Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 2

Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 2
FYRST OG FREMST 2 PRCSSAN Fimmtudagurinn 11. nóvember 1993 SIGURÐUR MARKÚSSON. Glímir við ótal spursmáL ÞÓR JÓNSSON. Fær nýjan framkvæmdastjóra. Sambcmdiö og lífeyririnn í dag er úrslitadagurinn fyr- ir Sambandið. Nauðasamn- ingar eða gjaldþrot blasa við þessu fyrrverandi viðskipta- stórveldi sem fyrir aðeins fimm árum var efst á lista Frjálsrar verslunar yfir stærstu fyrirtæki landins. Var Sam- bandið þá með þriðjungi meiri veltu en næststærsta fyr- irtækið, sem þá var Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna. Eigið fé Sambandsins var skráð ríf- lega þrír milljarðar króna. Fyrir stuttu sögðum við frá því að Sigurður Markússon stjórnarformaður væri einn kominn með prókúru fyrir Sambandið, enda lítið að borga út þessa dagana. Spurn- ingin er því hvað verður um alla stóru lífeyrissamningana sem Sambandið stóð fyrir, en eins og komið hefur ffam var t.d. Hjalti Pálsson með 50 milljóna kröfu í þrotabú - Miklagarðs. Þar var kröfunni hafnað og því fluttist hún yfir á Sambandið, sem ábyrgðist alla þessa eftirlaunasamninga. Guömundur á Tímann Það kom nokkuð á óvart þegar Hrólfúr Ölvisson hætti skyndilega sem ffamkvæmda- stjóri Tímans, enda höfðu menn gert ráð fyrir að hann héldi því starfi áfram. Nú mun vera búið að fylla í stöð- una og hefur Guðmundur Löve, sonur Leós Löve, bóka- útgefanda og seðlabanka- stjóravonbiðils, verið ráðinn í starfið. Guðmundur hefur meðal annars starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Hann hefúr þegar hafið störf en nýr Tími á að koma út á morgun. Lítil eftirsjá fyrir sýslumann Nú þykir ljóst að Jón Skaftason, sýslumaður í Reykjavík, hætti frá og með næstu áramótum að telja. í eina tíð hefðu þetta þótt mikil tíðindi, eða á meðan Jón var yfirborgarfógeti í Reykjavík, embætti sem færði honum eina og hálfa milljón króna í tekjur á mánuði. Nú er hins vegar ekki um svo feitt emb- ætti að ræða og má gera ráð fýrir að tækifærið verði gripið og einhver sýslumaður utan af landi fái bitann. Reyndar eru áhöld um hve eftirsóknarvert embættið er eftir að það fór í kyrfilega tekjumegrun fyrir tveimur árum. Feguröardís í hngpphelduna Þegar ein beljan mígur verður öllum hinum mál. Það eru gömul sannindi og ný. I sumar voru öll blöð yfirfúÚ af því er fyrirsæturnar Sólveig Grétarsdóttir og Hörður Harðarson létu pússa sig saman. Til dæmis birti Dag- blaðið af þeim flennistóra for- síðumynd, rétt eins og um konungborið fólk væri að ræða. Nú hefur ffést að besta vinkona Sólveigar og öllu þekktari, Anna Margrét Jóns- dóttir, flugfreyja og fyrrver- andi fegurðardrottning ís- lands, sé á fúllu að undirbúa brúðkaup sitt, sem ákveðið hefúr verið að standi á gaml- árskvöld. Sá lukkulegi er kær- asti hennar til margra ára og heitir Árni. Stórveisla mun vera áætluð af þessu tilefhi og þykir nú ljóst að áramótapart- íinu hjá nokkrum áberandi skemmtanafíklum í bænum sé borgið. Hipparnir þurfa tíma Hafinn er undirbúningur hins árlega áramótadansleiks sem einkum sækir hópur fólks sem kennt er við ’68-kynslóð- ina. I fyrra sóttu hann um 700 manns og ekki er búist við minni þátttöku nú. Enn er óvíst hverjir spila tónlist 7. áratugarins að þessu sinni, en veislustjóri