Pressan - 07.10.1993, Blaðsíða 29

Pressan - 07.10.1993, Blaðsíða 29
V I Ð T A L Fimmtudagurínn 7. október 1993 Heltekinn af Byron Bgeroþarfnr og sikrifa tyrlr liraudi ogmor PRESSAN 29 Guðni Elísson er ungur háskólakennari sem nýverið varði doktorsritgerð sína við University ofAustin í Texas. Hann lauk cand. mag prófi í íslensku á aðeins þremur árum og fór strax utan og hóf doktorsnám í ensku. Það var árið 1987 og Guðni 22 ára. „Það má segja að það hafi verið menningarsjokk að koma í 50.000 manna háskóla þar sem í enskudeildinni einni eru 100 prófessorar. En um leið ákaflega spennandi. Kan- inn er ólíkur innbyrðis, aust- urströndin er gjörólík vestur- ströndinni hvað varðar öll viðhorf og hugsunarhátt. Austin er gömul hippaborg og það er eins og henni hafi verið varpað úr fallhlíf og hún lent í miðri Texas. Austin er suðu- pottur ólíkra menningar- strauma og mikil partíborg þó svo að gleðimennskunni sé viðbrugðið í háskólalífinu. Það tók mig langan tíma að venjast því að mæta til gleð- skapar ldukkan átta og svo áð- ur en maður vissi voru allir farnir heim að sofa. En það má styðja sig við þjóðernis- hyggjuna: það er litið á íslend- ingana sem drykkjubolta. Drykkjumynstur okkar er ger- ólíkt og reyndar skemmti- legra. Þarna úti eru menn dreypandi á rauðvíni og stöð- ugt að rembast við að ræða te- óríur. Ég hef farið út með samnemendum mínum hér heima og það er ólíkt gjöfulla en að skemmta sér með sam- kennurum mínum þar ytra, sem eru hrútleiðinlegir í sam- anburði.“ Guðrti fékk Fulbright- og Thors Thors-styrk til að nema enskar bókmenntir. Varlahefur styrknum verið varið í að kanna partíbceinn Austin? „Ja, við getum orðað það þannig að félagslega hliðin er mikilvæg. Akademían og bók- menntakreðsan, sem er lokað- ur heimur, byggist að nokkru á því að ná þér í sambönd og ef fólk er duglegt við að koma sér á framfæri getur það haft stór nöfn sér innan handar. Bókmenntaheimurinn er ákveðið „network“ og fremstu fræðimennirnir eru duglegir að hafa samband hver við annan og bera saman bækur sínar. Það er ekki í eðli Islend- ingsins að trana sér fram og kynna sig fyrir hinum og þess- um og ég er dæmigerður að því leytinu. Ég hitti þó nokkra, svo sem Terry Eagleton, Toril Moi og aðrar bókmenntafig- úrur. McGann hitti ég einnig, en harrn er einn þekktasti Byr- on-ffæðingur í heiminum. Og til marks um ólíkt verðmæta- mat í peningum talið þegar fræðin eru annars vegar má nefna að hann er með þetta 20 milljónir á ári.“ Því fylgir kennsluskylda að stunda doktorsnám og Guðni kenndi m.a. vampírunámskeið, hlaut raunar kennsluverðlaun fyrir. Ætla mcetti að það væri auðvelt að hverfa í fjöldann í fimmtíu þúsund manna skóla en það er lítil hœtta á því þegar Islendingurinn er staddur í púrítönsku umhverfi. „Ég fékk blaðaskrif á mig, námskeiðið þótti kjamahrun vestrænnar siðmenningar og fleira í þeim dúr: Ýmsar fárán- legar sögur spruttu um mig, manískar og einkennilegar. „Hvað það sem ég segi oggeri, þá mun ég ekki skapa nein verðmœti í þorskígildum. “ Kaninn á erfitt með að skynja