Pressan - 07.10.1993, Blaðsíða 8

Pressan - 07.10.1993, Blaðsíða 8
FRETTI R 8 PRESSAN Fimmtudagurinn 7. október 1993 Lúxuslifnaður á lágmarkslaunum Þjóðþekktir menn lepja dauðann úr skel Tómas A. Tómasson er ókrýndur konungur í hót- el-og veitingahúsarekstri landsins en mánaðartekj- ur hansífyrra voru 172 þúsund krónur. Tekjur manna eru mismikl- ar en óneitanlega vekur það alltaf athygli þegar áberandi menn í þjóðfélaginu sem hafa mikið umleikis eru tekjulágir. PRHSSAN hefur skoðað tekjur nokkurra þekktra einstaklinga og jafnframt leitað svara hjá þeim hvernig unnt sé að kom- ast af á þessum tekjum. Lífs- baráttan virðist nokkuð erfið hjá þessu fólki, því í flestum tilvikum eru mánaðartekjur þess nálægt eitt hundrað þús- und krónum. Ferðaskrifstofu- feðgarnir Ingólfur Guð- brandsson og Andri Már Ing- ólfsson ná þó ekki upp í hundraðþúsundkallinn, jafn- vel þótt þeir séu teknir saman, því Ingólfúr hafði einungis eitt þúsund krónur mánaðarlega á síðasta ári, samkvæmt út- reikningum úr skattskrám. Lesendur PRESSUNNAR og annarra blaða hafa oft velt því fyrir sér þegar skattskrár koma út hvernig svo launalágt fólk fer að því að halda úti stóreignum og vænum lifi- staðli, sem flestir á sambæri- legum launum geta varla látið sig nema dreyrna um. Pálmi Jonasson ásamt Siguröi Má Jónssyni og Jakobi Bjarnari Grétarssyni. Karl Steingrímsson: Við náum endum saman Tómas A. Tómasson Lág laun í hóteí- og veitinganekstri Hans Kristjón Árnason: Seldi eignip til að skrifa Hjónin Karl Steingrímsson og Ester Ólafsdóttir í Pelsin- um eru sterkefnuð. Þau ólust upp við kröpp kjör en hafa byggt upp peningalegt stór- veldi. Pelsinn er afar arðbært fyrirtæki og þau hafa hagnast á kaupum og sölu á íbúðum sem þau hafa gert upp. Karl á allt Kirkjuhvolshúsið og Templarasund 3, sem að brunabótamati er um 180 milljónir króna en að auki eiga þau veglegt einbýlishús á Laugarásvegi og annað við Öldugötu. Auk nokkurra íbúða er talið að hann eigi umtalsvert fé í fasteignum. Samkvæmt útsvari hafði Karl 193 þúsund krónur í mánað- artekjur á síðasta ári. Hjónin eiga einnig talsvert safn mál- verka og gestaboð þeirra þykja einhver hin rausnarlegustu í bænum. „Nú, eru glæsilegar veislur hjá okkur? Ég veit ekki til þess að það séu neitt glæsilegar veislur. Ég veit ekki annað en að við reynum bara að halda öllu í mjög miklu lágmarki," segir Karl Steingrímsson. Hann segir að eignirnar hafi bara safnast saman á undan- förnum árum og það skipti máli hversu mikið menn Karl Steingrímsson og Ester Ólafs- dóttir í Pelsinum eru sterkefnuð. Þau búa í þessu glæsilega einbýlishúsi á Laugarásvegi en eiga auk þess fjölda fasteigna út um allan bæ. skulda í eignunum. Er ekkert erfitt að láta enda ná saman á ekki hcerri tekjum? „Ég held utan um þetta á þessum tekjum. Það hefur ekki verið erfitt að ná endum saman hingað til, við skiptum þessu bara mjög vel upp.“ Þú þarft ekkert að kvarta? „Nei, mér finnst það ekki. Við náum endum saman.“ Tómas A. Tómasson er ókrýndur konungur í hótel- og veitingahús- rekstri landsins. Upp- gangstími hans hófst 1981 með opnun fýrsta Tomma-hamborgara- staðarins, en ferill hans hefur alla tíð gengið upp og niður. Þekktast- ur er hann nú fyrir rekstur á Hard Rock Café, Ömmu Lú og Hótel Borg. Hótelið var keypt á 172 milljónir króna og vel yfir 100 milljónir fóru í fram- kvæmdir. Engum blandast hugur um að hann er framkvæmda- maður mikill sem borist hefur mikið á. Ekki náð- ist í Tómas, en samkvæmt útsvari voru mánaðar- tekjur hans á síðasta ári 172 þúsund krónur. Það vakti nokkra athygli í haust þegar í ljós kom að einn þekktasti athafnamaður landsins, Hans Kristján Árnason, hafði einungis 38 þús- und í mánaðartekjur á síðasta ári. „Ég hafði reyndar mjög litlar tekjur á síðasta ári, en ég hef lifað á því hreinlega að selja það sem ég átti, fjármuni, hlutabréf, málverk og aðrar eignir. Ég gekk á sparifé mitt — það litla sem ég átti -— og leigði íbúðina mína um tíma,“ segir Hans Kristján. „Ég hef verið ffee-lance og það er bara þetta lítið sem ég hafði upp úr því í fyrra. Svo var ég að skrifa hálft árið fyrir sjálfan mig, þannig að það var nú ástæðan fyrir því að ég reyndi að draga saman allt sem ég gat til að hafa ffítíma. Ég varð að kljúfa þetta til að láta smádraum rætast, sem var að setjast við ritvél. Núna er ég reyndar í þátta- gerð fyrir Ríkissjón- varpið en frá miðju síðasta ári og fram á mitt þetta ár var ég aðallega í skriftum og lét þennan draum rætast að skrifa dálít- ið. Ég sé að ég lifi ekk- ert á ritstörfum, en ástæðan fýrir þessum lágu tekjum er fyrst og ff emst sú að ég hef LAGER UTS VEGGFODUR, GÓLFDÚKAR, Verð frá kr. 395.- m2 staðqreitt VEGGDUKAR, Gríptu tækifærið og gerðu góð kaup á lagerútsölunni. 30-50% afsláttur. Baðhengi og mottur með 50% afslætti. Athugið að lagerútsalan er í kjallara að Faxafeni 10, Framtíðarhúsinu. VERSLUN MEÐ VEGG- OG GÓLFeI VEGGFÓÐRARINN EINAR ÞORVARÐARSON & CO HF FAXAFEN 12 SIMI: (91) - 6871 71 Hfnmtuda röstuda Laugarda nriudag 50% O MSLÁTTUR

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.