Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 16

Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 16
AUSTURLAND 16 PRESSAN Fimmtudagurinn 8. júlí 1993 Hreindýraveiðin hefst í ágúst Tugir karla stunda veiðarnar af kappi EN AÐALSTEINN SAKNAR KVENNANNA 1 fyrrasumar var í fyrsta sinn far- ið að selja hreindýraveiðileyfi til al- mennings. Talverð ásókn var í veið- ina og búist við að hún aukist enn í sumar þegar sami háttur verður hafður á. Veiðitímabilið stendur frá t. ágúst til 15. september og má gera ráð fyrir að leyft verði að skjóta 5-700 dýr. f fyrra náðust tæplega 500. „Það er nú reyndar ekki svo að við hleypum hverjum sem er af stað með byssu. Menn verða að hafa byssuleyfi og þar með leyfi til notk- unar á minnst 243 kalibera rifflum“, segir Aðalsteinn Aðalsteinsson veiðieftirlitsmaður á Vaðbrekku sem selur leyfin. „Fyrirkomulagið er þannig að menn greiða ákveðið grunnleyfisgjald, 5000 krónur, en síðan er gert upp í lokin, eftir þvi hvað veiðist. Ef ekkert er að hafa, þarf ekki að borga meira. Verðið er nokkuð misjafnt eftir svæðum en þau eru 9 talsins. Dýrast er hér á svæði 1 og 2 á Fljótsdabhéraði vest- an Lagarfljóts og Grítnsár. Hér er GISTING Gistihúsið Hrollaugsstöðum Þægileg gisting nálægt Jökulsárlóni (45 mínútna akstur ffá Höfn) Gisting með morgunverði Sveffipokapláss Eldunaraðstaða » Gistihúsið Hrollaugsstöðum Suðursveit, 781 Höfn, sími 97-81057. Hótel Skaftafell Freysnesi við Skaftafell, 785 Fagurhólsmýri. Gisting í rúmgóðum tveggja og þriggja manna her- bergjum með baði og sjónvarpi. Veitingar. Stutt ganga að jökli. Aðeins 4 km að þjóðgarðinum í Skaftafelli. Hestaleiga í nágrenninu. Sími 97-81845, fax 97-81846 gjaldið 25.000 krónur fyrir kúna og 10.000 fyrir kálf. Tarfar kosta hins vegar 35.000 upp á 60 kg en um- ffam það er greitt pr. kíló. Á öðrum svæðum er gjaldið talsvert lægra. Auk þessa þarf svo að borga eftir- litsmanni sem tekur um 8.000 krónur fýrir daginn. Án hans fær enginn að hreyfa sig en hins vegar getur hann farið með 3-4 í hóp svo þar með lækkar kostnaðurinn.“ Að sögn Aðalsteins er það tals- verður hópur manna sem sækir í hreindýraveiðar, einhverjir tugir og fer fjölgandi. Karlar hafa einokað þessa iðju alfarið „en þó veit ég til þess að kona hafi skotið hreindýr. Mér þætti ekki verra að sjá fleiri konur í þessu“, segir hann. Skyldu einhverjar hafa áhuga þá látum við símanúmerið hans fljóta með: 97- 12354. Stefán Benediktsson í Skaftafelli: SPÁI GÓÐU VEÐRI í SUMAR 780 Höfn Hornafirði, sími 97-81240, fax 97-81996. Hótel Höfn er nýlegt hótel með fjörutíu herbergjum og sjötíu rúmum öll herbergi eru með sjónvarpi, útvarpi og síma og sum hafa sérbaðherbergi. Til viðbótar eru fimmtán herbergi með baði í sérhúsi stutt frá. Á Hótel Höfn eru þægindin í fýrirrúmi. Um 30 þúsund gestir gistu Þjóðgarðinn í Skaftafelli á síðasta ári enda staðurinn með vinsælustu áningarstöðum ferðamanna hér á landi. Kemur þar margt til - rómuð náttúru- fegurð og fjölbreytt landslag með tignarleg fjöll og jökulbreiður í bakgrunni, en ekki síð- ur mikil gróska og veðursæld í garðinum sjálf- um, þ.e. þeim hluta sem er á láglendi. Þjóð- garðurinn nær hins vegar langt upp á jökul- svæðin og er í heild um 1600 ferkílómetrar að stærð. Stefán Benediktsson þjóðgarðsvörður segir að íslendingum hafi fækkað nokkuð í hópi gesta undanfarin ár og sé skýringin fýrst og ffemst sú að betur hafi viðrað á öðrum lands- svæðum yfir helstu ferðahelgarnar. „Annars nýtur Skaftafell vaxandi vinsælda meðal göngufólks og kannski ekki síst þeirra sem hafa áhuga á jöklagöngum. Svo eigum við stóran hóp af fastagestum sem kemur reglu- lega til að dvelja hér í rólegheitum og rölta um garðinn.“ I Skaftafelli er skipulögð dagskrá dag hvern í sumar, stuttar og langar gönguferðir til skiptis virka daga. Stuttar ferðir þýða um 2-3ja tíma göngu þar sem svipast er um í næsta nágrenni og ffætt um helstu þætti í jarðffæði, gróður- fari og sögu svæðisins. Lengri ferðir þýða hins vegar allt upp í 8-10 tíma göngu, t.d. þegar farinn er Kristínartindahringurinn ofan Skaffafells, sem er 13 km löng fjallganga. Um helgar eru svo bæði stutta og langar ferðir og sérstök barnastund bæði laugardaga og sunnudaga. „Ég er nokkuð bjartsýnn á sumarið“, segir Stefán aðspurður um veðurhorfur að hans mati. „Hér er kominn upp þokkalegasti hiti og ég geri ráð fyrir að fá nokkrar góðar helg-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.