íroníuna í hlutunum, ólíkt ís- lendingum. Ég var til að mynda farinn að birtast hin- um og þessum í draumi, þá að labba upp og niður veggi og naga mannabein. Sumir héldu því fram að ég hefði verið að kenna við ýmsa háskóla í Bandaríkjunum frá 1940. Einnig vom uppi hugmyndir um að ég væri leiðtogi meðal „cultista", sem nóg er af þarna. Þrjú hundruð árum fyrr hefði ég ekki verið lengi að enda á bálinu. Þetta kom við egóið í fyrstu en varð leiði- gjarnt til lengdar — eftir því sem sögumar urðu fáránlegri. Ég er sauðmeinlaus og góð- gimi mín jaðrar við heimsku- hátt. Þvf varð ég fljótt við- kvæmur fyrir þessu. Það vom gerðar grínmyndir af mér sem greifanum, en mér er hálf- partinn illa við að vera stimpl- aður vampíristi. Það fór að vísu ekki verulega í taugamar á mér fyrr en samkennarar mínir fóm að taka þetta upp, draga mig út í hom og segja: „Við vitum nú ýmislegt um þig“» „Byron lýgur og lýgur og stundar sögulega fölsun sér til dýrðar ogþað er ekki annað hœgt en dást að honum fyrirþað“ Það er ekki alveg úr lausu lofti gripið að spyrða Guðna við kölska, því hann hefur stúderað satanisma í tengslum við rannsóknir sínar á Byron. „Það em til margar tegund- ir af satanisma og fólki hættir til að loka augunum og dæma í blindni. Auk þess hefur verið ákveðið fjölmiðlafár í kring- um þessa hluti. Ef við emm að tala um unglingskrakka sem eru búnir að taka aðeins of mikið af eiturlyfjum og hlusta á Ozzy Osbome og Iron Mai- den, þá er þeirra aðkoma að þessu allt önnur en elítunnar innan þessa. Ég hef ekki sótt fundi Temple of Set (satan- istakirkja í San Francisco), en mér virðist nálgun þeirra á þetta fyrirbæri vera heim- spekilegri. Þetta tengist bók- menntum á þann hátt að sat- anismi er dramatískur, það er verið að setja eitthvað á svið, ritúöl og annað. Satanistar skapa sér módel og þá sækja þeir oft í viss þemu, t.d. er Sat- an Miltons í Paradísarmissi gott módel og svo er einnig um hina byronsku manngerð auk annars úr rómantíkinni." Það eru margar ráðandi bókmenntastefnur í Bandaríkj- unum um þessar mundir. Þriðja heims bókmenntir, sem er mjög pólitísk stefna; „Queer studies, “ eða perrafrœði, eiga mikið undir sér núna og þann- ig mœtti lengi telja. Sjálfur að- hyllist Guðni „New Historic- ism“. „“New Historicism“ eða nýsaga er öðrum þræði ævi- söguleg. „New Criticism" (ný- rýni) gerði ævisöguna brott- ræka úr bókmenntaffæðinni og þetta eyðilagði Byron. Frá 1910-1930 var nokkuð um góðar bækur um hann, en síð- an er lítið sem ekkert um hann næstu 25 árin. Með „New Historicism“ verður Byron mjög spennandi aftur, enda er Byron sjálfur söguleg persóna og óaðskiljanlegur þáttur skáldskapar síns. Það er ekki ofsagt að segja að hann hafi mótað margar kynslóðir rithöfunda. T.S. Eliot sagði reyndan Byron hefur ekki gef- ið enskum bókmenntum neitt. Að segja að Byron hafi ekki haft nein áhrif er einfald- lega lygi. Hann hafði áhrif á Pushkin og Lermontov, sem sagðist vera hinn rússneski Byron, og þannig má lengi telja. Það er eitthvað bogið við bókmenntastefhu sem útilok- ar Byron.