Pressan - 07.10.1993, Blaðsíða 24

Pressan - 07.10.1993, Blaðsíða 24
M E N N I N G 24 PRESSAN Fimmtudagurinn 7. október 1993 Hefurðu heyrt það nýjasta? íslenskur húmor er ein- stakur, enda byggist hann mikið á svörtum gálga- húmor þar sem ófarir ann- arra eru mesta aðhláturs- efnið. Það er svo auðvelt að stækka sjálfan sig með því að stíga á axlir félagans og færa hann í svaðið — Gró- an stendur eftir áberandi hærra sett en sá svaðsetti. Geta menn líka ímyndað sér nokkuð fyndnara en gamla konu sem rennur á rassinn í hálkunni eða ung- an mann sem bíður á strætóstoppistöð í fárviðri eftir strætó sem er hættur að ganga vegna veðurs. Skemmtilegast er þó að sjá fræga fólkið verða sér til skammar á skemmtistöð- um og vera hent öfúgu út eftir að hafa þuklað á vit- lausum manneskjum, rifist við aðra og bitið fræga rit- höfunda. Framhjáhöldin eru einnig stórskemmtileg enda eru þau óvenjuopin- ber hér á landi. Fólk hvorki vill né getur falið ffamhjá- haldið og yfirleitt vita allir að það er til staðar, nema kannski makinn og börn- in. Fræga fólkið á íslandi er sérstaklega skemmtilegt umræðuefni, eðli málsins samkvæmt. Flest enda öf- uguggar, drykkjusjúkling- ar, fjárglæframenn, gjald- þrota og með eyðni, að ógleymdum linnulausu framhjáhaldi. Meðal þekktra manna sem Gróa hefur úrskurðað dauða má nefna tónlistarmennina Megas og Pálma Gunnars- son að ógleymdum veður- fræðingnum Trausta Jóns- syni. Allir hafa þeir líklega notað frasann frá Mark Twain — „Fréttir af and- láti mínu eru stórlega ýkt- ar.“ Margir hafa verið á grafarbakkanum eins og Hemmi Gunn og Rut Reg- inalds, sem bæði börðust við ólæknandi sjúkdóm. öfuguggaháttur og fram- hjáhöld eru of tíð til að það taki því að nefna dæmi. Of- urgjaldkerinn og útvarps- stjarnan Sigurður Pétur Harðarson fór í herferð gegn kjaftasögum um sjálf- an sig, sem vitanlega voru allar rangar, þótt PRESSAN hafi þóst sýna fram á að margar ættu þær við meira en rök að styðjast. Þannig er það nú með kjaftasög- urnar — þótt sumar séu uppspuni frá rótum er sannleikskom í þeim flest- um og margar eru sann- leikurinn holdi klæddur. Einkaklúbburinn starfar enn og það ekki að ástæðulausu, segir skemmtanastjóri klúbbsins, Agnar Jón Egilsson. Það er skoðun hans að skemmtanabransinn á Islandi sé hræðilegur eins og hann er í dag. „Það er fátt annað hægt að gera hér á landi en hanga á pöbbum. Við viljum fá fólk til þess að djamma. Við höfum jú Hótel ísland, sem hoppar upp og niður; Ró- senbergkjallarann, þar sem að komast færri en vilja; Ingólfscafé, sem heldur að vísu sínu; Þjóðleikhúskjallarann, sem enn er óskrifað blað, og Casablanca er mjög misjafn.