Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 6

Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 6
HOTT HOTT 6 PRESSAN VERSLUN GISTING OG VEITINGAR Hótel Ósk Vogabraut 4, Akranesi sími: 93-13314 Hótel Edda Laugum 371 Búðardal sími 93-41265 Við bjóðum öll helstu matvæli og mjólkurvörur, hreinlætis- vörur, gos, sælgæti og drykkjarföng. Kaffiveitingar — skyndibiti. Allt fýrir bílinn — góð þvottaaðstaða. Sumaropnun: 09.00-22.00 alla daga nema sunnudaga 10.00-22.00 Mlðsvæöls vlð hringveglnn í Borgarfirðl. OPIÐ ALLT ÁRK). SIMI 93-51440. Gistiheimilið - Gesthouse Höföi-Ólafsvík Ólalsbraut 20 - 355 Ólafsvík VEITINGAR - GISTING Erum undir jöklinum. Vélsleðaferðir á jöklinum, allt að 10 manns í ferð. Bjóðum upp á gistingu í rúmgóðum og björtum her- bergjum ásamt veitingum í veitingasal. Fljót og góó þjónusta Pitsur - hamborgarar - samlokur - gos - öl o.fl. Upplýsingar gefur starfsfólk gistiheimilísins í s. 93-61650 Fimmtudagurinn 8. júlí 1993 A ferð um landið — á hestbaki: Hringdi 1 Gulu línuna og skellti sér í Þórsmörk ELVA SlGURÐARDÓTTIR „Ómögulegt annaö en aö verða forfallinn um leið og maöur byrjar. Eftir fyrsta daginn kom hún ekki upp hljóði og þurfti aðstoð til að komast af baki. Hún var þó ekki barnanna verst því einn ferðafélaganna, Þjóðverji, var harðákveðinn í að snúa við. Ljúft gufubað fyrir svefiiinn breytti þó snarlega líðan þeirra beggja — á líkama og sál. Annar dagurinn var snöggtum skárri og hún gekk brosandi til hvílu. Og þriðja dag- inn hefði hún getað haldið áffam endalaust. Eitthvað á þessa leið lýsir Elva Sigurðardóttir þrítug Reykjavíkurmær fyrstu hestaferð- inni sinni, þriggja daga ferð í Þórs- mörk sem hún fór fyrr í sumar. Og nú er hún fallin í alvöru... „Þetta var nú bara tilviljun hjá mér, því ég er óttalegt borgarbarn og hef ekki komið nálægt hestum síðan ég var smástelpa í sveit hjá ömmu og afa austur í Landbroti\ segir Elva. „Ég fór hins vegar að horfa á þátt í sjónvarpinu um hestaferðir á hálendinu, hringdi í framhaldi af því í Gulu línuna til að spyrjast fyrir um hestaleigu og hestaferðir og datt niður á þessa ferð. I hana þurfti í raun ekkert að hafa með sér nema skjólgóðan fatnað og svo góða skapið, allt annað var innifalið. Með mér fóru kærastinn minn, Björgvin Krist- jánsson og móðir mín Magnhild- ur Magnúsdóttir og allt í allt var þetta 8 manna hópur, sem var auðvitað þægilegur fjöldi og bauð upp á talsverðan sveigjanleika í áætluninni. Meðal annars fórum við ríðandi yfir Markarfljót og það eitt tók tæpa fimm tíma. Upplif- unin var svo ótrúleg að við erum öll á leið í dagsferð seinna í sumar. Svo er búið að setja stefhuna á 5 daga ferð um Snœfellsnes næsta sumar. Sú ferð mun koma í stað utanlandsferðar sem þá var áformuð — engin spurning“. Ótrúlegur fjöldi hestaferða býðst víðs vegar um landið — stuttar og langar, inn á hálendið og nærri byggð. Hefur eftirspurn Islendinga vaxið jafnt og þétt og sumir tala hreinlega um spreng- ingu í þessum bransa. I ferðunum er yfirleitt „allt“ innifalið og reikna má með að kostnaður sé á bilinu 7 til 10 þúsund á dag. Þeir sem þeg- ar eiga góða reiðhesta geta að sjálf- sögðu farið á þeim. „Þetta er örugglega á allra færi, þótt auðvitað sé ráðlegt að byrja í styttri ferðum og þjálfa sig upp í rólegheitum. Hins vegar held ég að það sé ómögulegt annað en að verða forfallinn um leið og maður byrjar, enda fæst allt önnur sýn og tilfinning með því að ferðast um landið á hestbaki“, segir Elva, — enn í sæluvímu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.