Pressan - 07.10.1993, Blaðsíða 19

Pressan - 07.10.1993, Blaðsíða 19
Fimmtudagurinn 7. október 1993 PRESSAN 19 Séekkieftirað tiaia haldið áfram Listdans á íslandi hefur alla tíð liðið fyr- ir það hve fáir karlmenn hér á landi hafa lagt ballett fyrir sig. Lítið hefur farið fyrir íslenskum karldönsurum í íslenska dans- flokknum og því vakti það athygli þegar fréttist að tvítugur ballettdansari, Jóhann Björgvinsson, einn fárra sem starfa við listdans, væri kominn heim til að vinna með flokknum. Undanfarin tvö ár hefur Jóhann verið búsettur í Stokkhólmi þar sem hann lærði við Konunglega sænska ballettskól- ann, en skólinn nýtur mikillar virðingar í ballettheiminum. Lærdómsríkur tími er að baki og nú er Jóhann kominn heim til að starfa með íslenska dansflokknum. „Ég er reyndar bara á nemendasamningi eins og er en ég vonast til að verða fast- ráðinn eftir áramót," segir Jóhann. „Það er ómetanlegt fyrir mig að hafa komist að hjá Konunglega sænska skólanum og fengið tækifæri til að taka þátt í sýning- um Konunglega ballettflokksins í Stokk- hólmi. Þegar skólanum lauk var ég samt ákveðinn í að fara heim og dansa í stað þess að reyna fyrir mér úti. Það kom aldrei neitt annað til greina." Hann segir forvitni hafa ráðið því að hann fór í fyrsta balletttímann, þá ell- efu ára, og hann hafi ekkert látið það á sig fá þótt ýmsir kunningjar hans væru undrandi á svo óvenjulegu áhugamáli. „Ég hafði lært samkvæmis- dansa í nokkur ár en langaði svo til að prófa hitt. Við vorum um það bil tíu strákar í ballettskóla Þjóðleikhússins á þeim tíma en ég hélt einn áfram. Hin- ir misstu allir áhugann. Sjálfur var ég hikandi á tímabili, eftir að hafa æft ballett í sex ár, og ég spáði í það að hætta. María Gísladóttir, listdansstjóri ís- lenska dansflokksins, hvatti mig hins veg- ar eindregið til að halda áfram og þreyta inntökupróf í Konunglega sænska ball- ettskólanum í Stokkhólmi. Ég sé ekki eftir að hafa gert það og á Maríu því mikið að þakka." Jóhann lauk stúdentsprófi með ballett- skólanum í Stokkhólmi og er nú staðráð- inn í að dansa eins lengi og aldurinn leyf- ir. „Það hefur orðið rosalega jákvæð breyting á íslenska dansflokknum eftir að María Gísladóttir tók við og því hef ég mjög mikinn áhuga á að vinna með hon- um. Maríu hefur tekist að gera hreint ótrúlega hluti og hvernig er annað hægt en vilja vera með?" Ballettáhugafólk getur brátt fengið að sjá Jóhann spreyta sig með íslenska dans- flokknum í fyrsta verkefni vetrarins, Coppelíu, en sýningar hefjast í íslensku óperunni 22. október. JÓHANN BJÖRGVINSSON. Lærði við hinn virta Kon- unglega sænska ballettskóla í Stokkhólmi. uöiö iií b\m\)etííu Það er liðin tíð að íslendingar neyðist til að leita út fyrir landsteinana til að upplifa Oktoberfest, bjórhátíðina sem Múnchen í Þýskalandi er hvað frægust fyrir. Viking- Brugg gengst nú í annað sinn fyrir októ- berhátíð bæði sunnan- og norðanlands og þó að hún jafnist auðvitað ekkert á við hina einu sönnu hátíð í Bæjaralandi er hún skref í rétta átt, þar