Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 28
SUÐURLAND
Fimmtudagurinn 8. júlí 1993
28
PRESSAN
Skálholtstónleikar í sumar
Margir góðir gestir
væntanlegir
þar á meðal Manuela Wiesler og Hafliði Hallgrímsson
Sumartónleikum í Skálholti hefur nú verið
hleypt af stokkunum í 19. sinn. Þeir sem sótt
hafa tónleikana um árabil eiga bágt með að
hugsa sér sumarið líða án slíkra ferða og víst er
að metnaðurfúllur tónlistarflutningur á þess-
sum söguffæga stað er öllum eftirminnilegur.
Er vert að minna ferðafólk á Suðurlandi sér-
staklega á tónleikana sem eru öllum opnir. Að
venju er vandað til verkefnavals og áhersla
lögð á barokktónlist með sembalið í öndvegi.
Flytjendur eru bæði íslenskir og erlendir og
margir fagna án efa Manuelu Wiesler sem
leika mun á flautu sína um aðra helgi. Og í
þetta sinn sem oftar verða frumflutt íslensk
tónverk.
Fyrstu tónleikarnir verða næstkomandi
laugardag kl. 15, þar sem Helga Ingólfsdóttir
leikur svonefnd Goldbergtilbrigði Bachs á sem-
bal. Síðar um daginn, kl. 17, verður frumflutt
nýtt og viðamikið verk eftir Jón Nordal, fyrir
einsöngvara, kór, selló og orgel. Verkið hefúr
hann tileinkað Skálholtskirkju og verður það
endurflutt á sunnudeginum kl. 15. Næstu
helgi á eftir kemur Margrét Bóasdóttir söng-
kona ásamt Bimi Steinari Sólbergssyni orgel-
leikara og flytja þau trúarleg verk eftir íslensk
tónskáld og sem fyrr segir, verður Manuela
Wiesler einnig á ferð í Skálholti þessa helgi
með flautu sína. Síðar í sumar mætir Hafliði
Hallgrímsson með nýjar tónsmíðar í fartesk-
inu og hollenski fiðluleikarin Jaap Schröder
mun í ágúst leggja Bachsveitinni í Skálholti lið
við flutning ítalskrar barokktónlistar.
Laugarvatn í Laugardalshreppi
Suðræn sólarsremi
pegar vel liggur á
veðurfræöingunum
Tívolí H|
Hveraportið, markaðstorg, alla sunnudaga.
Opið alla daga vikunnar
Sumarið er komið hjá okkur 1
Suðrænt gróðurumhverfi 1
Til okkar er styttra en þú heldur
Parisarhjól-rótarí-klessubílar-bátar-skotbakkar
| Glens og gaman fyrir alla fjölskylduna Tívolí, Hveragerð J i
Sœlureitur Suðurlands er hugtak sem flestir
þekkja víst orðið úr auglýsingum frá Laugar-
vatni. Heitið má til sanns vegar færa því óvíða
annars staðar er saman komin á einum stað
jafnfjölþætt aðstaða til útivistar og afþreying-
ar. Þarf því engan að undra þótt gestir skipti
oft þúsundum á Laugarvatni þegar vel viðrar
um helgar á sumrin.
Laugarvatn er alla vega sælureitur sporti-
djóta. Þar er öndvegis aðstaða til að spila golf,
tennis og badminton, auk hefðbundinna
boltaíþrótta, boðið er upp á brettasiglingar á
vatninu auk bátsferða og er þá fátt eitt nefnt.
Ný og glæsileg sundlaug með frábærri sólbað-
aðstöðu var opnuð fýrir skömmu og gufu-
baðið ffæga er enn á sínum stað. Greiðfærar
gönguleiðir liggja tfl allra átta, kringum vatn-
ið, upp Laugarvatnsjjallið og víðar. Og sem
vænta má eru úrvals hestar tfl leigu á svæðinu
og þaðan eru farnar fjölmargar skemmtilegar
hestaferðir.
Ferðir em bæði greiðar og örar á svæðið og
þangað liggur 90 km skotvegur, sé reiknað ffá
Reykjavík. Þeir hraustustu hjóla auðvitað, á
fjallahjólinu, aðrir geta mætt á fjölsky'ldubíln-
um eða tekið rútuna. Skemmtilegastar eru
auðvitað ferðirnar sem farnar em fyrivaralítlið
þegar vel liggur á veðurfræðingunum því á
Laugarvatni skapast afar sérstök stemning í
góðu veðri. Hiti getur orðið ótrúlega hár þeg-
ar þannig blæs og þá rölta menn ófeimnir út í
búð á sundfötunum einum saman, rétt eins
og þeir væra staddir suður við miðbaug. Þá
sjaldan sem spárnar rætast ekki er stutt í
fjölda spennandi staða — næsti bær við er jú
Gullfoss og Geysir, svo eitthvað sé nefút.
Og ekki vantar gistiúrvalið, spurningin er
bara um hvað er efst á óskalistanum og hvað
pyngjan leyfir. Þarna eru tvö Edduhótel,
skemmtilegt tjaldstæði og margir hafa sett
niður hjólhýsi á til þess gerðu svæði þar nærri.
f kringum þetta allt hefur svo skapast öflug
þjónusta af öllu tagi.
SVOKTUN
■DQI ryggisþjónustan VARI býöur í samvinnu
jAjviö VISA ísland nýja þjónustu viö VISA-
korthafa -ORLOFSVOKTUN
Orlofsvöktun er samofið húsgæslukerfi og
framkvæmd reglulegra nauösynjaverka meö
farandgæslu. Orlofsvöktun er fyrst og fremst
hugsuð fyrir þá er hyggja á ferðalög eöa veröa
fjarverandi frá heimili sínu um lengri eöa skemmri
tíma af öörum ástæöum.
Haföu samband viö öryggisráðgjafa VARA
og fáöu frekari upplýsingar um
orlofsvöktunina.
Hótel Edda
Kirkjubæjarklaustri
Gisting, sveíhpokapláss, veitingasala,
sundlaug.
Sími 98-74749.