Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagurinn 11. nóvember 1993
S K I L A B O Ð
PRCSSAN 3
Eggert og
Borgarnes-
lögreglan
Vegna smáfréttar í síðustu
viku vill Eggert Skúlason
fréttamaður koma því á ffam-
færi að lögreglan í Borgarnesi
hafi ekki verið kvödd að Mun-
aðamesi vegna meints óffiðar
af völdum þeirra Stöðvar 2-
manna. Hann hafi verið þar
ásamt kvikmyndatökuliði og
hafi lögreglan ekki haft nein
afskipti af þeim, enda ekki
ástæða til. Þetta staðfesti sam-
töl við lögregluna í Borgamesi
og dagbækur hennar, þar sem
hvergi komi ffam klögumál á
borð við það sem PRESSAN
lýsti.
Blaðið byggði frétt sína á
upplýsingum lögreglunnar í
Borgarnesi. PRESSAN sér yfir-
leitt ekki ástæðu til að rengja
upplýsingar sem lögreglan
veitir eða leita sérstaklega stað-
festingar á þeim, eins og þó er
venja í vinnslu ffétta. Frásögn
Eggerts er hins vegar þess eðlis
að lögreglan virðist vera orðin
tvísaga í málinu og vandi fýrir
blaðið að skera úr um útgáfúr.
Hafi upplýsingar lögreglunnar
verið rangar er Eggert beðinn
afsökunar á óþægindum sem
það hefur valdið honum.
Blaðið mun væntanlega héðan
í ffá gæta meiri og viðeigandi
tortryggni í samskiptum sín-
um við lögregluna.
Ritstj.
JT egar skórinn kreppir í
þjóðfélaginu, líkt og nú, koma
ýmis mein þess upp á yfxr-
borðið. Þannig er til dæmis
orðið nokkuð algengt þegar
ungar konur sækja urn vinnu
að þær séu spurðar hvort
barneignir séu nokkuð á dag-
skrá. Ef ekki þykja þær væn-
legri vinnukostur. Á dögun-
um gerðist það svo í einu af
stærstu umboðum landins —
sem flytur inn þarfasta þjón
nútímans — að ungri konu
sem unnið hafði þar í nokkur
ár var boðin stöðuhækkun.
Það væri i sjálfu sér ekki í ffá-
sögur færandi — og þó —
nema hvað skilmálar stöðu-
hækkunarinnar voru þeir að
ef hún yrði barnshafandi inn-
an tveggja ára lækkaði hún
afturí tign...
JT að eru ekki aðeins banka-
stjórar og ríkisforstjórar sem fá
jeppa undir rassinn á sér. Yfir-
menn í lífeyrissjóðum virðast
einnig þurfa að hafa afnot af
bílum. Þannig hefúr Jóhannes
Siggeirsson, forstöðumaður
Sameinaða lífeyrissjóðsins, af-
not af Cherokee Laredo, Karl
Benediktsson, forstöðumaður
Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og
Framsóknar, fær Renault Ne-
vada og Þorgeir Eyjólfsson,
forstjóri Lífeyrissjóðs verslun-
armanna, fær Grand Che-
rokee Laredo til umráða. Che-
rokee-jepparnir voru báðir
keyptir af umboðinu í fyrra en
Renaultinn var keyptur árs-
gamall í sumar...
LMÐ OG TBLVERAN
eru nýjar fræðslubækur Jk
i fyrir böm og unglinga'\j^
1 Bókaflokkur sem
m fer sigurför um heimin
Tvöfalt líf - Fyrstu fiskamir sem bröltu á
þurru landi breyttust á löngum tíma í annars
konar dýr sem verptu skurnlausum eggjum í
vatni. Ungarnir minntu á litla fiska með langan
hala og eru nefndir halakörtur enn í dag.
Almennt heiti dýranna er froskdýr, „amphibia"
á vísindamáli, en það merkir að lifa tvöföldu
lífi. Þessi dýr byrja æviferil sinn í vatni eins og
fiskar, en lifa fullorðinsárin á landi og anda þá
með lungum.
FYRIR BORN
OG UNGLINGA
FRÁ 5-15 ÁRA
6 bækur á árp
fráhorfnumheimi
Tilvitnun ígrein Þorbjörns Broddasonar, dósent, íSkímu, 3.
tbl. 1992, um minnkandi bókhneigð ungmenna.
„Eg hef, ásamt samstarfsfólki mínu, gert all víðtækar athuganir á lestrarvenjum
barna og unglinga, en þessar kannanir ná yfir tuttugu ára tímabil. Ályktun mín er
annars vegar sú, að hrun bóklesturs sé raunverulegt og brýnt áhyggjuefni og
gæti vel verið undanfari þess að hér spretti upp ólæs eða hálflæs minnihluti
innan um bókaþjóðina.“
Bækurnar í þessum frábæra bókaflokki fjalla um
• Risaeðlur • Dýrin í náttúrunni
• Dýraríkið • Mannasiði
• Plöntur * Þjóðsögur og þjóðtrú
• Hafið * Himininn og stjörnurnar
• Jörðina ' Mannslíkamann
• Uppgötvanir
• Listir
• Tónlist —/tá
• Húsdýrin
• Ferðalög
• Matreiðslu
Urfyrstu bókinni: RISAEÐLUR