“ Úr þessu ætlar einkaklúbburinn að bæta í vetur með mánaðarlegum uppákomum og sú fyrsta verður á laugardaginn á Tveimur vinum með einu íslensku reggae-hljómsveitinni, sem nefnist Reggae on Ice. Að hátíðinni standa, ásamt einka klúbbnum, ýmis fyrirtæki sem hafa sitt fram að færa á þessu kveldi. Allir sem eru til í að sukka svolítið á laugardagskvöldið eru velkomnir, ekki bara meðiimir klúbbsins. Reyndar á það við um öll önnur djammkvöld einkaklúbbsins, þótt það kunni að kosta þá óbreyttu aðeins meira en meðlimina. er svo að stórri Keflavíkurhátíð á næstunni. iðspurður um félagafjölda klúbbins neitar Agnar að gefa upp töluna — nda í tísku í dag að vera dularfúllur. Hann segir félagana þó skipta nokkr- um þúsundum og nú sé svo komið að ekki verði fleirum bætt við nema í stað þeirra sem kunna að hætta. Nokkrar utanlandsferðir eru fyrirhug- aðar í vetur, en Parísarferð um mánaðamótin júli/ágúst er mörgum enn í fersku minni. Dvalið var í vikutíma í París og er sagt að meðal- svefntími hvers ferðalangs hafi verið tíu tímar í allri ferðinni. Sögur úr ferðinni mega ekki spyrjast út, einhverra hluta vegna. Þá er stefnt að ferð til Dyflinnar í lok þessa mánaðar. Þar verður dval- ið í fjóra daga á fjögurra stjömu hóteli, en hótel þetta mun einnig vera mest „in“ skemmtistaður borgarinnar. Önnur ferð er fyrirhuguð fyrir jól, væntanlega til að kaupa jólagjafirnar. EINKAKLÚBBURINN í PARÍS. Hver einstaklingur svaf að meðaltali í tíu fa'ma í allrí ferðinni, sem stóð yfir í viku. Á myndinni má sjá að menn eni ýmist glaðir eða þreyttir. LEIKLIST Missið ekki afþessu FISKAR Á ÞURRU LANDI PÉ-LEIKHÚSIÐ ISLENSKU ÓPERUNNI ★★★ Því miður misstí ég af þess- ari sýningu á listahátíðinni í Hafnarfirði í sumar en mér tókst að bæta fyrir mistökin með því að fara á hana um síðustu helgi hjá íslensku ópemnni. Stutt en drepfynd- ið, „Fiskar á þurm landi“ eftir Árna Ibsen er nútímafarsi sem vekur alvarlegar spurn- ingar um ást, vald, heppni og peninga, en ekki endilega í þeirri röð. Leikendurnir, Ól- afur Guðmundsson, Sigur- veig Jónsdóttir (sem tók við af Guðrúnu Ásmundsdótt- ur), Ari Matthíasson og Aldís Baldvinsdóttir, komu mér sí- fellt á óvart með hressilegri og stórskemmtilegri túlkun á hlutverkum sínum. Ari Matt- híasson, æstur og öskrandi nánast allan tímann sem brjálæðislegi eiginmaðurinn, minnti mig stundum á John Cleese (í Fawlty Towers). En Aldís Baldvinsdóttír og Ólaf- ur Guðmundsson féllu þó engan veginn í skuggann fyrir því. Skondið og vel sniðið leikrit. Annar leiksigur Árna Ibsen og Andrésar Sigurvins- sonar. Missið ekki af þessu. Nú eru síðustu forvöð. BÓKMENNTIR „Þýðing dr. Brodda er óaðfinnanleg og hið sama má segja um eftirmálann. Hann er hinn fróðlegasti og er skrifaður afmanni sem hefur fullkomið vald á íslenskri tungu. Slík- um mönnum ferfœkkandi. “ FERSKEYTLAN - VISUR OG STEF FRÁ ÝMSUM TÍMUM ★★ HANDBÓK EPÍKTETS ★ ★★★ ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ 1993 Ferskeytlan og Handbók Epíktets eru tvær einkar fal- legar bækur, þær fyrstu í nýrri röð sígildra verka frá Al- menna bókafélaginu. I Handbók Epíktets er að finna heimspekilegar þenk- ingar Epíktets, hins grísk- rómverska heimspekings sem fæddist árið 50 e. Kr. Framan af ævi var Epíktet þræll í þjónustu lífvarðar Nerós keis- ara. Húsbóndi hans studdi þræl sinn til mennta og gaf honum loks ffelsi. Um miðj- an aldur var Epíktet orðinn vel þekktur heimspekingur í Rómarborg og kenndi heim- speki sem tók allnokkurt mið af kenningum Sókratesar. Ein meginhugmyndin í heimspeki Epíktets segir að maðurinn