“ Afhverju má almenningur ekki eiga sinn Byron ífriðifyrir stefnum og kenningum? Og í framhaldi af því, eru bók- menntafræðingar ekki bara hrœætur á verkum skálda og afurðum þjóðfélagsins? Bókmenntafræðingar eru ekki sníkjudýr og aðeins léleg- ir höfundar halda því fram. Annars læt ég mig þessar raddir litlu skipta og hef enga sérstaka þörf fyrir að afsaka mig og hvað ég geri. Hvað skiptir máli? Hvað það sem ég segi og geri, þá mun ég ekki skapa nein verðmæti í þorsk- ígildum, en kannski get ég gefið eitthvað annað og þann- ig er þjóðfélagið. Menn eru ekki á sjó vegna samfélags- kenndar. Þjóðfélagið er ekkert nirvana og byggist oft á fjand- samlegum andstæðum. Menn eiga að hverfa frá þessum harmóníska hugsunarhætti. Það er allt £ lagi þótt fólk hat- ist. Stéttir hatast. Hvað er að ekki mikilvægt heldur þvert á móti. Ég skrifa fýrir brauði og bjór, húsi og fleiru. Auðvitað trúi ég á ákveðna hluti. En ég breyti litlu um hagi annarra og hugsjónastefna í þá áttina er fánýt. Fólk hefur áhyggjur af því hvort veiðist nægur því? Ég er mjög ánægður með að það er fólk í Iðnskólanum, því það mun byggja hús fyrir mig (án þess þó að vera að gera það fýrir mig, ég gef þeim pening í staðinn). Ekki það að íslensk menning sé þekkt fýrir húsakost. En þjóðfélagið er ekki á einhverju einu stigi og það er mikilvægt að hafa margbrotna menningu. Ég er ekki að segja að viðurværi sé þorskur og þar er ég á sama báti, þótt ég mundi ekki þekkja muninn á þorski og ýsu. Én ef það veiðist skítnóg af þorski, þá verða fleiri stöður opnaðar í íslenskri bók- menntaffæði.“ Guðni kennir nú tvo kúrsa við Háskóla Islands: „Hugtök og heiti“, sem er inngangsnám- skeið, og „Kynferði og óhugn- að“, þar sem vampírur eru meðal annars viðfangsefnið. En er Hí ekki blóðlaust fyrir- bæri? „Fyrst ber að nefna að Há- skólinn gegnir veigamiklu hlutverki í samfélaginu en það má vissulega út á hann setja. Fyrir það fýrsta er þetta pen- ingavesen. Bókasafnið er skammarlegt. Svo lélegt að það mundi ekki sæma fimmta flokks háskóla í Bandaríkjun- um. Háskólinn sem stofnun á að styðja við bókmenntir en hefur í þessu tilliti ekki staðið sig. Bókasafn á að vera miðjan og í Austin eru þeir með sex milljónir binda og þar af 3-4 rekka af íslenskum bókum! Svo að við snúum okkur að kennslunni þá kúga háskóla- kennarar 90% nemenda sinna. Ég hef verið svo lán- samur að tilheyra þessum 10% sem sluppu lítið skadd- aðir, þess vegna er ég háskóla- kennari núna. Kennarar eiga náttúrulega að efla með nem- endum sínum leiðir til þess að túlka sig.“ / bókmenntalegu tilliti virðist allt og ekkert vera að gerast hér á Islandi. Eftir að femínistamir voru þaggaðir niður hefiir ver- ið lítill kraftur í bókmennta- heiminum á Islandi. „Hver kynslóð gefur sér ákveðnar forsendur. Ef við er- um að tala um stefnuleysi hér, þá er það einfaldlega vegna þess að forsendurnar eru rangar. Við gefum okkur þær forsendur að stefhur miði að einhveiju þjóðfélagslegu mik- ilvægi og við þurfum að af- reka ákveðna hluti í stað þess að snúa þessu við og segja að skáldskapur samtímans sé innhverfur, hedónískur og sjálfhverfur. Þá höfum við ákveðið stefhufar. Skáldskap- ur er spegill samtímans og aldamótakynslóðin er hnign- unarkynslóð, upptekin af sjálfri sér. Hún er innhverf, sjálfhverf — við höfum engan áhuga á því sem er að gerast í þjóðfélagsmálum. Allt virðist benda í þessa átt. Berlínar- múrinn hrundi og ég hugsaði: „So what?