Pressan - 07.10.1993, Blaðsíða 16

Pressan - 07.10.1993, Blaðsíða 16
E R L E N T 16 PRESSAN Fimmtudagurinn 7. október 1993 Léku á KGB Dulmálssérfræöingi Sovésku leyniþjónustunnar tókst á ævintýralegan hátt að flýja land ásamt konu og barni, með dyggri aðstoð Leyniþjónustu Banda- ríkjanna, CIA. Sovétmenn töldu víst að fjölskyldan hefði verið myrt, en komust að því tíu árum síðar að hún lifði góðu lífi í Bandaríkjunum. Þegar Victor Sheymov, dulmálssérfræðingur sovésku leyniþjónustunnar KGB, hvarf sporlaust í Moskvuborg árið 1980, ásamt konu sinni Olgu og fimm ára dóttur þeirra El- enu, var gengið út frá því sem vísu innan KGB að Ijölskyldan hefði verið myrt. Það kom því sem reiðarslag þegar fréttist tíu árum síðar að Sheymov- fjölskyldunni hefði tekist að flýja land með hjálp erkióvin- arins, bandarísku leyniþjón- ustunnar CIA, og lifði góðu lífi í Bandaríkjunum. Á dög- unum kom út vestanhafs bók- in Tower of Secrets, þar sem Victor Sheymov lýsir ævin- týralegum flóttanum og því hvernig honum tókst á lygi- legan hátt að losna úr heljar- greipum sovésku leyniþjón- ustunnar. Þrettán ár eru nú liðin frá því að Victor og Olga Sheymov gerðust bandarískir ríkisborgarar. Þau hafa komið sér vel fyrir í nágrenni Wash- ingtonborgar; Victor starfar sem viðskiptaráðgjafi og sinn- ir auk þess sérverkefnum fyrir bandarísku ríkisstjórnina og eiginkona hans vinnur sem listakona. Sem dulmálssér- fræðingur sovésku leyniþjón- ustunnar hafði Sheymov geysilega þýðingarmiklu hlut- verki að gegna innan KGB. Hann var sérfróður á sínu sviði og sá því um að hanna allt dulmálskerfi leyniþjónust- unnar. Sheymov var einn ör- fárra háttsettra manna sem gjörþekktu alla innviði KGB og því má nærri geta, að yfir- mönnum sovésku leyniþjón- ustunnar hafi ekki verið skemmt þegar í ljós kom að hann hafði svikið málstaðinn. Sheymov var í upphafi hlið- hollur KGB, en líkt og með marga aðra sömu kynslóðar snerist liugsjón hans með ár- unum upp í megnustu andúð og fyrirlitningu á stjórnarhátt- um í Sovétríkjunum. Dul- málssérfræðingurinn átti glæsta framtíð fyrir sér innan KGB, því enda þótt hann væri aðeins 33 ára að aldri höfðu menn þegar augastað á hon- um í æðstu stöðu leyniþjón- ustunnar. Sýnt var að KGB myndi aldrei sleppa hendinni af Sheymov. Honum varð því ljóst að vildi hann komast burt yrði hann að láta sig hverfa þegjandi og hljóða- laust. En hvernig? Sheymov datt það eina rétta í hug: Leita á náðir bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Sök- um þess að hann hafði aðgang að mikilvægum leynilegum upplýsingum var hann hafður undir reglulegu eftirliti KGB og því hafði hlerunarbúnaði verið komið fyrir á heimili hans og í bílnum. Ráðabrugg- ið varð því að fara ffam ann- ars staðar. Sheymov þurfti oft að ferðast á vegum vinnunnar og gat hann komið því svo fyrir, að hann átti erindi til bækistöðva KGB í Varsjá í Póllandi. Þar tókst honum að sannfæra menn um nauðsyn þess að hann skoðaði banda- ríska sendiráðið í Varsjá utan- ffá og athugaði hversu vel CIA væri tækjum búin til hlerunar. Öryggisvörður ffá KGB fylgdi SHEYMOV LflUMflST ÚT UM SALERNISGLUGGANN. Mynd úr bókinni Tower of Secrets. uðu sér og fjölskyldu sinni að komast úr landi, útveguðu þeim hæli í Bandaríkjunum sem pólitískum flóttamönn- um og tryggðu þeim örugga framtíð. CIA-menn gengu þegar að skilyrðum hans, enda gerðu þeir sér ljóst að upplýs- ingar þær sem Sheymov byggi yfir væru með þeim mikilvæg- ustu sem leyniþjónustunni hefðu áskotnast í