Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 27

Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 27
T Fimmtudagurínn 8. júlí 1993 VESTURLAND PRESSAN 27 Jöklaferðir á Mýrdalsjökli: Stuttar eða langar ferðir eftir því sem pyngjan leyfir Þeir sem einu sinni ánetj- ast jöklaferðum eygja litla von um bata. Það er eitt- hvað ólýsanlegt — svo tært og magnþrungið við standa uppi á jökulbungu og horfa yfir ísbreiðuna sem engan endi virðist taka. Og það sem meira er — það er orð- ið minnsta mál að komast upp á jökla. Mýrdalsjökull er ágætt dæmi, en hann gnæfir allt upp í 1450 m hæð, svo ekki þarf að orðlengja um útsýn- ið. Er ísbreiðan talin um 700 ferkílómetrar. Þar sem víðar er boðið upp á jöklaferðir. Búið er að koma upp mynd- arlegum fjallakofa við jökul- röndina (sími 985-37757) og þangað hægt að mæta allt sumarið og bregða sér á snjósleða. Vel akfært er þarna upp eftir, jafnvel á fólksbílum, en brýnt að slaka á bensínfætinum og haga akstri effir aðstæðum. 11 km langur vegur liggur frá þjóðvegi 1 framhjá bæn- um Sólheimatungu upp eftir heiðunum. Uppi á jöklinum bíður heitt kaffi, bráðhressir leiðsögumenn, 25 vel út- búnir snjósleðar, gallar, stíg- vél og allur búnaður sem til þarf, svo ekki er þörf á að klæða sig sérstaklega fyrir slíka ferð. Tveggja tíma ferð á sleða með leiðsögumanni frá Snjósleðaferðutn hf kostar um 3.900 krónur fyrir manninn en hægt er að velja um stuttar ferðir og langar. Vinsælt er að fara Kötlu- hringinn svonefnda og svo yfir á Eyjafjallajökuk en það er drjúgur spotti og tekur ferðin allt upp í 6 tíma. Svo sértu á svæðinu á góðviðris- degi, þá er þetta ein af ógleymanlegum lykkjum sem leggja má á leið sína. Eyrarbakki og Stokkseyri I beinni sundlínu við suðurskautið Sagt er að hægt sé að synda beina leið frá suðurströnd íslands á suður- heimskautið. Það er reyndar ekki svo erfitt að ímynda sér þegar gengið er eítir strandlengjunni sunnan við Eyrarbakka og Stokkseyri þar sem ekkert blasir við nema sjórinn, oftast grár og úfinn. Þetta svæði hefúr oft reynst sjómönnum erfitt yfirferðar og ófáir bátamir hafa farið þar niður. Fjaran er þó víða skemmtileg til gönguferða og margir stunda þetta svæði einmitt til þörungatínslu. Eyrarbakki og Stokkseyri, ásamt Þorlákshöfn hinum megin við ölfusár- ósa, hafa færst æ betur inn á landakort ferðamannsins á Suðurlandi eftir að brúin var lögð yfir ósinn. Hefur við það opnast skemmtileg hringleið og heimamenn um leið tekið höndum saman um að lífga við margs konar starfsemi á svæðinu. Skemmtileg söfn er þarna að finna, bæði í sjóminja- safninu á Eyrarbakka og Þuríðarbúð á Stokkseyri. Á Eyrarbakka var líka fyr- ir skemmstu opnuð menningarmiðstöð og kaffistofa sem vinsælt er að heimsækja, en þetta svæði hefúr einmitt löngum laðað til sín listamenn, innlenda og erlenda. Eyrarbakki hefúr einnig að geyma fjölda gamalla og vel varðveittra húsa sem bera vitni um það öfluga athafúalíf sem þar þreifst þegar staðurinn var miðstöð verslunar og viðskipta á Suðurlandi. Og svo má ekki gleyma Guð- laugi Pálssyni kaupmanni á Eyrarbakka sem enn stendur innan við búðar- borðið kominn á tíræðisaldurinn. Kynnist eigin landi íferð með Ferðafélaginu og með lestri Árbókanna. Árbækurnar eru ein besta íslandslýsing sem völ er á. Árbókin 1993 nefnist: Við rætur Vatnajökuls. Byggð, íjöll og jöklar. Höfundur er Hjörleifur Guttormsson. Þessi bók er ómissandi öllum þeim sem ferðast um Austur- Skaftafellssýslu. Þið eignist hana um leið og þið gerist félagar í Ferða- félaginu. Félagar fá auk þess afslátt af ferðum og gistingu í 31 sæluhúsi. Afsláttarkjör gilda einnig fýrir maka og börn. Árgjaldið er 3.100 kr. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni, Mörkinni 6, sími 91-682533, símbréf 91-682535. Gangið í Ferðafélag íslands! Sumarævintýri á Hótel Eddu Menntaskólanum Laugarvatni Hin frábæru hlaðborð okkar verða með nýju sniði í sumar. 10. júlí Sjávarréttarhlaðborð. Leyndardómar undirdjúpanna kannaðir. 17. júlí ítalskt hlaðborð. Allir helstu og bestu þjóðarréttir ítala koma syngjandi inn á hlaðborðið. 24. júlí Asíuævintýri. Allt frá Indlandi til Kína, frábærir og spennandi réttir frá þessari framandi heimsálfu. 31. júlí Verslunarmannahelgarstuð. Hlaðborð með öllu, fiskur, kjöt og pasta. Öll kvöldin fáum við gestakokka sem eru sérfræðingar í þjóðlegum og spennandi réttum. Sjáumst í sumarskapi!

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.