Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 21
AU STURLAND
Fimmtudagurinn 8. júlí 1993
PRESSAN 21
Gistikóngar íslands?
Frændurnir Kjartan eldri og Kjartan yngri
bjóða fjölbreytta gistimöguleika vítt og breitt um landið
Kunnugir segja að þegar þeir mæta saman í íjölskyldu-
boð, frændurnir Kjartan Lárusson framkvæmdastjóri
Ferðaskrifstofu íslands (sá eldri) og Kjartan Steinsson
ffamkvæmdastjóri Bandalags íslenskra farfugla (sá yngri),
þá sé helsta umræðueffiið hvor sé nú orðinn stærri í gisti-
bransanum á fslandi. Báðir telja sig að sjálfsögðu hafa
vinninginn. Sá eldri státar af 17 Edduhótelum víðs vegar
um landið en sá yngri af nær samfelldri keðju 25 farfugla-
heimila hringinn í kringum landið. Um fjölda rúma fer
færri orðum enda varla sanngjarnt að vera með beinan
samanburð. Nær væri að benda á þá fjölbreytni sem allir
þessir möguleikar gefa íslendingum til gistingar á ferð um
landið og óhætt að fullyrða að allir geta fundið eitthvað við
sitt hæfi.
„fslendingar hafa nýtt sér Edduhótelin talsvert í gegnum
árin en maður veit aldrei fyrr en í vertíðarlok hvar og hve-
nær þeir hafa verið á ferðinni. Ferðalög landans stjómast
aðallega af einum þætti — veðrinu — og um það spá fæst-
ir fyrr en eftir á“, segir Kjartan eldri. „Á síðasta ári voru
gestir okkar samtals 52 þúsund og þar af vom íslendingar
38%. Enda held ég að gisting og verðlagning hennar sé
ekki aðalhindmn íslendinga á ferð um landið heldur mat-
arverð. Þar er vonandi verið að stíga skref til úrbóta með
lækkun virðisaukaskattsins en þarf að ganga enn lengra.
Fólk getur hæglega sniðið gistiútgjöldin að eigin greiðslu-
getu, en það hættir ekki svo glatt að borða“.
Farfuglaheimilin hafa hins vegar, að sögn Kjartans yngri,
liðið talsvert fyrir neikvæða ímynd sem á sér enga stoð í
dag. Margir virðast halda ennþá að gisting á farfuglaheim-
ilum sé bundin við stóra sali þar sem tugum manna sé
staflað í eina flatsæng. En það er mjög fjarri raunveruleik-
anum. „Við bjóðum upp á sams konar gistingu og önnur
KJARTAN STEINSSON og KJARTAN LÁRUSSON meö altt á hreinu
gistiheimili, þ.e. svefnpoka-
pláss í herbergjum og með
aðgangi að eldhúsi. Víða er
einnig boðið upp á uppbúin
rúm. Aðbúnaður farfugla-
heimila hér á landi hefur
gjörbreyst með auknum
kröfum ferðamanna og í
takt við þá þróun sem þekk-
ist í nágrenni við okkur. Við
teljum okkur bjóða verulega
fysilegan kost fyrir fólk sem
vill halda gistikostnaði í lág-
marki og það á lrannski ekki
síst við um fjölskyldufólk.
Hvað sem nafni minn segir,
þá hafa kannanir sýnt sam-
drátt í hótelgistingu sem
skrifast einkum á hátt verð-
lag. Okkar helsti markhópur
næstu árin verður því án efa
lslendingar“.
Við hættum okkur ekki út
í ffekari rökræður þeirra um
þetta efni en spyrjum um
sumarleyfisáformin. Þeir
brosa báðir út í annað að svo
grunnhyggnum spurningum. „Fólk sem starfar í ferða-
bransanum hér innanlands fer ekki í sumarfrí, svo einfalt
er það nú. Við förum hins vegar af stað yfir veturinn og þá
gjarnan til fjarlægari staða,“ segir sá eldri og bætir við að
draumastaður sinn um þessar mundir sé paradísareyjan
Bora Bora í Pólonesíu. Hér heima séu það hins vegar Hom-
strandir sem bíði heimsólaiar, „en þær verður nú að bíða
enn um sinn“.
Ungi maðurinn hyggst hins vegar fara vítt í sumar vegna
vinnunnar og heimsækja þau farfuglaheimili sem hann á
enn eftir að skoða með eigin augum. „Annars er Þórsmörk-
in minn uppáhaldsstaður og ég er reyndar búinn að koma
þangað í sumar á göngu yfir Fimmvörðuháls. Þar áður gekk
ég á SnœféllsjökuL, en þetta em allt stuttar ferðir sem tak-
markast við helgamar“.
Jöklaferðir í Skaftafellsýslum:
Útsýnt úr
(öklaseli slsr
út bæði Grillið
og Perluna
Jöklaferöir á snjósleðum geta verið ógleymanlegar
Fáar greinar ferðaþjónustu hafa sprottið upp af jafhmiklum krafti og jöklafierðir. Austur í
Skáleifellsjökli eru Jöklaferðir hf. með aðsetur og jóar sem víðar er boðið upp á stuttar ferðir
og lengri upp á jökulinn. Skálafellsjökull er skriðjökull úr Vatnajökli, tæplega klultkustunda-
rakstur vestur frá Höfh í Homafirði. Þar uppi í 840 m hæð, á Hálsaskeri, er búið að reisa mynd-
arskála sem Jöklasel heitir þar sem hægt er að fá allar gerðir veitinga og svefnpokapláss að
auki. Verður að ætla að útsýni bæði Perlunnar og Grillsins á Sögu fölni við hlið Jöklasels.
Ferðir á jökulinn eru daglega beeði frá Höfn og Skaftafelli. Ferðast er um á snjóbílum og að
sjálfeögðu gefet einnig færi á að þeysa um á vélsleðum. Sjálf ferðin á jöklinum getur tekið frá
einni klst. og upp í heilan dag, allt eftir því hvað hverjum hentar.
Ekki langt frá Skálafellsjökli er Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Lónið er afar sérstakt, djúpt
og dularfullt og fúllt af fallegum borgarisjökum. Þar gefet kostur á stuttum siglingum í misstór-
um vélknúnum bátum og er óhætt að ábyrgjast póstkortastemningu í náttúrunni umhverfis,
svo framarlega sem veður er skaplegt.
VELKOMIN Á
Sudumes
Anægjuleg ferö um skemmtilegan landshluta þar sem fjöldi
forvitnilegra staöa bíöa ykkar.
ELDSTÖÐVAR • HRAUN • FUGLABJÖRG • FJÖRUR • VITAR
FORVITNILEGAR MINJAR • BLÁA LÓNIÐ • VEIÐI • HESTALEIGA
GOLF • GÖNGULEIÐIR • TJALDSTÆÐI • SVEFNPOKAPLÁSS
HÓTEL • VEITINGASTAÐIR • BÍLALEIGUR
LEIGUBÍLAR • HÓPFERÐABÍLAR
-Góöur valkostur-
-Skemmtiferö um Suðurnes-
-Fjölbreytt feröaþjónusta-
Bókin Suöur moö ojó er hinn kjörni leiðsögumaöur.
Góða ferð!
H
Samband
Sveitarfélaga á
Suðurnesjum
rra FERÐAMÁLASAMTÖK
lUJ SUÐURNESJA
2