Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 22
SUÐURNES
PRESSAN
Fimmtudagurinn 8. júlí 1993
Suðurnesin sækja á
Ævintýraland fyrir gönguglaða
og hjólfima og hina
sem vilja vera það...
I Grindavík er lífið saltfiskur,
sögðu menn í frægum sjónvarps-
þætti hér á árunum við misjafnar
undirtektir. Heimamenn og aðrir
kunnugir töldu staðinn hafa ým-
islegt fleira til að bera en tilvist
þess gula. Grindavík hefur hins
vegar kannski liðið íyrir þessa
ímynd og jafnvel Suðurnesin öll.
Þó er svæðið nátengt ferðalögum
jafnt innlendra sem erlendra, þar
er jú Keflavíkurflugvöllur og svo
Bláa lónið.
En Suðurnesin hafa upp á fleira
að bjóða. Fyrir göngufíkla er þetta
ævintýraland og ekki að ástæðu-
lausu að langvinsælustu göngu-
ferðir ferðafélaganna á suðvestur-
horninu liggja jafnan um þetta
svæði. Mikil vinna hefur verið
lögð í að merkja upp fornar
gönguleiðir og er það gert með
vörðum að fornum hætti. Sem
dæmi má nefna Prestastíg sem
liggur ffá Höfnum til Grindavík-
ur, Skipastíg frá Grindavík til
Njarðvíkur og svo Skógfellsstíginn
frá Vogum til Grindavíkur. Allt
eru þetta greiðfarnar gönguleiðir
sem upplagt er að fara bara einn
og sjálfur ef þannig liggur á
manni, nú eða í fylgd einhverra
sem ekki spilla um of áhrifum
þess sem á vegi verður.
Göngufæri er líka víðast ágætt
meðffam ströndinni. Þar skiptast
á þverhnípt björgin, iðandi af
fuglalífi og ljúfar sandvíkur sem
margir nýta hreinlega til að sóla
sig. Víða er búið að lagfæra
göngustíga og leggja nýja og til
dæmis hafa unglingar unnið við
það undanfarið að leggja merkta
gönguleið út á Hafnabergið, eitt
aðgengilegasta fuglabjarg landsins.
Reykjanesið sjálft er sagt vera
stærsta kríuvarp iandsins og því
vissara að gæta að toppstykkinu
þegar gengið er þar um snemma
sumars. Reyndar er ekki síðra að
ferðast hér um á reiðhjóli og
reyndar upplagt fýrir þá sem vilja
æsa sig upp til ffekari átaka. Yfir-
ferð er mátulega hröð, þægilegt að
stoppa þar sem þér hentar og svo
kvarta fjallahjólin ekkert þótt veg-
irnir séu ekki sléttir og skínandi.
En fleiri forvitnilegir staðir:
Garðsskagaviti er vestast á Suður-
nesjum, milli Garðs og Sandgerðis.
Þar er búið að gera upp gamla vit-
ann og innandyra að finna merki-
legt kort yfir strandstaði og skips-
skaða út af Garðsskaga á þessari
öld. Suður af Sandgerði er Hvals-
neskirkja þar sem Hallgrímur
Pétursson þjónaði í eina tíð og
inni í kirkjunni m.a. legsteinn sem
hann á sjálfur að hafa höggvið á
leiði dóttur sinnar. Enn sunnar
eru svo Básendar, aðalútgerðar-
og verslunarstaður á Suðurnesj-
um fyrr á öldum, en staðurinn
lagðist í auðn eftir geysimikil flóð
fyrir tæpum 200 árum (jan.
1799).
Austur af Grindavík er ekki
síðra göngu og hjólreiðasvæði alla
leið austur í Selvog. Á leiðinni
verður á veginum Festarfjallið og
baðströnd Grindvíkinga þar und-
ir, Selatangar með minjum um
gamalt útræði og svo sjálft Krísu-
víkurbergið. Áfram liggur leiðin
svo í gegnum Krýsuvík, Herdísar-
vík og austur í Selvog.
í Reykjanesfólkvangi er annað
ævintýralegt göngusvæði og hér er
að finna flest aðgengilegustu
göngufjöll (t.d. Trölladyngja og
svo Keilir) sunnan heiða, jafnvel
fýrir þá sem aldrei hafa lyft sér af
láglendinu. Hér eru líka skemmti-
leg veiðivötn og ágæt tjaldsvæði
t.d. á Höskuldarvöllum og Vigdís-
arvöllum. Og víðast er stutt í jarð-
hita-og hverasvæði.
Golfáhugamenn geta heldur
ekki kvartað því golfvöllurinn í
Grindavík (9 holur) þykir ffábær
og Leiruvöllurinn (18 holur) er af
mörgum talinn sá besti á landinu.
Siglingar og sjóstangveiði eru líka
óvíða aðgengilegri enda hafa
mörg eftirminnilegustu sjóstang-
veiðimótin verið haldin í ná-
grenni Keflavíkur.
Við látum þessari upprifjun á
möguleikum Suðurnesja lokið og
viljandi lítum við framhjá fræg-
asta ferðamannastaðnum, Bláa
lóninu þar sem nú er búið að
endurbæta og byggja við alla
þjónustu. Gefum okkur það sem
staðreynd að þeir sem þurfa ffek-
ari hvatningu til að bregða sér
þangað séu bara best geymdir
heima í sófanum.
IÓPFERÐIRVEGNA
ÆTFARMÓTA
SÖFUM CÆÐA HÓrHIFREI:
FRA U Til 65 I ARÞEGA
IE1TID IJPPLÝ.SINGA
TERÐAMIÐSTÍ
Bildshöfða 2a,
>685055. Fax 674969
Flughótel
Hafnargötu d7, 230 Keflavík
sími 92-15222, fax 92-15233
Veitingastofan Ásinn
Heimilismatur í hádegi
Skyndiréttir — kafifi og kökur
Pantið tímanlega fyrir hópa
Veitingastofan ÁsinnHeiðartúni 4, Garði
sími: 92-27975
Ökuleiðir
Leigubílar - Sendibílar
Vatnsvegi 16
Sími: 1 41 41