sem bjórinn er bæði sterkari og ódýrari og krúsirnar auk þess stærri. Bjórhátíðin hefst annað kvöld, föstu- dagskvöld, á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi og stendur í rúma viku. Eins og í fyrra verða það piltarnir í þýsku blásarasveitinni Die Fi- delen Munchener sem sjá um að skapa bæverska stemmningu. í tilefni hátíðarinn- ar verður boðið upp á sterkari bjór og eins og venja er verður hann borinn fram í eins lítra krúsum. í Þýskalandi er það ávallt stóra spurning- in fyrir októberhátíðina hvað bjórlítrinn kostar og til að halda í hefðina skal upplýst hér að íslenski lítr- inn kostar á bilinu 500 til 600 krónur. Með honum geta menn svo maulað KARL KET1LSS0N. Ætlar örugg- lega að mæta annað kvöld á Eiðistorg. hinar frægu „Pretzels", sem eru þýskar saltkringlur og algjörlega ómissandi á slíkri bjórhátíð. Mikið frægðarorð fer af bæversku þjón- ustustúlkunum sem sjá um að bera ölið i menn á Oktoberfest í Múnchen, enda veigra þær sér ekki við að rogast með tíu lítrakrúsir í einu, fimm í hvorri hendi. Þetta ætla íslenskar servitrísur ekki að leika eftir, enda skortir þær bæði þrek og þjálfun. Hins vegar ætla þær að mæta til leiks klæddar hefðbundnum bæverskum kjól- um og það ætti tæpast að skyggja á há- tíðahöldin. íslensk októberhátíð fer fram á ýmsum veitingahúsum bæði í Reykjavík og á Akureyri og stendur bjórveisían til 16. október. W Á Sólon Islandus hafa barist um hyllina undanfarnar helg- ar sjálfstæðismenn annars vegar og leikarar og kvik- myndagerðarfólk hins vegar. Á laugardagskvöldið dvöldu þar um margar drykklangar stundir nánast allir ungleikar- ar þjóðarinnar, sem voru þar einnig um síðustu helgi, helg- ina þar á undan, helgina... Þar voru einnig þau Marín Magnúsdóttir, leikstjóramir Friðrik Þór Friðriksson, Guðný HaUdórs- dóttir og Júlíus Kemp, Ingibjörg Stefánsdóttir söngkvinna, vinkonurnar Steinunn Þor- steinsdóttir, Dóra Won- derwoman og Margrét Ragn- arsdóttir, Hrafnhildur G. Hagalín leikritahöfundur og Valdi í Valhöll og vinir hans. Af sjálfstæðismönnum má nefna ýmsar ungar stúlkur sem starfa ötullega innan flokksins, til að mynda Ásdísi Höllu Bragadóttur, fram- kvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins, að ógleymdum aðstoðarmanni Davíðs Oddssonar, Eyjólfi Sveinssyni, sem einhver sá til, auk nokkurra ungstirna, þeirra Þorsteins Sigurlaugs- sonar, Þórðar Þórarinssonar, nafna hans Pálssonar og Kjartans Magnússonar. Þá slæddust nokkrir ungkratar inn á Sólon íslandus og urðu þeir ekki fyrir teljandi áreiti ffá sjálfstæðismönnunum. Þar ber fyrst að nefna þá Magnús Áma Magnússon og Stefán Hrafii Hagalín. á L 1 mk k í Leikhúskjallaranum sama kvöld voru Karl og Esther í Gíslason lögffæð- ingurog Róbert Amfinnsson, Jóhann Sigurðarson og ffú hans, Guðrún Arnardóttir lög- ffæðinemi. Þar voru og Amar Jónsson og Þórhildur Þor- leifsdóttir og þau Bolli og Svava í Sautján, systir Bolla, Sybil Kristinsdóttir, þau Her- dís Þorvaldsdóttir og Gunn- ar Eyjólfsson, þá sjálfsagt komin með