Pressan - 07.10.1993, Blaðsíða 40

Pressan - 07.10.1993, Blaðsíða 40
HLUSTUM ALLAN SÓLARHRINGINN SÍMI 643090 I3yggingarnefnd Reykjavík- urborgar hefur ákveðið að veita um sinn ekki fleiri byggingar- •'leyfi út á hús byggð eftir Permaform-byggingaraðferð- inni sem Ármann Örn Ár- mannsson hjá Ármannsfelli hefur kynnt og notað. Vill Byggingarnefnd að Rannsóknastofnun bygging- _^ariðnaðarins hraði frekari rannsóknum, en nefndin segir í bókun sinni að hún sé ekki sannfærð um að kröíúm bygg- ingarreglugerða sé fullnægt í öllum atriðum með þessari byggingaraðferð. Þetta hlýtur að teljast nokkurt áfall fyrir Ár- mannsfell, sem reynt hefur að vinna sér markað með þessari ódýru byggingaraðferð... erulegt bakslag er komið í samningaviðræður Alþýðu- bandalagsmanna og Mótvægis f um þátttöku þeirra fyrrnefndu í útgáfú Tírnans, en þær höfðu gengið vel að mati þeirra sem að þeim komu. Nú virðast Al- þýðubandalagsmenn vera að draga sig til hlés, að minnsta kosti þangað til leyst hafa verið ýmis „innanhússvandamár á Tímanum. Eitt þeirra er samn- ingur við Framsókn- arflokkinn s e m PRESSAN sagði frá í s í ð u s t u viku. Annað er spurningin um hver er nákvæmlega rekstrar- staða blaðsins. Um það hefur stjórn Mótvægis verið að spyrj- ast fyrir, en gengið illa að fá um það nákvæmar upplýsingar, samkvæmt okkar heimild- I ngibjörg Sólrún Gísladóttir hyggst á næstu dögum leggja fram frumvarp sem m.a. tekur til breytinga á biðlaunakerfí þingmanna. Afsali þingmaður sér þingmennsku fái hann ekki b i ð 1 a u n . Hverfi hann til annarra launaðra starfa, hvort heldur er til einkaaðila eða hjá Rík- inu, fái hann ekki biðlaun. Inni í frumvarpinu er einnig að ef þingmaðurinn er á biðlaunum og fær starf, þá falli biðlaunin niður það sem eftir er biðlaunatímans. Ef starfið semjrann þiggur er verr launað en biðlaunin fái hann mismun- inn greiddan út biðlaunatím- ann. Við þetta bætist fæðingar- orlof þingkvenna. Ekkert er til í lögum þingfararkaups sem tryggir konum á þingi fæðing- arorlof. Hingað til hefur það verið leyst persónulega og prí- vat með veikindaorlofi eða ein- hverju ámóta í þeim tilvikum þegar það hefur komið upp... SAfNAÐU 10 TOPPUM Af PEPSIfLÖSKUM í GLEPI EÐA PLASTI OG PÚ GETUP UNNIÐ SPENNANDI Risaeðluleikur Pepsi er spennandi og skemmtilegur og enginn veit hvað getur gerst. Til að vera með í leiknum safnar þú 10 töppum af Pepsiflöskum í gleri eða plasti, svarar 3 léttum spurningum á þátttökuseðli sem þú færð á næsta sölustað Pepsi og sendir eða kemur með hvorttveggja til Ölgerðarinnar. Þar með ert þú í risaeðlupottinum og getur unnið glæsilega risasmábílinn Renault Twingo eða meiriháttar risaeðluplakat. Tappar af 25 cl. og 35 cl. gler- flöskum, 1/2 lítra, 1,5 lítra og 2 lítra plastflöskum (Pepsi og Diet Pepsi) gilda. KOMDU í PISAEÐLULEIKINN - ÞÚ VEIST ALDREI +HVAÐ GETUR GERST! SKILAFRESTUR ER TIL 12. NÓVEMBER HF ÓLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON. GRJÓTHÁLSI 7-11.110 REYKJAVÍK PISAEÐLUPLAKOT PENAULT TWINGO E Ð 1 L U 1 L E 1 1 K U R

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.