Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 18

Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 18
AUSTURLAND 18 PRESSAN Fimmtudagurinn 8. júlí 1993 Enn er sælt í Suðursveit Sveitalífið heillar borgarbörnin „Eru þetta hestamir?" spurðu bömin sem þustu út úr bílnum og beint út í haga þar sem kýmar voru á beit. Nei, þetta er ekld brandari og ekki þjóðsaga. Spumingin var borin upp í bamslegri ein- iægni eins og hún gerist hvað ósviknust og bömin stödd að Smyrlabjörgum í Suðursveit. Þangað flykkjast nú ferðalangar f bændagistingu fjórða sumarið í röð í leit að ósvikinni sveitasælu. Gamalt fjós og hlaða sem reist voru 1937 hafa fiengið nýtt hlutverk sem gististaður með 10 herbergjum, vistlegri setustofú og ágætum borðsal. „íslendingum fjölgar jafnt og þétt í hópi gesta og þá ekki hvað síst fjölskyldufólki", segir Laufey Helgadóttir húsfteyja sem þama býr ásamt eiginmanni, fjómm börnum og tengdafbreldrum. Bær- inn stendur á fallegum stað uppi í fjallshlíðinni og dregur nafn sitt af klettunum ofan við. Smyrill sést hér öðm hvom en sennilega hefúr verið meira af honum áður fýrr. Smyrlabjörg virðast hins vegar dæmigerður draumastaður fjölsl<yldufbll<s sem sækir af mölinni og út í sveitarómantíldna og slíka staði má nú orðið sem betur fer finna vftt og breitt um landið. „Fólk dvelur frá einni nóttu og upp í heila viku, allt eftir því eftir hverju er verið sækjast. Margir hafa hér aðsetur og fara í ferðir um nágrennið, — upp á jökulinn, út í Ingólfehöí&a, austur í Lón eða jafnvel á Djúpavog og svo auðvitað á Höíh, en þangað em um 50 km. Enn aðrir halda sig nær, nýta sér fallegt göngusvæðið í kring, bregða sér á hestbak með börnin eða í veiði ofan við bæinn. Ánægjulegast er þó að sjá ósvikna gleði barnanna sem hér geta farið um allt að vild. Við emm með hunda, hænur, gæsir og endur, fyrir utan 20 l<ýr og 300 kindur, svo þetta er ósvikinn sveita- búsl<apur. Oft fær maður á tilfinninguna að blessuð bömin hafi aldrei út fyrir malbikið komið og þau spyrja óspart. Foreldramir hafa líka komið skemmtilega á óvart því þeir eru fljótir að vinda ofan af streitunni og njóta samvistanna við bömin í sumarleyfinu," segir Laufey sem auk ferðaþjónustunnar annast ljósmóðurstörfin í sýslunni ásamt móður sinni og því býsna vön því að mannfólkið geri lítil boð á undan sér. Landinn fer sjaldan út af hringveginum segir Örn bóndi í Húsey Yst í Hróarstungu á bænum Húsey er rekin sér- stæð ferðabiönusta sem hinsað til hefur einkum werið notuð af erlendum ferðamönnum. Örn Þorleifsson bóndi rekur hér farfuglaheimili og býður að auki 8 daga hesta- og skoðunarferð sem um margt er ólík því sem annars staðar þekkist. „Ég hef þann háttinn á að fólk fær hest til umráða um leið og það kemur og hefúr hann í sinni um- sjá þangað til það kveður. Byrjendur fá nauðsyn- lega tilsögn og geta auðvitað alltaf leitað til okkar en ég legg mikið upp úr því að hver sinni sínum hesti. Síðan förum við daglega í ferðir héðan enda ýmislegt að skoða. Nálægt okkur er gamli torf- bærinn á Galtastöðum fremri og Laxárvirkjun er ekki langt undan. PFíRÐlR VE( ÆTTARMÖTA M C/tÐA HÖI’BlFMtt 12 m 65 I <;a D UPPiÝSlNC EROAMIÐSTC Bíldshöfða 2a, 685055, Fax 6749 Svo eru hér sögu- slóðir Páls Ól- afssonar skálds og á milli útreiðar- túra er gjarn- an skroppið niður á Borg- arjjörð. Það er alltaf nóg við að vera.