Pressan - 07.10.1993, Blaðsíða 25

Pressan - 07.10.1993, Blaðsíða 25
Horft til framtíða K ■ ■ ■ Leiðrétting Tvær staðreyndir skoluðust heldur betur til á nætur- lífssíðunni í síð- asta tölublaði PRESSUNNAR. Annars vegar var ranglega sagt í fyrirsögn að af- mælisbarnið í Garðabænum, Valdimar Bergs- son, hefði orðið hálfrar aldar gamall, en eins og glögglega má sjá á manninum er hann aðeins fertugur, sem kom reyndar fram í textanum. Biðjum við hann velvirðingar á mistökunum. Þá biðjum við sömu- leiðis teppasal- ann sem staddur var í því afmæl- inu afsökunar á því að hafa verið rangfeðraður. Sá heitir Sverrir og er Bernhöft og til nánari útskýring- ar má geta þess að hann rekur teppaverslunina Barr. SVERRIR BERNHÖFT. Teppasali. SJONVORP FRAMTIÐARINNAR - Breiðskjár hlutföll 16:9 - 32" og 28" Black Planigon - DTI stafræn háskerpumynd - Þreföld mynd í'mynd (PIP) - Víðóma Nicam HiFi 2x35W - Djúpbassakerfi (subwoofer) - Textavarp - Fjarstýring sjónvarpsmús - Valmyndastjórnun - 3 Scart tengi AA/ og fl. Istonska efflnlitsriklö Eftir Ara Gísla Bragason Eitt af því nýja í miðbæ Reykjavíkur síðustu mánuðina eru kaffihúsin. Hvert kaffihúsið hefur opnað á fætur öðru og enn fjölgar þeim. Það mætti halda að við íslendingar vær- um orðnir siðmenntaðir. Svei mér. Það var einmitt í vikunni sem leið að ég sat á litlu kaffi- húsi í Reykjavík. Kvöldið var fagurt. Hálfgerð vorgola úti, ís- lenskt skammdegi alltaf sér- stakt. Við nutum Ijúfra kaffiveit- inga en aðallega félagsskapar hvort annars. Við vorum ein á kaffihúsinu þegar eigandinn, kunningi minn, kemur að borð- inu. „Fyrirgefiði. Ég þarf víst að biðja ykkur að fara. Þeir eru komnir frá eftirlitinu." Svo djúpt vorum við sokkin í samræður að ég vissi ekki hvaðan stóð á mig veðrið en jánkaði fullur skilnings fáeinum sekúndum síðar. Lít svo á klukkuna. Hún var orðin 1.20 eftir miðnætti. Ég sé að við dyrnar standa tveir menn og lemja lykli á rúðu kaffihússins sem var „Stopp, ekki opna hurð- ina. “ Okkur dauðbregður. Það mcetti halda að mað- urinn á bakvið okkur mið- aði á okkur byssu. læst. Eigandinn gengur að hurðinni og opnar. Storma þá inn Knoll og Tott. Knoll er mikill maður vexti, hálfsköllóttur og andlit hans einsog sjaldgæf indversk hundategund. Tott hins vegar ungur maður með gleraugu í jakkafötum í gamla góða kaupfélagsandanum. Knoll og Tott storma inn á kaffihúsið og inná eldhús væntanlega en koma svo stormandi inn í sjálfan sal kaffihússins. Eigandinn biðst velvirðingar á þessu. „Þetta er bara svona. Klukkan er 20 mínútur framyfir leyfilegan tíma. Vonandi missi ég ekki leyfið.“ „Heyrðu við skulum drífa okk- ur,“ segi ég og við hyggjum á útgöngu. Þegar við erum kom- in að hurð kaffihússins heyrist kallað: „Stopp, ekki opna hurð- ina.“ Okkur dauðbregður. Það 28- - STAÐGRE'^T#| RONNING SUNDABORG 15 SÍMI 68 58 68 mætti halda að maðurinn á bakvið okkur miðaði á okk- ur byssu. Ég sný mér við og sé að svo er ekki en maðurinn með hundsand- litið gengur að mér. Snýr sér svo að vinkonu minni. „Ertu með skilríki?" spyr Knoll og umlar af vinnu- semi. „Já,“ svarar stúlkan og rétt- ir honum skilríki sín. Þess má geta að á meðan þessu stóð kom Tott sér fyrir í horni kaffihússins, hallaði sér að veggnum en fylgdist með af fullum áhuga. Þegar Knoll hafði fengið skilríkin í hendur fór fram sérstæðasta skoðun á nafnskírteini sem undir- ritaður hefur orðið vitni að. Knoll lamdi skilríkjunum í lófa sér, lyktaði af þeim, setti þau oní vatnsglas (?) en allt kom fyrir ekki. Knoll komst að því að skírteinið var ófalsað. „Takk,“ sagði Knoll og rétti stúlkunni skírteinið. Tott kom nú gangandi og opn- aði hurðina og hleypti okk- ur út. Þegar við yfirgáfum staðinn horfðu Knoll og Tott á okkur ákveðnu augnaráði, líkt og dag einn myndu þeir negla okkur. Fyrir hvað er mér spurn? Markús Örn, Þorsteinn Pálsson, Böðvar Braga- son. Gefið opnunar- og