verður Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir og há- punkturinn, ræða kvöldsins, kemur að þessu sinni frá Guð- rúnu Pétursdóttur. Græna derhúf- an? Nokkrir söngelskir leikarar hafa tekið höndum saman um að stofna söngkvartett. Þetta eru leikararnir Sóley Elías- dóttir, Maríus Sverrisson, í nýjasta hefti kvenfrelsistímaritsins Veru eru nefndir til söaunnar nokkrir sem hafa lagt lóS sitt ó voaarskálar jafnréttis aS undanförnu, til gagns jarnt sem ógagns. Af þeim sem tilheyra mínushópnum er menningarfulltrúinn i London, Jakob Magnússon, efstur á blaöi. Hann þykir hafa,sýnt í greinarkorni í PRESSUNNI um pjóðhátíS Islendinga í Lundúnum bvílíkan hroka oa fyrirlitningu í garS kvenna aS „konur hljóti ao spyrja sig hvao hafi ráSið vali hans í stöð- una". Þá þykir viðtalið sem Mannlíf birti viS hann fyrir skömmu bera vott um sömu kvenfyr- irlitningu, að ekki sé talað um þegar hann stakk upp á því „í fullri alvöru" að íslenskar konur í Lundúnum stofnuðu með sér kvenfélag í þeim tilaangi aS baka ofan í landa sina. ÁSrir sem taiair eru hafa unniS jafnréttisbaráttunni ógagn eru RíkissjónvarpiS vegna umræðuþáttanna með velsnyrtu pabbadrengjunum, ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins, AlþýSublaSið vegna nafnlausu skrifanQp um l^vennalistann og einkum og sér í lagi Onnu Olafsdóttur B|örnsson og er^PRESSAN nefnd fyrir að hafa birt viðtal viS Örn Clausen um „mann- fjandsamlegar" skoSanir hans, Jafnréttisplús- ana fengu hins vegar Alþingi Islendinaa fyrir fjögurra ára framkvæmdaáætlpnina tif að ná fram jafnrétti, Iðntæknistofnun Islands fyrir að styrkja konur andlega, BSRB- tíðindi vegna skilnings á hagsmunum kvenna (ritstjóri þeirra er Hiorleifur Sveinbjörnsson, eiainmaSur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur), rekstrarráðgjafarfyrirtækið Calculus fyrir skrána um fyrirtæki athafnakvenna. Stjórnunarfélag Is- lands og Body Shop í kjölfar þess er Anita Roddick, aðaleigandi Body Snop, kom hing- að til lands og bræddi hjörtu helsfu viðskipta- jöfra landsins meS femínískum hugmyndum sín- JAKOB MAGNÚSSON OG ÖRN CLAUSEN. Meðal þeirra kvenfjandsamlegustu, að mati Veru. Hmrik Ólafsson, sem öll syngja sam- an í skilaboðaskjóðunni, og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem fór m.a. með hlutverk Elísu í My Fair Lady. Þykir skipan kvartettsins minna um margt á samsetningu Bláa hattsins sem leikararnir Jóhann Sigurðarson, Edda Heiðrún Backman, Asa Hlín Svavars- dóttir og bróðir Hinriks, Egill Ólafs- son, stóðu að. Ekki ku þó fyrrnefndi sönghópurinn ætla að feta í fótspor hins síðarnefnda í lagavali. Æfingar standa nú yfir á fullu og þegar síðast fréttist höfðu rekstraraðilar Þjóðleik- húskjallarans fengið augastað á þeim og gert við þá samning. Þar mun söng- hópurinn því hefja upp raust sína þeg- ar líða tekur á nóvembermánuð. Ráðherrafrú í fram- boði Eins og kunnugt er var Sigríður Dúna Kristmundsdóttir fulltrúi ís- lendinga í kosningu til aðalstjórnar UNESCO en náði ekki kjöri. Margir vilja kenna um máttlitlum fjárhag Is- lendinga, en þó var aukakostnaður vegna framboðsins vel á aðra milljón króna. Sigríður Dúna fór íjórum sinn- um út vegna framboðsins, tvisvar í vor á vikufund ásamt Guðnýju Helgadótt- ur, deildarstjóra í menntamálaráðu- neytinu og ritara íslensku UNESCO- nefndarinnar. Sigríður Dúna og Guð- ný