki margt í einu við stýrið.. Akstur krefst fullkominnar einbeitingar! yUMFERÐAR RÁÐ

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.