Pressan - 07.10.1993, Blaðsíða 13

Pressan - 07.10.1993, Blaðsíða 13
Fimmtudagurinn 7. október 1993 F R É TT I R PRESSAN 13 athygli, en þar er stofnunin að byggja fjárhús og aðstöðu til rannsókna fyrir á milli 30 og 40 milljónir króna. Hefúr bændum í nágrenninu blöskrað þessi upp- bygging, enda nóg til af ónýttum fjárhúsum auk þess sem stofnun- in hefur umtalsverðan fram- leiðslurétt í sauðfjárrækt. Sterk staða í Rann- sóknarráði Eins og áður sagði hefur RALA tekið að sér ýmis verkefni í fisk- eldi þó að Veiðimálastofnun sé formlegur og eðlilegur milliliður slíkra rannsókna. Skýringuna á því telja margir náin tengsl við Rannsóknarráð en forstjóri RALA, Þorsteinn Tómasson, sit- ur í ráðinu og hefur sterk per- sónuleg tengsl við Vilhjálm Lúð- víksson, formann Rannsóknar- ráðs. Þá hefur því verið haldið ffam að þátttaka RALA í verkefnum haldist í hendur við styrkveiting- ar frá Framleiðnisjóði landbún- aðarins. í ársskýrslu stofnunar- innar kemur fram að einn stærsti sértekjuliðurinn er einmitt frá Framleiðnisjóði landbúnaðrins, sem t.d. árið 1991 lagði RALA til 26,6 milljónir. Aðrir sértekjuliðir eru til dæmis ffá Rannsóknarráði en sama ár fékk RALA tvö fram- lög þaðan; frá Rannsóknarsjóði Rannsóknarráðs upp á 9 milljón- ir og Byggingarsjóði Rannsókn- arráðs upp á 18,5 milljónir. Vísindaskýrslur Á vegum RALA starfa og hafa starfað margir hæfir vísinda- menn, um það er ekki deilt. Margir hafa hins vegar kvartað yfir því að vísindastarfið þar sé í senn ósýnilegt og ómarkvisst. Niðurstöður rannsókna á vegum RALA eru of sjaldan birtar í vís- indafagritum, en slíkt er oft talið mælikvarði á gildi rannsókna. Með'því að senda greinar og nið- urstöður fá menn mat á rann- sóknarvinnu sinni. Þetta er hin formlega vísindaleið. Þess í stað birta menn niður- stöður sínar í skýrslum sem þeir gefa út sjálfir með fulltingi stofn- unarinnar. Menn fara ekki til dómara, þannig að kröfúrnar eru litlar. Þetta er hins vegar vanda- mál sem ekki er bundið við RALA. Á vegum stofnunarinnar er gefið út tímaritið Búvísindi í samstarfi við aðra aðila. Þá gefúr stofúunin út Fjölrit RALA. RALA veitir ekki beina ráðgjöf til landbúnaðarins heldur fer hún fram í gegnum ráðunauta Bún- aðarfélagsins, sem koma árlega á vikulangan fund hjá RALA. Það hefur einnig verið gagnrýnt að hafa slíka milliliði í stað þess að einfalda upplýsingáleiðir þeint til bænda.________________________ Sigurður Már Jónsson Þorsteinn Tómasson, forstjóri RALA Alröng stefna að hætta rannsóknum bótt illa ári „Ég held að það komi ein- mitt fram í stefnu ríkisstjórnar- innar að á breytingatímum eigi ekki að draga úr fjármagni til rannsókna- og vísindastarf- semi eins og til annarra þátta, vegna þess að menn sjá í þessu framtíðarmöguleika," sagði Þorsteinn Tómasson, forstjórí Rannsóknastofnunar landbún- aðarins, aðspurður um gildi þess að setja áfram peninga í rannsóknir á vegum landbún- aðarins þótt atvinnugreinin sjálf dragist saman. „Hins vegar hefúr dregið úr opinberu fjármagni til stofn- unarinnar en við höfum verið sæmilega sannfærandi gagn- vart rannsóknarsjóðum með áhugaverð verkefni þannig að við höfum haldið sjó. Vægi peninga annars staðar að en af fjárlögum hefur aukist.“ — Hvernig hefur stofnunin brugðist við breyttum áherslum í landbúnaði? „Stofnunin hefur brugðist við því með breyttu vægi ein- stakra verkefna. I stórum drátt- um reynum við að laga okkur að atvinnuvegunum og samfé- laginu í heild, eins og umhverf- is- og landgræðslurannsóknir sýna.“ — En má ekki sinna mörgum verkefnum ykkar annars staðar? „Ef þú ætlar að bera saman stofhanir og velta vöngum um hver á að gera hvað þá er engin tilviljun hvað við erum að fást við. Verkefni sem við fáumst við, til dæmis á sviði fóður- fræði, eru hvergi tvöfölduð í öðrum stofnunum. Við höfum hins vegar unnið samstarfs- verkefni með mörgum, meðal annars til að nýta þá þekkingu sem er hér á sviði fóðurfræði, ÞORSTEINN TÓMflSSON, forstjóri RflLfl. erfðafræði og tilraunastærð- fræði. Á þessi rök hafa margir þessir sjóðir hlustað.“ — Veiðimálastofnun hefur til að mynda augljóst hlutverk og forræði á sviði fiskeldis. Þær gagnrýnisraddir hafa heyrst að þið hafiðfarið inn á þeirra verk- svið? „Ég hef enga trú á að það sé neinn alvöruágreiningur á milli okkar um það. Við höf- um mörg samstarfsverkefni og unnið sarnan víða.“ Það kom fram hjá Þorsteini að á Hesti í Borgarfirði hefði þótt nauðsynlegt að efla rann- sóknarstarf auk þess sem stofn- unin hefði lagt niður tvær stöðvar, á Reykhólum og á Skriðuklaustri. Taldi hann uppbygginguna á Hesti eðli- lega til að vernda það rann- sóknarstarf sem stofnunin hefði þegar lagt út í. Varðandi útgáfu vísindagreina benti hann á að öflug útgáfustarf- semi hefði verið á vegum stofnunarinnar auk þess sem menn hefðu sannarlega birt greinar erlendis. Benti hann á að stofnunin ætti viðurkennda vísindamenn á mörgum svið- um. fyrirtsekjum Einstakt áskriftartilboð: # Við bjóðum þér vinsælasta myndasögublað á Islandi, Andrés Önd, á aðeins kr. 223 hvert blað - sent heim til þín. Tryggðu að Andrés Önd komi heim til þín í hverri viku Ef þú tekur tilboðinu innan 10 daga færðu að gjöf vandaða 700 kr. safnmöppu undir blöðin. - og að þú fáir safnmöppuna ókeypis! Hálfsmánaðarlega berst óvæntur glaðningur með blaðinu. HRINGDU STRAX í DAG í ÁSKRIFTARSÍMANN: 91 -688300.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.