fóru síðan í haust á aðalráðstefnuna og Guðný var þá í mánuð ytra en Sig- ríður Dúna í hálfan. Einnig flugu Ólaf- ur G. Einarsson og Guðríður Sigurð- ardóttir ráðuneytisstjóri á Saga Class þegar Ólafur hélt ræðu á aðalráðstefn- unni. Þá stóðu íslendingar að móttöku fyrir 170 gesti í aðalstöðvum UNESCO og buðu þar upp á íslenskan mat a la Sigurður Hall. Þar voru Sigríður Dúna, Guðríður og Guðný viðstaddar. Sigríður Dúna flaug síðan út til að vera viðstödd kjörið. Fjögur sæti voru laus í aðalstjórninni sem fimm þjóðir börð- ust um, en litla landið varð að lúta í lægra haldi fýrir hinum. Norðurlöndin hafa boðið sameiginlega fram og nú var komið að íslendingum. Fram að þessu hafa Norðurlöndin átt tvö sæti í aðalstjórn, eða frá því að Bandaríkin og Bretland sögðu sig úr UNESCO. Barnelskir sjálfstæðis- menn____________________________ Eftir mikla umræðu í síðustu viku í borgarstjórn Reykjavíkur um málefni dagmæðra kom fram vilji hjá nokkr- um borgarstjórnarfulltrúum sjálfstæð- ismanna til að leysa málið. Má segja að viðræðumar við Samtök dagmæðra út af húsnæði þeirra hafi verið teknar úr höndum Önnu K. Jónsdóttur, for- stöðumans Dagvistar bama. Vom þeir Júlíus Hafstein, Árni Sigfússon og Sveinn Andri Sveinsson settir í að skoða málið og náðu þeir fljótlega samkomulagi við Samtök dagmæðra. Ágreiningurinn sem var um húsnæði samtakanna og meðferð leikfanga- safnsins virðist þar með úr sögunni, en hlutur Önnu í þessu máli þykir ekki hafa orðið henni til framdráttar. Spanjóli í veitinga- bransann Eigendaskipti hafa orðið á veitinga- húsinu Berlín. Fyrmrn eigandi staðar- ins, Sigurður Ólason (bróðir Sævars Karls), hefur nú selt Helga Gunn- laugssyni staðinn. Helgi hefur verið kenndur við sólbaðsstofuna Sól og sælu. Meðeigandi Helga er Spánverji nokkur sem heitir Mario „Pavarotti“ Adam, ættaður frá Barcelona. Mario þessi var hér á ferð síðasdiðið sumar og er nú kominn aftur og ædar að hafa afskipti af rekstri staðarins. Kiddi „Bigfoot“, sem rak Berlín áður en eig- endaskiptin urðu, starfar nú sem skemmtanastjóri Casablanca. JÓN SKAFTASON. Þarf ekki að horfa á eftir feitum bita í hundskjaft. ANNA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR. Giftist kærastanum. GUQRÚN PÉTURSDÓTTIR. Aðalnúmerið á áramótadansleiknum. STEINUNN ÓLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR. Komin í kvartett. SlGRÍÐUR DÚNA KRISTMUNDSDÓTTIR. Lagðist f ferðalög en tapaði samt. SlGURÐUR OLASON. Selur Berlín. UMMÆLI VIKUNNAR „Ég hefdálœti á kjöllurum ogþak- herbergjum, nálœgt jörðinni og himninum, en lifi miðhœðarlífi. “ Guðbergur Bergsson þversagnafræðingur. KUkkoA „Jón Múli sagði að ég mætfi gera nvað sem væri við lögin hans enda er hann fæddur hér í Vopnafirði.“ Sigríður Sverrisdóttir hugmyndafræðingur. lifa og dafha, mér og öðrum leikhúsgestum til ánægju.“ Gunnar Stefánsson nöldrari. nóg um kjaftaganginn og upplýsist það hér með að það var sá sem þetta skrifar sem var svo ólánsamur að taka í gikkinn kvöldið umrædda við Húnavatn.“ Ólafur E. Jóhannsson hundaskrtur. SÝDUSTÚ SÝNINUAR! „Minnstu munaði að Súsönnu tækist að gera útaf við 13. krossferðina sem var með þeim dýrari sem Þjóðleikhúsið hef- ur komið upp með — og þar með vald- ið leikhúsinu ómældum skaða.“ Oddur Bjömsson tístarí.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.