Pressan - 07.10.1993, Blaðsíða 22

Pressan - 07.10.1993, Blaðsíða 22
G U Ð B Y R GADDAVIRNUM, AMMA Fimmtudagurinn 7. október 1993 22 PR ESSAN Megas í MH Drög að öðru siálfsmorði Hvítur Chuck Berry Föstudaainn 5. nóvember hefur Megas upp raust sína í Menntaskólanum viS Hamra- hlíð. TilerniS er að fimmtón ór eru tiðin rró því hann hélt þar sína frægustu tónleika, Drög aö sjólfsmorði, sem vöktu mikla athygli ó sínum tíma. Þetta verða sem sagt Dröa að sjólfsmorði — annað bindi, en undirspilið verður í höndum Nýdanskrar. Rætt hef- ur verið um að senda tónleikana út ó Bylgiunni og ekki er óhuqsandi að þeir rati ó geisladisk í framhaldinu. Það verður þó varla nemd skugqinn af pví sem hæat verður að upplifa ó tónleikunum sjólfum, ef peir verða eitthvað í íikingu við fyrra bindið. f kvöld stígur á svið á Tveimur vinunt breski rokkarinn Mickey Jupp ásamt KK-bandinu. Jupp á að baki þrjátíu ára tónlistarferil, ellefu breiðskííur og mikið lof gagn- rýnenda, en hann hefur aldrei hlotið þá heimsfrægð sem margir telja hann eiga inni. Hann spilar blúsrokk af gömlu gerðinni og þeir sem einu sinni hafa hrifist af honum taka ekki á sér heilum á eftir. Hann hefur verið kallaður hvítur Chuck Berry, besti hvíti blússöngvari heims og fleira í þá veruna. Sá sem ber ábyrgð á hingaðkomu Jupps er Ámi Þórar- insson, ritstjóri Mannlífs og einn gamalla aðdáenda Jupps. Hann hreifst af Jupp fyrir mörgum árum, en sá fyrir tilviljun auglýsta tónleika með honum í Stokk- hólnti fyrir noklcru. Ámi hafði uppi á honum og niður- staðan er íslandsferðin. Jupp og KK spila vítt og breitt um landið næstu daga og endurtaka leikinn á Tveimur vinum eftir rúnta viku. TÓNLIST Aftur á byrjunarreit NIRVANA IN UTERO ★★ ••••••••••••••••••••••••••• Nýrrar plötu frá Nirvana hefur verið beðið með mtkilli eftirvæntingu enda markaði síðasta plata, hin frábæra „Nevermind", stór þáttaskil í rokksögunni. Engum heilvita bissnessmanni hefði dottið í hug að þessi óþeldcta rokk- pönkhljómsveit frá smábæn- um Aberdeen nálægt Seattle myndi umturna roldcheimin- um og selja 8 milljónir ein- taka af plötu fullri af mel- ódísku graðhestarokld. 1 kjöl- far sigurgöngunnar hafa mennirnir bakvið skrifborðin verið duglegir við að næla í svipaðar sveitir úr dimmum kjallaraholum rokkmenning- arinnar og sumar hafa slegið í gegn. í flóðinu sem „Neverm- ind“ olli hafa leynst ógrynni af gítarböndum, orðinu „grunge" var slengt á tónlist- ina og það sem var ögrandi og ferskt breyttist í þreyttan iðnað. Enn ein sígild dæmi- saga úr roldcsögunni. Kurt Cobain, aðalsprauta Nirvana (sprauta í tvennum skilningi), var auðvitað hundfúll yfir þessari geldingu sem hann hratt óbeint af stað. Honum líður illa í sviðsljós- inu, kann ekki við sig á toppnum, sem margir túlka réttilega sem hinn fúllkomna aumingjaskap. Þriðja plata sveitarinnar er tilraun til að snúa hinni gullnu frægðar- þróun við, spila sig aftur á byrjunarreit og út úr heila- skemmandi ofbirtu sviðs- ljósanna. Á „Nevermind“ var gonna leam“, og gerði í kjöl- farið risasamning við Sony upp á átta plötur og er „Em- ergency on Planet Earth“ sú fyrsta. Hún fór beint á topp- inn í Englandi, enda eru vin- sældir sveitarinnar risavaxnar þar. Tónlistin er frábærlega vel samin af hinum unga Kay, lostafúllur bræðingur af fönld og djassi með taktmiklum poppundirtóni. Kay ber enn- þá sakleysislega umhyggju fyr- ir umhverfinu, er meðvitaður á unglingalegan máta. Þessi hippíska draumsýn sogast inn í textana. Þar er oft sett upp andstæða náttúrunnar og borgarlífsins með bernskum hætti; hinn eilífi friður ákall- aður af bamalegum ákafa. Músíldn sjálf, hið poppaða djassfönk, er þá aðalmálið. Það þyrfti heimskingja til að kalla þetta frumlegt, svo rosa- lega er Jamiroquai undir áhrifum frá fönkhundum sögunnar, og þá aðallega glimrandi melódíusöngli Stevies