kalda stríð- inu. Þeir lögðu á ráðin og spurði einskis. Eftir þetta hitti Sheymov CIA-menn ótal sinnum í Moskvu til að undirbúa þaul- skipulagðan flóttann. Á tÚsett- um degi tóku þau hjónin lest- ina út úr Moskvu, sem var ekki óvanalegt. Á leiðinni brugðu þau sér í dulargervi og klæddu dótturina í strákaföt. Flóttinn var ævintýralegur en um síðir komust þau til Tékkóslóvakíu, þar sem CIA- engar eigur með sér og skilja við heimilið eins og von væri á þeim á hverri stundu. Þann- ig var ísskápurinn troðfullur af mat til helgarinnar, þvotta- vélin í sambandi og allt á sín- um stað þegar KGB-menn bönkuðu upp á degi síðar, til að grennslast fyrir um Sheymov. Þeir sáu ekki ástæðu til að koma afiur. Byggt á New York Times Magazine. Sheymov að sendiráðinu, þar sem hann þóttist heltekinn áhuga á móttökubúnaði Bandaríkjamanna, en var í raun að virða fyrir sér stað- háttu. Kænskubragöið bjarg- aði þeim Sheymov varð að finna leið til að komast óséður í sendi- ráðið og aftur til baka. Um kvöldið stakk hann upp á því við öryggisvörðinn, sem fylgdi honum hvert fótmál, að þeir færu að sjá mynd sem verið var að sýna í borginni. f þrengslunum fýrir utan sýn- ingarsalinn missti öryggis- vörðurinn sjónar á Sheymov, sem greip tækifærið og lét sig hverfa inn á salerni. Hann vissi að hann hefði um eina og hálfa klukkustund til umráða. Sheymov tókst að dýrka upp gluggann á salerninu, setti á sig alpahúfú og kliffaði út. Þar náði hann í leigubíl sem ók honum í snarhasti á áfanga- stað. Uppi varð fótur og fit í bandaríska sendiráðinu þegar dulmálssérfræðingur sovésku leyniþjónustunnar bankaði upp á. Sheymov hét starfs- mönnum CIA-leyniþjónust- unnar mikilvægum upplýs- ingum gegn því að þeir hjálp- VlCTOR OG OLGA SHEYMOV, DULBÚIN í WASHINGTON. Þeim tókst hið ótrú- lega; að snúa á KGB og fara huldu höfði í tíu ár. ákváðu að hittast í Moskvu að nokkrum vikum liðnum. Sheymov náði aftur í kvik- myndahúsið rétt í þá mund sem myndinnni var að ljúka, kliffaði inn um salernisglugg- ann og mætti öryggisverðin- um í anddyrinu. Sheymov gerði sér upp mikla vanlíðan og sagðist illa haldinn af magakveisu og vörðurinn menn biðu þeirra og komu þeim til Vínarborgar um borð í flugvél, sem flutti þau til New York. KGB-mönnum heima í Moskvu datt ekki annað í hug en fjölskyldan hefði verið numin á brott og myrt og var það kænsku Sheymovs að þakka, að aldrei var leitað að þeim. Fjölskyldan gætti þess nefnilega að taka Slegist um leifar Austur-Þýskalands Hver hefði trúað því fýrir fýrir örfáum árum að menn ættu einhvern tímann eftir að slást um eigur harðstjóranna í fyrrum Austur- Þýskalandi? Berlínarmúrinn var þó ekki fýrr fallinn en safnarar víða um heim tóku að falast eftir öllu því sem minnti á liðna tíma. Síðan hefur ekki linnt látunum svo uppboðshaldarar í Berlín hafa haft í nógu að snúast. Allt er keypt sem á einhvern hátt minnir á offíki kommún- istastjórnarinnar. Þó er ekkert eins eftirsóknar- vert og hlutir úr eigu Eriehs Honecker, fýrrum líiðtoga Kommnústaflokksins, svo og nánustu samstarfsmanna hans. Víst er að ekki skortir eigurnar, en fýrir utan feiknin öll af orðum og heiðursmerkjum er að finna ógrynnin öll af skrautmunum sem útbúnir voru við öll „hátíð- leg“ tækifæri. Meðal þess má nefna líkan af MIG-orrustuflugvélum, eftirlíkingu af marka- staur á landamærum Vestur- og Austur-Þýska- lands og táknræna marmarastyttu, sem Kommúnistaflokkurinn lét útbúa í tilefni þess að Berlínarmúrinn var risinn. Þá má ekki gleyma kínverskum