Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 13

Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 13
NORÐURLAND Fimmtudagurinn 8. júlí 1993 PRESSAN 13 Mikið líf áFjöllum Hjólafólki fjölgar en puttalingum fækkar Austasti bær í Þingeyjarsýslum er Grímsstaðir á Fjöllum. í sama túninu er Grímstunga þar sem blómlegur búskapur var um ára- bil en hefúr nú lagst af. Á þess- um fyrrum afskekkta stað sem stendur um 380 metra yfir sjáv- armáli er talverð þjónusta við ferðamenn, tjaldstæði og verslun á Grímsstöðum og bændagisting í Grímstungu. Fyrrum húsfreyjan í Grím- stungu um 40 ára skeið, Kristín Axelsdóttir, mætir heim í Fjöllin á vorin ásamt vinum og vanda- mönnum og tekur á móti ferða- mönnum í uppbúin rúm og svefnpokapláss allt sumarið, enda umferð mikil eftir hring- veginum sem liggur fram hjá bæjunum. „Ég get hvergi annars staðar verið á sumrin. Kannski er það kyrrðin sem heillar en andrúmsloftið á Fjöllum er allt mjög sérstakt, eða eins og einn kunningi minn sagði: Hér er maður nær sólinni. Héðan ligg- ur leið margra inn á hálendið, í Herðubreið og Öskju, svo dæmi séu tekin og svo er auðvitað J ök- ulsárgljújrið hér norðan við okk- ur.“ Kristín segir umferð stöðugt fara vaxandi og að sjá megi tal- verðar breyingar á ferðamáta fólks undanfarin ár. Til dæmis hafi svonefndum puttalingum fækkað mjög , en hjólafólki hafi fjölgað að sama skapi, bæði á reiðhjólum og vélhjólum. TÖLT í TAKT VIÐ BEETHOVEN OG BRAHMS Skagfirskir gæöingar eru til sýningar og leigu víös vegar um Skafíaflnrftinn. Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar Skagajjörður er nefhdur? Væntanlega hestar því Skag- firðingar eru jú öðrum frægari fyrir afbragðs gæðinga og árangur í hestarækt. Það er því ekki að undra þó hestasport sé eftirsótt afþreying þeirra sem heimsækja þetta grösuga og söguffæga hérað I Skagafirði mikill fjöldi af hestaleigum og hesta- ferðir bjóðast stuttar sem langar. Jafnvel á kvöldin þegar kyrrðin færist yfir er hægt að bregða sér í stutt- an reiðtúr á vegum Hótels Áningar á Sauðárkróki og víðar ef að líkum lætur. Einna mesta athygli undan- farið hafa þó vakið hestasýningar sem haldnar eru flesta daga á Vindheimamelum. Þær hófust í fyrra- sumar og áður en varði voru gestir orðnir vel á annað þúsundið. Á sýningunum er hesturinn kynntur, sagt ffá eðli hans, notkun og fjölbreyttum gangtegundum. Þá eru teymdir ffam valdir gæðingar sem sýna hinar ýmsu gangtegundir við tilþrifamikil tónverk Beetho- ven og Brahms. Þar má víst oftar en ekki sjá ýmsa frægustu gæðinga landsins með sjálfan Hrímni í broddi fylkingar. í lokin fá svo allir kaffi og meðlæti að hætti skagfirskra húsmæðra. Þetta er ósvikin skemmtun og um leið ffæðandi fyrir alla Ijölskylduna Þröstur Leó Gunnarsson, leik- ííri.“Það er auðvelt að svara þessari spurningu. Heima á Bíldudal í logni. Margrét Helga Jóhannsdóttir, /ei7cflri.“Borgarfjörður eystri. Ég hef nú reyndar aðeins dvalið þar í leikferðum em það er alveg magnað umhverfi þama“. FERÐAFÓLK OG NÁGRANNAR SÖLUSKÁLI BILLANS LÆKJARGÖTU 8, SIGLUFIRÐI - SÍMI 96- 71562 OPIÐ frá kl. 11.30-24 alla daga vikunnar Höfum upp á að bjóða grillrétti - kaffi og kökur — ís og sæigæti Veríð velkomin _________________________ ✓ GR EKKILIFID DASAMLECT? Þegar lconan skammast í framsætinu, kallinn gleymdi heymarhlífunum, uppáhalds liðið a5 spila í beinni útsendingu, krakkamir snarvitlausir aflur í, kærulausar rollur við pjóðveginn 09 gamall kall með hatt búinn að vera á undan þér á sínum Moscovits síðustu 100 kilórpetranna. Hvað er pá betra en að stoppa í Veitingaskálanum BRU, teygja úr sér, nærast og hlaða rafhlöðurnar. Munau svo bara að vera á undan Moskavitseigandanum út. VERIB VELKOMIN 4 AKIÐ VARLEGA MEÐ BELTIN SPENNT OG SYNIÐ TILITSEMII UMFERÐINNI.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.