Pressan - 07.10.1993, Blaðsíða 6

Pressan - 07.10.1993, Blaðsíða 6
TBKNING: INGÓtFUR MARGEIRSSON M E N N PRESSAN Fimmtudagurinn 7. október 1993 Haraldur Tohannessen fangelsismálastióri Opið hús Ég fæ alltaf fiðring þegar fréttir berast af því að ein- hverjir fangar hafi strokið af Níunni eða Litla-Hrauni. Það hleypir oggolítilli spennu í mitt annars viðburðasnauða líf að vita af einum eða tveim- ur morðingjum á ferli, ég tala nú ekki um ef maður á von á að hitta sæmilega nauðgara og ofbeldismenn á rölti í Banka- strætinu. Betri tilbreytingu get ég ekki hugsað mér. Ég veit að það er fullt af fólki sem er ekki sammála mér. Finnst að fangar eigi að vera fangar og lokaðir inni og skammast svo út í Harald Jo- hannessen fangelsismálastjóra fyrir að læsa ekki nógu vel dyrunum hjá sér. Þetta fólk kann ekki gott að meta. Það misskilur líka alveg hann Har- ald. Hann varð ekki fangelsis- málastjóri til að vera vondur við glæpamenn. Það er mann- vonska. Hann varð fangelsis- málastjóri til að leyfa föngun- um að gera það sem hann mátti aldrei gera sjálfur. Það er manngæska. Sjáiði til, Halli er sonur hans Matta Jó. Og heima hjá Matta Jó má sko ekki allt, hvorki fyrr né síðar. Heima hjá Matta Jó mátti ekki sofa hjá, það mátti ekld reykja hass, það mátti ekld spila rokkmús- ík, það mátti ekki halda partí. Þess vegna vildi aldrei neinn vera vinur hans Halla og minna hefúr nú haft afdrifa- rikar afleiðingar. Þess vegna sór Halli þess eið að þegar hann yrði stór skyldi hann sko eiga vini og þá skyldi hann sko halda partí. Svo varð hann fangelsismálastjóri og komst að því að hann gat eignast fullt af vinum meðal fanganna. Það er skýringin á stefnu íslendinga í fangelsis- málum. Henni má lýsa í nolikrum atriðum: 1. Allir mega heimsækja fanga eins oft og þeir vilja og fangarnir þola. Þetta á sérstak- lega við um eiginkonur og kærustur. Fólk verður jú að sofa hjá. 2. Allir mega éta spíttið og reykja hassið sem konurnar koma með í heimsóknunum. Það verður jú að halda partí. Eina skilyrðið er að fanga- vörðunum sé ekld gefið í pípu líka, enda eru fangelsin ekki reldn fyrir þá, heldur fangana, vini hans Halla. 3. Allir geta fengið helgar- leyfi þegar þá langar í nýtt partí. Það nennir jú enginn að vera endalaust í sama partíinu með sama fólkinu. Eina skil- yrðið er að það sé spurt um leyfi, en ekld bara vaðið út um dymar þótt þær standi opnar. Það verður að vera röð og regla á hlutunum. Það lærði Halli hjá Matta Jó. 4. Það þarf að byggja nýtt og betra fangelsi. Litla-Hraun er lekt og skítugt og svoleiðis partíhúsnæði býður maður vinum sínum ekki upp á. Það þarf sem sagt alvöruhótel með alvöruaðstöðu. Þetta er í hnotskurn stefnan í fangelsismálum og gengi bara bærilega ef ekki væru alltaf einhverjir smáborgarar að kvarta yfir nauðgurum í helgarleyfi í miðbænum. Komi þeir fagnandi, segi ég nú bara. Það er alltaf gaman að komast í gott partí. AS „Regla númer þrjú: Allir geta fengið helg- arleyfi þegar þá langar í nýttpartí Það nennirjú enginn að vera endalaust í sama partíinu með samafólkinu. Eina skilyrðið er að það sé spurt um leyfi, en ekki bara vaðið út um dyrnarþóttþœr standi opnar. “ Starfsmenn flýja stöðina vegna óánægju með Sendibílstórar hjá Sendibílum hf. eða 3x67 deila hart um þessar mundir og hafa átján bíl- stjórar hjá 3x67 ákveðið að færa sig yfir á bifreiðastöðina Þröst og ganga í hagsmunafé- lagið Trausta. Forsvarsmaður 3x67 er Sigurður Sigurjónsson, en hann vann einmitt mál sitt fyrir mannréttindadómstólnum í sumar þar sem hann krafðist þess að fá að standa ut- an félaga. Litlu eftir það kom upp ósætti innan félagsins og Sigurður rak Bjarna Sigurðs- son bílstjóra, sem jafnframt var varaformaður í Afli, stéttarfélagi bílstjóranna hjá 3x67. Starfsmenn brugðust ókvæða við og skrifuðu nær allir undir skjal þar sem þess var farið á leit að sú ákvörðun yrði end- urskoðuð. Það var ekki gert og því hafa átján bíl- stjórar ákveðið að hætta hjá fyrirtækinu. Að auki er óánægja með hvað verð- ur um stéttarfélagsgjöldin. Sigurður Sigurjónsson hefur fyrir hönd stöðvar- innar innheimt stéttarfé- lagsgjöld af starfsmönn- um en þau hafa ekki skil- að sér til hagsmunafé- lagsins Afls. Það sem flækir þetta mál enn frekar er að Friðþjófur Jóhanns- son, formaður Afls, er einn þeirra sem hafa flutt sig yfir til bifreiðastöðvar- innar Þrastar og í stéttar- félagið Trausta. Hann hættir því sjálfkrafa sem formaður Afls en ekki hef- ur nýr maður verið kjörinn í hans stað og deilan um stéttarfélagsgjöldin enn óleyst. Reyndar hefur honum verið meinaður aðgangur að svæðinu af Gissuri Sigurðssyni stjórn- arformanni og hefur hann því ekki getað rætt sem skyldi við umbjóðendur sína. SlGURÐUR SlGURJÓNSSON. Eftir að hann rak varaformann stéttarfé- lagsins urðu starfsmenn ævareiðir. Þegar hafa átján ákveðið að yfir- gefa Sendibfla hf. og ganga til liðs við sendibílastöðina Þröst á afar hagstæðum kjörum. Þeir eru einnig ósáttir við að hann skuli ekki skila til stéttarfélagsins þeim gjöldum sem hann innheimtir af starfs- monnum sinum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.