ffumsýningar- skrekkinn, Þuríður Pálsdóttir söngkona, Kristbjörg Kjeld leikkona og Guðmundur Steinsson leik- , ritahöfundur, l Anna Kristín | Arngríms- 1 dóttir leik- r kona, Magn- ' ús Torfason tannlæknir og Sigrún Harðardóttir, einu sinni módel, en gæti fengið vinnuna aftur í ljósi breyttra áherslna í tískuiðnaðinum. Við setningu kvikmyndahá- tíðar í Háskólabíói á föstu- dagskvöld voru hins vegar þau Marín Magn- úsdóttir og | Ólafúr | Schram, Ól- ' afur Garðar Einarsson menntamála- ráðherra, Bera Nordal, forstöðumaður Lista- safns íslands, Júlíus Kemp kvikmyndagerðarmaður og Ingibjörg Stef- ánsdóttir söngkona, Margrét Ömólfsdótt- ir moli, Dóra Won- ' der leiklistar- nemi, Sjón skáld og Ásgerður Júníusdótth, AriAlexand- er og Thor | Vilhjálms- son rithöf- ' undur, svo fá- einir séu nefndir. Höskuldur er minn mað- ur. Fyrst fann hann upp á því að gefa okkur magnaf- slátt ef við drekkum úr hálfslítradósum og nú er hann búinn að lækka bjórverð á línuna — líklega hafa bjór- framleiðendur veríð dugtegastir við mútuboðin. Hins vegar finnst mér að innflytjendur á sterkum drykkjum þurfi að herða sig við viðskiptaboðin því Höskuldur hækkaði þá — líklega hafa þeir ekki boðið nógu rausnariega. Við ntælum með ... versluninni Antikmun- við Skúlagötu. Þar fást fallegir og vandaðir forngripir. Og, merkilegt nokk, þeir kosta ekki formúu. ... kvikmyndahátíð Listahá- tíðar vilji maður komast á andlegt fyllerí. ... djammi, dansi og daðri loks eygir maður von um að geta gert eitthvað annað en að sitja pikkfastur á einhverjum barstólnum. Þjóðleikhúskjallar- inn gæti hæglega bætt úr því. inni Alþingi Islendinga. Þing- menn þjóðarinnar. Ræðuhöld. Torf. Fjármálaffumvarp. Ráð- herrar. Nú kunna margir að hugsa: „Alþingi fslendinga. Inni! Eru menn endanlega gengnir af gölfunum? Er fólk ekki búið að fá nóg af pólitík- inni eftir gagg og hrín sumars- ins? Em stjómmál ekki yfir höf- uð úti!“ Jú, það eru þau svo sannarlega, sérstaklega sand- kassastjórnmál sumarsins. Nú {egar búið er að setja Alþingi slendinga má búast við að menn fari í snógallana og kasti snjóboltum. Það er mun hrein- legra að kasta snjóboltum í fólk en að troða sandi í hárið á ein- hverjum. Af tvennu illu er leik- völlurinn Alþingi fslendinga meira „in“ en sandkassinn. En þó ber að geta þess að þingið er nýsett. úFi Gunguháttur karlmanna varðandi fataval. Að þykja eitt- hvað fallegt en þora ekki að klæðast því. Nota sem afsökun ómerkileg orð eins og: „Það er ekki það að mér flnnist þetta ekki flott. Ég er bara of gamall íyrir svona föt.“ Eða: „Ég er of lágvaxinn.“ Þá er afsökun eins og „Hvar á ég að klæðast svona famaði?“ úreld. Að ekki sé talað um „Ég get ekki látið sjá mig í svona fötum í vinnunni.“ Eða: „Konan mín drepur mig og börnin mín hlæja að mér,“ sem em hreint ofurhallærislegar af- sakanir. Það að flestir karlmenn skuli ekki enn hafa skapað sér eigin stíl, eða hreinlega þora ekki, er undarlegt í ljósi alls sjálfstraustsins.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.