Wonder og mjúkfönki Curtis Mayfield. En þótt frumleikinn sé fjarri er út- koman nokk mergjuð og vandvirknin skín úr hverjum tóni. Það er unnið af alúð í gömlu umhverfi, lögin flest grípandi og tilvalin bæði á dansgólf og í heimahús. Mest er um lög í hinni löggildu út- varpslengd, gott popp sem fúllnægir kröfum um lengd, en inn á milli eru lengri og erfiðari verk, eins og hið tíu mínútna „Revolution 1993“, sem þrátt fyrir lengdina geng- ur fullkomlega upp. Jam- iroquai er dæmi sem áhuga- fólk um gott popp ætti að lcynna sér. GUNNAR HJÁLMARSSON „Á þessari plötu er akkúrat ekki neitt sem smýg- ur beina leið upp í heila og situr þar og blómstrar. Þessi plata er með öðrum orðum vonbrigði. Mikil vonbrigði. “ allt morandi í þessu grípandi fina rokld, en á „In Utero“ er akkúrat ekld neitt sem nálgast smellinn „Smells like Teen Spirit“ í melódískri rokkfull- komnun, ekkert sem smýgur beina leið upp í heila og situr þar og blómstrar. Þessi plata er með öðrum orðum von- brigði. Mikil vonbrigði. Það eru þrettán lög sem ískrar og syngur í á verkinu og upptökumaðurinn Steve Albini, úr hinni frábæru gaddavírssveit Big Black, var rétti takkamaðurinn til að slípa af þeim hina örþunnu poppslikju sem lá yfir „Ne- vermind“. Platan er hrá, sem hefði svo sem vefyð ókei ef lögin væru góð. Það eru þau bara ekki. Þau snerta engan veginn við manni. Þetta er allt margtuggið og útjaskað há- vaðarokk, miklu betur útfært áður af þeim sjálfúm og ýms- um útvörðum amerísku frum-“grunge“-bylgjunnar. Þær litlu melódíur sem hér leynast eru máttlausar, ófrumlegar og of klisju- kenndar til að verka sannfær- andi í grautnum. Nokkur lög eru svo sem í lagi, „Heart shaped Box“ og „Radio Fri- endly Unit Shifter", m.a.s. nokkuð góð, og önnur hver eftirlegu-“grunge“-sveit hefði án efa getað verið nokk ánægð með plötuna í heild. En við erum bara að tala um Nirvana, og miðað við „Ne- vermind“ er þetta stórt skref aftur á bak. Kurt þarf ekki að örvænta; ef „In Utero“ er það sem koma skal verður hann kominn í gettóið og gamla klúbbinn á horninu innan skamms. Gott poppfönk JAMIROQUI EMERGENCY ON PLANET EARTH ★★★ Hann er Jason Kay, 23 ára og lagahöfundur, söngvari og andlit ensku sveitarinnar Jam- iroqui. Sveitin átti stóran smell í fyrra, „When you POPP FIMMTU DAGU R I N N 7. OKTÓBER • Borgardætur enn og aftur í heimilislegu umhverfi hins mexíkóska dillibossastaðar Cancun. • Mickey Jupp og KK- band leika f kompaníi á Tveimur vinum. Þennan Chuck Beriy Bretlands hefur nú rekið á íslenskar fjörur en hann er talinn einn besti texta- og lagahöfundur rokks op ryþmabluss í heimalandi sínu. • Stripshow og Dos Pilas ásamt hinum óborganlega grínista Sigurði Gíslasyni. Pessar hljómsveitir eiga víst margt sameiginlegt þótt ekki virðist svo við fyrstu sýn. Þær leika saman á Hressó. • Ari Einarsson og Mar- grét Eir með gítar og söng á Barrokk. Þarna nýtir piparinn hæfileika sína til hins ýtrasta. • Langbrækur og Abba- dísir virðist ekki hægt að slíta í sundur, svo kært er þarna á milli. Þau hefja sam- krullið þessa helgina á LA Café. • Páll Oskar og Millarnir ætla að ylja unga fólkinu með spileríi á Gauki á Stöng. Frábærir í frostinu. fostudagurinn | 8. OKTÓBER • Stjórnin hieður órafmögn- uð upp orkuna á Tveimur vinum. Nú fer hver að verða síðastur að sjá Stjórnina áð- ur en hún kvarnast í frum- eindir sínar, eins og reyndar allar stjórnir gera. • Páll okkar og Milljóna- mæringarnjr halda uppi limbófjöri á Ömmu Lú. Páll er orðinn okkar vegna þess að hann er númer eftir frumraun- ina í sporum Bogomils Font. Þótt hann noti ekki sama númer og Bogomil segja menn hann ekki síður marka djúp spor í tónlistarlífið. • Urmull frá ísafirði fagnar ársafmæli sínu á Grand Rokk á föstudagskvöld. • Bubbi Morthens heldur sögulega tónleika í Mennta- skólanum við Hamrahlíð í kvöld, en þar hefur