“ Heimssöguleg tíð- indi héldu athygli minni í einn klukkutíma! Stefha er Is- lendingum pragmatísk. Ef hún er hedónísk, sjálfhverf, ef hún er nautnafull, ef hún miðar eingöngu að því að uppfýlla nautnir — þá er það stefnuleysi? Ég held að við ná- um aldrei að skýra samtíðina með þeim hugsunarhætti." Guðni hefur dvalið erlendis í sex ár og forvitnilegt að heyra hvemig íslenskt þjóðfélag horfir við honum eftirfjarvemna. „Mér gremst mest smá- þjóðarkomplexinn við íslend- inga sem felst í afneituninni á því að við erum smáþjóð og í öðru lagi í því að það skín allt- af í gegn. Við sjáum íslenska stjórnmálamenn sleikja upp erlend smáfýrirtæki sem væri óheyrt alls staðar annars stað- ar úti í heimi. íslendingar vilja líta á sig sem leiðtoga, sem eitthvað sem mark er á tak- andi í samfélagi þjóðanna. Ég heyrði um daginn að það væri mikill heiður fýrir íslendinga að Jón Baldvin ávarpaði þing Sameinuðu þjóðanna á fyrsta degi þingsins. Hver heldur þú að hlusti á Jón Baldvin? Þetta er bara lygi. Og hver heldur þú að myndi orða þetta svona meðal stórþjóðanna? Við get- um ekki reynt að keppa við milljónaþjóðir. Ég greini am- erísk áhrif í öllu hér. Sjónvarp, útvarp, skemmtanahald er öpun á bandarískum fyrir- bærum. Ég vil ekki benda og segja: við eigum að innleiða þetta en ekki hitt, það er bara nasismi. Það sem skiptir máli mun alltaf á endanum ná yfir- burðum og lifa — en það er jú kannski nasismi líka.“ „Ég er sauðmein- laus oggóðgirni mínjaðrar við heimskuhátt.“ Mótsagnirnar þrífast t öllu. Guðni segist vera byronisti en jafnframt heldur hann því fram að byronistar þrífist ekki í nútímanum. Ritgerð Guðna „Byron & Poetic Action - A study in Mobility“ hefur vakið eftirtekt og hann á að flytja fyrsta fyrirlesturinn á Byron- þittgi í Toronto 29. desember. „Það er heiður fýrir mig, ég er eini óþekkti fyrirlesarinn. Ég vona bara að ég hafi efni á að fara. Ég efast um að þar breyti nokkru um að unnusta mín er einkaritari forstjóra ol- íufýrirtækis í Dallas sem hét til langs tíma Ewing Oil. Hún er reyndar væntanleg núna á næstunni og það verður gam- an að kynna hana fyrir ís- lenskri menningu. Næstu tvö árin verð ég að vinna að Byr- on hér heima og á Englandi til að auka við doktorsritgerðina. Ætlunin er að gefa hana út en hún er ekki tilbúin til útgáfu enn að mínu viti. Ég er að lesa ákveðnar frumheimildir sem enginn hefur lesið markvisst áður. Ég er að sýna fram á hvernig Byron meðvitað skóp goðsöguna um sjálfan sig. Hann lýgur og lýgur og stund- ar sögulega fölsun sér til dýrð- ar og það er ekki annað hægt en dást að honum fýrir það.“ Jakob Bjarnar Grétarsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.