vösum, handmáluðum postulínsdiskum og öðru því sem flokkurinn ERICH HONECKER, FYRRUM LEIÐTOGI flUSTUR-ÞÝSKfl- LANDS. Safnarar girnast nú allt sem áður var í eigu hans. lét árita á stóraffnælum austur-þýska alþýðu- lýðveldisins, DDR. Síðasta minnismerki þeirrar tegundar er handofið gólfteppi sem gert var á fjörutíu ára affnæli DDR, 1989, skömmu áður en múrinn féll. Eins og menn vita náðu komm- únistar aldrei að halda upp á fimmtíu ára af- mælið. Foreldrar varaðir við veiðimönnum I skólum Óvenjulegt mál hefur vakið athygli í Frakk- landi, þar sem græningjar og dýravemdarsinn- ar hafa fundið sig knúna til að vara foreldra við skotveiðimönnum í grunnskólum landsins. Ástæðan er nýtt kynningarátak ffanskra skot- veiðimanna á „dásemdum“ veiðimennskunn- ar, þar sem athyglinni er fýrst og ffemst beint að yngstu kynslóðinni. Markmið Frönsku skot- veiðisamtakanna, sem telja rúmlega 1,7 millj- ónir félagsmanna, er að stórauka áhuga al- mennings á skotveiðum og hvar er betra að hefja sóknina en einmitt hjá ómótuðum, áhrifagjörnum ungmennum? Veiðimennirnir ákváðu að leggja snörur sínar fýrir börnin í skólum landsins, meðal annars með því að halda fýrirlestra um hina göfugu íþrótt skot- veiði. Þá létu þeir gera sérstaka náttúrulífsmynd umlukta dýrðarljóma, þar sem sögupersónan, lítil stúlka, fær full tilhlökkunar að fara með góðvini sínum á dýraveiðar. Eins og við var að búast brugðust græningjar og dýraverndar- sinnar í Frakklandi ókvæða við þegar ljóst var hvað vakti fyrir drápurunum og hófn fullir heiftar harða baráttu gegn áróðri þeirra í skól- um. Og andstæðingum veiðimannanna tókst heldur betur að vekja á sér athygli með uppá- tæki sínum. Á sértilgerðum límmiðum og DANGER SKÝR SKILABOÐ TIL FORELDRA. Frönskum skotveiöimönnum ekki vandaöar kveöjurnar. veggspjöldum, sem sýna barn hörfa undan veiðimanni, eru skilaboðin til foreldra enda skýr: Foreldrar - Hætta - Veiðimenn í skólan- um. Hagnast á óförum Naomi Campbell Bandaríska stór- fyrirsætan Naomi Campbell var held- ur betur óheppin á tískusýningu hjá bresku pönkdrottn- ingunni Vivienne Westwood á dög- unum, eins og ffægt er orðið, en málið vakti svo rnikla at- hygli að menn hafa ákveðið að gera sér það að féþúfu. Sem kunnugt er rigsaði Campbell sjálfsör- ugg að vanda ffam sýningargólfið á himinháum skóhæl- um frá Westwood en þá vildi ekki bet- ur til en svo að hún missteig sig og datt. Óhappið fór að sjálfsögðu ekki framhjá neinum viðstaddra, allra síst ljósmyndurum, sem skemmtu sér hið besta og hikuðu auðvitað ekki við að birta myndir af óhappinu. En Campbell gafst ekki ÞU TRYGGIR EKKIEFTIR A. Myndln sem notuö veröur í auglýsingu tryggingafyrlrtækisins. upp og á næstu sýningu Westwood var hún affur mætt til leiks í trölla- skónum ógurlegu. Það var þó alveg sama hvað hún einbeitti sér, henni tókst ekki að halda jafn- væginu og því endaði hún í gólfinu eins og í fýrra skiptið. Þriðja og síðasta tískusýningin var óumflýjanleg en hún lukkaðist betur og Campbell tókst að staul- ast fram sýningargólfið án teljandi vandræða. Málið vakti skiljanlega mikla athygli og það ætl- ar breska tryggingarfýrir- tækið Prudential Insur- ance nú að notfæra sér. Fyrirtækið hefur því keypt höfundarréttinn að einni ljósmyndinni sem sýnir fýrirsætuna á leiðinni í gólfið, og meiningin er að nota hana í auglýsingaherferð fyrirtækisins á komandi ári. Ef að líkum lætur verður slagorðið: Þú tryggir ekki eftir á.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.