hann ekki spilað í tíu ár. Bubbi verður einn á báti með kassagítar- inn, sögur og baðmullarblús frá suðurríkjunum. Þannig er Bubbi líka bestur. • Kokkteilpinnarnir Atli Geir og Hjörtur Howser verða hrærðir — ekki hristir — á Cancun, nema eitthvað fari úrskeiðis hjá þeim eða bresti jafnvel á með náttúru- hamförum. • Die Fidelen Múnchener og Sigurður Björnsson jóðla í kross á opnunarkveldi bjórhátíðarinnar sem stendur á Rauða Ijóninu á Eiðistorgi líkt og í fyrra. Þá var mikið fjör, sérstakiega hjá Bryndísi og Jóni Baldvini. • Þórður píanóleikari á Pizzabarnum í Hraunberginu í Breiðholti. Bjórhátíð hefst þar eins og víðar á föstudag og stendur í tíu daga. Lítrinn er þar á sex hundruð skild- inga. Hvað er þetta, er engin samkeppni í bænum? • Hermann Ingi, hinn sí- syngjandi trúbador. Alltaf á stuttbuxunum á Feita dvergnum. • Abbadísir og Langbræk- ur halda upp á afmæli ann- arrar Abbadísarinnar, Anni- frid, á Plúsnum. Veitingar og væntanlega gieði góð á þeim bænum. • Synir Raspútfns yfirtaka Gaukinn. • Reggae on lce, hin ja- maísk/íslenska reggae-sveit, leikur fyrir dansi fyrir félaga einkaklúbbsins og áhang- endur á Tveimur vinum. Ódýr Budweiser á barnum og karaoke-söngvari kvöids- ins valinn þrátt fyrir að það fyrirbæri sé „out“. LAUGARDAGURINN| 9. OKTÓBER • Vinir vors og blóma heyja stríð við haust og vetur konung á síðsumarstaðnum Cancun. Hreint ágætir drengir þar á ferð, svona út frá tónlistarlegu sjónarhorni. • Hinn ísfirski Urmull enn að halda upp á eins árs af- mælið. • Björgvin Halldórsson og félagarnir sem alltaf eru að Ijúga um landann á Hótel Sögu. Ólafía Hrönn Jóns- dóttir leikkona er óborganleg í sýningunni. • Hermann Ingi hinn ungi leikur upp á sitt eindæmi á Feita dvergnum. Þar kemur bjórhátíðin einnig við með lítrann af bjór á sexhundruð- kall. • Abbadísir og Langbræk- ur halda upp á annan í af- mæli á Plúsnum með Abba- lögum. • Synir Raspútíns skemmta á Gauknum. Við mælum með þeim, þótt ekki væri nema nafnsins vegna. • Bubbi Morthens, einn og yfirgefinn meö kassagítarinn, leikur baðmullarblús frá suð- urríkjunum og íslensk þjóð- lög um ástina á Tveimur vin- um. • Sniglabandið reynir við Cancun eftir að hafa reynt að ná upp þungum og þynnku- legum anda á Gauki á Stöng á dögunum. Þeir ku hafa eitt- hvert nýtt trix í pokahorninu. SUNNUDAGURINN | 1 O. OKTÓBER • Magnús Einarsson og Die Fidelen Múnchener jóðla út í eitt á viðunandi bjórbúllu í bænum, eða the Fat Dwarf. • Borgardætur hafa nóg að gera, enda virðast þær passa inn í hvaða umhverfi sem er. Nú er það bjórhátíð- in á Gauk á Stöng sem dreg- ur þær. Hver veit nema þær jóðli með. Þær verða aftur á Gauknum á mánudagskveld- inu. SVEITABÖLL FIMMTU DAG U R 1 N N | 7. OKTÓBER • Bíóhöllin, Akranesi Orri Harðarson, tvítugur Skaga- maður, heldur útgáfutón- leika. Hann hefur verið að semja síðan hann var ellefu ára og því má búast við að stór stífla bresti nú. Valgerð- ur nokkur Jónsdóttir syngur nokkur iög með Orra. FÖSTUDAGURINN | 8. OKTÓBER • Vitinn, Sandgerði Vinir Dóra koma við a hverju krummaskuðinu af öðru. • Sjallinn, Akureyri Mickey Jupp og KK-band með tón- leika. Bjórhátíð einnig í þeim bænum. • Gjáin, Selfossi Örkin hans Nóa frelsar englana úr klóm syndaranna. LAUGARDAGURINN| 9. OKTÓBER • Sjallinn, Akureyri Svartur pipar er aftur kominn á stjá eftir nokkurt hlé. Þeir verða að alla vikuna, því Gaukur á Stöng er á dagskrá á þriðju- dag og miðvikudag. • Hótel Valaskjálf, Egils- stöðum Mickey Jupp og KK- band með rokk og ryþmablús af bestu tegund. • Kútter Haraldur, Akra- nesi.Þar verða Vinir Dóra nú. Á öllu menningarlegra at- hafnasvæði. • Þotan, Keflavík Stjórnin hyggst nota rafmagnið frá veitu þeirra Suðurnesja- manna. • Gjáin, Selfossi Örkin hans Nóa komin í hóp synd- aranna fyrir austan.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.