lokunartíma frjálsan á veit- ingastöðum. Það leysir fleiri vandamál en það skapar. Höfundur er skáld og sagnfræöi- nemi viö HÍ. VERTU MEDI BESTA UÐINU VERTU MED LOTUS í UÐI LOTUS AMI PRO Ritvinnsla, reikningur, teikning, myndrit og umbrot eru ástæður þess aö notendur annarra ritvinnslukerfa skipta hver á fætur öðrum yfir í AmiPro frá Lotus. AmiPro hefur aftur og aftur fengiö hæstu einkunn í fagtímaritum. AmiPro býður upp á ýmis vel úthugsuð hjálpartæki sem gera öll vinnubrögð einfaldari. Með einum smelli er t.d. hægt að kalla fram valmynd þar sem setja má alls konar útlitseinkenni á texta á mjög aðgengilegan hátt. (valmyndinni er reitur sem sýnir strax áhrif hinna ýmsu kosta. Þetta gerir byrjendum mjög auðvelt að prófa sig áfram. Önnur vel útfærð atriði í AmiPro eru aðgengilegar samsteypur (t.d. fyrir dreifibréf), taka má skjöl beint inn úr öllum helstu ritvinnslum og töflureiknum, öflug töflugerð með reikniformúlum, sjálfvirk umslagaprentun og afturköllun (undo) allt að fjögurra aðgerða. AmiPro fylgir fjöldi tilbúinna uppsetninga eða sniðmáta á íslensku. Freelance Graphics (fyrir DOS, Windows og OS/2) er eitt fullkomnasta forrit sem til er til að setja upp og sýna glærur og annað kynningar- og kennsluefni. Forritið er mjög öflugt og einstaklega einfalt í allri notkun. '"Wíi Nú er komin á markaðinn ný útgáfa af hinum geysivinsæla töflureikni Lotus 1-2-3. Hér er lögð höfuðáhersla á að gera öll vinnubrögð sem auðveldust. Notendur geta lagað útlit forritsins að sínum smekk og þeim verkefnum sem unnin eru hverju sinni. Með töflureikninum fylgja m.a. mjög öflug verkfæri til þess að sækja gögn úr öðrum kerfum svo og að halda utan um, rekja og endurskoða mismunandi útgáfur af sömu töflu. ILOfUS IMPROV Lotus Improv er öðruvísi töflureiknir. Hann er margvíður og því er hægt að skoða hverja töflu og graf frá mörgum sjónarhornum án þess að gera nokkrar breytingar á töflunni sjálfri. Þannig getur markaðsmaðurinn, fjármálastjórinn og framkvæmdastjórinn séð sínar upplýsingar, hver á sinn hátt. Engum gögnum eða formúlum þarf að breyta - aðeins þrýsta með músinni á einn hnapp. Með Lotus Improv kveður þú ruglingsleg upplýsingahólf eins og B43 eða C10 og færð í staðinn myndrænt, margvítt notendaviðmót sem skilar þér þeim upplýsingum sem þú vilt fá - án nokkurra vífilengja. Notes auðveldar samvinnu tölvunotenda og samnýtingu tölvugagna yfir net. Þungamiðja Notes er gagnagrunnur fyrir skjöl, bréf, fundargerðir, símbréf og grafísk gögn. Notendur geta flokkað gögnin, valið og skoðað út frá ýmsum sjónarhornum, sent og tekið á móti skilaboðum, pósti og símbréfum. Með Notes má setja upp og stýra verkferlum, auka gæði og minnka skrifræði. MWMjr'; Tölvupóstkerfið cc:Mail er eitt mest selda tölvupóstkerfi í heiminum. Undanfarna mánuði hafa margar stofnanir og fyrirtæki fest kaup á cc:Mail, enda er kerfið mjög auðvelt í notkun, vinnur með og tengist flest öllum þekktum tölvum, tölvunetum og -póstkerfum. WmB OROANIZER mrn& APPROACH Approach er marg verðlaunaður gagnagrunnur sem gerir notendum kleift að vinna á einfaldan hátt með flókin gagnavensl. Hægt er aðflytjagögn fráog tengjast fjöldamörgum þekktum ....I gagnagrunnum og skráformum fyrir grafískar vinnslur. Hafið sainband við sölumenn i simo (91) 69 77 00 eða lítið við í verslun Hýherja hf. í SkqffqKlíð 24. NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 - SlMI 69 77 00 Alltaf skrefi á undan Organizer er einfalt og öflugt skipulagskerfi sem er samhæft pappírsskinnunum frá Time Manager og Filofax. Á skjánum er Organizer eins og dagbók, með kaflaskilum og efnisyfirliti. Organizer heldur m.a. utan um aðgerðalista, nafnalista, afmælisdaga og tengir þetta dagbókinni. Hægt er að láta Organizer leita að lausum tíma hjá tveim eða fleiri notendum á tölvuneti og senda síðan fundarboð.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.