skuli varðveita ró sína hvað sem á gangi; það sé ekki það sem hendir mann- inn sem mestu varði heldur viðhorf hans til atburðanna: „Bið þess ekki, að allt gerist svo sem þú vilt, heldur skal það vera vilji þinn, að allir hlutir gerist sem þeir gerast, og þá munt þú verða ham- ingjusamur. „Segðu um eng- an hlut: Ég missti hann, held- ur: Ég skilaði honum aftur. Barn þitt hefur látist, - því hefur verið skilað aftur. Kon- an þín hefur dáið - henni hefur einnig verið skilað aft- ur...“ Það er vitaskuld ekki á færi hversdagsmanna að tileinka sér þennan hugsunarhátt og Epíktet virðist gera sér það ljóst, og kannski þess vegna segir hann á einum stað í Ijúfri hvatningu til okkar meðaljónanna: „Þótt þú sért enginn Só- krates, skaltu lifa eins og sá, er vill verða Sókrates.“ Það er dr. Broddi Jóhann- esson sem þýðir gullkom Ep- íktets og að mínu mati er þýðing hans óaðfinnanleg. Hið sama má segja um eftír- mála dr. Brodda. Hann er hinn fróðlegasti og er skrifaður af manni sem hefur fullkomið vald á ís- lenskri tungu. Slík- um mönnum fer fækkandi. Kári Tryggvason kennari og skáld hefúr valið um ann- að hundruð fer- skeytlur í bókina Ferskeytluna. I mörgum fer- skeytlanna endur- speglast lífsviðhorf sem oft og tíðum má flokka undir barlóm. Það er í þessum anda: „Einatt bætist raun við raun/réna gleðistundir“ eða „- Heyrðu, drottinn, sárt ég syng/særð af hungri löngu“ eða þá þetta: „Heimsins bresta hjálpar- lið/hugur skerst af ergi“. En eins og skáldið sagði: „Það er þó ætíð bún- ingsbót að bera sig karlmann- lega“ og eftír mæðuhjalið telja menn í sig kjark. Það er í þessum dúr: „Margan góðan dreg ég drátt/úr djúpi minninganna" eða „Það er eins og hulin hönd/hjálpi er mest á liggur“. Það er nú ekki svo að allar vísur bókarinnar séu í þessum dúr en þær kunna að vera fullmargar og einhver slatti þeirra hefur sáralítið skáld- skapargildi. En um leið eru þær vísast lýsandi fyrir hina einkennilega samsettu þjóð- arsál. Svo eru skínandi perlur innan um: Löngum var ég læknir minn (Stephan G.), Láttu smátt en hyggðu hátt (Einar Ben.), Langt er síðan sá ég hann (Skáld-Rósa), Fljúga hvítu fiðrildin (Svein- björn Egilsson), Dýpsta sæla og sorgin þunga (Ólöf Sig- urðardóttir). Auk þess má nefna skáldanöfú eúis og Þór- berg Þórðarson, Grím Thom- sen, Bjarna Thorarensen, Stein Steinarr, Hallgrím Pét- ursson, Hannes Hafstein og eru þá fáeinir nefndir. Og svo má ekki gleyma Páli gamla Vídalín, og svei mér þá, ég held að gamli maðurinn sé bara bestur. Að mínu mati er fúllfrjáls- lega valið í þessa bók, við eig- um betra fóður en margt af því sem hér slapp irm. En það var þó betur af stað farið en heima setið. Reyndar fannst mér efitír lesturinn að bókin skildi mann eftir með vanga- veltur um lífsviðhorf eldri kynslóða. Og kannski var leikurinn í og með til þess gerður. Það er ekki hægt að skilja við þessar bækur án þess að geta um útlit þeirra. Þær eru einstaklega fallegar, með þeim alfallegustu sem hér sjást, bundnar í dumbrautt skinnlíki með gyllingu. Fag- urkerar ættu að hrífast.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.