“ örn er einn fárra sem enn nytjar sel enda mikil selabyggð á áreyrun- um l'ÍPPÍa skarnmt frá hænum út í --------**DCV.......... Xiv* -------- * Héraðsflóann. Og stundum tekur örn jafnvel einn og einn í fóstur heim á bæinn. „Já, af og til rekst ég á nýgotna kópa sem flæmst hafa undan kæpunum þegar vex í ánni. Þeirra bíður lítið annað en að verða æti vargfúglanna, svo stöku sinnum hæn- ist að mér einn og einn. Og auðvitað tek ég ástfóstri við þá rétt eins og allar aðrar lífverur sem alast upp hjá manni. Annars er ég eingöngu með hross ef frá eru taldar 3 hænur, 2 gæsir og 1 dúfa“, segir Húseyj- arbóndinn. Hann hefur ekki þurft að kvarta yfir ágengni íslendinga fram að þessu, „enda erum við 30 km leið út frá þjóðvegi 1 og af honum fer landinn ekki ótilneyddur“. Húsey er þó aðeins 60 km norður af Egils- stöðum og þaðan er stutt í heillandi staði eins og Dyrfjöllin og Borgarfjörð eystri. Allmargar fjölskyldur hafa tekið ástfóstri við staðinn og koma sumar eftir sumar enda bærinn og umhverfið heilt ævintýri fyrir börn. Örn er heldur ekki óvanur unga fólkinu því á veturna kennir hann við barnaskólann á Brúarási. Þeir sem vilja geta hringt í Örn í síma 97-13010. Á heyvagni út í Ingólfshöfða ótilneyddur Þótt menn leggi niður hefðbundinn búskap er ekki þar með sagt að öll sund séu lokuð eins og fjölda margir bændur víðs vegar um landið hafa sýnt og sannað. Ótrúlega skemmtilegar hugmyndir hafa vaknað og ein þeirra hjá Sig- urði Bjamasyni á Hofsnesi sem býður ferðamönnum skoð- unarferðir á heyvagni sem dreginn er af dráttarvél út í Ing- ólfshöfða. Höfðinn hefur löngum vakið athygli oa þar er fjöl- skrúðugt fuglalíf. Einnig eru þar selir og oft má sjá smáhveli að leik úti undan sandinum. Sigurður ferð þijár ferðir dag- lega frá flugvellinum á Fagurhólsmýri og kostar ferðin 500 krónur fyrir manninn. SHELL SKÁLINN á Höfn alhliða þjónusta við ferðamanninn Veitingastaður Söluturn réttur dagsins bensínafgreiðsla steikur gasþjónusta skyndibitar ÓSÍNN og margt, margt fleira © ,/, HAFNARBRAUT 38 • SÍMl 81913 Shell LeihiO undir berum himni á Eiflum Útileikhús eru ekki algeng hér á landi af augljósum ástæðum. Óvíða er hægt að treysta svo á veður að menn ráðist út í slíkar framvæmdir. Héraðsbúar eru þó hvergi bangnir enda svæðið orðlagt fyrir veðurblíðu á sumrin. Nú er búið a setja á stofn úti- leikhús sem heldur sýningar á Eiðum vikulega á miðviku- dagskvöldum fram yfir miðjan mánuðinn. Á dagskránni er frumsamið efni sem byggir á austfirskum þjóðsögum og fjall- ar jafnframt um líf meðal bænda og þá tilveru sem fylgdi síldinni á sínum tíma. Sýning- arnar eru fjörugar og glaðvær- ar, mikil tónlist, dans og söngur og í lokin bjóða kvenfélagskon- ur á svæðinu veitingar. Eiðar eru orskotsleið frá Egilsstöðum og þar eru m.a. tjaldstæði. Miðar fást víða en m.a. við inn- ganginn og þeir sem ekki eru á bíl geta fengið rútuferð frá Eg- ilsstöðum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.